Helgarpósturinn - 10.07.1981, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 10.07.1981, Blaðsíða 8
8 ____helgar pásturinn_ Blað um þ|oðmal, listir og menningarmál utgefandi: Vitaðsgjaf i hf. Framkvæmdast jóri: Bjarni P. AAagnússon Ritstjórar: Árni Þórarinsson, Björn Vignir Sigurpálsson. Blaðamenn: Guðjón Arngrímsson Guðlaugur Bergmundsson, Guðmund ur Arni Stefánsson og Þorgrímur Gestsson. Utlit: Jón Oskar Ljósmyndir: Jim Smart Auglýsinga- og sölustjóri: Höskuldur Dungal. Gjaldkeri: Halldóra Jónsdóttir. Dreifingarstjóri: Sigurður Steinarsson. Ritstjórn og auglýsingar eru að Síðu- múla 11, Reykjavík. Sími 8186ó. Af- greiðsla að Hverfisgötu 8—10. Simar: 81866, 81741, 14900 og 14906. Prentun: Blaðaprent hf. Askriftarverð á mánuði kr. 24,- Lausasöluverð kr. 8.- Uggvænleg- ar framtiö- arhorfur Það er ófögur framtfðarsýn, sem blasir við þegar litast er um á vinnumarkaöi morgundagsins. Helgarpdsturinn fór af stað meö athugun á atvinnumöguleikum hér á landi næstu fimm til tiu árin með það fyrir augum að komast að þvi' hvers konar sérmenntun væri vænlegust fyrir unga fólkið, sem um þessar mundir er að velja sér starfsnám. En þar reyndist ekki um auð- ugan garð að gresja. Nánast hvar sem borið var niður, voru fram- tíðarhorfur i atvinnumöguleikum óvissar, og víða voru möguleikar- nir jafnvel engir. Aðeins i örfáum greinum er skortur á starfsfólki ogutlitfyrirsvipaða stöð'uáfram. Og þegar litiö er á vinnu- markaðinn i heild, blasir jafnvel enn nöturlegra ástand við. Sam- kvæmt spá Framkvæmdastofn- unar rikisins, þarf að skapa 11-12 þúsund ný störf næstu 10 árin og gerir stofnuniu pd ráð fyrir áframhaldandi brottflutningi fdlksaf landinu. Siðustu árin hafa aö meðaltali 765 islendingar flutt sig um set til útlanda árlega og meirihluti þess fólks er á aldrinum 20—30 ára. Ogopinberir aðilarbyggja sinar framtíðarspár á því, að bldmi þjdðarinnar haldi áfram að flýja land. Það versta er ef til vill, að ýmislegt bendir til að brottflutn- ingurinn verði ennþá meiri. Af þessum 11—12 þúsund störfum, sem talið er að þurfi að skapa næstu 10 árin, verða 2—3 þúsund að verða i iðnaöi. Samkvæmt reynslu undanfarinna ára skapar hvert starf i framleiðslu- greinunum þrjú önnur I þjónustu- greinunum. Það er óvist að svo veröi áfram, þar sem landiö er nú dðum að tölvuvæðast og þvi ætti smám saman að þurfa færra fólk til að sinna störfum á sviði þjón- ustugreina. Spá Framkvæ mdastofnunar gerir ráð fyrir áframhaldandi fækkun starfa í landbúnaði. Reiknað er með aö engin aukning verði i fiskveiðum og sáralitil í fiskvinnslu. Það er því augljóst, að iðnaðurinn veröur að mvnda undirstöðu fyrir nær þvi öll ný störf næstu árin. En þar hefur nánast engin aukning orðið siðustu 12árin og samkvæmt um- mælum Daviös Scheving T hor s tei nss ona r formanns Félags fslenskra iðnrekenda getur iðnaöurinn ekki tekið við fleira fdlki, ef áfram heldur sem horfir. Samkvæmt öllu þessu er fyrir- sjáanlegt, að verði ekki þegar breytt um stefnu, munu atvinnu- vegirnir ekki geta tekið við meiri fdlksfjölgun. En börnin eru þegar fædd og þjdðin er byrjuð að kosta þau til náms. Það er bara ekkert útlit fyrir aö við höf um neina þörf fyrir menntun þeirra og starfs- krafta. Og þá er illa fyrir okkur komiö, ef ekki verður hægt að skapa okkar eigin fólki lifsviður- væri og þaö neyðist til að leita á erlenda grund til að fá vinnu. HAFA SKAL ÞAÐ SEM DÝRARA REYNIST Við erum nýkomin Ur sumar- frii. Og varla vorum við búin að taka af okkur og varla vorum við fyrr bUin að líta velþóknunaraug- um yfir EgilsstaðatUnin og fall- egu fellin hér á móti okkur — þeg- ar hinn fslenski hversdagsveru- leiki skall yfir okkur. 