Helgarpósturinn - 08.05.1981, Blaðsíða 17
17
JiélgarþásfurinrL- Föstudag
ur 8. maí 1981
,,Lofa forvitnilegri sýningu"
segir Hallmar Sigurösson,sem leikstýrir lokaverkefni nemendaleikhússint
„Þetta er spennandi stykki og
nýstárlegt i a Uri sinni meö-
höndlun. Það vakti gifurlega
athygli fyrir form og innihald,
þegar það kom fyrst fram árið
1964. Þar takast mjög grimmi-
lega á bvltingarsinninn og ein-
staklingshyggjumaöurinn og
dýpsta spurning leiksins er
kannski um hversu langt sé hægt
að ganga i nafni einhverra hug-
sjóna, og um það er rifist”, sagði
Ilallmar Sigurðsson leikstjóri,
þegar hann var spurður um loka
verkefni nemendaleikhússins I
vetur, sem frumsýnt var i gær-
kvöldi.
Lokaverkefniö er leikritiö Of-
sóknin og moröiö á Jean-Paul
Marat, sýnt af vistmönnum
Charenton-geöveikrahælisins,
undir stjórn de Sade markgreifa,
eða Marat/Sade, eins og þaö er
kallaö i daglegu tali, eftir Peter
Weiss.
Rammi leikritsins er sá, aö þaö
er leikið á geöveikrahæli og öll
hlutverkin eru i höndum geð-
sjúklinga. Ahorfendur eru áhorf-
endur dagsins i dag, og áhorf-
endur áriö 1808, en það ár var
Sade vistaður á þessu hæli og setti
upp þetta leikrit. Siðan var það
yfirstéttargaman þess tima að
koma i heimsóknir á geðveikra-
hælin og skoða fiflin, eins og
sjúklingarnir voru þá kallaöir.
Hallmar sagöi, að leikritið hafi
upphaflega verið skrifað fyrir
stórtsviðmeð miklum fjölda leik-
enda, en i sýningu nemendaleik-
hússins i Lindarbæ veröa 8—9
þátttakendur, og hefur það haft i
för meö sér einhverjar breytingar
út af prótókollinum. ,,En ég vona
að þetta verði nýstárlegt og
spennandi, og ég held, að það sé
hægt að lofa forvitnilegri sýn-
ingu”, sagði Hallmar.
Eggert Þorleifsson hefur samiö
tónlist sérstaklega fyrir þessa
sýningu, og sagði Hallmar, aö
hún félli vel að þeim raunsæis-
ramma, sem leikritinu hafi veriö
valinn. Auk þeirra nemenda, sem
útskrifast úr leiklistarskólanum,
taka þátt i sýningunni nokkrir
nemendur af 2. ári og Pétur
Einarsson skólastjóri.
— GB
Guðnuuidur Ólafsson i hlutverki sinu i Marat/Sade hjá nemendaleik-
„Berum höfuðiö hátt"
segir Ingunn Ásdísardóttir,
framkvæmdastjóri Alþýðuleikhússins
hiísinu.
,,Við álitum að við getum veriö
mjög ánægð með hvernig okkur
hefur gengið i þessu húsi. Þetta
hefur verið geysilegt stökk úr 140
manna húsi i Lindarbæ og hingað
upp eftir I hús, sem tekur 310
áhorfendur”, sagöi Ingunn As-
disardóttir, framkvæmdastjóri
Alþýðuleikhússins, þegar hún var
spurð hvernig starfsemi leikhúss-
ins hefði gengið I nýja húsnæðinu i
Hafnarbiói.
Ingunn sagði, að aðsókn hafi
yfirleitt verið ágæt, og mjög góð á
margarsýningar og að þau reikn-
uðu meö að vera þarna áfram
næsta vetur.
Um það hvað væri markverðast
i starfsemi hússins i Hafnarbiói
þegar litið væri til baka sagði Ing-
unn, aö þaö væri nánast krafta-
verk, að þetta leikhús, sem fram
að þessu hafi ekki getað verið
með starfsemi á borð við hin leik-
húsin sökum aðstööuleysis, gæti
nú staðið jafnfætis hinum hvað
varðaði aðsókn og sýningar, þar
sem leiklistin væri fjárfrekasta
listastarfsemi sem til væri.
