Helgarpósturinn - 08.05.1981, Blaðsíða 5

Helgarpósturinn - 08.05.1981, Blaðsíða 5
.5 HíDÍrj^rpnc;ti irinn Föstudagur 8. maí 1981 alla muni stöðva framgang þessa máls, ekki sist með tilliti til þess að það gæti oröið Sjálfstæðis- flokknum beitt vopn i næstu borg- arst jórnarkosningum... • Besta blaðaúrklippa siðustu viku: HUn birtist i Dagblaðinu i grein um kvennaráðstefnu Verndar og hljóðar svo: ,,Að Ránargötu lOannast Vernd fatamiðlun og er hún, eins og jólafagnaður félagsins, öllum opin. ,,Það er ótrúlegt hvað til er af fátæku fólki i Reykjavik. Það kemur á öllum aldri, frá átján upp i áttatfu,” sagði Sigriður ólafsdóttir. Hún sagði að þessa stundina vantaði tilfinnanlega föt á feitar konur... • Or veitingahúsabransanum heyrum við einnig, að hótel- stjóraskipti verði á Hótel Esju áö- ur en langt um liður. Steindór Gunnarsson, sem rekið hefur hótelið i nokkur ár, mun vera á förum til Cargolux en i hans stað er talaö um að Einar Olgeirsson komi en hann rak sem kunnugt er Hótel Húsavlk á sinum tima og er nú starfsmannahaldsstjóri á Hótel Sögu... • Sem fyrr ætlar dagskrárgerð hjá sjónvarpinu að verða eins konar járnbrautarstöö þar sem menn koma og fara. Karl Jeppe- sen, dagskrárgerðarmaður hjá frétta- og fræðsludeild gerði þar stuttan stans og fór i embætti hjá námsgagnastofnun. Nú hefur Baldur Hermannsson, fulltrúi við deildina verið útvalinn i hans stað. Hlaut Baldur sex atkvæði I útvarpsráði en einn sat hjá. Nokkrar umsóknir bárust, en það vakti athygli þeirra sem um fjöll- uðu að engin þeirra var frá fag- lega menntuðum dagskrár- gerðarmanni og virðist sjón- varpið litt höfða til sliks fólks sem starfsvettvangur um þessar mundir... • t hinni deildinni, lista- og skemmtideild, hefur annar dag- skrárgerðarmaður sagt upp störfum eftir stutta viðdvöl, en það er Rúnar Gunnarsson. Staða hans veröur vafalaust auglýst bráðlega. Þar er nýbyrjaöur Viöar Vikingsson i stöðunni sem Þráinn Bertelsson gegndi til skamms tlma, og nú er einnig Andrés Indriðason i nokkurra mánaða frii og starfar Elin Þóra Friðfinnsdóttir fyrir hann á meðan, en hún var um tima að- stoðardagskrárgerðarmaður (skrifta) við deildina. Er þá að- eins einn gamall og reyndur jaxl við stjórnvölinn i LSD, en það er Tage Ammendrupog heyrum við m.a. að hann muni vera með skemmtiþátt i uppsiglingu sem Þorgeir Ástvaldsson eigi að stjórna... • Staða forstjóra Brunabóta- félags Islands þykir feitur biti sem Svavar Gestsson félags- málaráðherra fær að mata ein- hvern með á næstunni. Nú eru nefndir einkum tveir menn i slag- inn um þennan bita og eru það Erlendur Lárusson, forstöðu- maður Tryggingaeftirlitsins og Þröstur ólafsson, aðstoðarmaður Ragnar Arnalds, en menn velta nokkuö vöngum yfir þvi hvort fjármálaráðherra megi við þvi að missa Þröst úr ráðuneytinu... • Á Akureyri hefur Leikfélagið verið aö rétta sig við nú seinni part vetrar og sett upp farsa i þvi skyni. Undirbúningur vetrar- starfsins er i fullum gangi og hafa fjórar nýjar leikarastöður verið auglýstar. Allmargar umsóknir munu hafa borist, og heyrum við að meðal þeirra séu