Helgarpósturinn - 08.05.1981, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 08.05.1981, Blaðsíða 4
Nafn: Jónas Kristjánsson Fæðingardagur: 5. febrúar 1940 Staða: Ritstjóri Heimili: Fornaströnd 2, Seltjarnarnesi Heimilishagir: Kvæntur Kristinu Halldórsdóttur og eiga þau 4 börn Bifreið: Wagoner’72 Áhugamál: Ferðalög, matur „Eigum mjög fátæklegar matarvenjur” — Paul Eric Calmon, franski kokkurinn á veitingahúsinu Rán, sagði i blaðagrein nú i vikunni að „fordúmar, einkasmekkur og ein- hverjir frúðleiksmolar úr búkum virðast ráða ferðinni”. Hvaðan hefurðu þina þekkingu á mat og vini? „Ég hef mjög lengi haft mikinn áhuga á aö ferðast. Þar á meðal til erlendra þjúða. Sérstakan áhuga hef ég haft á að kynna mér þjúðleg sérkenni, þar á meðal matinn. Þannig hef ég heimsútt mörg erlend veitingahús. Auk þess er mér yfirleitt ekki sama um þaö sem ég læt ofan i mig, svo aö smám saman hefur risiö töluverður áhugi á þessu samfara nokkurri reynslu, sam- fara lestri búka um þetta og skyld efni”. — Áiiturðu þig sérfræðing á þessu sviöi? „Éger nátturlega ekki atvinnu- maöur á þessu sviði. Þaö eru til erlendis menn, sem mundu frek- ar kallast sérfræðingar. En ég hef reynt að byggja það upp, sem ég skrifa um þessi mál, eins og þekking og reynsla hefur leyft. — Hvers vegna hefurðu fundið hjá þér hvöt tii aö fjalla um þessi mái i fjöimiðlum? „Ég byrjaöi á þvi aö skrifa um erlend veitingahús, af þvi aö ég túk eftir, að yfirleitt var miklu meira varið i þá matreiðslu en hina islenzku. Matreiöslumenn virtust reikna með, að viðskipta- vinurinn hefði áhuga á þvi, sem hann léti ofan i sig. Hér á Islandi virtist vanta aðhald. Það var eins og menn færu hér á veitingahús, ekki til að borða, heldur til að raöa ofan I sig sem mestu af alls- konar rusli, helst úr niöursuöu- dúsum. Ég byrjaði að skrifa um erlend veitingahús til að sýna, hvernig gert væri erlendis. Siðan, þegar ég var búinn að gera það I nokkur ár, byrjaði ég að skrifa um islensk veitingahús með svip- uöu hugarfari, — benda á, hvað mætti laga á Islenskum veitinga- húsum.” — Finnst þér þú vera rétti mað- urinn til að leiðbeina fúlki I þeim málum? „Ég gæti vel imyndað mér nokkra fleiri menn, sem gætu leiðbeint, en það hefur enginn tekiö af skarið nema ég.” — Það sem veitingamönnum er einna verst við í skrifum þinum eru úrökstuddar fullyröingar, eins og til dæmis þegar þú talaöir fjálglega um matreiðslu franska kokksins, sem þann dag var heima hjá sér I frli. Það var nú klaufalegt, ekki satt? „Það var sko ekki klaufalegt Ég sem viöskiptavinur er ekkert aö setja mig inni, hver sé I eldhús- inu. Ég sé ekki matreiöslumenn- ina. Ég verö hinsvegar ekki var viö, aö veitingahús tilkynni, að hinn eða þessi margauglýsti kokkur sé ekki viö, og þá sé mat- urinn seldur á afsláttarveröi. Maturinn er seldur á fullu veröi, Rauðvinspressa. Þetta undarlcga og reyndar illskiljanlega orð er farið aö verða ansi áberandi I um- ræðu um fjöimiölu á tslandi. Það á sér einfalda skvrjngu. Ritstjúri Dagblaðsins, skrifar fasta dálka i Vikuna um vin og mat. Þar með hafa þau blöð