1 þetta skipti f fra-mi stórfljóts af rukkun- um sem var striðara og breiðara en Lagarfljótiö. Mánaðarkaupið sogaðist niður í þetta rukkana- fljót og stór hluti af næsta mánað- arkaupi gat fylgt á-eftir. Agaleg- ustu reikningarnir voru vegna gamla, bilaða bflsins okkar. En það er þó alltaf huggun harm i gegn að maður þarf ekki að bera fjárhagsvandræði sfn í hljóði fórum á ballið. Það stóð í rúma tvo tíma og þessir tveir timar kostuðu okkur fjögur — 480 krón- ur. Á ballinu var alveg ofboðslegt fjölmenni — enda er bUið að aug- lýsa þessa „sumargleði” mikið og með öllum ráðum i allt sumar. NU — það voru sem sagt miklar fjárhæðir sem skiptu um eigend- ur þarna í Valaskjálf og sumir þorpsbUar voru fullir af heift Uti fyrirtækið. Þeim fannst að fjöl- miðlaljón Ur Reykjavik væru að gera Ut á landsbyggðina með yfir- gengilegri fjárplógsstarfsemi og að fólk Uti á landi væri að láta þessa menn gera sig að (skemmt- ana) fíflum.TrUlega er það alveg rétt. Við skemmtum okkur hins i þessu landi. Maður getur þvert á móti átt margar, langar og hjartanlegar samræður við hvern einasta mann sem maður hittir á leiðinni niður I Kaupfélag — um efnahagsöngþveiti sitt og hans/hennar. Þetta virðist vera sam-íslenskt vandamál — eða að minnsta kosti sameiginlegt öllum venjulegum launaþrælum sem ekki hafa einhverjar útvegur sem ekki þola dagsins ljós — þið vitið hvað ég meina. Og viö vorum semsé komin heim Ur sumarfriinu og orðin staurblönk á nokkrum dögum, veruleikalögmáliö hafði tekið við af vellfðunarlögmálinu-— eins og Freud gamli sagði á sinum tima. Síöustu tutlurnar af þvi efnahags- siðgasði sem viö höfðum haldiö I heiðri (á meðan við áttum pen- inga) fengu svo að fjUka veg allr- ar veraldar á laugardagskvöldið. Þá tókum við nefnilega þá óábyrgu ákvörðun að fara fjögui saman og fá okkur snUning. „Sumargleðin” var hér á Egils- stöðum og hélt skemmtun og ball I Valaskjálf þetta kvöld. Við tímdum ekki á skemmtiatriðin en vegar alveg undir drep — og eins og fyrr segir voru slðustu leifarn- ar af fjármála-siðgæði okkar foknar Utí veöur og vind. Þaö var ægilega gaman á þessu balli. Þóekkieins gaman og á 17. jUni skemmtun Islendinga i Kaup- mannahöfn. Ég var á henni. Og mig langar svolitið til að bera saman „Sumargleðina” í Vala- skjálf og 17. júní skemmtunina i gamla SalthUsinu I Höfn. Og ég ætla að byrja á fjármálunum. Það kostaöi sáralítið inn á íslend- ingasamkomuna I Höfn öfugt við „Sumargleðina” A báöum böllun- um voru menn hins vegar fjarska dansglaðir — en I Valaskjálf var svo troðiö inn I hUsið að dansinn var oftar en ekki troðinn á fótum náungans. A báöum böllunum voru Islendingar að drekka — I Kaupmannahöfn drukku menn bjór en hér drukku menn