Helgarpósturinn - 12.06.1981, Page 14

Helgarpósturinn - 12.06.1981, Page 14
Marineruð Tbein á útigrillið Stöðugt fleiri hafa fjárfest i litigrilli. Allir vita sem smakkað hafa, hversu góðan mat hægt er að matreiða i grillinu. ómar Hallsson hóteistjóri, kokkur og margt fleira er sérfræðingur I þessari eldunaraðferð og sér hann þvi um helgarréttinn að þessu sinni: marineruð T bone- steik. Þessi uppskrift er fyrir 6. í réttinn þarf: 6 T-bein 3 bollar matarolia 2 mtsk. lemon pipar 1 bolli ttímatsósa 1 tsk. paprika 1 mtsk. dry barbecue 1 mtsk. all around krydd 1 tsk. pepper mix. — öllu blandað i rúmgóðan bakka, siðan er T bone steikin lögð i löginn, og lögurinn látinn þekja vel steikurnar. Kjötið er látið liggja i sólarhring i leg- inum, þvi þannig fær kjötið bestu marineringuna. — Kveikið upp i grillinu og dreifið hvftlauksdufti yfir kolin um leið og kolin eru búin að ná hita til steikingar. Siðan er steikin tekin upp úr leginum og lögð á grillið og látin steikjast þar til blóðið vætlar upp og þá snúið við og steikt eins á hinni hliðinni. Barbecue stísa er borin Ómar Hallsson á báðar hliðar fyrir steikingu. — Með þessum réttier gottað hafa bakaðar kartöflur með sourcream og dálitilli steinselju blandað saman við. — 1 hrásalatið með þessum rétti er best að hafa salatblöð, tómata og agúrkur og smátt saxaðan lauk. Allt er blandað saman I skál og franskri salat- sósu er hellt yfir. — Með þessum réttier tilvalið að drekka rauðvin og mælir Ómar meö annað hvort „Chatenauf du Pape” eða „St. Emellion”. Skálafell Sumarbúðir i Skálafelli 1 sumar munu K.R.-ingar verða með sumarbúðir I Skálafelli. Ura- sjónarmaður búðanna er Þorgeir Hjaltason og sagði hann að þetta yrði f fyrsta sinn þar sem börn- unum yrði boðið upp á fjölbreytta útivist á meðan á dvölinni stæði. Námskeiðin vera 3 og standa í 12 daga hvert um sig. Þessar sumarbúðir eru ætlaðar börnum frá 7 til 12 ára aldurs. — Skálinn er mjög vel búinn og landið þarna i kring hið ákjósan- legasta fyrir útivist og iþróttir. Til staðar verða sérfrseðingar sem leiðbeina i knattspyrnu, há- stökki, langstökki og spjótkasti svo eitthvað sé nefnt. Farið verður i reiðtúra frá Laxnesi að Triaiafossi og víðar, sundlauga- feröirað Varmá og skoðunarferð- ir margvíslegar verða einnig á dagskrá m.a. til Þingvalla. — A kvöldin verður margt til gamans gert bæði kvöldvökur og biósýningar. Hvert námskeið mun kosta um það bil 1200 kr og er allt innifalið i þeirri tölu bæði rútuferðir og matur. Innritun og allar upplýs- ingar um starfsemina fást hjá Þorgeiri i sima 34790 og vill Þor- geir taka það fram að þótt K.R. ingar sjái um þetta námskeið þá er það að sjálfsögðu öllum opið sama i hvaða flokk þeir standa. — EG Hótel Valhöll á Þing- völlum Stutt að fara, margt um að vera t sumar mun hótel Valhöll á ÞingvöIIum verða með ýmislegt bæði gamalt og nýtt á boðstólnum fyrir gesti sina. Fyrir utan mini golfið og bátaleiguna er ráðgert að koma upp sundlaug og gufu- baði fyrir