Helgarpósturinn - 31.07.1981, Síða 6

Helgarpósturinn - 31.07.1981, Síða 6
6 Föstudagur 31. júlí 1981 ha/rjarpríczti irinn „ÉG HEF ALLTAF VERIÐ VANDFÝSIN Á HLUTVERK...” m Þegar okkur bar aö garöi sat Julie Christie á hækjum sér og hnoðaöi brauðdeig. Hún var klædd upplituöum, bláum vinnu- buxum enda voru þær vel viö hæfi á sveitabæ hennar íWales. Á bit- um inni f eldhúsi hanga matjurtir og laukur sem hún ræktar sjálf. Þessi hlédræga leikkona hefur hafnað sviðsljosum Hollywood og forðast fréttamenn. Hún hefur ekki látið eiga viö sig viðtal i óra- tíma vegna þess að alltaf er rangt haft eftir henni. Það kom mér á óvart aö hún skyldi leyfa mér aðkoma í heim- sokn til sín í fallega, afskckkta dalinn sinn. Það var margt sem hana langaði að tala um, málefni kvenna, börn, hjónabandið, allt nema karlmennina i Iffi hennar. Julie, sem orðin er 41 árs, er enginn einfari. Hún er ekki lik Gretu Garbo að þessu leytinu. Um nokkurt skeið hefur hún búið með vinum si'num, listamöinun- um Leslie og Jonathan Heale, og syni þeirra, Henry, sem er eins og hálfs árs gamall. Henni fellur vel ys og þys Lundúnaborgar en henni finnst h'ka sveitin hafa jafn- mikiö að bjóða. „Þetta er enginn lifsflótti. Ég hef ekkert breyst, aðeins þroskast.” Ekkjan HineMountford, sem er næsti nágranni hennar, segir: „Enginn er betri en Julie. Ég hef aldrei áttbetri vin. Þegar maður- inn minn dó kom hún gangandi al- ein yfir akrana í náttmyrkrinu og var hjá mér alla nóttina. Ég vona að hún fari aldrei héðan.” Leikstjórar eru hrifnir af leik- hæfileikum hennar ai þeim hefur ekki tekist að breyta stil hennar. „Ég hef alltaf verið vandfýsin á hlutverk og hafnað fjölda þeirra, ýmist vegna þess að mér hafa ekki fallið þau eða ekki viljað starfa með ákveðnum leikstjór- um. Menn vita aldrei fyrir hvort myndir takast vel en auðvelt er að sjá hvort myndir verði mis- heppnaðar. Nú snúast flestar myndirum hervirki, kynóra eða kvalalosta. Þeir sem á annað borð starfa við kvikmyndir kom- ast ekki hjá þvi að vera i sli'kum myndum.” i kvikmyndir að nýju? „Um þessar mundir er breskur kvikmyndaiðnaður i öldudal og þvi er erfitt að starfa hér. Þó að margt hæfileikafólk hafi flust til Bandarikjanna hafa margir orðiö um kyrrt. Það er ekki rétt að segja að ég sé að undirbúa endurkomu mina i kvikmyndirnar þvi að ég hef aldreihætt. Ég fæ stöðugt handrit til yfirlesturs og hvert þeirra þarf að taka t il vandlegrar yfirvegun- ar.” Siðasta mynd Julie er gerð eftir Hin kunna breska kvikmyndaleikkona Ju/ie Christie er væntanleg ti/ /s/ands i ágúst ti/ þátttöku í kvikmyndagerð. Hún hefur haft hægt um sig hin síðari ár og dregið sig úr skarkala kvikmynda- heimsins. Þetta viðtal blaðamannsins Shir/ey Harrison er hið fyrsta sem Ju/ie Christie veitir í mörg ár. bók Doris Lessing, „Minningum eftirlifanda”, og hún hlaut góða dómaá siðustu kvikmyndahátið i Cannes. Hún fjallar um lífsbar- áttu fólks i kjölfar náttúruham- fara. 1 myndinni leikur Julie konu sem a að vera miklu eldri en leik- konan. „Undirbúningur að gerð myndarinnar og kvikmyndun varaði niu vikur. 1 Bandarikjun- um tekur oft þrjú ár að gera myndir af þessu tagi. i myndinni eru það börnin jafn- vel smábörn, sem taka öll völd og mér fannst fara vel á þvi. Börn geta synt sérstaka hugvitssemi og hæfileika þvi' þau eru ekki bundin af áunninni reynslu eins og fullorðna fólkið.” Julie Christie er fædd á Ind- landi. Hún varsend til Englands i klausturskóla þegar hún var sjö ára en var siðar rekin úr skólan- um fyrir að segja dónalegar skritlur. 