brenni- vin i' rauðvini, blandað undir borðinu eöa ofan I töskunum. ölv- un var þvi öllu meiri i Valaskjálf — eins og nærri má geta. Og það var lika eins gott þvi að tónlistin sem þeir „Sumargleðismenn” frömdu var diskó-tónlist og ég G ÖTUILMUR — Hvert ætlarðu að fara i sum- ar, spurði ég kunningja minn, þennan svartsýna, ég hitti hann niöri göngugötu um daginn þegar sólin lék sér smástund á gang- stéttum og kitlaði fólk i'framan og faðmaði með varma. — Ég ætla að fara á það, sagði hann. Til að mótmæla sumrinu. Sjáðu þetta fólk hér i götunni, hélt hann áfram. Situr eins og það hafi skilurekki. Vatnið I krönum hent- ar bara fyrir fótabað, hitinn slik- ur að maður vill helst ekki fara á fætur. Það eina gott við Utlöndin er myrkrið á kvöldin. Hér er ein glenna allt sumarið. Hver getur sofið við birtu? Ég vaki allt sum- arið. Alveg satt. Kemur ekki dUr á auga fyrr en i september. Kannski byrja ég að geispa i ágUstlok. Enég sofna ekki til að Heimir Pálsson—Hrafn Gunnlaugsson — Jónas Jónasson — Magnea J. Matthias- dóttir — Páll Heiðar Jónsson — Sigurður A. Magnússon — Þráinn Berieisson Hringborðið I dag skrifar Jónas Jónasson fengið niðurfallssýki, situr og gónir á ekkert, sveitt og ósvifið i framkomu. Storkar manni með þvi að sitja i gangvegi og láta lappimar liggja flatar svo maður verðurað fara krók eða klofa.Svo er þetta unga fólk á óburstuðum skóm. Li"ka þeir menn sem pissa sitjandi. — ÞU ert fUll i dag? — FUll, ég er bara með sjálfum mér. A móti sumrinu. Þá þurfa allir að rassskellast Ut um land eins og það er geðslegt. Ég hitti mann um daginn og hann hafði ekið hringveginn. Hann var nið- urbrotinn og brast i grát öðru hverju þegar hann var að lýsa leiðinni. Það er nú ekki gaman að bUa i fallegu landi og þurfa að fara i'endurhæfingu ef maður ek- ur vegina þess. Ef maður treystir sér ekki að brjóta sjálfan sig og bilinn, hvað þá? Otlönd. Þessi grefils Utlönd þar sem allt er i flugum og pest- um og allir tala mál sem maður dreyma fyrr en i sept. A bekk i göngugötu Reykjavik- ur sátu nokkrir i smátrippi. — Li'ttuá, sagði kunningi minn. Það má ekki koma sól, þá eru þeir komnir með flöskuna á bekkinn og kjaftinn opinn að þenja sig við vegfarendur. — Vitleysa. Þeir sitja bara i sól- inni eins og annað fólk. — Arrogansinn i þeim er óþol- andi. Kunningi minn tók mig i handlegginn og togaði áfram. — Það eina góða við þessa göngugötu eru stelpurnar sem sitja meðfram öllum veggjum og horfa til himins með sólina i and- litum og setja fyrir mann þessa fallegu fætur. — Varstuekkiað tala um fætur i gangveginum áðan? — Svoleiöis fætur, i ljótum bux- um og gömlum slitnum skóm. Þær mega eiga það, stelpurnar þær hafa fengið fallega fætur i veganesti. — ÞU kemst aldrei á fylleri fyr- irkonunni þinni, sagði ég um leið og ég keypti Dagblaðið aldeilis Föstudagur 10. júlí 1981 þekki engan sem hefur gaman af að sitja og hlusta á hana. 1 Kaup- mannahöfn var hins vegar boðið uppá Kamarorghesta-rokk og Ut- angarðsmenn. Ég hafði aldrei heyrt Kamar- orghestana — islensku nýlendu- hljómsveitina — spila fyrr og mér fannst þau alveg ofsalega góð. Þau voru eiginlega með rokk- circus á 17. jUni, sungu og spiluðu eigin