Helgarpósturinn - 08.05.1981, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 08.05.1981, Blaðsíða 14
14 Föstudagur 8. maí 1981 Jie/garpósturínn ir með launum Það er Ragnheiður Harvey sem leggur til helgarréttinn að þessu sinni. Hún er jafnan förðunarmeistari hjá sjönvarp- inu. en er um þessar mundir i löngu frii, vegna tökunnar á Útlaganum. þar sem hún er i fullu starfi við förðun. Ragn- heiður er áhugamanneskja um góðan mat. og segir þennan rétt hafa verið sérstaklcga vinsælan hjá gestum sinum. Hann er austurlenskur og heitir þvi skemmtilega nafni: Bakaðar lundir með bönunum. Fyrir fjóra til sex: 2 stórar nautalundir (Má nota svfna. en nauta eru betri) 50 g smjör 4 bananar 2.5 dl rjómi 1 tsk salt 2 tsk karrý 1 tsk rósmarin Lundirnar eru hreinsaðar og skornar i tveggja sentimetra þykkar sneiðar. Þær eru svo barðar léttilega, kryddaðar með saltiog rósmarin og brúnaðar á pönnu i smjörinu. Menn eru beðnir að minnast þess að nota ber kryddið eftir smekk hvers og eins, og einnig þess að nauta- kjöt er af flestum talið best litið steikt. Kjötið er svo látið i eldfast mót. Bananarnir eru kiofnir eft- ir endilöngu og þeim raðað ofan á kjötið. Rjóminn er hálfþeytt- ur, karrýinu hrært úti, og hann siðan settur ofan á bananana. Þetta er bakað i ofni við 250 gráður i 15—20 minútur. Með þessu er tilvalið að hafa hrisgrjón og auk þess fjölda- margt annað. Ragnheiður tók þó fram að ekki væri nauðsyn- legt að hafa þetta allt með i einu. Reyndar alveg ónauðsyn- legt: Kókósmjöl, chutney mauk, chili sósa, kinversk soyasósa, paprika, saltaðar möndlur, maiskorn, rúsinur, niðursoðinn perlulaukur, sýrðar asiur og fl. Gæludýrin veita sumum ánægju. HeHingur af köttum — og ekki minna af fiskum og fuglum Hvert skyldi vera algengasta gæludýrið i hundalausri höfuð- borginni? Kettir, sennilega. Það er að minnsta kosti álit Emmu Hólm. scm i áratug hefur rekið gæludýrabúðina Gullfiskabúðin. Það er óhætt að segja að við séum mikið fyrir gæludýr”, sagði hún. ,,NU eru þrjár verslanir hér i Reykjavik sem sérhæfa sig t gæludýrum, og þær ganga bara vel, held ég”. Að sögn Emmu má ef til vill skipta gæludýrunum i hópa. Gull- fiskarnir eru til dæmis fremur hobbý, en gæludýr, og spendýr, einsog naggrisir og hamstrar eru næstum eingöngu fyrir börn undir Boróa- pantanir Sími 86220 85660 Veitingahúsiö / GLÆSIBÆ fermingaraldri. Páfagaukarnir eru svo hið vinsælasta af þessu öllu. „Þeir eru eiginlega fyrir alla, einkum yngra fólk, en einnig er mjög algengt að eldra fólk sér- staklega einstæðingar hafi páfa- gauk hjá sér. Þeir eru ágætir félagar. Páfagaukarnir sem við seljum koma frá Danmörku, en upprunalega eru þeir frá Astraliu held ég. Við kaupum inn unga og seljum gjarnan pör, svo að við vitum nánast ekkert um fjölda þeirra hér á Islandi. Þeir timgast oft f heimahúsum, og ganga svo manna á milli”. Sömu sögu er að segja um hin gæludýrin. En Ijóst má vera að t.d. páfagaukar skipta þúsundum hér á landi. Verði þeim að þvi. —GA interRent car rental Mesta úrvallð, besta þjónustan. VI6 útvegum yöur atslátt á bílaleigubllum erlendis. j Meðaltal Hæsta meðaltal lægsta meðaltal Maf 6.9 10.3 4.1 júni' 9.5 12.9 7.0 júli 11.2 14.7 9.0 ág. 10.8 14.1 8.3 sept. 8.6 11.6 6.2 Þessar tölur segja okku: kannski ekki mikið, en þó það, að meðalhiti yfir daginn i Reykja- vík, er talsvert meiri en hinn eiginlegi meðalhiti. Það er til dæmis uppundir fimmtán stiga meðalhiti hér i júli. Yfir hádaginn nota bene. Hér er svo að gamni önnur tafla, yfir meðalhita i Reykjavik, og fjórum öðrum borgum á Norðurlöndum: Bergen, Kaup- mannahöfn og Stokkhólmi. Miðurstöðurnar koma ekki á óvart, Skandinavarnir fá miklu betra sumar en