tvö orðiö að svokallaðri rauðvínspressu, — og nú er orðið farið að ná yfir hitt siðdegisblaðið Hka. A siðustu tveimur árum hefur orðið mikil breyting á veitingahúsamcnningu hcr i Revkjavik, og hver nýi staöurinn sprottið upp af öðrum. A sania tíma hefur umræða um mat og matarmenningu aukist mjög, og þar hefur Júnas Kristjánsson ritstjúri Dagblaðsins verið fremstur i flokki. Hann hefur dæmt inatreiðslu allra hclstu veitingastaða landsins, og stundum svo úvægilega að kokkar hafa risiö upp og motmælt. eins og hinn franski matreiðslumaður á Rán gerði I VIsi nú i vikunni. Sem innlegg i þessa umræðu alla er Júnas Kristjánsson i Yfirheyrslu Hclgarpústsins i dag. og ef maðurinn er ekki viö, þá er allt eigi að siöur á hans ábyrgð. — Nú lýsti þessi franski kokkur þvi yfir að gagnrýni þln væri at- vinnurúgur. Er þaö ekki að vissu leyti rétt, þvl úbeint ertu að segja að hann sé ekki fullfær um að gegna sinu starfi? ,Það gildir náttúrlega það sama um þetta eins og listir og stjúrnmál. Ef einhver segist vera töluvert mikill handverksmaður og jafnvel listamaöur á sviöi mat- argeröar, finnst mér aö hann verðiaö standa við þaö alveg eins og stjúrnmálamaöur eöa lista- maður. Þeir fá opinbera gagn- rýni frá þeim, sem tekiö hafa að sér opinbera gagnrýni, og hún er oft úvægnari en mln gagnrýni á matargerðarlist hefur veriö. Ég sé ekki að það geti kallast at- ' vinnurúgur. — En finnst þér sllk úvægni réttlætanleg, þar sem þú ert einn. 1 listum eru tugir gagnrýnenda að fjalla um sama verkiö og fram koma mismunandi sjúnarmiö. En hérna er það bara þitt einkamat sem fram kemur? „Það er ekki mér að kenna að aðrir skrifa ekki um þetta. Það eru til aðrir fjölmiðlar á Islandi og bara einn hefur matreiðslu- gagnrýni fyrir fasta reglu. Ef aðrir gerðu þetta llka væri ég mjög ánægður. Ég vil lika taka fram að milli ársbyrjunar 1980 og 1981 hefur oröið veruleg breyting tilbatnaðar á islenskum veitinga- húsum, svo sem ég hef lofað að verðleikum. Það er mun tryggara að fara á veitingahús núna en áð- ur og mun ltklegra, að viðskipta- vinurinn verði ánægður. Gagn- rýni min núna i vetur hefur verið miklu vægari en áður”. — Seturöu jafnaöarmerki á milli þinnar umfjöllunar og þessa batnandi ástands? „Ég held að skrifin hljúti að vera þáttur i myndinni. Þegar menn sjá að handverki þeirra eða list er veitt athygli á opinberum vettvangi fá þeir meiri áhuga og stolt á að standa sig vel. En fleira skiptir máli. A þessum tlma hefur fjölgaö mjög veitingastööum. Það er miklu meira um, aö mat- reiðslumenn stofni ný veitinga- hús. Þessi fjölgun, sérstaklega litilla staða, hefur stuðlað aö bættri veitingahúsamenningu á Islandi”. — Hvernig berðu þig aö þessu? Ertu einn á ferð eöa meö félög- um? „Það er húpur fúlks yfirleitt. Ef þetta er staður, þar sem panta þarf borð, er það pantaö undir öðru nafni en minu. Hins vegar fer ekki hjá þvi, þegar viö komum á staöinn, er oft fljútt tekið eftir mér. Þetta er vandamál, sem erfitt er aö ráöa viö”. — Þú skrifar þá útfrá þinum persúnulegu skoðunum. Þú tekur ekki mið af ummælum þessara félaga? „Jú, ég