Helgarpósturinn - 31.07.1981, Blaðsíða 31

Helgarpósturinn - 31.07.1981, Blaðsíða 31
31 Jielqarpn^ti irinn Föstudagur 31. júii i98i Heimsmeistaraeinvigið i skák hefst i ítalska alpabænum Meranó þann fyrsta október næstkomandi. Þá munu þeir setj- ast að taflborðinu, Anatoli Karp- ov, heimsmeistari og Victor Kcrtsnoj, áskorandi, og leika fyrstu leikina i viðureign sem mi þegar er orðin söguleg. Fæðingin hefur verið erfið eins og fjölmiðlar hafa samviskusam- lega greint frá, og þvi ekki ástæða til að rekja gang þeirra mála hér i smáatriðum. Við munum að á sinum tima sóttu þrir aðilar um að fá að halda einvigið, Reykjavik, Meranó og Kanari- eyjar. Þar eð keppendur komu sér ekki saman um stað ákvað Friðrik Ölafsson aö keppnin færi fram i' Meranó, þeim stað sem hvorugur hafði óskað sér. Karpov — Kortsnoj: Manntafli lokiö (vonandi) en hvor vinnur skákina sjáifa? FJANDSKÁK í MERANÓ Þetta var aðeins byrjunin. Kortsnoj lagöi siaukna áherslu á að fá fjölskyldu sína til sin fyrir einvi'gið, og það endaði sem kunnugt er með þvi að Friðrik, sem forseti FIDE, ákvað að fresta einviginu á meðan Sovét- menn skoðuðu möguleika á „feröafrelsi” fjölskyldunni til handa. Þeir hafa nú gefið jákvæð svör, og dagsetning fyrstu skákarinnar hefur verið ákveðin fyrsti óktóber. Þessi deila ber nokkurn keim af deilunni fyrir ólympiuleikana i Moskvu, nema hvað hún er auövitað persónulegri. Og eins og i þeirri deilu eru menn ekki á eitt sáttir. Erþetta pólitik, og þá skák óviðkomandi, eöa er skákin órjúfanlegur þáttur i pólitikinni? Eða eru þetta bara sjálfsögð mannréttindi sem um er að ræða ? Islensk skákhreyfing hefur tekið þá stefnu að styðja Friðrik Ölafsson ieinu ogöllu, enda finnst jafnt yfirmönnum hennar og flestum ef ekki öllum sterkustu skákmönnum okkar að Friðrik hafi haldið vel á málum. Hann 1.:...... hafi verið kurteis, en um leið stifur á sinu. Nágrannalöndin lita öðruvisi á, sum hver að minnsta kosti, og formenn skáksambanda Dana og Finna neituðu að skrifa undir stuðningsyfirlýsingu allra Norðurlandasambandanna til Friðriks, — vildu ekkiblanda sér i stjórnmál, sögðu þeir. En allt þetta er fyrir bi, segir Friðrik, og ekkert þvi til fyr- irstöðu að einvigið hefjist á þeim tíma sem upphaflega var ákveöinn. Og þá vaknar spurn- ingin sigilda? Hver vinnur? Þeir skákáhugamenn sem Helgarpósturinn talaði við voru allir á einu máli um að ógerlegt væri að spá um sigurvegara. Möguleikarnir væru alveg jafnir. Það kæmi jafn mikið á óvart ef Karpov sigraði, eins og ef Korts- noj sigraöi. Karpov er efstur allra i ELO- styrkleikastiganum, en Korstnoj fylgir fast á eftir. Enginn vafi er á aö þetta eru tveir sterkustu skákmenn heimsins í dag. „Þeir hafa báðir staðið sig mjög vel að undanförnu”, sagði til dæmis Guðmundur Sigurjónsson, stór- méstari. „Karpov er nýlega bUinn að vinna mjög sterkt mót i Moskvu, og Kortsnoj hefur unnið mót i Lone Pine i Bandarikjunum og nú fyrir stuttu annaö mót I Þýskalandi.” Tvisvar áður hafa þessir kappar leittsaman hesta sína, og ibæði skiptin hefur Karpov farið meö nauman sigur af hólmi. 