„Við erum mjög ánægð með út-
komuna, þó við séum illa stödd
fjárhagslega, en miðað við allt,
berum við höfuðið hátt”, sagði
hún.
I sumar fer Alþýöuleikhúsið i
leikferðir með Stjórnleysingjann
og Konu og verður reynt að fara
sem viðast. Sagði Ingunn, að Al-
þýðuleikhúsiö heföi staðiö sig best
i þessu efni og það væri ætlunin aö
halda þeim standard, að Alþýöu-
leikhúsið væri það leikhús, sem
færi út á land.
Verkefni næsta leikárs eru i
deiglunni, og eru æfingar þegar
hafnar á unglinga- og barna-
leikriti, sem verður frumsýnt
strax i upphafi leikárs. Leikrit
þetta er brekst að uppruna og ber
heitiö „Sterkari en Superman”,
Höfundur er Roy Kift, og þýöandi
Magnús Kjartansson.
Ingunn sagöi, að verkið væri
m.a. sett upp i tilefni af ári fatl-
aðra, en það fjallar um börn i
hjólastólum, þeirra aðstæður og
hvernig þau lita á lifið. Um önnur
verkefni vildi hún sem minnst
segja, en sagðist þó vona, aö á
verkefnaskránni yrði isienskt
leikrit.
„Alþýöuleikhúsið ber höfuðið
hátt og heldur áfram af fullum
krafti, hvað sem á dynur”, sagði
Ingunn Asdisardóttir, fram-
kvæmdastjóri.
— GB
Væntanlegar myndir:
Óskarsmynd,
og Idi Amin
Sumarið er koinið og þvi fara
bióin að huga fyrir sumarmynd-
unum, svona til þess að tolla i
tiskunni eins og hinir. Það verður
eitt og annað, sem kemur til með
að vera á tjöldum kvikmyndahús-
anna á næstu mánuöum, og bara
nokkuð margt ansi bitastætt að
litt athuguðu máli.
Aðalmynd Regnbogans I sumar
veröur einn af hápunktum
sumarsins, Lili Marleen eftir
Reiner Werner Fassbinder. Þar
segir frá frægri söngkonu i
Hitlersþýskalandi. Aðrar myndir,
sem væntanlegar eru i
Regnbogann eru Idi Amin, um
þann fræga haröstjóra og er
Fassbinder
leikstjórinn frá Afriku, Sharad
Patel, stórslysamyndin Rise the
Titanic, sem Jerry Jameson
leikstýrir, Baltimore Bullitt með
þeim kumpánum Omari Shariff
og James Caan. Seinna i sumar er
svo væntanleg myndin Mirror
Crack’d eftir samnefndri sögu
Agötu Kristi.
Nýja bió mun bráðlega taka til
sýninga myndina Eye Witness
eftir breska leikstjórann Peter
Yates meö William Hurt og
Sigourney Waaver I aðalhlut-
verkunum. Þá verða sýndar á
næstunni myndirnar Final Con-
flict, sem er þriðji Jk
þátturinn af jl\
Omen-myndunum \_/
um djöfla og
Ruslaralýður
Bommfadderi
Austurbæjarbió: Ég er bomm
(Jag ar med barn) Sænsk.
Argerö 1980. Handrit: Lasse
Ilellström, Brasse Brannström
og Olle Hellbom. Leikstjóri:
Lasse Hellström. Aöalhlutverk:
Magnus Harenstam, Anki
Lidén, Micha Gabay.
Alltaf verða þessar aug-
lýsingamyndir svæsnari og
svæsnari i hallæri sinu, hugsar
maður með sér þegar veriö er
að auglýsa rakvélablaðiö Svisj
(eöa eitthvaö svoleiðis) i
Austurbæjarbiói, — rakvélar-
blað fyrir KARLmenn. En senn
rennur upp fyrir áhorfanda að
þessi auglýsingamynd, sem
kemur fyrst á tjaldið, er byrj-
unin á sænsku gamanmyndinni.
