Helgarpósturinn - 08.05.1981, Blaðsíða 20
20
Föstudagur 8. maí 1981 f~lQlQdrpOSfUrjnn
Fjarstæða eða veruleiki?
Leikfélag
Reykjavikur:
Barn i Garðinum (Buried Child)
eftir Sam Shepard
Þvðing: Birgir Sigurðsson
Leikstjórn: Stefán Baidursson
Leikmvnd og búningar:
Þórunn S. Þorgrimsdóttir
Lýsing: Daniel Wiliiamsson
Leikfélag Reykjavikur hóf
þetta starfsár meö þvi að leiða
eitt af frægustu leikskáldum
samtimans, Franz Xaver Krötz,
inn á islenskt leiksvið. Sýning
þess á Mensch Meier var á
margan hátt athygli verð, en
skökk leikmynd reið henni á
slig. Nú i lok leikársins endur-
tekursagansig: L.R. afrekar að
kynna einn af merkustu höfund-
um nútimans, Sam Shepard,
sem fram aö þessu hefur ekki
frekar en Krötz hlotiö náð fyrir
augum islenskra leikhússtjo’rn-
enda. Og enn á ný blasir við
furðuleg leikmynd sem i þessu
tilviki vinnur beint gegn and-
rúmslofti og stil verksins. Þetta
hlýtur að vera full ástæða til að
spyrja þess hvort Islensk leik-
myndagerð sé á einhvern hátt
að slitna úr tengslum við þá list
sem henni er ætiað að þjóna, list
leikara og leikskálds.
Leikfélagið sýnir sanna djörf-
ung með þvi að ráðast i flutning
á verki eftir Sam Shepard. Og
ekki aðeins djörfung, heldur
einnig vilja til að þekkja sinn
vitjunartima. Shepard er svo
mikilvægt fyrirbæri i leiklist
okkar tima að þaö er skylda
hvers leikhiiss, sem setur sér
æðri markmið en aö sýna fólki
léttmeti eöa húmorlausar
þjóðfélagsádeilur af
miðevrópskum og skandina-
viskum uppruna, að takast á
við hann. Að þessu sinni hafa
Leikfélagsmenn vissulega oröiö
undir i glimunni, þvi sýningin á
Buried Child er einhvern veginn
á skjön við flest það sem maöur
þykist skynja i verkinu. Þar fyr-
ir mega þeir ekki láta hugfallast
til þess er of mikiö i húfi. Ég
treysti þeim vel til að greina
rætur mistakanna, draga af
þeim nauðsynlega lærdóma og
leggja siðan á ný til svipaðrar
atlögu. Verk Sam Shepards eru
bæði vandþýdd og vandtúlkuð
og kemur þar margt til: náin
tengsl þeirra við bandariskt
nútimasamfélag, óhefðbundin
bygging og persónusköpun, en
kannski umfram allt furöulegur
blendingur veruleika og
fantasiu sem fæöir af sér
magnaða leiksviöspóesiu. Ég
veit ekki hvort nokkur islenskur
leikstjóri hefur á þessari stundu
burði til að blása i hana lifi, en
vona og trúi aðsá timi komi fyrr
en siöar. Það gerir hann þó
örugglega ekki láti menn
erfiðleikana vaxa sér i augum
og raddir vanafestunnar ráða
ferðinni.
Hvað er þá helst að I sýningu
L.R.? Eins og ég gat um i byrj-
un og aðrir gagnrýnendur hafa
raunar þegar bent á er leik-
mynd Þórunnar S. Þorgrims-
dóttur ein allsherjar feilnóta i
þessu verki. Það er ekki nóg
með að hún hunsi sviöslýsingu
höfundarins, heldur stangast
hún á við meginatriði aöferöar
hans. Kúnst Shepards er nefni-
lega ekki að litlu leyti fólgin i
þvi aö blanda saman natúral-
isma og fjarstæðukenndri ljóö-
rænu, klæða hið fáránlega i
hversdagslegan búning og
þrýsta þvi þannig aö áhorfend-
um.
