Helgarpósturinn - 08.05.1981, Blaðsíða 11

Helgarpósturinn - 08.05.1981, Blaðsíða 11
—Jl^/qarjíá^fl irinn pöstudagur 8. mai 1981 11 Stjörnuspeki og stjörnuspá- dömar hafa átt miklum vinsæld- um aö fagna meðal almennings á Vesturlöndum um nokkurn tfma. Það eru öfá dagblöðin sem á hverjum degi birta lesendum sin- um stjörnuspá dagsins. i upphafi hvers árs birtast siðan spár fvrir árið í heild. Oftar en ekki er spám sem þessum hampað í söluskvni, þvi blaðaútgefendur vita að þær eru með vinsælasta lesefni sem um getur. un milli hins stóra alheims og mannsins i hans heimi. Stjörnuspekin barst til Grikk- lands um svipað leyti og til Egyptalands þar sem framþróun hennar varð hvað mest á tima Hellenismans. Grikkir voru fyrst- ir manna til að nota stjörnuspek- ina i nútimamynd, þ.e. að þeir tóku að gera spár fyrir ein- staklinga Ut frá fæðingarkortum þeirra, en áður hafði slikt ein- göngu verið bundið við heil sam- Þegar menn litu upp til himins sáu þeir, að sól, tungl, reiki- stjörnurnar og fastastjörnurnar mynduðu ákveðið mynstur, sem kallað er stjörnumerki. Stjörnu- merkjum þessum voru gefin nöfn ýmist dýra eða guða og eru nöfnin enn varðveitt i nUtima stjörnu- fræði. Ein tegund þessara stjörnumerkja mynda 16 gráðu breitt belti á himinhvolfinu sem sól, tungl og helstu reikistjörnur fara eftir. Belti þetta er Dýra- hreyfingu stjarnanna var himnin- um skipt i það sem kallað er hús, tólf að tölu. Hvert hús varð siðan tákn fyrir ákveðinn þátt lifsins. Fyrsta hUs táknar lifið sjálft annað hUs táknar fjármuni, auð eða örbirgð, þriðja hús táknar systkini, fjórða hús foreldra, o.s.frv. St jörnuspekin er meira en bara tæki til þess að spá fyrir um framtiðina. HUn er einnig tákn fyrir hugmyndir, sem ekki er brugöin heimsmynd fornaldar- manna þar sem jörðin var mið- punkturinn sem allt snerist um. Stjörnuspekingar byggja sin fræði hins vegar enn á himin- geimnum, eins og hann sést frá jörðu. Hefur þessi afstaða þeirra verið mjög gagnrýnd. Þá benda andstæðingarnir einnig á, að stjörnuspekingar hafi aldrei fengist til að svara þeirri spurn- ingu um hvaða staðreyndir nægi þeim til þess að hægt sé að hrekja Stjarna, stjarna, hei Kannanir sýna að um 25% Bandarikjamanna taka mark á stjörnuspám, en hér á landi munu það vera um 11%. Ýmsar skýringar eru á lofti um hvers vegna viðgangur stjörnuspekinn- ar sé svona mikill meðal almenn- ings. 1 fyrsta lagi má nefna að fólk leitar til stjörnuspekinnar um svör við spurningum, sem vísindin geta ekki og munu væntanlega aldrei geta gefið svo sem um einkahagi og tilfinningar einstaklingsins. 1 öðru lagi telja menn það stafa af vanþekkingu almennings. Mjög skorti á upp- lýsingar um visindin, hvað þau séu og að þau hafi ekki nógsam- lega komið til móts við almenn- ing. Stjörnuspekin sé dæmi um forvitni mannsins og þessa for- vitni verði visindin að virkja. Hér er það undanskilið að stjörnuspekin er talintil gervivis- inda. En hvort sem það er rétt, eða ekki, þá er það nU svo að meðal fornra menningarþjóða voru orðin stjörnuspeki og stjörnufræði sömu merkingar. Það var ekki fyrr en á fyrstu öld- um kristninnar, að