Helgarpósturinn - 08.05.1981, Blaðsíða 10
10
Víkingurinn Gunnar Gunnarsson
gerir Siguröi Haraldssyni, mark-
veröi Vals lifiö leitt.
W jpbJiK • -
■ w
Fyrsta deildin í knattspyrnu hefst í kvöld
Fótboltinn hér á tslandi er far-
inn aö bera ansi mikinn keim af
hálfatvinnumennsku, og er þaö
vel. Æfingar veröa stifari meö
hverju árinu, leikmenn eru farnir
aö fá vinnutap borgaö um leiö og
þeir borga jafnvel sektir fyrir aö
mæta ekki á æfingar, auk þess
sem þaö færist stööugt í vöxt aö
leikmenn skipti um féiög. Þetta
er allt saman i besta iagi ef menn
vilja þaö og geta fjármagnaö á
eigin spýtur.
Þaö er þvf dapuriegt aö fþrótta-
félögin byggja starf sitt á alis-
konar „snýkjum”, — þaö er fjár-
öflunarstarfsemi, sem ekki teng-
ist beint knattspyrnunni —
happadrættum, auglýsingablöö-
um og svo framvegis. Arangur-
inn skilar sér nefnilega ekki alitaf
I beinu hlutfalli viö æfingarnar,
og hin aukna vinna og kostnaður
sem þessum ofboöslegu æfingum
fylgir kemur sjaldnast til baka I
betri knattspyrnu og fleiri áhorf-
endum. Eöa þannig. Maöur hefur
stundum á tilfinningunni aö i is-
lenskum fótbolta sé alltof mikiö
lagt á sig fyrir lítið.
Fótboltinn I vor hefur boriö
nokkurn keim af þessu. Liöin hafa
komið til Ieiks þrælundirbúin
likamlega, reiöubúin aö taka and-
stæöinginn löngu áöur en hann
fær boltann, enda hefur helsta
einkenni vorknattspyrnunnar á
islandi veriö, aö hvorugt liöiö
hefur boltann mest allan leikinn.
Þaö er aldrei gefinn friöur . En
þetta er ekki ný bóla.
Ekki er gott aö segja hvaöa lið
stendur uppi sem sigurvegarils-
landsmótsins i haust, frekar en
endranær. I Reykjavikurmótinu
hafa aðeins örfáir fastamenn úr
Valsliöinu frá i fyrra veriö meö,
svo litið er aö marka frammi-
stööu þess þar. Eins og reyndar
Framararnir Jón Pétursson og
Kristinn Jörundsson sækja aö
Stefáni Erni og Siguröi Péturs-
syni úr KR.
hinna liöanna. Hinn sterki kjarni
Valsliðsins, sem öðru fremur
hefur gert þaö að skemmtilegasta
og besta félagsliði landsins á
undanförnum árum, er nú að
mestu horfinn. Þeir Atli, Albert,
Magnús Bergs og Guðmundur,
komu allir upp á svipuöum tima,
og hafa verið potturinn og pannan
i velgengni Vals i nokkur ár.
Nú er aðeins Guðmundur eft-
ir og þvi ljóst aö Valur verður
nokkuð annað liö en verið hefur.
Nýju mennirnir, — Hilmar Sig-
hvats, Þorvaldur Þorvalds og
Njáll Eiðsson eru allir liprir
boltamenn og Jón Gunnar Bergs
á eflaust eftir að veröa áberandi á
miðjunni — stór og sterkur eins
og bróðir hans. Valsliðið er heil-
mikiö spurningamerki.
Það sama má segja um FH,
sem teflir fram nánast alveg
nýju liði. Aö sögn Inga Bjarnar
eru 7 af fastamönnum frá i fyrra
ekki með i ár, og munar því um
minna. En þeir hafa fengiö heil-
mikiö til baka: Tómas Pálsson,
Inga Björn, sem ætlar að spila,
Gunnar Bjarnason og auk þess
fjölda stráka úr neðri deildunum.
Og svo kemur Óli Dan yfir um
mitt sumar. „Við erum alveg
óskrifað blað” sagði Ingi Björn.
„Ef við náum aö stilla okkur
saman getur þetta orðið mjög
gott, en þaö á alveg eftir að koma
i ljós.
Lið Fram er geysisterkt á
pappirnum, eins og þaö hefur
reyndar verið undanfarin ár. Nú
hefur ennþá bæst viö friðan hóp.
Sighvatur Bjarnason verður lik-
lega viö hliö Marteins i vörninni,
og á miðjuna, sem lengi hefur
veriö veiki hlekkurinn i þessu liöi
er kominn skari af Þrótturum.
Agúst Hauksson og Ársæll
Kristjánsson eru báðir mjög
frambærilegir tengiliðir, og
Sverrir Einarsson og Halldór
Arason geta eflaust gert þar góöa
hluti lika. Frammi eru svo Pétur
Ormslev, Guömundarnir Torfa-
son og Steinsson auk Lárusar
Grimssonar, sem skorað hefur
mikið i Reykjavikurmótinu.
