Helgarpósturinn - 10.07.1981, Side 17

Helgarpósturinn - 10.07.1981, Side 17
17 helgarpásti irinn F6studa9ur10» iwi SALBÚMIÐ Baldvin „afþakkar” Silfurlampinn Góöir gestir, leikdómarar — og Hinrik! Hér verður reynt að leysa þessa hnyttnu gestaþraut, sem ég lagði fyrir ykkur þarna um daginn, á fábrotinn og heiðarlegan máta! — o — FYRSTI HLUTI: Hver varð fyrstur til að hljóta Silfurlampann? SVAR: Haraldur Björnsson, aðallega fyrir tUlkun sina á hlut- verki prófessors Klenow i ,,Sá sterkasti” eftir Karen Bramson árið 1954 i bjóðleikhúsinu. ANNAR HLUTI: Hverjum var siðast veittur lampinn til varðveislu? SVAR: Baldvin Halldórssyni, aðallega fyrir hlutverk „Herr Schultz i söngleiknum „Kaba- rett” i leikgerð Joe Masteroff við tónlist John Kander og ljóð Fred Ebb. Þetta var árið 1973 i Þjóðleikhúsinu. — o — Lampinn (blessuð séminning hans) vará sinum tima aflagður, sem verðlaunagripur. hverju sinm og hann unnið sitt starf af alUÖ og alvöru. Hann kvað dæmin hinsvegar fleiri, þar sem gagnrýnendur hefðu engin áhrif haft, nema þá helst til tjóns. Baldvin fór siðan nokkrum orðum um ábyrgðarlaus skrif islenskra gagnrýnenda, um leikhUsið, á umliðnum árum, sem væru oftast nærá litlum, sem engum rökum reist. Baldvin taldi sig hvorki geta né vilja vera svo ósam- kvæmur sjálfum sér að veita viðtöku viðurkenningu þessara sömu manna, en lagði á það áherslu að sU ákvörðun sin væri algjörlega á eigin reikning, óháð öllum samþykktum um leiklist og leiklistargagnrýni, sem kynnu að hafa verið gerðar. Að siðustu sagði Baldvin Halldórsson orðrétt: „Þorvarður minn Helgason, mér þykir það leitt, en samvisku minnar vegna segi ég nei takk.” Það er skemmst frá þvi að segja að þessu var fagnað innilega, jafnt á leiksviðinu, sem áhorfendapöllum, en sjónar- spilinu lauk með þvi að Þorvarður Helgason tilkynnti Silfurlampa - afhendinguna þar með Ur sögunni. Þaldég nU! Þið munið þetta þarna i siðasta blaði — þetta með að það yrðu engin verðlaun. Það eru vist verðlaun. Ég er búinn að veita þeim viðtöku. Og hér koma upplýsingar um fólkið, sem prýöir svipmyndirnar Ur gamla leikhUsalbUminu. -i Gisli Halldórsson og Þorsteinn ö. Stephensen i hlutverkum Gvendó og Pressarans i „DUfnaveislunni” eftir Halldór Laxness hjá Leikfélagi Reykjavikur 1966. p Indriði Waage og Regina Þórðardóttir i hlutverkum Willy Loman og Lindu i „Sölu- maður deyr” eftir Arthur Mill- er I Þjóðleikhúsinu 1951. O Þorsteinn ö. Stephensen, sem °Björn hreppstjóri i „Fjalla- Eyvindi”, eftir Jóhann Sigur- jónsson árið 1950 i Þjóöleik- húsinu. ■7 Lárus Pálsson, sem Argan i „Imyndunarveikinni” eftii Moliére i Þjóðleikhúsinu 1951 a Róbert Amfinnsson og Inga ^Þórðardóttir i hlutverkum Kára og Höllu i „Fjalla-Ey- vindi” eftir Jóhann Sigur- jónsson árið 1950 i Þjóðleikhús- inu. p: Róbert Amfinnsson og Helga J Valtysdóttir, sem George og Martha og Anna Herskind og Gfsli Alfreðsson, sem Honey og Nick i „Hver er hræddur við Virginfu Woolf” eftir Edward Albee. Synd i Þjóðleikhúsinu leikárið 1964—65. o Anna Borg, sem Heilög Jó- hanna f samnefndu leikriti eftir G. Bernhard Shaw i Þjóðleik- hUsinu árið 1951. 1. Hvers vegna? SVAR: Baldvin Halldórsson hafnaði týrunni alfarið við almenna hrifningu. 2. Hvað varð um gripinn? SVAR: Lampagreyið var boð- inn upp á listmunauppboði, sem fram fór á Hótel Sögu og fór fyrirlítið. Hann var sleginn kaupmanni nokkrum hér i borg fyrir aðeins fjörtiuþUsund gamlar krónur, sem ekki er vitað með vissu hvernig leikdómarar ráðstöfuðu. — 0 — P.S. Sunnudagskvöldið 1. jUli 1973 var siðasta sýningarkvöld ÞjóðleikhUssins það leikárið og jafnframt siðasta sýning á söng- leiknum „Kabarett”. Að lokinni sýningu rölti sig upp á fjalirnar Þorvarður Helgason, þáverandi formaður „Félags islenskra leikdómara”. (Þetta sivinsæla félag hafði þá i takt við timann gengið undir minniháttar andlits- lyftingu og hét nU „Félag islenskra gagnrýnenda”) Greindi hann frá úrslitum, sem voru á þann veg að Baldvin Halldórsson hafði orðið hlutskarpastur og gerði sig lfklegan til að afhenda lampann. Það hefði þá, samkvæmt öllu eðlilegu, orðið i 19. skipti, sem leikara eða leik- hússtarfsmanni hlotnaðist þetta leiðarljós gagnrýnenda. Baldvin hinsvegar hélt að sér höndum, sté fram á sviðsbrún og ávarpaði leikhúsgesti. Komst hann, i stuttu máli, þannig að orði að mörg væru þess dæmi að gagnrýnendur hefðu i gegnum tiðina haft áhrif á framvindu leikhússins, þroska þess og áhorfenda, en slikt hefði aldrei orðið, ef ekki hefði komið til virðing og væntumþykja gagnrýnandans fyrir leikhúsinu Skynsamleg sælgætisneysla ■■Oliillll - CAROXIN er bæðl til með piparmyntu- og lakkrlsbragði m I inniheldur "brintoverilte Grensásvegi 8 Sími 84166

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.