1 siðasta einvigi, á Filippseyjum fyrir þremur árum, sigraði Karpov isex skákum.og Kortsnoj vann fimm. Jafntefli varð i 21 skák, þannig að alls léku þeir 32 sinnum. „Fyrirfram gæti maður bdist við Kortsnoj aðeins veikari, sagði Guðmundur ennfremur. ,,En eftir að hafa skoðað nýlegar skákir hans er ég ekki viss um það. Hann hefur teflt af miklum ferskleika. Þetta verður áreiðanlega jafnt og spennandi einvigi”. Að sögn Guðmundar Arnlaugs- sonar, sem verður einn þriggja dómara i einviginu, verður fyrir- komulagið þannig að heims- 3 Skriðdrekar Iranshers á vigstöðvunum. SOVÉTMENN RJÚFA LOFTBRÚ MILLI ÍSRAELS OG ÍRANS Islömsku harðstjórninni i Teheran er margt mótdrægt um þessar mundir. Abolhassan Bani Sadr, forsetinn sem klerkaveldis- menn settu af, kemst Ur landi eins og ekkert sé meö herflugvél frá flugstöö við Teheran, eftirað hafa leynst i' höfuðborginni hátt á annan mánuð. Sömu dagana berast böndin að transstjórn að hún njóti einkum hernaðarlegs liösinnis frá tsrael i striði sinu við trak. Árás ísraelska flugvéla á kjarnorkurannsóknarstööina Osi- rak við Bagdad var fyrst og fremst áróðursbragð til aö styrkja stööu Begins forsætisráð- herra i nýafstöðnum þingkosn- ingum i tsrael, en öðrum þræði beindist árásin að þvi að veikja stjórn traks i viðureigninni við tran með þvi að sýna landslýö og umheiminum aö stjórn Saddams Husseins væri alls ófær um að verja sina eigin höfuðborg. Komið er á daginn að tsraels- stjórn lætnr ekki hér við sitja. HUn hefur staöið að sölu á skot- færum og varahlutum i vigvélar til transhers, hlutum sem honum bráðliggur á, ef hann á að vera i stakk búinn að heyja harðnandi bardaga við Iraksher með haustinu. Hörgull á vopnum háir tran i striðinu. HersveitirKhomeini búa að hergögnum sem keisarinn aflaði, einkum frá Bandarikj- unum og Bretlandi, sem nU hafa tran i vopnasölubanni. tranir hafaþvl öllspjótútitil að afla sér hergagna, sem falla að vopna- búnaðinum sem fyrir er, eftir hverskonar krókaleiðum alþjóð- legs vopnamarkaðar. Israelsh'er ræður yfir sams- konarvopnum og transkeisari bjó hersveitir si'nar og byltingarfor- kólfana gegn honum vanhagar nú um, en vopnakaup frá tsrael ganga þvert á islamskan trúar- ofsa, sem klerkastjórn Irans reynir að gera að burðarás veldis sins. Þegar upp komst um flutning hergagna á laun flugleiðis frá tsrael til trans um siðustu helgi, varð talsmanni stjórnvalda i Teheran svo umhendis að sm júga undan spurningum frétamanns Agence France Presse, að hann greipi vandræðum sinum til þess óyndisUrræðis að staðhæfa, að vopnaflutningaflugvélin sem fórst i Sovétrfkjunum hefði komið frá tslandi. SU fásinna fellurekkiaðeinsum islenska flugumferðarskrá, annar vopnasalinn sem sá um flutningana til trans hefur leyst frá skjóðunni. Svisslendingurinn Andreas Janni hefur bæði skýrt Sunday Times og fréttaritara UPI i Zifrich frá þvi sem gerðist. Argentinska leiguflugvélin var búin að fara tvær ferðir frá Tel Aviv i tsrael meö mitlilendingu i Larnaca áKýpur tilTheran, segir Jenni. Ferðirnar voru farnar dagana 12. og 14. júli. Veriö var að flytja vojxiasendingu, sem stjórn traks keypti fyrir 15 millj- ónir sterlingspunda. Engin láta- læti voru viðhöfð við flutningana, farmurinn, aðallega varahlutir i skriðdreka, var rétt tilgreindur á farmskirteinum. t fjórðu feröinni, 17. júli, segir Jenni að vélin hafi verið i tyrk- neskri lofthelgi, 200 kilómetra frá landamærum Sovétrikjanna, þegar sovéskar herflugvélar flugu i veg fyrir hana og neyddu hana til að breyta um stefnu i átt til Sovétri'kjanna. Þar var arg- entinska vélin svo annað hvort skotin niður yfir Armeniu eða knúin til að brotlenda. Til hins siðara bendir það atriði i tilkynn- ingu sovéskra