Helgarpósturinn - 08.05.1981, Blaðsíða 15

Helgarpósturinn - 08.05.1981, Blaðsíða 15
_he/garpósturinn Hresst uppá sængina í fljótu bragði virðist dún- hreinsun vandasamt verk. Dúnn er vandmeðfarið efni og ekki á færi almennings að skola af hon- um skitinn. Til þess er hann alltof léttur, auk þess sem það gæti reynst kúnstugt að þurrka hann svo vel sé. Hér eru nú tveir aðilar sem annast dúnhreinsun. Annars veg- ar Sambandið, sem hreinsar æðardúnirnog hinsvegar Dún og fiðurhreinsunin, við Vatnsstig, sem tekur kodda og sængur og skilar þeim aftur til baka hrein- um og finum. Aðferðin við dúnhreinsunina kemur ekki á óvart. Það eru vélar sem vinna það verk. Reyndar er dúnninn ekki hreinsaður i eigin- legri merkingu. Koddinn er opnaður yfir stórri trekt, sem samstundis sogar all- an dúninn inni vélina. 1 henni er einhverskonar skilvindusystem þannig að allir stönglar og óhreinindi, ryk og kusk og svo framvegis verða eftir. Þetta rýrir Föstudagur 8. maí 1981 15 Benedikt við dúnhreinsarann. að sjálfsögðu koddann, en vélin vigtar dúninn nákvæmlega bæði fyrir og eftir framkvæmdina, og bætir svo við þvi sem uppá vantar að henni lokinni. Þessu er öllu stjórnað með fótósellu, og nákvæmnin ^r uppá gramm, að sögn Benedikts Ölafssonar, fram- kvæmdarstjóra. Aðalkostnaðurinn er reyndar dúnninn sem bætist við en önnur aðferð er ekki hentugri en þessi. Og sængin er auðvitað eins og ný á eftir. — GA Steve Tuttle, heitir Bandarikja- maður nokkur, sem annað slagið heimsækir vin sinn Ólaf Laufdal i Hollywood hér á tslandi. Steve Tuttle er sérfræðingur I diskó- tekum, og ber til dæmis ábyrgð- ina á hinum ágætu ljósum I diskó- teki ólafs. Hann hafði auk þess fingurna i frágangi hljómburðar- tækjanna. 1 slðustu viku var Steve Tuttle staddur hér i heimsókn og ræddi þá við Ólaf um nýja staðinn i Breiöholtinu, sem vonast er til að hægt verði að opna eftir um það bil ár. Þeir félagar voru aö leggja á ráðin um hvernig innréttingum og fleiru yrði hagað. Að sögn ólafs er þó ekkert Óli Laufdal: Alltöðruvisi staður en Hollywood. Bráðum kemur ball í Breiðholtið ákveðið i þeim málum, enda vart byrjað aö byggja húsið. „Ég hef þó ákveðið að þarna verður bæði diskótek og lifandi tónlist, og einnig að þessi staður verður gjörólikur Hollywood. það hefur Fáir storkar til íslands Storkar eru frægir fuglar sem setja svip á flestar borgir Ev- rópu. Þar fyrir utan koma þeir með börnin. Storkurinn hefur þó sárasjaldan sést hér á landi, jafn barnelsk þjóð og við erum. „Ætli það hafi ekki sést til storks svona tvisvar til þrisvar sinnum hér á landi”, sagði Ævar Petersen, fuglafræðingur I sam- tali við Helgarpóstinn. „Sá siðasti var i blöðunum góðan hluta úr ári, fyrir svona átta árum. Hann var við Dyrhólaey og þar suður- frá og sást alltaf annað slagið á þvælingi. En svo hvarf hann og hefur ekki spurst til hans siöan. Svo sást einu sinni storkur á Austurlandi, og ég held I eitt Galdrakarlar Diskótek i' W Elias Snæland Jónsson tók við ritstjórn á Timanum fyrir nokkru, og i vikunni lyftist andlit þess gamalgróna blaðs svo um munaði. Það fékk á sig rauðan lit og bláan — og svolitið skandinav- iskan. Elias er gamall refur i blaða- mennsku, sem stigur úr frétta- stjórastól á VIsi til að setjast i rit- stjórastólinn á Timanum. En hver er maðurinn? „Ég er Strandamaður, frá sóknarmaður, svo segja má aö ég hafi einsog ýmsir fleiri fæðst inni flokkinn. En ég fór útúr honum 1974 ásamt nokkrum öðrum, svo- nefndum Möðruvellingum, og gekk siðar i flokk Samtaka frjáls- lyndra og vinstri. Nú, svo lognað- ist hann útaf, eins og allir vita, og ég er þvl utanflokka.” — Og verður áfram þrátt fyrir veru þina hér? „Það hefur engin breyting orðið á þvi.” Elias skoðar nýja Timann sinn. Fyrsti Tímaritstjórinn sem ekki er framsóknarmaður alla tið verið á hreinu”, sagði Ólafur. Nýi skemmtistaðurinn