Semsagt: gott. í fyrra uröu
Framarar i öðru sæti i deildinni
og unnu Bikarinn, svo þeir ætla
sér ekkert nema toppinn.
„Vandamáliö hjá Hólmbert er aö
velja ellefu menn af sextán
manna hdpnum, sem hefur aldrei
veriö svona sterkur hjá okkur”,
sagöi Marteinn Geirsson.
Þetta draumavandamál hvers
þjálfara er varla áhyggjuefni
þjálfara Akureyrarliöanna KA og
Þórs, sem bæöi komu upp i fyrra.
I fyrra var KA greinilega sterk-
ara en Þór, og ekki er ótrúlegt aö
svo sé enn, þótt innbyröis leikir
liöanna i vor hafi endaö meö jafn-
tefli. KA-menn hafa misst óskar
Ingimundarson til KR, en fengiö
Hinrik Þórhallsson frá Vikingum
og Guöjón Guðjónsson frá IBK
auk Húsavíkurmarkmannsins.
Elmar Geirsson sagði i samtali
viö Helgarpóstinn aö breiddin
væri svolitiö vandamál hjá þeim
„ viö höfúm svona 15 menn sem
eitthvaö erindi eiga i fyrstu deild-
ina”, sagöi hann. ,, viö ætlum að
tryggja sæti okkar i deildinni og
þaö reynist okkur eflaust nóg aö
hugsa um”. KA menn voru með
nokkuö léttleikandi liö i fyrstu
deild i hitteöfyrra og sömu
mennirnir eru þar aö miklu leyti
ennþá.
Þórsararnir hafa á undanförn-
um árum veriö ólfkt liö, þeir hafa
veriö sterkir likamlega og fastir
fyrir. Sterkari hluti liösins hefur
veriö aftasta vörnin og
miöveröirnir góöir, aö minnsta
kosti á annarardeildarmæli-
kvaröa. Nú bætist enn einn varn-
armaðurinn viö: Guöjón Guö-
mundsson úr FH, og ætti aö
styrkja hópinn, sem sennilega á
fyrir höndum erfitt sumar. Aöal-
markaskorari þeirra frá þvi i
fyrra, Hafþór Helgason er nú
farinn yfir til Vikinga, og skilur
eftir sig skarö, sem yngri menn
veröa aö fylla. Frammistaöa
liösins veltur mikiö á þvi hvernig
þeim tekst að nýta þau færi sem
þeir fá — þvi þau veröa aö öllum
llkindum ekki mörg.
Allir sem Helgarpósturinn
talaöi viö i sambandi viö þessa
grein bjuggust viö Vikingunum
sterkum i sumar. Sem bendir til
þess aö þeir séu erfitt liö aö spila -
a móti. Diörik ólafsson, hinn
gamalreyndi markvörður þeirra
sagöist búast viö þeim i topp-
baráttunni, en vildi ekkert vera
aö spá þeim fyrsta sætinu. „Þaö
veröur bara að koma i ljós”,
sagöi hann. „Vib erum svipaöir
að styrkleika og I fyrra, nema
hvaö breiddin er kannski meiri
núna”. Vikingar hafa misst Hin-
rik Þórhallsson, sem styrkti Vik -
ingana vel i fyrrasumar, sérstak-
lega framan af, og Hafþór Helga-
son er kominn i staöinn, þó ekki
hafi hann náö aö vinna sér sæti i
liðinu. Auk þess hafa yngri menn
komiö upp. Vikingar leika alltaf
dálftiö kraftalega knattspyrnu,
og ekki skemmtilega. Þaö er helst
Lárus Guömundsson sem á þaö til
aö gera fallega hluti við boltann,
maður sem ég spái aö leiki sinn
fyrsta landsleik i sumar. En Vik-
ingar spila jafnan agaðan fótbolta
og eru jafnir aö getu. í þvi felst
styrkleiki þeirra.
KR-ingarnir eru svipað liö,
bara aðeins slakara. Þeir eru
fastir fyrir, en hafa undanfarin ár
lagt aöeins of mikiö uppúr þvi aö
eyðileggja fyrir andstæðingun-
um, en einum of litiö uppúr þvi að
byggja upp eigin leik. Þetta
helgast aö sjálfsögöu af
mannskapnum, sem hefur ekki
boöið uppá mikiö hugmyndariki.
Nú er þetta ef til vill aö breytast,
eftir aö leikmenn eins og Elias og
Snæbjörn komust til þroska.