tek mark á þvi. Ég fæ frá hverjum skoðanir hans, og ef skoöanir allra eru eindregið á múti minum, verð ég náttúrlega að taka tillit til þess. En þetta er allt á mina ábyrgð”. — Hafa veitingastaðir reynt að gera vel við þig til að fá betri um- fjöllun? Boöiö þér eitthvað? „Já þaö hefur komið fyrir. En ég hef ekki þegið þau boð. Ég fer eingöngu á þessi veitingahús, bæöi hér og erlendis, með þvi að borga fyrir mig fullu verði, eins og hver annar viðskiptavinur. Annars væri umfjöllunin ekki heiöarleg, og mundi bara leiða til þess, sem þeir eru aö biðja um, þessir veitingamenn — að þaö sé bara iá og araen og hallelúja um allt.” — Ertu ekki orðinn of þekktur til að nokkuð sé að marka þessi skrif? „Ég veit ekki. Einhverjir starfsbræður minir á þessu sviði i Bandarikjunum eru farnir að dul- búa sig. Ég veit ekki hvort það verður nauðsynlegt fyrir mig. Ég hefði gaman af að finna það gervi. Ég minnist helst tveggja þekktustu Frakkanna I þessu, — andlit þeirra eru þekkt úr sjún- varpi og blööum og þeir geta hvergi komiö inná veitingahús, án þess aö eftir sé tekið á auga- bragði. Þeir telja ekki, aö það skaði. Það helsta væri kannski taugaveiklun, sem gæti valdið mistökum I matreiöslu.” — En fá ekki þekktir menn á þessu sviði langtum meiri athygli og betri þjúnustu heldur en hinn almenni viöskiptavinur? „Jú, en ráðiö viö þvi er að fylgj- ast meö þvi sem er að gerast i kringum sig. Það geri ég”. — Hvaö með persúnulega úvild, eða vild. Það hefur vakið athygli að Naust hækkaði mjög I áliti hjá þér um leiö og nýr yfirkokkur túk þar til starfa? „Naust var áður i miklu áliti hjá mér fyrir þjúnustu og fyrir skemmtilegt umhverfi. Þaö sem breyttist i Nausti var, að þar kom nýr kokkur, ný matreiösla og nýr matseðill. Anægja min fúlst i, að þessi þáttur hafði batnað veru- iega”. — Sumir þykjast hafa komið auga á aö greinar þlnar um erlendu staðina séu þýddar uppúr erlendum blöðum? „Það er lýgi, enda hefur aldrei verið bent á eitt einasta slikt dæmi. Ég get sýnt þér meira að segja reikninga frá öllum þessum stöðum. Það vill svo til að ég er hér meö Kaupmannahafnar- reikningana. Ég hef komið á þessa staði, sko. Enda mundi ég vilja spyrja hverjir þetta væru og hvort þeir gætu ekki komið meö sönnunargögn”. — Er það áhugavert fyrir tslendinga hvar og hvernig þú kitlar þlna bragölauka I útlönd- um? „Það er áhugavert fyrir Islendinga, sem margir hverjir hugsa litið um það sem þeir eru aö boröa, eins og maður sér á mörgum þeirra. Að meðaltali eru Islendingar t.d. tiu kilúum yfir kjörþyngd, sem stafar náttúr- lega meira og minna af röngu mataræði. Það ætti að vera áhugavert fyrir alla þessa menn að vita, hvað er gert betra ann- arsstaðar jafnvel þútt þeir hugsi sér ekki að fara á þessa staði er- lendis. Heldur að fá lýsingar á, hvernig matreiðsla er annars- staðar. Það getur enginn látið sér detta i hug, að matreiðsla á Islandi sé einhver hápunktur á tilverunni. Við eigum mjög fátæklegar venjur á þvi sviði”. — Erum við á réttri leið samt? „Já, mjög svo. Eins og ég sagði áðan hefur orðið mikil breyting til