farið var að gera greinarmun á merkingu þeirra, eins og gert er i dag. þar sem stjörnufræðin táknar visindi sem hafa stjörnurnar að rann- sóknarefni, en stjörnuspekin táknar það að spá með aðstoð stjarnanna. Uppruninn Uppruna stjörnuspekinnar má rekja til Babýloniumanna fyrir þrjú til fjögur þUsund árum. HUn átti mikið blómaskeið i Egypta- landi og Mesópótamiu á siðustu öldum fyrir Krists burð. Gröf egypska konungsins Ramsesar II. var t.d. rikulega skreytt stjörnuspekilegum táknum. Frá Egyptalandi kom einnig flokkur handrita sem safnað var saman undir nafninu „Hermes Trismegistus”, eftir nafni stofn- anda læknisfræðilegs og stjörnu- spekilegs safnaðar. Margt i þeim handritum eru hreinir galdrar og er það fyrsta skýra dæmið um að stjömuspekin hafi verið tengd hinu yfirnáttúrulega. Ein af at- hyglisverðustu hugmyndum þessara handrita er um samsvör- félög eða konunga. Griski stjörnuspekingurinn Ptolemos, fæddur um 120 e.K., skrifaði það sem kalla má fyrstu nútima bók- ina um stjörnuspeki Tetrabiblos og byggir stjömuspeki nútimans mikið á henni. Stjörnuspeki náði mikilli Ut- breiðslu i Evrópu á miðöldum meðal menntamanna og við hirðir konunga. A 14. öld hafði hún fastan sess i háskólum álf- unnar, studd bæði af guðfræðinni og visindunum. Það þótti einnig sjálfsagt i fjölskyldum margra hefðarmanna að gerð væri stjörnuspá fyrir nýfædd börn. Þá eru þess dæmi að slikt hafi einnig verið gert fyrir hross og jafnvel hunda. Velgengni stjörnuspekinnar fór hnignandi á 17. öldinni sem var öld vi'sinda og rökhyggju en sam- hliða stærðfræðilegum Ut- reikningum byggist stjörnuspek- in ekki siður á innsæi og næm- leika. Margir telja að það hafi verið Utkoma lögmála Newtons sem olli þáttaskilum, en aðrir benda á, að þessi hnignun hafi byrjað nokkm áður vegna alls kyns loddara sem færðu sér i nyt trúgirni almennings. Það er svo ekki fyrr en á 20. öldinni, að stjörnuspekin upplifir nýtt blómaskeið. Dýrahringurinn Stjörnuspekin byggir á þeirri hugmynd að gangur himintungla hafi áhrif á náttUruna og mennina sjálfa. Fornþjóðirnar höfðu veitt þvi athygli að fylgni var milli ákveðinna náttUrufyrirbæra á jörðinhi og stöðu tungls og sólar, flóðs og f jöru í sambandi við stöðu tunglsins og árstiðanna i sam- bandi við stöðu sólar. Það var þvi mjög mikilvægt að þekkja gang himintungla til þess að geta lifað i akuryrkjuþjóðfélögum fornaldar en I upphafi var stjörnuspekin notuð sem akuryrkjutæki hvenær timi væri til sáningar o.s.frv. Sól- in, tunglið og reikistjörnurnar bjuggu yfir guðlegu afli i augum fólksins sem gaf þeim ákveðnar lyndiseinkunnir. Eiginleikar mannsins ákvörðuöust siðan af eiginleikum stjarnanna eftir þvi hver afstaða þeirra var innbyrðis á fæðingarsUindu einstaklingsins. hringurinn. Heimildir geta um það að upphaflega hafi verið fimmtán stjörnumerki innan dýrahringsins en þeim var siðar fækkað i tólf. Hvert merki spann- ar þrjátíu gráður og er sólin mánuð á ári i hverju merki. Á sama hátt og tungli sól og reikistjörnum voru gefin ákveðin einkenni, fékk hvert st jörnumerki sitt séreinkenni. HrUturinn tákn- ar t.d. frumeld jarðarinnar i upp- hafi