lög og brugðu sér i allra kvikinda liki á meðan. Tónlistar- flutningur þeirra er i anda trúð- leiksins þar sem trúðurinn notar skripislæti og afkáraskap til að koma gagnrýni sinni á framfæri. TrUðurinn er hins vegar alltaf al- varlegur — honum er enginn hlát- ur i huga en hann notar hlátur áhorfenda, kátinuna, til að koma boðskap si'num til þeirra, segja það sem hann þarf að segja. Ég varð sem sagt stórhrifin af Kamarorghestunum og mér fannst ýmislegt af þvi sem ég sá svo I Höfn á alþjóðlegri hátið trUða — sem haldin er árlega þar i borg — mun slakara en þessir hressu og hæfileikarfku íslend- ingar. Og nU ætla ég að hætta þessari lofrullu um rokk og leik- list i Höfn — enda kemur hUn áreiöanlega fyrir litið. Hér I blöðunum heima hefur verið talað um þessa 17. jUni- skemmtun af reiði, hneykslun og vandlætingu og ýmislegt látið fjUka um námsmenn sem séu á háum styrkjum i Höfn við það að niöa niður land og þjóð og veröa okkur til skammar. Ég hef hins vegar ekki séð ljótt orð i neinu blaði um „Sumargleðina”. Svo að trúlega trúir ekki nokkur maður þvi sem ég segi — vesæll áhorf- ándi að samkomunum báðum. Það er nefnilega töluvert til I því sem Halldór Laxness segir ein- hvers staðar að þó að tslendingar hylli ákaflega orð Ara gamla fróða um það að hafa skuli það sem sannara reynist — þá sé eng- in þjóð i' heiminum jafn eindregið sammála um að fylgja ALDREI þeirri reglu. Það er þvi best að slá botninn i' þetta og sætta sig bara við það aö við erum nú einu sinni hin mikla, einstæða og sérstæða rukkana- og söguþjóð og enn full- fær um að semja sögur um hátt- erni landa okkar i Danaveldi. Og við viljum láta selja okkur sög- urnar dýrum dómum — og hafa i þeimefnum sem og öðrum — það sem dýrara reynist — enda er efnahags-siðgæðiö farið hvort eð er. Dagný tilneyddur. — Hvað kemur það henni við þó ég fari á það, spurði hann og horfði á eftir ljóshærðri dis með drauminn i augunum og Mona Lisu bros á vörum og var þó varla pláss fyrir öðrum augum. — Sjáðu þetta? Sjá-ðu-þetta!! Guð hefur verið i góðu skapi þeg- ar hann skóp þetta til Utflutnings úr himnariki. Svona falleg stelpa er eiginlega misskilningur. Sjáðu göngulagið, maður! Sjáðu frelsið i fasinu. Ekki vorum við svona frjálsirf fasi þegar við vorum upp á okkar næstbesta. Hvað ertu að góna oni Dagblaðið? — Ég var tilneyddur til að kaupa það. — Af hverju? — Kannski skrifa um það. — Dagblaðið? Hvaða vitleys- ingur skrifar um það? — Ég kannski. — Er það ekki i Dagblaðinu sem þeir eru alltaf að skrifa um Ut- varpið ykkar,greyin? — JU. — Og dagskrána ykkar, greyin? — Jájá. — Þeir virðast þó aldrei hlusta á Utvarpið. — Ekki nema fyrir slysni. —- Var ekki einhver Anna helgarpósturinn Hælbítur i útvarpsráði Á forsiðu Alþýðublaðsins fyrir um það bil hálfum mánuði var fyrirsögn „titvarpsráð vill sjón- varpsumræður um frönsku kosn- ingarnar” og undirfyrirsögn „ástæðan er misvisandi umfjöll- un rikisfjölmiðla”. Við nánari lestur kom i'ljós að þetta var haft eftir Eiði Guðnasyni alþingis- manni og Utvarpsráðsmanni en ekki Utvarpsráði. Misvisandi þýð- ir villandi. Otvarpsráðsmaðurinn hlaut að fylgja fullyrðingu sinni eftir með d æmum. Nei, ekki ber hann það