Þessi aðferð, sem höfundar á
borð við Kafka og Beckett hafa
beitt á undan Shepard, er af ætt
draumsins, þess sem lyftir hinu
ómeðvitaöa og ógnvænlega upp
á yfirborð vitundarinnar með
hjálp mynda úr foröabúri
minnisins. Hún nær ekki
tilgangi sinum sé ljósmynd-
unartækni hennar „bætt upp”
með öðrum tæknibrögöum.
Þvert á móti er máttur hennar
fólginn i þvi að halda raunsæinu
til streitu frammi fyrir fyr-
irbærum, sem eru „óhugsandi”
samkvæmt hefðbundinni túlkun
okkar á veruleikanum, skýrust
dæmi um þetta hygg ég sé að
finna i skáldskap Kafka.
Leikmynd Þórunnar Sigriðar,
einhvers konar svartlitaö
indiánatjald sem leikarar verða
að prila eða skriða inn i, rifur
þennan natúralisma og stillir
hug áhorfandans um leið inn á
kolranga bylgjulengd. Greini-
legt er að Shepard ætlast til þess
að sviðsmynd veiti áhorfanda
ákveðnar upplýsingar um
mannlif leiksins og veki með
honum ónotalegt hugboð um það
sem koma skal. Leikmyndin i
Iðnó lyftir leiknum á eitthvert
óhlutbundið og almennt plan,
sem sumir af leikjum Samuel
Becketts, fara e.t.v. fram á en
alls ekki þessi hér. Hann gerist
nú á timum á forföllnu stórbýli I
Illinois, með það þarf varla aö
fara neitt i felur. Þvert á móti
eru staður og stund veigamiklir
þættir þeirrar lýsingaraöferöar
sem slengir saman raunsæi og
framandleika og ein getur gert
sannindi leiksins áþreifanleg og
áleitin.
Sam Shepard er snillingur i
þvi að byggja upp samtöl og ein-
ræöur þannig að máliö vegi salt
á milli hversdagslegs talmáls
og ljóðrænnar formfestu. Með
oröræðunni skapar hann
ákveðna hrynjandi sem á að
forða leiknum frá þvi að falla út
i natúraliska flatneskju. Það
skiptir þvi miklu að bæði
þýöandi og leikendur séu trúir
þessum rytma, sem
andrúmsloft og stigandi leiksins
byggist á, en eflaust er það af-
skaplega erfitt þegar islenskan
á i hlut. Hin stuttaralega setn-
ingaskipan, sem beitt er i Bur-
ied Child af mikilli list, lætur
ofur eölilega i enskum eyrum,
Islenskri málkennd er hún
meira framandi. Ég hef ekki
lesiö þýðingu Birgis
Sigurössonar, en efa ekki að
hann hefur unniö mjög gott
verk, af texta hans er alls ekki
meiri þýöingarkeimur en
maöur á að venjast hér. Ég trúi
þvi vel að á honum mætti
byggja mun betri sýningu en þá
sem sett hefur verið á svið i
Iðnó.
Það er svo afar misjafnt af
hve miklum næmleik leikendur
fara með texta sinn. Mér synist
nú koma glöggt á daginn að
leikarar L.R. hafa ekki vaxið
sem skyldi af þvi
leikbókmenntalega léttmeti
sem verið hefur einn helsti kost-
ur þeirra um of langt skeið.
Ekki ætla ég að setja alla undir
einn hatt að þessu leyti, en i
þessari sýningu sést vel að þau
Steindór Hjörleifsson, Margrét
ólafsdóttir, Hanna Maria
Karlsdóttir og Guðmundur
Pálsson eru mun útfarnari i þvi
að búa til kómiskar mann-
gerðir, þar sem aðeins þarf aö
leika á einn streng, en draga
upp margbrotnar og
trúverðugar mannlýsingar. Þau
fjögurhafa öll tilhneigingu til að
mjólka hlátra og það jafnvel
þótt leikstjórn Stefáns Baldurs-
sonar, sem er á margan hátt
ágætlega unnið verk, viröist
sporna markvisst gegn sliku.
