Helgarpósturinn - 10.07.1981, Síða 3
—ha/rjrirpncrh irinn FÖS'uda9ur 10- iúi' ^si
3
Lögfræðingar:
„Meirí fjölgun
gæti ieitt
til atvinnuleysis”
segir Gunnar G. Schram
„Þaö er ekki hægt að tala um siðustu árin hefur þaö gengið
atvinnuieysi meöal lögfræöinga, nokkuð stirðlega og það getur
en þaö er komið að mörkunum. tekið menn 1—2 misseri.
Meiri fjölgun gæti leitt til at- Lögfræðingar starfa flestir á
vinnuleysis,” sagði Gunnar G. þrem sviðum þjóðfélagsins:
Schram, formaður Lögfræðinga- sjálfstætt sem lögmenn, i dóms-
félags islands. kerfinu og við stjórnsýslustörf.
En þar að auki geta þeir farið i
Undanfarin ár hafa útskrifast mörg önnur störf, svo ég held að
20—25 lögfræðingar á ári og fram með sömu fjölgun áfram sé at-
að þessu hafa þeir allir getað vinnuleysi ekki yfirvofandi
fengið vinnu við sitt hæfi. En vandamál.”
Byggingamenn:
„Ættu að geta
haldið sinu hlutfalli”
segir Benedikt Daviðsson
,,Ef byggt væri samkvæmt spá
Húsnæöismálastofnunar um þá
þörf sem talin er verða næstu 10
árin ætti byggingariðnaðurinn að
geta haldið sama hlutfalli i mann-
afla og nú er”, sagöi Benedikt
Daviðsson, formaður Sambands
byggingamanna.
„Trúlega eru fáar starfs-
greinar sem eru sveiflukenndari
og viðkvæmari fyrir efnahags-
þróun og sveiflum i öðrum starfs-
greinum. Góð vertið hefur til
dæmis jákvæð áhrif i byggingar-
iðnaði. En eins og nú horfir erum
við langt frá þvi að ná þvi marki
sem stefnt er að i spánni fyrir
næstu tiu árin og ef við gerum
stórt átak á þvi timabili ætti að
veröa næg atvinna fyrir bygg-
ingamenn”.
Benedikt sagði aö erfitt væri að
segja fyrir um atvinnuhorfur i
hverri grein fyrir sig. Til dæmis
vissu menn ekki hvað væri aö
gerast i fjölbrautaskólanum, þvi
þaðan væri ekkert samband haft
við markaðinn og þvi litiB vitaö
hvernig straumurinn væri.
Eins sagði hann að ekki væri al-
gilt að menn færu til starfa i
þeirri atvinnugrein, sem þeir
hefðu menntað sig til og kæmu
þar ýmsar ástæður til. Sem dæmi
nefndi hann að undanfarin ár
hafa 50 nemendur lokið sveins-
prófi i trésmiði á ári, en i Tré-
smiðafélaginu heföi aöeins
fjölgaö um 10—12 árlega.
En Benedikt kvaðst ekki sjá
fram á neina breytingu i bygg-
ingaiðngreinum, nema ef vera
kynni i múrverki, þar sem heldur
hefði dregist saman siðustu árin.
mannafla i Bandarikjunum, svo
dæmi sé tekið. Hins vegar er stór
hluti þjónustunnar hér opinber
þjónusta og það er spurning hve
hún getur vaxið mikið. Eins má
búast við að aukin tölvuvæðing
muni draga úr fjölgun starfs-
manna.”
Þá er aðeins iðnaðurinn eftir og
samkvæmt spá Framkvæmda-
stofnunar þurfa að skapast 2—3
þúsund ný störf i iðnaði á næstu 10
árum. En samkvæmt þvi sem
Davið Scheving Thorsteinsson,
formaður Félags islenskra iðn-
rekenda segir i viðtali hér á eftir
er ekkert sem bendir til að iðn-
aðurinn geti tekið við þeim mann-
afla.
Offjölgun menntamanna
En þá skulum við snúa okkur
aftur að horfunum á atvinnu fyrir
m e n n t a f ó 1 k i ð . Flestir
viðmælenda okkar voru sammála
um að hagur þeirra sem legðu
fyrir sig háskólanám væri heldur
óöruggari en hinna, sem fara i
aðra starfsmenntun.
Þannig sagði Ingvar Asmunds-
son skólastjóri Iðnskólans, að
hann vissi ekki um nein
vandamál við að koma nemend-
um I starfsþjálfun, nema þá helst
i hársnyrtigreinunum, þó aðeins
hefði borið á þvi i útvarps- og
sjónvarpsvirkjun. Þar hefðu þó
flestir komist að eftir smábið-
tima. 1 byggingagreinum væri
orðið vart við ýmis merki um
samdrátt, en ennþá komast allir
að sem vilja. Best sagði hann að
gengi að útvega nemendum i
málmiðnaðargreinunum vinnu.