stjórnvalda um at- burðinn, að vélin hafi „hagað sér háskalega á flugi.” Með þvi er sennilega átt við að breski flug- maðurinn, Stuart Allan meistarinn og áskorandinn keppa þar til annar hefur unniö sex skákir. Þeir tefla þrjár skákir á viku.Enginn veit þvi hve einvigið tekur langan tíma, og það er mjög óþægilegt fyrir skipuleggjendur, eins og gefur að skilja. Það var Bobby Fischer sem þrumaði þessari breytingu i gegn, eftir 24 skáka einvigið við Spasský, hér I Höllinni sællar minningar. Þetta nýja fyrir- komulag er jákvæðara en hið gamla að þvi leyti aö annar aðilinn getur ekki „sest á ein- vigiö” eftir að hafa náð forystu, með þvi að leika stift til jafnteflis og safna þannig 1/2 vinningum. Sigurvegarinn verður að vinna sex skákir. Engin leið er að segja hvorum þessi breyting kemur til góða. Sennilega breytir þetta engu. Að visu er Karpov þritugur, en Kortsnoj fimmtugur, þannig að i fljótu bragði mætti ætla aö Uthald Karpovs væri meira. En það er ekkert vist. t si"ðasta einvígi hugðist Karpov einmitt þreyta Kortsnoj með stööugum jafn- teflum, viku eftir viku, en gamli maðurinn lét hvergi á sjá, og sótti sig frekar en hitt, þegar á leiö. I Meranó mætast ólikir skákmenn. Guðmundur Sigur- jónsson var beðinn að lýsa skákstil keppendanna i stuttu máli: „Karpov hefur dálitið vélrænan stil, og hann ber þess merki að vera afskaplega vel skólaður. Tæknilega er hann á mjög háu plani. Kortsnoj hefur vissulega góða tækni lika, sér- staklega i endatöflum, og hann hefur mikla reynslu. Auk þess er hann liflegri skákmaður og óneitanlega meira skapandi. En honum háir oft timahrak, sem er algjörlega óþekkt fyribæri hjá Karpov. Hann á aldrei i neinum vandræðum meðtima, og þaðlýs- ir honum kannski vel”, sagði Guðmundur. Það væri óeðlileg bjartsýni ef YFIRSÝN c McCafferty, hafi reynt að sieppa undan sovésku orrustuflugvél- unum. Argentinska sendiráðið i Moskvu hefur krafist aðgangs að flaki flugvélarinnar, og það breska vill fá vitneskju um afdrif flugmannsins, en sovéska stjórnin hefur engu svarað mála- leitunum þeirra. Aðfarir sovétmanna gagnvart vopnaflutningaflugvélinni verða ekki skýrðar nema á einn veg. Frá þvi byltingin varð i tran hefur sovétstjórnin unnið mark- visst að þvi að búa i haginn fyrir sig á að ná Itökum i landinu þegar hagstætt tækifæri býðst. Aðstaða til að koma ár sinni fyrir borð i tran i kjölfar byltingarinnar var ein af ástæðunum sem ýttu undir sovétstjórnina að efna til inn- rásarinnar i Afghanistan. Þrátt fyrir vináttusamning við trak og vopnabirgingu þess um áraraðir, bauðst sovétstjórnin til að sjá tran fyrir vopnum nær jafn skjótt og i odda skarst með löndunum. Frá þvi striðið hófst hefur sovétstjórnin skoriö vopna- sendingar til Iraks við nögl og látið Irakska ráðherra hvaö eftir annað snúa heim tómhenta úr vopnakaupaferðum til Moskvu. En transher hefur takmarkað gagn af sovéskum vopnum. Hann er vanur breskum og bandarisk- um og á verulegt magn af þeim, en vanhagar um skotfæri og varahluti. Or þeirri þörf geta Sovétrikin ekki bætt að neinu gagni, og þá er leitað á alþjóöleg- an vopnamarkað, jafnvel þótt af hljótist að vopnin komi frá erki- óvininum tsrael. Þetta hugnast ekki sovét- mönnum. Þeir búa sina menn i tran undir að seilast til valda þegar Khomeini fellur frá eða öngþveitið undir núverandi stjórn magnast svo að uppúr sýður. t þessu skyni hefur hinn sovétholli Tudehflokkur