Þröstur Guð- bjartsson sem undanfarið hefur leikið með Breiðholtsleikhúsinu, Björn Karlssonsem starfað hefur með Alþýðuleikhúsinu og Guð- björg Thoroddsen sem verið hefur i hinu atkvæöamikla Nem- endaleikhúsi i vetur. Aftur á móti hefur enginn sýnt áhuga á að veröa leikhússtjóri hjá L.A. næsta vetur, eftir þvi sem við heyrum... • Allverulegar breytingar munu verða á starfsemi Alþýöu- leikhússins á næstunni (sjá Lista- póst i dag) og eru þær enn i deiglu. Framtiðarrekstrarform leikhússins er i mótun, én báðir leikhússtjóranir hafa látið af störfum. Er trúíegt að næsta vetur verði fækkað nokkuö þeim sem verða á föstum launum við leikhúsið og myndaður kjarni nokkurra fastráðinna leikara... * Og áfram úr leiklistarlifinu. Kabarett einn sem þeir Þrándur Thoroddsen og Gunnar Gunnars- son sömdu fyrir Alþýðuleikhúsiö mun nú vera kominn á verkefna- skrá Breiðholtsleikhússins, eftir að fyrrnefnda leikhúsið ákvað að taka verkið ekki til sýninga. Kabarettinn heitir Blóðsuguballið og mun vera ætlunin að setja það upp i Félagsstofnun stúdenta i sumar og hafa huggulegar veit- ingar með grininu. Leikstjóri verður Sigrún Björnsdóttir, en tónlist semur Atii Heimir Sveins- son... • Aöalfundur Rithöfundasam- bands Islands var haldinn fyrir skömmu og gerðist þar fátt eitt markvert. Stjórn sambandsins hafði allar sinar tillögur i gegn, — nema eina. Það var til- nefning fulltrúa sambandsins i stjórn Bandalags islenskra lista- manna. Þessi tilnefning þykir þeim mun þýðingarmeiri þar sem forsetakjör stendur fyrir dyrum i BIL. Stjórn Rithöfundasam- bandsins stakk upp á einum innanstjórnarmanni, Þorvarði Helgasyni. Þá gerðist það, að Thor Vilhjálmsson stakk öllum á óvart upp á Þórarni Eldjárn sem sinum eftirmanni og fékk Þórar- inn yfirgnæfandi meirihluta at- kvæða. Talið er að einkum yngri menn og svokölluð óróleg deild sambandsins hafi veitt Þórarni brautargengi... • Hatrammt kólastriö á sér nú sUiö á höfuðborgarsvæöinu og þá einkum innan veitingahúsa- bransans. Sem oftar eru það erki- fjendurnir — Kóka kóla og Pepsi kólasem keppa. Eftir þvi sem við heyrum söguna þá mun það hafa gerst fljótlega eftir að Páli i Pólaris keypti Sanitas og tók viö Pepsi-umboðinu að baráttan byrjaöi fyrir alvöru. Hlutdeild Pepsi i markaðinum var þá mjög litil og hinir nýju forráðamenn Sanitas munu fljótlega hafa kom- ist að þeirri niöurstöðu, að til að auka hlutdeild Pepsi þá væri lyk- illinn að markaðinum i gegnum gosdrykkjavélarnar svonefndu, sem eru á flestum veitingastöð- um — stórum sem smáum. Fyrir tilstilli vélanna væri siöan hægt að breyta neysluvenjunum. Að þessu hefur siðan verið markvisst unnið og athygli hefur vakið að i tveimur heilsiðuauglýsingum ný- lega frá veitingastöðunum Bixið og Borgaranum i Lækjargötu er framleiðslan kynnt með Pepsi-kóla. Fróðir menn þykjast hafa vissu fyrir þvi að þarna hafi það gerst að forráðamenn Pepsi hafi fengið þessa veitingastaði til aö taka upp gosdrykkjavélar frá Sanitas með þvi hreinlega að kaupa Kóka-kóla út úr þeim með rekstarlánum eða annarri fjár- hagslegri fyrirgreiðslu. Forráða- menn