1 næsta skóla fékk hún aðvörun þegar hún styttí sig góð- viðrisdag nokkurn og var kærð fyrir að vekja fýsnir sveitastrák- anna. „Það gat verið skaðvænlegt að neyða kornungar stúlkur til að hugsa um kynferði sitt. Þetta varð til þess að ég hugsaði stöðugt um stráka en áttí reyndar örðugt með að umgangast þá. En svona var að vera i heimavistarskóla stúlkna. Mér fannst gaman i skóla þótt ég lærði ekki neitti honum. Börn eru svo dýrmæt og þvi er synd hve mikilli þvælu er troðið i þau i skólum. Það þarf að kenna þeim aö spyrja, þreifa sig áfram.” Þegar skólagöngu Julie lauk sendi móðir hennar hana til Frakklands að læra tungumál. „Mér hefur aldrei liðið jafnilla. Ég grátbaö móður mina að leyfa mér að koma heim. En hún er hörð af sér eins og ég. Hún sá ein um uppeldiðá mér og Clive, bróð- ur minum. Ég dáihana fyrir hug- rekki hennar og styrk. Hún lét ekki éftir mér. Hún sagði að menn yrðu að leggja sitt- hvað á sig og ég myndi ekki sjá eftir þessu seinna. Auðvitað hafði hún réttfyrirsér og smám saman fór ég að hafa gaman af frönsk- unni. Reyndar tala ég frönsku næstu mynd minni. Hún fjallar um siglingamann sem hverfur á Atlantshafi.” Aö lokinni Frakklandsdvölinni hóf Julie nám í tækniskólanum Brighton en sfðan innritaðist hún i leiklistarskóla i Lundúnum. „Á þessum árum fannst mér heldur litið til kvikmynda koma. Kvenpersónurnar voru bara ieik- soppar karlanna og satt að segja fannst mér ekki sérlega freist- andi að gerast leikari. En með „Biily lygara” urðu timamót i' breskri kvikmynda- gerð. Þegar hringt var i mig að láta mig vita að ég hefði fengiö hlutverk i' myndinni bjuggum við átta saman i' litilli ibúð. Ég vissi ekki hvernig ég ætti að bregðast við tiðindunum. Að hugsa sér að ég skyldi eiga að vinna með hin- um stórkostlega John Schlesing- er! ” Með þessari mynd, sem frum- synd var árið 1964, vann Julie fyrsta leiksigur sinn. David Lean sá myndina og hann bauð henni hlutverk Löru i „Zhivago lækni” sem hún gerði ógleymanleg skil. Nú var hún i' fyrsta sinn farin að vinna fyrir almennilegum laun- um. Áður hafði hún ferðast á putt- anum en nú gat hún flogið hvert sem hún vildi. Hún reyndi svo mjög að láta sig hverfa „Ég var 23 ára þegar ég fór fyrst til Bandarikjanna. Ég fór meö Royal Shakespeare Comp- any fyrst til Sovétrikjanna og sið- an til Bandarikjanna. Það var eins og að fara úr samkvæmi full- orHnna i barnaafmæli. Eftir fyrstu frumsyninguna var ég með li'fið Ilúkunum þvi'ég var i fylgd frægs leikara. Þvi yrði horft á mig og ég yrði að segja eitt- hvað. Ég var svo hrædd að það leiö yfirmig við móttökuna. Og ég sem reyndi svo mjög að láta ekki taka eftirmér! Ég var næstum 24 ára. Ég var sjúklega feimin fram eftir öllum aldri.” Þótt Julie félli vel við Banda- rikjamenn átti hún erfitt meö aö búa vestra. „Þar kom að ég varð að velja milli Bandarilíjanna og Eng- lands. Ég hafði eignast marga góða vini og var ástfangin af Bandarfkjamanni. Nei, þaö var ekki Warren Beatty. En um þetta leyti var hann ednhver nánasti vinur minn. Loks tókst mér að gera upp hug minn, lét niður I ferðatöskurnar og hélt heim. Ég hafði veriö svo lengi að heiman að ég sá England i nyju ljósi, fólkið illa til fara og gangstéttir forugar. Gangstétt- imar i Los Angeles voru alltaf tandurhreinar en það er vegna þess að enginn gengur á þeim.” ..Þyki vist kynlegur kvistur hér” ,,Allir vilja vera vinsælir og virtir. Þeir sem skara fram úr,' hvort sem það eru knattspyrnu- menn eða hundaþjálfarar, fá næg tækifæri til að þroska hæfileika sína. En þeir eru margir, einkum konur, sem aldrei fá að syna hvað 1 þeim byr. Þess vegna þurfa þær aö leggja svo mikið upp úr útliti sinu.” Julie hafnar hjónabandinu. „Ég erekki trúuðog lætekki rikið vasast neitt i hjúskaparstétt minni. Það er dýrlegt að búa með manni sem maður er hamingju- samur með en það hefur ekkert með skriffinnsku að gera. Auðvitað verða margar konur að giftast. Margir, bæöi karlar og konur, giftasttil að eignast heim- ili. Það er út i bláinn að likja hjónabandinu við örugga höfn. En konum hefur verið innrætt frá blautu barnsbeini að karlar séu ekki eins veikburðá og óttaslegnir og þær. Þeim er kennt að maður- inn búi þeim öryggi og það kaupa þær með nafni sfnu og frelsi.” Svo mikils metur Julie sitteigið frelsi áð hún vill ekki flytjast frá Wales þóttvinur hennar, sem hún kallar svo, búi i Lundúnum. „Ég hef svo mikla þörf fyrir hann að við erum bæði á stöðug- um ferðalögum svo við getum hist.”

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.