við I greininni. Nokkrum dögum eftir að Eiður Guðnason hefur sýnt með þessum hætti hvers trausts hann er verð- ur birtist grein eftir hann i Dag- blaðinu og er þar minnst á franska pólitik. Ég las þessa grein með athygli og bjóst við þvi að hann myndi leiðrétta það sem hann taldi misvisandi. Því miður er enginn fróðleikur i greininni, engin rök, aðeins andlaust pex i fullyrðingastíl: „þetta hreyfist, þetta stendur I stað” (þ.e.a.s. franski sósialistaflokkurinn og Alþýðubandalagið). Eftir þennan „fimlega” samanburð Utvarps- ráðsmannsins var ekki um annað að ræða en að senda Alþýðublað- inu athugasemd og fyrirspurn til Eiðs. Hvernig var hægt að svara fullyrðingum hans i formi at- vinnurógs ri hann tilgreindi eng- ar ástæður? Ég get ekki stillt mig um að vekja fyrst athygli á einni setn- ingu ísvari Eiðs. Hann býsnastUt af þvi að til þess sé ætlast að hann finni orðum sinum stað: ,,SU at- hugasemd segir þó meira um þá sjálfa en efni málsins”. Ber að skilja þessa setningu á þá lund að Eiði finnist fráleitt að biðja menn um að rökstyðja mál sitt? Eða er þaklekinn orðinn svona þrálátur? Eiður segir siðan ísvari sinu að „verulega” hafi skort á að gerð hafi verið nægileg grein fyrir sögu og þróun franska jafnaðar- mannaflokksins, stefnu hans að þvi er varðar samvinnu Evrópu- rikja, pólitiska og efnahagslega, og utanrikisstefnu háns. Ekki virðist Utvarpsráðsmaðurinn fylgjast vel með. Daginn fyrir siðari umferð frönsku þingkosn- inganna var fréttaauki i Utvarpi um vöxt franska sósialistaflokks- ins. Ekki virðist hann heldur vita að Evrópumál og utanrikismál voru ekki ofarlega á baugi i kosn- Föstudaginn 26. jUni birtist i Helgarpóstinum viðtal við Owen Wilkes sérfræðing i hernaðarmál- um hjá Alþjóðlegu Friðarrann- sóknarstofnuninni i Stokkhólmi. Owen Wilkes greinir þar m.a. frá mikilvægi Islands i' kjarnorkuvig- bUnaðarkerfi Bandarikjanna og hvaða áhrif tækjabúnaður NATO á Islandi haf i á öryggi Islands. Að viku liðinni birtist i sama blaði greinarstUfur eftir Benedikt Gröndal fyrrverandi utanrikis- ráðherra sem nefnist: „Órök- studdar dylgjur i stað sérfræði i varnarmálum”. I greininni hrek- ur hann tilgátur Owen Wilkes og tekur að sér að svara ákærum á hendur Sovétrikjunum, Banda- rfkjunum og Islandi. Kef lavíkurh erstöðin sem segull á atómbomb- ur eða agn soveskra tækjaþiófa Þegar Owen Wilkes greinir frá mikilvægi Keflavikurherstöðvar- innar i kjarnorkuvigbUnaðarkerfi Bandarikjanna, þá dregur hann þá ályktun að ekki sé ósennilegt að Sovétríkin hafi „eina eins megatonna kjarnorkusprengju nU þegar stillta til að eyða Kefla- vfk”. Til að afsanna þessa tilgátu Owens vitnar Benedikt i spjall þeirra Geirs Hallgrimssonar og Kœygins i Moskvu, þar sem Kosygin þakkaði íslendingum fyrirað leyfa ekki kjarnorkuvopn á landi sfnu. Af þessu dregur Benedikt Gröndal þá ályktun að Sovétmenn muni ekki kasta bombu á Keflavikurherstöðina, hins vegar sé mun sennilegar að þeir reyni að komast hér á landi til að ná á sitt vald þeim tækjum og tólum sem bandariski herinn hefur i Keflavik. Væri þá ekki réttast að við sendum öll þessi bandarfsku hertöl Ur landi og þá

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.