Helgarpósturinn - 08.05.1981, Blaðsíða 6
Föstudagur 8. maí’ 1981
Jie/garpásturinrL.
Þórarinn blaAar i llallgrimi.
Skógræktarmaður fram í rauðan dauðann:
Islenskt lerki í líkkisfuna
Þeir eru eí'laust ekki mjög margir, sem vilja
haía hönd i bagga með þvi hvernig likkista
þeirri eigi að lita út, en þess eru þó dæmi, að
menn láti smiða sérstaklega fyrir sig vandað-
an grip, áður en þeir deyja. Þórarinn Þórarins-
son, fyrrum skólastjóri á Eiðum er einn þeirra.
Hann heíur þó nokkra sérstöðu innan þessa
hóps forsjálu karla og kvenna, þvi kista hans
er gerð úr islenskum viði, og er að hans sögn
örugglega sú fyrsta sinnar tegundar.
Kista Þórarins, sem nú er i geymslu suður i
Eossvogi, er smiðuð úr lerki frá Hallormsstað,
og er hún forkunnar fagur gripur, eins og sjá
má á myndunum. Það var sjálfur Guttormur á
Hallormsstað, sem plantaði trénu árið 1922, en
46 árum siðar, eða árið 1968 var það fellt til þess
að smiða mætti kistuna Þórarins. Það var Sig-
urður Blöndal, sem sá Þórarni fyrir trénu, en
kistan var ekki smiðuð fyrr en tólf árum eftir
að tréð var fellt, eða i ársbyrjun 1980.
Þórarinn var spurður að þvi,
hver væri aðdragandinn að
ákvörðun hans um aö láta smiða
sér slika kistu úr islenskum viði.
„Skógrækt hefur verið mitt
hjartans mál, og ég tel að hún eigi
framtiö fyrir sér”, sagöi hann.
„Það er ekkert áhorfsmál, aö
tslendingar eiga aö geta framleitt
það timbur, sem þeir þurfa að
nota, og ég get fært fyrir þvi tölu-
legar sannanir.”
Þórarinn dregur fram minnis-
blaö, þar sem segir, að sam-
kvæmt skýrslu frá FAO (Mat-
væla- og landbúnaðarstofnun
S.Þ.) hafi meöalnotkun tslend-
inga á viöi, á árunum 1965—69,
verið 54 þúsund teningsmetrar.
Fá mætti 4 teningsmetra af
hverjum hektara lands, þannig aö
þaö þyrfti 26 þúsund hektara til aö
ná meðalnotkuninni. Hér á landi
væru hins vegar 60 þúsund hekt-
arar lands, sem skógfræðingar
teldu heppilega til ’skógræktar.
Þórarinn var þá spuröur hvort
hann væri þarna að sýna fram á
þaö, að koma mætti upp islensk-
um nytjaskógi.
„Ef þaö er ekki taliö til nytja,
að hægt.sé að smiða úr honum lik-
kistur, þá veit ég ekki hvað er
nytjaskógur.
— En hvers vegna vildiröu
endilega sýna fram á nytsemina
með þvi aö láta smiða þér lik-
kistu?
„Af þvi að það er öruggt, að ég
þarf einhvern tima að nota lik-
kistu, og einnig vildi ég kynna
skógrækt á tslandi fram i rauöan
dauðann. Og ef prestur getur ekki
lagt út af þessu, byöi ég ekki mik-
iö i hann.”
— Hvenær fékkstu hugmyndina
að þessu?
„Það var ekki fyrr en eftir að
ég kom til Reykjavikur”, sagöi
Þórarinn, en hann var á Eiðum
allt til ársins 1965.
Þórarinn sagði, aö þvi fylgdi
mikil öryggiskennd að vita af lik-
kistunni sem biði eftir honum.
Hann vildi hins vegar ekki fallast
á það, aö þvi fylgdi einhver und-
arlega tilfinning. Þaö öruggasta
sem maður vissi, væri, að ein-
hvern tima lenti hann ofan i kistu.
„Og það er dálitill metnaður
fyrir mig að liggja i fyrstu kist-
unni sem smiðuð er úr islenskum
skógarviði”, sagöi Þórarinn.
— En hvernig tók fjölskylda þin
þessu, þegar þú sagðir frá þvi?