við. Sumsstaðar i Vcðrinu, eins og auðnum, er misskipt milli manna. mynd: Siggi St. við sig Veðrið er samt — og langtum verra en annars staðar Seint þreytumst við islendingar á að spá i veðrið eða blóta þvi. Það er sem kunnugt er inngangur flestra samtala, ekki sist nú að vori til, þegar sumarið er að koma. Ef það kemur þá. Hin sfðari ár hafa verið öllu kaldari enárið 1930 til 1960, en við þau ár er alltaf miðað þegar talað er um meðalhitastig. Þannig hef- ur meðalhitinn á siðustu tiu árum veriðhálfu til einu stigi lægri en á árum áður, að sögn Þóris Sigurðssonar á veðurstofunni. Það er svolitið fróðlegt að lita á meðalhitann i Reykjavik yfir sumartímann. Meðalhiti er nefni- lega meðalhiti alis sólarhrings- ins. Þannig má reikna með að meðalhiti gullfallegs júlidags sé aðeins 10 til 12 gráður, þótt hitinn komist i 15—17 stig yfir daginn. Kuldinn yfir nóttina lækkar meðaltalið. Viða erlendis, sérstaklega vestanhafs, en ekki gefið upp þetta meðalhitastig okkar, heldur hæsta meðaltal og lægsta meðal- tal. Það er til dæmis sérstaklega vinsælt að gefa aðeins upp hæsta meðaltal á sólarströndum, þvi það meöaltal er skiljanlega tals- vert hærra en þetta venjulega. Hér til gamans er litil tafla yfir meðalhitastig i Reykjavik, hæsta meðaltal, og lægsta meðaltal: Sviþjóð og Noregi verður meðal- hiti langtum hærra en þessar tölur segja um, þvi þar gætir ein- kenna meginlandsloftslags viða. Það sama má reyndar segja hér: Það er jú langtum heitara á Akureyri stundum, en i Reykja- vik. Reyk. Bergen Kaupmh. Stokkh. mai 6.9 10.2 11.8 10.1 júni' 9.5 12.6 15.6 14.9 júli 11.2 15.0 17.8 17.8 ágúst 10.8 14.7 17.3 16.6 sept 8.6 12.0 13.9 12.2 Semsagt: Af þessum frænd- þjóbum fáum við oftast versta sumarið. Gleðilegt sumar. — GA Munu tölvur bráðlega leysa af hólmi bollaspákonur, lófaspá- konur, spilaspákonur og allar hinar spákonurnar, og senda þær útiystu myrkur atvinnuleysisins? Spákonur verkefna- lausar? Þetta er sú spurning sem kannski brennur á vörum spá- kvenna heimsins og viðskiptavina þeirra. Kannski ekki. Hvað um það, þá fengum við þær upplýs- ingar hjá Þorvarði Hjalta á reiknisstofnun Háskólans að enn væru tölvur ekki farnar að stunda spádóma af þessu tagi hér á landi, hvað sem sfðar yrði. Þorvarður taldi það alls ekki óhugsandi aö hægt væri að gera forrit sem biði uppá einhverja möguleika i þessa átt, og sem dæmi nefndi hann að nú þegar heföi verið gert forrit fyrir svo- kallaöan bióritma. Háskólatölvan getur þvi nú gert einskonar linurit yfir þaö hvenær þú ert best upp- lagður, og hvenær þú ert ekki nógu hress og hvenær þú ert óhæfur til allra hluta. En til að þetta sé hægt verða menn náttúrulega að gefa sér ein- hverjar forsendur. Þorvarður benti á að viöa er- lendis, einkum i Bandarikjunum væri fariö aö nota töivur til ým- issa slikra hluta. Til dæmis væru þar fjöldi hjúskaparmiðlara, sem notuðu tölvur I sinni þjónustu. 1 þeim tilfellum gefa viðskiptavin- irnir upp kosti sina og galla fyrir töivuna aö vinna úr. Hún parar svo fólkið saman, eftir að hafa fundiö út réttu persónuleikana. Þetta hefur vist gefið hina bestu raun) enda tölvan laus við alla óþarfa tilfinningasemi. En eins og Þorvaröur sagði, þá Fara tölvurnar að lesa I lófa? er gallinn við spár spákvenna, aö enginn veit hvort þær eru sannar eða réttar. Það sama mundi ef- laust gilda fyrir tölvuspárnar. — GA Kjartan Helgason (á skýrtunni) afhendir Karii Þorsteins verðlaun- in i verðlaunasamkeppni Helgarpóstsins, Ferðaskrifstofu Kjartans Helgasonar, og ferðamálaráðs Búlgariu. Nafn Karls var dregiö úr fjölda réttra lausna, og verðlaunin eru ferð fyrir tvo til Búlgariu.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.