Þeir Hjalti Rögnvaldsson og
Sigurður Karlsson eru hins
vegar raunsæislegri i persónu-
sköpun sinni og ná þannig dýpra
inn I hlutverk sin en aðrir.
Hlutverk Steindórs Hjörleifs-
sonar er eitt hið erfiðasta i
leiknum og á sinn hátt skilar
hann þvi alls ekki illa. Hann
gerir illmennið Dodge, sem hef-
ur heldur ljóta hluti á samvisk-
unni, þó að allt of kveifarlegu
gamalmenni og sýnir litt þær
andstæðu tilfinningar sem tog-
ast á hið innra með honum. 1
lýsingu hans finnst mér skorta
þaö brjóstumkennanlega og
tragiska sem vafalaust gæti
gertþessa persónu mikilúðlega.
Um Halie Margrétar Ólafs-
dóttur er það að segja að mér
þykir hún lögð upp á mjög vafa-
saman hátt, sé ekkert i texta
Shepards sem bendir til þess að
hún sé það illfygli sem hún
verður hér. Textaflutningur
Margrétar er auk þess blæ-
brigðasnauður og órytmiskur og
er það ekki sist tilfinnanlegt þar
sem margar af snjöllustu
ræðum leiksins eru lagöar henni
I munn. I Shelly Hönnu Mariu
Karlsdóttur fann ég ekki heila
brú og sá ekki betur en persónan
dytti I sundur i höndum hennar.
Séra Dewis Guðmundar
Pálssonar virtist hafa villst inn i
þessa sýningu úr einhverjum
miðlungsfarsa. Tilden Þorsteins
Gunnarssonar er i sjálfu sér vel
unnið hlutverk, en gengur á ein-
hvern hátt ekki upp við mann-
lýsingu Shepards. Ég gæti vel
trúað þvi að Þorsteinn sé of ung-
legur, en samkvæmt lýsingu
Shepards er Tilden „útbrunninn
og utangátta”. Þannig kom
Tilden Þorsteins mér hreint
ekki fyrir sjónir, miklu fremur
virtist hann á einhvern hátt
þroskaheftur sem ég held aö sé
alls ekki meining höfundar.
Þetta er ærið dökklituð mynd
sem ég hef verið að draga hér
upp og ég veit ekki hvort hún
lýsist mikið við það að lof sé
borið á Hjalta Rögnvaldsson og
Sigurð Karlsson. Þeir eru báðir
komnir i þann klassa leik-
ara sem viröast hrein-
lega ekki geta gert neitt illa,
jafnvel það sem þeir eru
hvorki heima i né sáttir við.
Af návist Sigurðar I gervi Brad-
leys stafar ógn og drungi, en þó
tekst honum frábærlega að gera
þennan fant aumkunarverðan.
Hjalti gerir Vince kannski að
full mikilli skepnu, en texta sinn
flytur hann best allra i þessari
sýningu. I munni hans verður
einræða Vince undir lok þriðja
þáttar smávottur um þann
áhrifamátt sem ekki er að efa
að leynist i handriti Shepards.
Mig minnir að einhver af
aðstandendum sýningarinnar
hafi sagt að Barn i garðinum
snérist um upplausn fjölskyld-
unnar. Þann skilning má e.t.v.
til sanns vegar færa en þó held
ég að hann einskorði inntak
verksins um of við tiltekið
félagslegt vandamál. Nú ætla ég
ekki að láta sem ég lumi á ein-
hverjum djúpstæðum skilningi
á undarlegheitum þessa verks
og sist lái ég Leikfélagsmönnum
þó að þau hafi vafist fyrir þeim.
Leikstjóri sem tekst á við
verk Shepards hættir sér i raun
inn á óþekkt landsvæöi, þar sem
flestir gamlir lærdómar koma
að litlu haldi og ekki er á annað
treystandi en meðfædda ratvisi
og hugrekki. Ljóst er að i verki
Shepards mætast bæði raunsæi,
táknmál og hrein fantasia,
vandinn er bara sá að maður
getur aldrei greint þessar óliku
aðferðir i sundur og sagt með
vissu hvenær Shepard er að
beita hverri þeirra. Þannig
tekst honum aö slá hina.
hefðbundnu bókmennta og leik-
húsrýni út af laginu og ógilda
með öllu viðurkennt hugtaka-
kerfi hennar.