Eg er bomm Og þessi byrjun
lofar góðu um hugkvæmni
höfunda, sem þeir sumpart
standa við og sumpart ekki.
Söguhetja okkar er Bosse,
ekta sænskur Bosse, sem vinnur
á auglýsingastofu. Hann er að
fara i fri til að reyna að láta
draum sinn rætast, — að skrifa
ódauðlega metsölubók. En I stað
þess aö búa til bók, býr hann til
barn. Hefst nú mikið tauga- og
frelsisstrið Bosse þar sem hann
glimir við ábyrgð og sifellda
skeröingu á athafnafrelsi
KARLmannsins, en þvi lýkur á
farsælan hátt eins og vera ber.
Þetta ferli er trúlega eitt það
algengasta af þvi sem algengt
er, en leikstjórinn sýnir að hann
er myndlega uppáfinninga-
samur og fiffi gæi, og tekst aö
glæða það góöu lifi. Hins vegar
skortir handrit og samtöl hittinn
humor og þótt aðalstjarnan
Magnús Harenstam sé ósköp
geðugur og stundum fyndinn er
hann einum of einhæfur i leik
sinum, og vindur si og æ upp á
hárlokk eins og islenskur
alþingismaöur. Sú hugmynd aö
láta skáldlegt imyndunarafl
Bosse taka völdin 'i myndinni
annað slagið i llki amerisks bió-
myndatöffara þjónar vel til-
gangi sinum en vantar þó
herslumun aö ná sama árangri
og Woody Allen náði á sama
hátt i Play it Again Sam. Ég er
bomm er engu að siður fjörug og
skemmtileg afþreying og geta
margir séð þar sjálfa sig i spé-
spegli. _aþ
Laugarásbió: Eyjan (The
Is la n d)
Bandarisk. Argerð 1980. Hand-
rit: Peter Benchley. Lcikstjóri:
Michael Ritchie. Áðalhlutverk:
Michael Caine, David Warner,
Jeffrey Frank.
Spurning: Erhægt að búa til
mat úr öskutunnurusli?
Michael Caine er rannsóknar-
blaðamaður af svalara tagi sem
snuddar i kringum dularfull
bátshvörf á Vestur-Indium með
syni sinum ungum. Sá er að
verða heilaþveginn af ofbeldis-
hasar- og kynferðisdýrkun
ameriskra lífsháttaog hefur, að
þvi er virðist, mestan áhuga á
pikublöðum og skammbyssum
af ýmsum sortum. Pabbinn
Caine hefur ekki nema lág-
marks áhyggjur eða áhuga á
þessum hugðarefnum sonarins.
En þegar þessir góðu feðgar
hafna i aldagamalli nýlendu úr-
kynjaðra sjóræningja fer að
kárna gamanið, þvi sveinninn
ungi fellur svo aö segja um leið
inn i villimannasamfélagið.
Einhvers staðar þarna er trú-
lega hugsunarvotturinn sem
leynist í iðrum The Island. En
fáránlegra gums hefur sjaldan
sést á hvitu tjaldi, og þekkti
maður ekki Hollywood betur
gæti maður farið imynda sér að
hér væri nýlistarverk á ferðinni
með glotti út i annað.
Svar við spurningu: Já, svei
mér ef ekki er hægt að búa til
einhvers konar mat úr svona
rusli. Ritchie spilar fimlega i
klippingum með fina músik
Ennio Morr’-one og þjappaða
kvikmyndatöku sem virðist
hafa aðdráttarlinsu i hverjuein-
asta skoti. Hör er fimmta flokks
efni sem færfyrsta flokks fram-
leiðslu og maöur skammast sin
hálfpartinn fyrir að hafa haft
gaman af dellunni á köflum.
—AÞ
Hálfgerð stæ/ing
Regnboginn: Saturn 3.
Bandarisk. Argerö 1980. Leik-
stjóri: Stanley Donen. Hlut-
verk: Kirk Douglas, Farrah
Fawcett, Harvey Keitel.