Leikmenn sem geta búiö til
marktækifæri fyrir sig og aðra
ef vel liggur á þeim. Þaö skiptir
nefnilega sköpun aö hafa lipranog
sókndjarfan fremrihluta liös,
eins og sést á Valsliðinu og
Skagaliöinu þegar Karl Þórðar og
Pétur voru aðalmenn. Það er nú
það. Ottö Guðmundsson, fyrirliði
KR kvaðst bjartsýnn á sumarið,
eins og við var að búast. „Við
missum að vísu Jón Oddsson frá i
fyrra, en fáum i staöinn Óskar
Ingimundarson og Atla Þór
Héðinsson”. Hann kvað KR-inga
ánægða meö hinn stranga þjálf-
ara þeirra, og þeir borga með
glöðu geði sektirnar sem þeir fá
fyrir vonda æfingasókn. „Við
verðum örugglega i' efri hlutan-
um”, sagði Ottó.
Það sama sögöu allir um
Skagamennina. Flestir búast viö
þeim i efri hlutanum. Þeir eru
alltaf erfiöir á Akranesi, og
stundum erfiöir i bænum lika.
Litlar mannabreytingar hafa
orðiö hjá þeim frá i fyrra, nema
hvaö gamla kempan, Jón Gunn-
laugsson brá sér til Húsavikur.
Skagamenn hafa komiö nokkuð
sannfærandi útúr æfingaleikjum
vorsins, og hinn enski þjálfari
þeirra gæti gert góöa hluti meö
mannskapinn sem hann hefur yfir
að ráöa. Fremsta viglinan var ef
til vill veiki hlekkurinn i fyrra og
gæti oröiö þab einnig i ár. Vörnin
verður hinsvegar góö að vanda
meö Sigurð Donna og Bjarna sem
bestu menn.
Blikarnir hafa orðið fyrir tals-
veröri blóötöku, en samt töldu
flestir sem ég talaði viö aö þeir
yröu sterkir. Einar Þórhalls og
Benedikt Guömundsson, miö-
varðapariö i fyrra, eru báðir
farnir til Sviþjóöar, en auk þess
veröa hvorki Siguröur Grétarsson
né Ingólfur Ingólfsson meö. Þaö
munar um minna skyldi maöur
ætla. I staöinn hefur komiö Jón
Einarsson, frá Val, og hann hefur
komið feykivel útúr vorleikj-
unum. Vignir Baldursson sagöi þó
Biikana ekki á flæöiskeri stadda.
„Viö fáum alltaf mikiö af
strákum uppúr yngri flokkunum
og þar er engin breyting á núna.
Svo við erum mátulega bjart-
sýnir”, sagöi hann. 1 fyrra, eins
og nokkur ár þar á undan voru
Blikarnir með eitt skemmtileg-
asta liöiö 1 deildinni. Þeir eru létt-
irog nettir og fljótir, og mátulega
óútreiknanlegir. Maöur vissi
aldrei á hverju maður átti von.
Kannski þjóöverjinn Kissing geri
þá heilsteyptari, en hvað sem þvi
llður þá held ég aö flestir fótbolta-
áhugamenn óski Blikum alls hins
besta, á meðan þeir halda áfram
aö reyna að spila skemmtilegan
fótbolta aö minnsta kosti.
Þá er eitt af óútreiknanlegri liö-
unum eftir, — ÍBV. Það er
ómögulegt að segja hvaö þeir
gera i sumar, og þaö viöurkenndi
Sigurlás Þorleifsson, þegar hann
var spuröur um sumariö. „Það
hefur veriö mjög mikil vinna
hérna uppá siðkastið sem hefur
kostaö takmarkaða æfingasókn,
en á móti kemur aö við byrjuðum
mjög snemma.” Vestmannaey-
ingar hafa séö á eftir óskari
Valtýssyni uppá hilluna, og Svein
misstu þeir til Sviþjóöar, en Sig-
hvatur og Tómas fóru
uppá meginlandið. I staðinn hafa
þeir fengiö Valþór sem hefur
veriö geysisterkur i vor, og
dóminerað leiki Iiösins, og Ingólf
Ingólfsson frá Blikunum. Þjálfari
liösins er heimamaður, Kjartan
Másson, sem sumir telja aö hafi
átt meiri þátt I tslandsmeistara-
titlinum á sinum tima en aö-
stoðarmannstitill hans gaf til
kynna.
Ef tekiö er miö af þvi sem þeir
leikmenn sem talað var við hér
sögðu, þá má setja fram örlitla
kenningu um þaö hvernig mótiö i
ár verður. I fyrsta lagi kemur
ekkert liö til meö að skera sig úr
hvaö getu varðar, hvorki á botni
né toppi. Hinsvegar verður
getumunurinn á toppi og botni,
kannski meiri en veriö hefur. I
toppbaráttunni veröa aö öllum
likindum Valur, Vikingur, Fram
og ef til vill Akranes. Um miðja
deild veröa KR-ingar, Vest-
mannaeyingar, Breiöablik, og i
botnbaráttu FH-ingar, KA-menn
og Þórsarar. En þaö skemmti-
lega viö knattspyrnuna er aö
þetta veit enginn.