Ég held að það sé nokkurs
vert að menn átti sig á þvi að
Sam Shepard ætlar sér alls ekki
aö setja fram skynsamlegar
skýringar á lögmálum
veraldarinnar eða hafa bein
áhrif á breytni okkar. Þó að
hann sýni bandariskt samfélag i
heldur ófögru ljósi er hann ekki
þjóðfélagslegur leikritahöfund-
ur i heföbundinni merkingu þess
orðs og ég trúi þvi ekki aö
upplausn bandarisku fjölskyld-
unnar sé aðalefni Barns i
garðinum. Miklu fremur hygg
ég að verkiö sé mysteriu-leikur
um syndina, gjöld hennar og
dauðann sem ævinlega ber I sér
frjóanga nýs lifs. E.t.v. er
markmiö hans að vekja ógn og
furöu gagnvart þvi undri sem
tengir saman ósættanlegustu
andstæður og beinir lifi og
dauða að einum ósi. Barnslikið i
garðinum er I senn afleiðing og
orsök þess dæmda og sjúka
mannlifs sem þarna er lifað og
augljóslega er ætlun höfunda að
lokaatriðið, þegar Tilden
ber það upp til móður
sinnar, dragi þræði
verksins saman i einni
samþjappaðri myndlík-
ingu. Enginn getur gefið
leikstjóra og leikendum for-
skrift um hvernig þetta megi
verða, en ég hef grun um að
annaö hvort takist þaö eða
takist ekki og að leiðin til að
gera dul myndarinnar og
raunar verksins alls virka sé
ekki endilega nákvæmur
skilningur á öllum atriðum
þess, heldur skilyrðislaus hlýðni
við þá aöferð Shepards sem ég
reyndi að lýsa hér að framan og
mér finnst leikmyndin ásamt
mörgu i leiknum brjóta svo
mjög gegn.
Að lokum dálitil leiklistar-
söguleg upprifjun: árið 1926
frumsýndi Leikfélag
Reykjavikur leikrit Pirandellos
Sex persónur leita höfundar.
Það var á þeim tima ein merk-
asta nýjungin i evrópsku
leiklistarlifi, magnað skáldverk
sem reyndi að opna lifsveruleik
brjálaðs samtima leið inn á
leiksviðið. Hér norður frá átti
það iitlum skilningi að mæta og
hafði engin áhrif. Arið 1959 setti
Leikfélagið Beðiö eftir Godot á
svið, en árin áður haföi
leikurinn valdið miklum hrær-
ingum i vestrænu menningar-
lifi. Það var rómuð sýning, sem
Baldvin Haildórsson leikstýrði,
en ekki féll hún i betri jarðveg
en sýning á leik Pirandellos
þrjátiu árum áöur. Raunin
hefur einnig oröið sú, að Samuel
Beckett, þessi risi nútimaleik-
bókmennta, hefur aldrei orðið
annað en tilfallandi og sjald-
séður gestur á tslandi. Arið 1981
mistekst enn ein tilraun þessa
leikhúss til að gera islenska
áhorfendur að þátttakendum i
þvisem helst horfir til framfara
i leiklist samtimans.
Ég efa ekki aö raddir ihald-
semi og skilningsleysis eigi eftir
að nota þessi mistök til að telja
úr leikhúsmönnum kjarkinn, en
ég skora á þá að hlusta ekki á
þær. Það er löngu kominn timi
til að islensk leikmenning
sprengi af sér spennitreyju
stofudrama og úreltar
raunsæishefðar og eigni sér þær
leikbókmenntir sem leiða að
dýpri spurningum mannlegrar
tilvistar. — JVJ.
Siguröur Karlsson og Hanna María Karlsdóttir i sýningu Leikféiags Reykjavikur á Barn í garðinum eftir Sam Shepard: „Sýningin á Buried
Child er einhvern veginn á skjön viö flést það sem maður þykist skynja í verkinu", segir Jón Viðar m.a. i umsögn sinni.