Siðan Stanley Kubrick geröi
meistarastykki sitt, 2001: A
Space Oddissey, hefur mikill
fjöldi visinda- og geimferða-
mynda boriö keim af þvi. Sat-
urn 3 er ein af þessum myndum,
og I henni er oft um ótrulega
grófa stælingu að ræða. Tónlist
Elmer Bernstein er t.d. mjög
keimlik aðalstefinu i „Svo mælti
Zaraþústra”, sem Kubrick not-
aði. Efniö — Tölvumaður sem
(Hector I þessu tilfelli, Hal hjá
Kubrick) tekur ráðin af mönn-
unum — er hrein eftirliking, og
fjöldamörg smáatriöi minna
einnig beint á mynd Kubricks.
(Fólk gengur á hvolfi, geimfar á
mikilli ferð I gegnum litadýrð
o.s.frv.)
Þrátt fyrir árin tiu á milli
myndanna viröist Saturn 3 ekki
taka fyrirrennara slnum mikið
fram á tæknisviðinu, og vist er
að á öllum hinum er hún langt á
eftir. Hún er misvel leikin,
(Keitel er bærilegur, Douglas
þolanlegur, en Fawcett hvor-
ugt) Hún er ekki ósannfærandi
nema einstaka sinnum, og á
köflum er hún spennandi. En
spennan er gerö með leiðigjörn-
um sjokk brögöum, og það telst
ekki afrek þó mynd sem jafn
miklu hefur veriö kostaö til, sé
bærileg tæknilega. Þolanleg af-
þreying. — GA
Skemmtun
Tónabíó: Lestarránið mikla
(The First Great Train
Robbery) Bandarisk. Argerö
1979. Handrit: Michael
Crichton, eftir eigin skáldsögu.
Aöalhlutverk: Sean Connery,
Ilonald Sutherland, Lesley
Ann-Down. Leikstjóri: Michael
Crichton.
Timi hreinna skemmtimynda
er greinilega aftur aö riða i garð
eftir mörg mögur ár. Hér áöur
fyrr runnu slikar myndir á færi-
böndum útúr Hollywood, bornar
uppi af köppum eins og Cary
Grant og James Stewart. 1
gegnum tiðina hafa þessar
spennu-gaman-ástarmyndir
skotið annað slagið upp kollin-
um, en fæstum af bestu leik-
stjórunum þótt þær freistandi.
En nú eru semsagt menn á borð
viö George Lucas, Steve Spiel-
berg búnir aö ryðja brautina á
ný. Sem ekki er erfitt reyndar,
þvi þetta eru yfirleitt vinsælustu
biómyndirnar.
Mynd Tónabiós er einmitt ein
af þessum hreinræktuöu afþrey-
ingarmyndum, og hefur þaö
umfram svo margar hinna, aö
vera bráðskemmtileg. Hún er
þrælspennandi, fyndin, nógu vel
leikin, og keyrð áfram af mikilli
kunnáttusemi Michael
Crichtons. Crichton þessi hef-
ur þótt liötækur I þrilleragerö
(Westworld, Coma) en hér er
hann i miklum ham við
kvikmyndun á eigin skáldsögu.
Lestarránið sem um er fjallað
var framið i hinu Viktorianska
Englandi áriö 1855. Þá flutti lest
frá London mikið gull I tveim
þykkum peningaskápum til
suöurstrandarinnar. Aö þessum
tveimur skápum gengu fjórir
lyklar, sem geymdir voru á sitt
hvorum staönum. Sean Connery
og Donald Sutherland, ásamt
Lesley Ann-Down leika
mátulega kærulausa og létt-
lynda, en um leið snjalla þjófa,
sem fyrst þurfa að ná þessum
lyklum. Chricton býr sér þannig
til nokkra litla þrillera inni
heildaratburðarásinni, sem
hver um sig er bráðgóður. Svo
undir lokin kemur sjálft lestar-
ránið, þar sem leikni Crichtons
og kvikmyndatökumannsins
Geoffrey Unsworth i „action”
tökum kemur i ljós.
Aðeins örsjaldan dettur
myndin útúr hinum klassiska
stil sinum, og aðeins örsjaldan
ruglast hún i taktinum. Annars
er þetta hraöur og gripandi
þriller. Hann skilur hins vegar
ekkert eftirsig, nema minningu
um góða kvöldskemmtun, og er
ekki verri fyrir það. —GA.