batnaðar milli tveggja vetra. Ég efast ekki um aö sú þrúun haldi áfram. Að matreiðslumenn færi sig frá úreltum venjum sinum og taki smám saman upp nýja siði, sem hafa unnið sigur annarsstað- ar einkum i Frakklandi. — Að þeir fari aö bjúða uppá mat, sem er hollur, veldur ekki Istru, er mjög bragðgúður, og veldur lifs- ánægju.” — Er þetta lýsing á hinu nýja franska eldhúsi, eins og svo hefur veriö nefnt? „Já, nýja franska eldhúsið er útaf fyrir sig ekki nýtt. Það er bara upprifjun á gúöum og göml- um reglum, sem ekki hafa alltaf verið hafðar i heiðri, fyrr en allt I einu nú á siöasta áratug. Það var hið alþjúölega klassiska eldhús, sem eyðilagði þetta. Á ákveðnu Eftir Guðjón Arngrímsson. timabili I sögunni kom upp mat- reiðsla af þvi tagi, sem islenskir kokkar keppa I á Bella Center i Kaupmannahöfn og fá gjarnan verðlaun fyrir. Það er mjög fallegur og glæsilegur matur, sem búið er að meðhöndla svo grimmdarlega að hann er orðinn úætur. Hin nýja franska mat- reiösla segir, aö hráefni eigi að vera fersk, og að ekki eigi að matr reiða fyrirfram og hita svo upp. Franska matreiðslan leggur áherslu á fisk og grænmeti sem áður voru vanmetnar greinar. Franska matreiðsian er á múti þvi aö dæla hveiti i súsur og súp- ur, enda tormelt. Þannig eru reglurnar margar, en þær eru ekki nýjar útaf fyrir sig. Þaö er bara fyrst núna, aö þetta er sett á oddinn, meöal annars vegna þess, að franskir matreiðslumenn hafa ekki getað treyst sér lengur til að láta eins og nútímaheilsufræði sé ekki til”. — Þaö er þá útfrá þessum sjón- armiöum sem þú byggir þlna dúma? „Nei, ég hef ekki gert það, satt að segja. Ég hef mælt með þessu franska eldhúsi, en ég hef viöur- kennt, að það er hægt að elda á annan hátt, og gera það vel, og ég hef lofað islenska matreiöslu- menn fyrir þeirra matreiöslu, þú að ég sé ekki sammála henni. Ég veit að hún er vel gerð útfrá sinu sjúnarhorni”. — Þú semsagt viðurkennir aö hveitisósa getur verið góö? „Já, ég hef sagt að hún getur verið gúð.” — Er mataráhugi göfugt áhugamál? Gefur hann þér mik- ið? „Einnaf þeim, sem skipulegast hefur nú ráðist á mig fyrir að hafa þetta áhugamál, Svarthöföi I VIsi, — ég held, að hans likamsvöxtur yrði mun skárri, ef hann tæki mark á þvi, sem ég skrifa”. — En hversu góður kokkur ertu sjálfur. Þú eldar heima er þaö ekki? „Ég elda heima hjá mér, og þá á ég ekki við sunnudagsmat- reiðslu, heldur hversdagsmat- reiðslu af öllu tagi. Ég er ekki neinn sérfræðingur. Ég vil hafa þetta einfalt, er mjög hrifinn af fiski, sérstaklega gufusoönum, þvi gufusuða heldur þessu við- kvæma bragði miklu betur en vatnssuöa, og vatnssuðan aftur betur en steikingar af ýmsu tagi. Ég er ekki dúmbær á mig sjálfur frekar en aö gagnrýndir kokkar eru dúmbærir á þá gagnrýni, sem þeir sæta, hvort þeir kokka vel eða ekki. Þar veröa aðrir að koma til skjalanna”. — Og hvað segja konan og börn- in? „Ja, þaö er nú svona upp og of- an. Ég verð fyrir gagnrýni og reyni þá stundum að taka mark á henni, og vona að aðrir kokkar geri slikt hið sama”.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.