þrýst sér sem fast- ast að Khomeini og klerkastjórn- inni og reynt að koma sinum mönnum i áhrifastöður meö þvi móti. Þeim mun háöari sem menn héldu að um leið og mennirnir setjast aö skákborðinu verði allar deilur fyrir bi. Menn muna vel eftir Einvigi aldarinnar hér á landi og öllu þvi havarii.og siðasta viðureign Karpovs og Kortsnojs gekk ekki aldeilis hljóðalaust fyrir sig. Hún einkenndist ööru fremur af hatri og úlfúð, og stöðugri baráttu utan skákborösins. Hæst ber dularsál- fræðingurinn sovéski sem Korts- noj sagði hafa slæm áhrif á sig utan úr sal. Einnig var mikið fjallað um það þegar Kortsnoj svaraöi með þvi aö mæta með dökk spegilsólgleraugu i skákirnar, þannig að þegar Karpov leit yfir boröið sá hann bara sjálfan sig i gleraugunum. Guðmundur Arnlaugsson sagði að auðvitað vonuðu allir aðstand- endur einvigisins að það færi vel fram og að allt yrði sléttog fellt á yfirborðinu. En hann tók fram að þó nú væri talað um að báðir stæðu jafnt að vigi hvað ytri aðstæður varöaði, þá væri slikt ákaflega teygjanlegt, og hann sagöi litla sögu máli sinu til stuðnings. Það var áskorandaeinvigi milli HiíbnersogPetrosians og Húbner kvartaði mjög yfir hávaöa sem barst af hæðinni fyrir neðan skáksalinn. Þar mun hafa verið skemmtistaður. Petrosian lét þetta sér I léttu rúmi liggja. En Húbner kvartaði og kvartaði og að lokum gekk hannUt, og þannig endaði einvigið. En Petrosian haföi engar áhyggjur, — hann hefur verið heyrnarsljór um árabil. Aðstæðureru þvi kannski aldrei alveg jafnar. En það er sama hvor vinnur — skákheimurinn mun ekki taka neinum stökk- breytingum, sagði Guðmundur Amlaugsson. eftir Guðjón Arngrimsson 3 eftir Magnús Torfa rilafsson \* transher verður sovéskum vopnasendingum, þeim mun meiri likur eru á að áform sovét- manna og Tudeh beri árangur i fyllingu timans. Með þvi að stöðva vopnasend- ingarnar frá Tel Aviv til Teheran og gera flugið með vopn milli þessara staða uppskátt, slær sovétstjórnin tvær flugur i' einu höggi. Stöðvun vopnaflutning- anna knýr herstjórnina i Teheran til að reiða sig frekar en áður á vopnasendingar frá Sovét- rikjunum, og um leið er það póli- tiskur hnekkir fyrir klerkastjórn- ina i Teheran að uppskátt verður að hún hefur þegið liðsinni Israels i striöinu við trak. Hvorttveggja auðveldar Tudeh að auka áhrif sin. Ofstækisklerkum i tran er sér- staklega hættulegt aö verða uppvisii að iaumubandalagi við tsrael gegn trak vegna þess að eitt helsta ráð þeirra til aö hafa múginn á sinu bandi er að siga honum á trUfélag Bah’i. Siðan Baha’iar sættu heiftarlegum of- sóknum i tran á siðustu öld, hefur mesti helgistaður þeirra verið á Karmelfjalli við Haifa og liggur þvi nú i Israel. Þangað fara Baha’iar pilagrimsferöir og gefa gjafir. Þetta hafa klerkaveldisforkólf- ar i tran notað sér til að saka Baha’ia um samband og þjónustu við tsrael, jafnframtþvi sem þeir eru eins og fyrri daginn, Uthróp- aðir trúvillingar. Baha’iar hafa verið gerðir réttlausir i tran siðan stjómarskrá Khomeini gekk i gildi, tugir þeirra eða hundruð hafa látið lifið, ýmist fyrir höndum yfirvalda eða múgsins, helgistaðir þeirra verið máðir út og þeir hraktir af eignum sinum. Þeim sem réttlæta slfkar aðfarir með skirskotun til sam- bands fórnarlambanna við tsra- , er betra aö vopnakaup þeirra sjálfra frá Israel komist ekki i hámæli.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.