Tæknigreinar eiga i vaxandi
mæli upp á pallborðið hjá ungu
fólki, sem marka má meðal
annars af þvi að frá þvi Tækni-
skóli Islands tók til starfa 1964
hefur nemendum fjölgað úr 60 i
400. Þessar greinar eiga lika tvi-
mælalaust framtið fyrir sér.
Meira að segja meðal meina-
tækna hefur enn ekki borið á
minnkandi atvinnumöguleikum,
þrátt fyrir mikla aðstókn að
þeirri grein.
Hjúkrunarfræði er lika ein
þeirra greina framhaldsnáms,
sem enn er mjög vænleg varðandi
atvinnumöguleika.
Öðru máli gegnir hins vegar um
margar greinar háskólanáms.
Eins og áður sagði hefur háskóla-
nemum fjölgað um liðlega
helming siðustu 10 árin. Mest hef-
ur fjölgunin orðið i læknadeild,
viðskiptadeild, verkfræði- og
raunvisindadeiid og félags-
visindadeild. I heimspekideild
hefur stúdentum fjölgað um nær
helming.
Eins og nú stendur er nóg að
gera fyrir verkfræðinga, arki-
tekta, viðskiptafræðinga ,
dýralækna, bókasafnsfræðinga og
presta, svo dæmi séu tekin. Hvað
siðar verður er ekki gott að segja.
Nemendur i arkitektúr eru nú
jafnmargir og allir þeir sem
starfandi eru i landinu, eða um
100 talsins. Og viðskiptafræði-
nemum hefur fjölgað úr 218 i 512 á
10 árum.
I ýmsum öðrum greinum, svo
sem meðal sálfræðinga, lög-
fræðinga, lyfjafræðinga og lækna,
var þegar fyrir 5 árum talin hætta
á offjölgun, Þá er farið að
þrengjast um hjá málakennurum
á höfuðborgarsvæöinu.
öll þessi dæmi benda til aö
menntafólk verði i sivaxandi
mæli að leita til útlanda til að fá
vinnu, ef áfram heldur sem horfir
og kannski kemur sú staða upp
innan fárra ára að við flytjum út
menntamenn i stórum stil en
flytjum i staðinn inn ómenntaö
verkafólk til fiskvinnslustarfa.
Yfirmenn á skipum:
Næg störf á
fiskiskipaflotanum
„Það er alltaf vöntun á lærðum
vélstjórum á fiskiskiptafiotann,
en hins vegar er erfitt að fá stöður
á flutningaskipum. Þar stækka
skipin stöðugt og stöðunum
fækkar,” sagði Ingólfur
Stefánsson hjá Farmanna- og
fiskimannasambandi tslands.
Ingólfur sagði.ennþá væru ár-
lega veittar hundruð undanþága
fyrir ólærða vélstjóra á fiski-
skipaflotann.
Skipstjóra vantaði hins vegar
ekki, en skortur væri á stýri-
mönnum á skipum undir 100 lest-
um. Aðsókn að Vélskólanum er
nokkuð góð, en að Stýrimanna-
skólanum er hún brokkgegn.
Nánasta framtið er sem sagt
fremur góð fyrir þá sem stefna að
þvi að verða yfirmenn á íslensk-
um skipum.
ÓTRÚLEGT - EN SATT...
TÖLVUKERFI MEÐ FORRITUM Á 55.000 KR.
hentar 90% íslenskra
Fjárhagsbókhald
Viðskiptamannabókhald
Launabókhald ■ Tollvörugeymsla
íslenskt letur
Alíslenskt letur jafnt á skermi
sem prentara.
(Þ, Æ, Ö, Ð, Á, É, Ö, Ú, Ý)
Ritvélagæði á útskrift.
Tölvukennsla
Kennsla á tölvur og forrit er veitt
ókeypis þeim viðskiptamönnum,
sem kaupa heilt tölvukerfi með
forritum.
Forritunarþjónusta
Tölvubúðin tekur að sér að gera
forrit til sérstakra nota fyrir við-
skiptavini sína, einnig að aðlaga
fyrirliggjandi forrit að þörfum
hvers oq eins.
Leiðbeiningar
Bækur og tímarit, sem leiðbeina
um val á tölvubúnaði og nýjungar
á markaðnum, eru jafnan fyrir-
liggjandi.
Tölvubúðin
Laugavegi 20A.
commodore
TÖLVUKERFIÐ
NÚ EINNIG FÁANLEGT
MED CP/M