Pepsi hafi keypt gos- drykkjablöndunarverksmiðju sem þeir áttu Jón Hjaltason og Bjarni i Brauðbæ og i kjölfariö hafi komið gosdrykkjavélar frá Pepsi inn á alla þá fjóra veitinga- staði sem þessir tveir menn reka, þ.e. Brauðbær, Kráin, Nessi og Óðal. Siðan hafa bæst i Pepsi-hóp- inn veitingastaðir á borð við Tommaborgara, Borgarann, Bixið og Laugaás, þannig að nú er svo komið að af hinum stærri hraðafgreiðslustööum er Askur að verða siðasta vigi Kóka-kóla. Við heyrum að Kóka-kólamenn séu ekki alveg búnir að gera upp við sig hvernig þeir eigi að svara þessari leiftursókn Pepsi-kóla en frést hefur að þeir séu núna farnir að gera út mann á milli veitinga- staðanna til að forvitnast um hvernig þeim liki þjónustan... Auglýsing um skuldbreytingu lausaskulda húsbyggjenda og íbúðakaupenda i föst lán Samkvœmt samkomulagi við ríkisstjórnina munu viðskiptabankarnir gefa viðskipta- vinum sínum, sem fengið hafa lán vegna húsbyggingar á undanförnum þremur árum, kost á að sameina þau í eitt lán, sem yrði til allt að 8 ára. Skilyrði fyrir skuldbreytingu A. að umsækjandi hafi fengið lán hjá Hús- næðismálastofnun ríkisins á árunum 1978, 1979 og 1980 eða verið lánshæfur á þessum árum, samkvæmt núgildandi reglum stofn- unarinnar. B. að umsækjandi eigi aðeins eina íbúð eða íbúðarhús, byggt eða keypt á þessum árum til eigin afnota. C. að umsækjandi hafi fengið lán hjá banka til íbúðakaupa eða byggingar og skuldi 31.12.1980 vegna slíkra lána 20.000 ný- krónur eða meira, enda hafi lánin upphaf- lega verið veitt til skemmri tíma en fjögurra ára og eigi að greiðast upp á næstu þremur árum eða skemmri tíma. Undanskilin skulu skammtímalán veitt vegna væntanlegra húsnæðislána, lífeyris- sjóðslána eða annarra tímasettra greiðslna. Lánskjör Lánstimi 8 ár, eða skemmri tími samkvæmt ósk lánfákenda. Lánin bundin lánskjaravísitölúLmeð 2Vi% vöxtum og veitt gegn fasteignaveði. Veð* setning eignar skal ekki nema hærra hlutfalli en P ALÞÝÐUBANKINN H/F BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS IÐNAÐARBANKI ÍSLANDS H/F LANDSBÁNKI ÍSLANDS 65% af brunabótamati. Lánsfjárhæð skal ekki nema hærri upphæð en 100.000 krónum og endurgreiðast með ársfjórðungslegum af- borgunum lánstímabilið. Umsóknir Umsóknum um skuldbreytingarlán skal um- sækjandi skila á sérstökum eyðublöðum í þann banka, þar sem hann hefur aðalviðskipti sín. Skal þar skrá öll þau skammtímalán, sem óskað er að breytt sé, í hvaða banka sem þau lán eru. Auk umsóknar skal umsækjandi skila veðbókar- og brunabótamatsvottorði eignar sinnar, sem veðsetja á til tryggingar láninu. Sá banki, þar sem hæsta skuld umsækjanda er, veitir lánið og gerir upp lán við aðra banka. Sé umsækjandi í vanskilum með önnur lán, skal hann gera þau upp áður en skuldbreyting fer fram. Umsóknarf restur Frestur til að skila umsóknum er til 31. maí n.k. Lánveitingar munu fara fram jafnóðum og unnið hefur verið úr umsóknum og ekki síðar en 31. júlí n.k. SAMVINNUBANKI ÍSLANDS H/F ÚTVEGSBANKI ÍSLANDS VERZLUNARBANKI ÍSLANDS H/F O) to

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.