hótelgestina. Útigrillið vinsæla verður með svipuðu sniði og i fyrra en það er staðsett i yfirbyggðum garðskála þar sem ljúffengar veitingar eru á boðstólnum og vinsælir skemmtikraftar skemmta. Ómar Hallsson hótelstjóri er i en verður auglýst von bráðar. Það er semsagt góður vegur til Þingvalla, góður matur i Valhöll, og þvi þægilegur staður til af- slöppunar fyrir alla, sem vilja komast út úr bænum um helgar. — EG Hótel Valhöll á Þingvöllum þann mund að útbúa sérstaka „hótelpakka” Valhallar en það er sérstakt sumartilboð sem hótel- gestir geta nýtt sér. 1 honum felst bæði ódýr matur, og gisting á hótel Valhöll. Verðið á þessum pakka er enn ekki komið á hreint ALLIR ÚT AÐ SYNDA En hvað kosta sundföt? Það sem af er sumri hefur verið hliðskaparveður hér i borg. Ailir sem tækifæri hafa til, spóka sig um I góða veðrinu og reyna að fá sól á kroppinn. Um helgar og á fridögum allra vinnandi manna eru sundstaðirnir yfirfullir af fólki. En hvað kostar að fá sér sundföt? Helgarpósturinn hringdi i nokkrar verslanir og spurðist fyrir. — 1 versluninni Útilif fást bik- ini, sundbolir og sundskýlur. Verðið á sundfötunum er mis- munandi eftir tegund og fram- leiðandavörunnar.eðaalltfrá 149 kr. til 212. — Ódýrustu sundbolirnir kosta 149 kr, bikini er á 170 kr. og ódýr- ustu sundskýlurnar eru á 75 kr. I versluninni Galleri fást sundbolir á kr. 140 og bikini á kr. 100. Nýja linan i sundfötum er að hafa sundbolina vel kringda i baki og um læri og bikini á að vera eins litið og hægt er, og eru þau nátt- úrlega hugsuð sem sólbaðsföt frekar en föt til sundiðkana. I Domus á Laugavegi fást sund- skýlur á kr. 89, bikini á kr. 215 og sundbolir á 335. Afgreiðslustúlkan þar sagði að kven-baðfötin væri frekar fyrir eldri konur þ.e.a.s. interRent car rental Bílaleiga Akuréyrar Akureyri TfiVGCVABRAu T 14 S.2171S ?3S1S Reykjavik SKEIFAN 9 S.31615 36915 Mesta úrvallð. besta þlónustan. VI6 útvegum yöur afslátt L á bilalelgubilum erlendls. i Fjölbreytt úrval af sundfötum Ljósmyndir Valdis óskarsdóttir eru þau aðeins efnismeiri en t.d. fötin sem fást i Galleri. A þessum þrem stöðum er mikfl sala á baðfötum og ætti að finnast þarna eitthvað fyrir alla. Nú svo ætti lika að vera i lagi að dusta rykið af þeim sem fyrir eru i fata- skápnum, þvi aðalatriðið er auð- vitað að fá sól og vitamin i kropp- inn. — EG. Siðari hluti vis- unnar kominn fram Þann 29. mai sl. birtist I Helgarpóstinum sérstæð visa, en hún er svona: 4 8 5 og 7 14 12 og 9 11 13 1 og 2 18 6 og 10. Lýst var eftir seinni part vis- unnar þ.e.a.s. þeim tölum er á vanta til að fylla upp i tölurnar frá einum upp i tuttugu. Kristinn Magnússon, Birki- mel 10 hefur orðið við þeirri á- skorun Helgarpóstsins og ort það sem á vantaði. Visa Kristins hljóðar þannig: Teljum 16 17 hér Svoddan 3 skal hýsa 20 19 15 fer fallega með hér visa. Um leið og við þökkum Kristni kærlega fyrir, bjóðum viö honum að koma og ná i ljóðapris Helgarpóstsins. -EG.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.