vors, þegar lifskraftarnir brjótast fram, fengitimi dýranna, gróðurinn, sem vaknar af dvala o.s.frv.. Lifshrynjandi þessa merkis er hraður eins og stökk fram á við: upphaf, endurnýjun, sprengikraftur. Þegar þessir eiginleikar vorsins eru heimfærð- ir upp á einstakling sem fæddur er i HrUtsmerkinu, þá er skap- gerð hans m.a. lýst á þann hátt, að hann sé óstöðuglyndur, óagað- ur, nýjungagjarn, fljótur til o.s.frv.. Nautsmerkið sem kemur næst á eftir, táknar hins vegar sam- þjöppun á stökki HrUtsins þegar sköpunarkraftarnir birtast i fjöl- breytilegum formum. Nautið er timabil vorsins þegar allt er i blóma og fyrstuávextirnir koma i ljós. Hér er hrynjandinn orðin hæg og stöðugleikinn ræður rikj- um. Yfirfært á einstaklinginn kemur það fram i þvi að hann markar sér braut án alls flýtis og tekst að yfirvinna alla andstöðu með þolinmæði. Þannig eiga öll merkin sér samsvörun i ákveðnum timabil- um náttUrunnar sem kemur svo aftur fram i skapgerð þeirra sem fæddir eru í viðkomandi merkj- um. En það eru ekki fæðingarmerk- in ein, sem skipta máli i þessu sambandi heldur afstaða st jörnu- himinsins alls á fæðingarstund. Hinir fornu stjörnuskoðarar tóku eftir þvi' að á meðan jörðin snerist einu sinni um möndul sinn á 24 tima fresti virtust sól, tungl og pláneturnar rfsa og hniga innan kerfis Dýrahringsins (A þessum tima var það að sjálfsögðu hald manna, að jörðin væri fastur punktur i alheiminum, sem aðrar stjörnur snerust um). Stjörnu- himinninn fór þvi gegnum öll merkin og var tvo tima i hverju. I tengslum við þesý9 daglegu hægt að tjá með venjulegum orðum, eins og t.d. yfirgripsmiki- ar heimspekilegar hugmyndir. Þá telja stjörnuspekingar Dýra- hringinn vera einn af táknrænum lyklum alheimsins. Stjörnuspekin getur einnig verið tæki fyrir ein- staklinginn til þess að kynnast sjálfum sér betur. Stjörnuspekin er. kerfi sem gerir ráð fyrir ýms- um andstæðum eiginleikum, en reynir jafnframt að finna jafn- vægi á milli þeirra. Stjörnuspekin eins og önnur fyrirbæri sem ekki lUta lögmálum náttUrunnar að öllu leyti á sér sina hatrömmu andstæðinga sem telja henni allt til foráttu. And- stætt vfsindum nUtimans sem eru hrekjanleg er hUn óhrekjanleg og þvi talin til gervivisinda eins og sagt er að ofan. Heimsmynd nU- timamannsins er mjög frá- kenningar þeirra. Tölfræðilegar athuganir hafa verið gerðar á þvi hve mikið af spádómum stjörnu- spekinga hafi ræst og telja and- stæðingar sig geta hrakið kenningarnar út frá þeim niður- stöðum. Formælendur hafa hins vegar bent á mörg dæmi sinu máli til stuðnings eins og t.d. til- raunir tékkneska læknisins Eguens Jonas sem með stjörnu- speki hefur náð mjög góðum árangri við að spá fyrir um kyn- ferði ófæddra barna. Hafa rann- sóknir hans leitt i ijós að frjósemi kvenna er undir miklum áhrifum af hreyfingum sólar og tungls. Og hvað sem öllum þrætum um gildi stjörnuspekinnar liður er enn engin teikn á lofti um að hylli hennar fari rénandi meðal þorra almennings. I UBRA K YOWO 230tl0eEií-2INtMweFS »NaíMetS-2iMOMHS J </man 22DKEMBER-1?«NUW< J TomMN eftaajm j \ mVi

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.