verður I Mjóddinni við Breiðholt og mun taka um 1000 manns. — GA Skarði I Bjarnafirði, og er fæddur árið 1943”, sagði Elías I samtali við Helgarpóstin. „Fljótlega upp- úr 1950 fluttust foreldrar mínir til Ytri-Njarðvikur, þar sem við bjuggum i nokkur ár, en siðan I Kópavoginn. Og síðan þá hef ég verið búsettur á höfuðborgar- svæöinu.” Elias útskrifaðist frá Sam- vinnuskólanum við Bifröst vorið 1962, og fór þá til Noregs, fyrst til að læra norsku og blaðamennsku I lýðháskóla, en svo starfaöi hann sem blaðamaður i hálft ár við málgagn norska verkamanna- flokksins i Álasundi. „Um áramótin ’63—’64 kom ég heim til að vinna á Tímanum, og þar var ég alveg til 1973, eða i jppundir tiu ár. Eftir að ég hætti þar vann ég fyrst i nokkra mánuði fyrir Samband ungra framsókn- armanna, en varð svo ritstjóri Nýrra Þjóðmála, málgagns Sam- taka frjálslyndra og vinstri manna. Þar var ég til 1. des. 1976, eða þangað til ég réðst til Visis.” — Þú ert af Framsóknarættum, eða hvað? „Já, faðir minn var fram- — Ertu ekki fyrsti ritstjóri Tim- ans sem er ekki i Framsóknar- flokknum? „Ég tel það mjög sennilegt.” — Það er þá ekki pólitiskur metnaður sem veldur þvi að þú ert sestur i þennan stól? „Nei, ég hef ekki áhuga á þvi að fara aftur úti persónulegt póli- tiskt starf. Það er ekki á dagskrá hjá mér. Enda er ég ráðinn á Timann til að stjórna honum sem góöu fréttablaði, ekki til að fjalla um stjórnmál. Það er klár verka- skipting á ritstjórninni, — Þórar- inn Þórarinsson, meðritstjóri minn hér, annast flokkspólitisku skrifin, en ég annast daglega rit- stjórn að öðru leyti.” — En hver er svo tilgangurinn með þessum breytingum? „Það er ekkert leyndarmál að Timinn hefur staöið i stað hvað sölu snertir, og jafnvel farið aö- eins niður á við, ef eitthvað er. Með þessum breytingum er von- ast til að stöðva þá þróun, og helst að auka söluna aftur. Viö gerum okkur grein fyrir aö það verður ekki gert á stuttum tima, en von- umst til að þetta takist smátt og smátt.” — Hverskonar blað á þetta svo að vera? Eruð þið að keppa við siðdegisblöðin i fréttamennsk- unni, eða er ætlunin að höfða fyrst og fremst til dreifbýlisins? „Viö leggjum alla áherslu á að þetta verð gott og ábyggilegt inn- lent fréttablað, sem annarvegar geri skil „stærri” fréttum, en hinsvegar sinni fréttum af lands- byggðinni, sem ekki teljast stór- frettir hér, en skipta miklu máli fyrir fólk á hverjum staö. Timinn er morgunblað, og þvi ekki í sam- keppni við siðdegisblöðin, hvað fréttir snertir. 1 sambandi við helgarútgáfuna erum við hinsvegar I samkeppni við öll hin blöðin. Aö undanförnu hefur Tlminn i raun ekki tekið þátt i þeirri samkeppni, sem er á blaðamarkaöinum um helgar, en viö vonumst til að nú geti hann gert sig gildandi á þeim markað.'- einnig.” — Og ertu svo ánægður með barniö, þegar þú sérð það? „Já, ég er i meginatriðum ánægöur með útkomuna og hef allsstaðar fengið mjög jákvæð viðbrögð á blaðið. Ég er sann- færður um að við erum á réttri leið. —GA skipti I viðbót einhversstaðar annarsstaðar. En I öll skiptin voru þetta flækingar sem stöldr- uðu stutt við”, sagði Ævar. — Veistu hvernig hún er til komin, þessi saga um að storkur- inn komi með börnin? „Ætli það sé ekki eitthvað svip- að og með jólasveininn sem kemur niður strompinn. Það er margra alda gömul hefð að storkurinn verpi á húsum og staurum, og hann kemur ár eftir ár I sama hreiðrið ef hann fær að vera I friði. Storkurinn er lang- lifur, þannig að sama storkspárið getur heimsótt sömu fjölskylduna I tugi ára. Það er þvi auðvelt að gripa til þessarar skýringar á barnsfæöingum. En fólk hefur yfirleitt gaman af storkinum, held ég, og viða þykir það svona heldur upphefð að hafa storkapar á húsinu sinu, þó ég segir ekki stööutákn”. — GA Storkurinn hefur lika sínar skýringar.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.