„Konan min trúði þvi ekki
fyrst, aö ég ætlaöi að gera þetta,
en þegar hún sá hvað ég var
ákveðinn sætti hún sig viö það. Og
ég held, aö menn hafi afskaplega
gott af þvi að taka dauðanum eins
og staðreynd, sem ekki verður
umflúin.”
— Hugsaröu þá mikiö um dauð-
ann?
„Aldrei. Ég hugsa yfirleitt
aldrei um dauöann. Ég segi bara
með Hallgrimi: „Hvenær sem
kallið kemur, kaupir sig enginn
fri. Læt ég nótt, sem nemur, neitt
skal ei kviða þvi”.”
Þórarinn sagöist ekki hafa haft
afskipti af þvi hvernig kistan ætti
aö lita út, „Þetta er bara venju-
lega likkista, en ég lagði mikið
upp úr þvi, að hún yrði vel smið-
uð”, sagði hann, og bætti þvi við,
að i gamla daga hafi hyggnir
gamlir menn látiö smiða kistu
fyrir sig i timburleysinu, og aö
einn hafi látið smiða einar fjórar
eða fimm, því hann hafi alltaf
verið að lána þær öðrum.
— Heldurðu, að þessi kista þin
sé endingarbetri en venjulegar
likkistur?
„örugglega. Hún endist að
minnsta kosti á við fjórar eða
fimm aðrar, en ég hef engan
áhuga, hvorki á iikama minum
eða kistunni eftir að viö erum
komin i gröfina”
— Teluröu liklegt, aö aörir taki
þig til fyrirmyndar og láti smlða
sér lfkkistur úr islenskum viði?
„Það hef ég ekki hugmynd um.
Það hefur aldrei verið til viður á
Islandi til að búa til kistur. Það
eru hvergi til heimildir um að lik-
kistur hafi veriö smiðaöar hér áð-
ur, en ég fullyrði aö eftir hundrað
ár veröi allar likkistur smiðaðar
úr islenskum viði.”
Þórarinn er fæddur og uppalinn
i einu skógauðugasta héraöi
tslands, rétt hjá Hallormsstaða-
skógi. Ahugi hans á skógrækt er
„Endist á
við f jórar
eða fimm”
segir Þórarinn
Þórarinsson,
f yrrum skólast jóri
á Eiðum
þvi fyrst og fremst til kominn af
umhverfi hans. Auk þess var
hann vinur og samstarfsmaður
Guttorms á Hallormsstað.
En úr þvi hægt er aö nota
islenskan viö til að smiða likkist-
ur, hlýtur að vera hægt að nota
hann til annars, og sagöi Þórar-
inn, að það ætti að vera hægt að
nota hann til allra timburnota
landsmanna. Þetta væri miklu
vandaðri viður en furan og gren-
ið, sem við værum að flytja inn.
„Þegar farið er að ræða um
það, aö afskekktar byggðir hljóti
að leggjast I eyöi, og talað um
bændur sem eins konar gustuka-
menn, sem borga þurfi með, er
ekkert sjálfsagðara en að stuðlað
sé að þvi að skógrækt sé tekin upp
sem aukabúgrein, þar sem hún er
talin arðbær, eins og gert er i
Sviþjóð og Noregi. Viö þaö vinnst
tvennt — landið allt helst betur i
byggð og við framleiðum vöru, er
við þyrftum annars að flytja inn
fyrir ærið verð.”
Þórarinn sagði, að fyrir tiu ár-
um siðan hafi veriö samþykkt i
lög um að hjálpa bændum i
Fljótsdal viö skógrækt, og aö á
siöasta Búnaðarþingi hafi verið
samþykkt að leggja það til, að
tekið yrði inn I lög að aöstoða
nytjaskógrækt þar sem hún væri
tiltæk.
„Þvi lengur sem þetta dregst,
þvi lengra veröur þangað til aö
þetta kemst i gagniö sem nytja-
viður, þvi það tekur alltaf fjörutiu
til fimmtiu ár. Til þess að þetta
komist i fullan gang, þarf aö
stækka gróðrarstöövarnar, sem
framleiöa þessar plöntur”, sagði
Þórarinn Þórarinsson fyrrum
skólastjóri á Eiðum.
eftir Guðlaug Bergmundsson