Helgarpósturinn - 25.09.1981, Blaðsíða 3

Helgarpósturinn - 25.09.1981, Blaðsíða 3
3 ___h&lfJFirpncrf/ irinn Föstudagur 25. september 1981 Sjóöir iönaöarins og landbúnaö- arins til dæmis eru ávaxtaöir i viökomandi viöskiptabönkum, en sjóöir sjávarútvegsins liggja i Seölabankanum eins og áöur sagöi”, sagöi Albert Guömunds- son. Bankastjórum að kenna? En af hverju er svona illa kom- iö fyrir Útvegsbankanum? Ástæöurnar hafa veriö tiundaöar hér aö framan, sumar hverjar aö minnsta kosti. Þvi hefur hins veg- ar ekki veriö svaraö hvers vegna þetta var látiö gerast. Hver er sökudólgurinn? Bæöi Albert Guömundsson og Tómas Arnason sögöu marga samhangandi þætti valda þessu, aö engum einum væri um að kenna. En ætli Jónas Rafnar, bankastjóri Útvegsbankans, hafi ekki hitt naglann á höfuöið, aö einhverju leyti aö minnsta kosti, þegar hann sagöi: „Eflaust má kenna bankastjórn Útvegsbank- ans um að sinna þessu ekki fyrr, — kenna henni um að fjármagna aðalatvinnuveg þjóðarinnar og hafa ekki nóg uppúr þvi. Það má eflaust segja aö Útvegsbankinn heföi átt aö gera sér grein fyrir þessu fyrir mörgum árum.” Lækningin Eins og minnst var á i upphafi hefur nú veriö framkvæmd lækn- ingaraögerö á Útvegsbankanum. Ætli sé ekki best aö láta viö- skiptaráðherra lýsa henni: ,,I fyrsta lagi hefur rikissjóbur tekiö vib skuld viö Seölabankann að upphæð 5 milljarðar gamlar krónur. Seðlabankinn tekur að sér aö greiða vextina. í ööru lagi hafa verið gefnir eft- ir refsivextir, aö upphæð 1.1 milljarður gamlar krónur. Þetta eru yfirdráttarvextir vegna skuldar viö Seölabankann. t þriðja lagi hefur svo verið létt af bankanum þungum viöskipta- svæöum, svo sem Seyöisfirði, Vopnafirði og svæðum á Vest- fjörðum. Eftir þessar aðgeröir tel ég að Útvegsbankinn standi sæmilega vel”, sagði Tómas Arnason. Varla leikur nokkur vafi á þvi aö eitthvaö þurfti að gera i mál- efnum Útvegsbankans. Arum saman hefur verið fjallaö um þetta vandræðabarn, banka- kerfisins og eins og Jónas Rafnar sagöi: ,,Sé farið aftur til ársins 1973 má sjá aö þá skilaöi nefnd áliti og lagöi til aö Útvegsbanki og Búnaöarbanki yröu sameinaöir, og upp kom sú hugmynd aö yfjr- færa á Landsbankann útlán á svæðum þar serh við heföum að öðru leyti ekki mikilvæg viö- skipti. Um þetta náöist engin pólitisk samstaða”, sagöi Jónas Rafnar. Eðlilegt að eigandinn borgi Þessi nýja lækning hefur hins- vegar veriö umdeild, eins og viö mátti búast, og ekki bara fyrir þá sök að hún kemur nú skömmu eft- ir aö Albert Guðmundsson verður stjórnarformaður bankans, en hann hefur býsna sterka stööu um þessar mundir i islenskum stjórn- málum og sumir segja lykilað- stööu. Einnig vegna þess að hún felst aö miklu leyti i þvi að skatt- borgararnir eru látnir borga brúsann. Um þaö sagði Tómas Arnason: „Rikið á Útvegsbankann og það ereðlilegt aö eigandinn, sem van- rækt hefur i gegnum tiðina aö fjármagna hann, hlaupi undir bagga þegar á bjátar. Bankinn hefur áður fengiö stuöning rikis- ins til bráðabirgöa, þannig aö þessi stuðningur núna er ekki einsdæmi. Ég hafði forystu i þessum aögerðum og tel þær til bóta.” Eins og fram hefur komiö hér á undan hefur vandi Útvegsbank- ans fyrst og fremst legið i þvi aö of stór hlutur viöskipta hans hefur veriö i sjávarútvegi. Það hafa veriö óhagstæö viöskipti fyrir bankana.af ástæöum sem áöur hafa veriö raktar. Útvegsbankinn hefur oröiö aö taka á sig stóran hluta af erfiöum rekstri sjávarút- vegsins i landinu. Sú spurning vaknar þvi hvort þaö felist ein- hver lækning i þvi aö taka þessi viöskipti og láta aöra viöskipta- banka hafa þau. Er ekki bara verið aö færa sjúkdóminn á milli? Álbert Guömundsson Var spuröur um þetta atriði. Jónas Rafnar: „Eflaust má kenna bankastjórn Útvegsbank- ans um aö fjármagna aöalat- vinnuveg þjóöarinnar og hafa ekki nóg uppúr þvi”. „Aðrar peningastofnanir taka við viöskiptavinum okkar á stöð- um þar sem þær hafa útibú en ekki útvegsbankinn. A stööum þar sem aörar peningastofnanir hafa tekjumöguleika, en við enga. Það er ekki eölilegt aö Útvegs- bankinn láni á stöðum þar sem aðrir bankar geyma sparifé fólksins”, sagöi Albert. Útvegsbankinn á grænni grein? 1 kjölfar allra þessara ráöstaf- ana mun eflaust veröa stefnu- breyting hjá útvegsbankanum. Bæöi Albert og Jónas Rafnar töl- uðu þannig. Jónas sagði t.d. aö Útvegsbankinn mundi leita eftir sparifé á stööum þar sem sjávar- útvegur væri ekki. „Þaö er hættu- legt fyrir banka að vera of ein- hæfur. Enginn erlendur stórbanki mundi láta um 60 prósent af út- lánum sinum i sama iönaö. Tryggingin felst i þvi aö vera sem viöast meö viöskipti.” Ætli megi ekki segja svona i lokin, aö vandi Útvegsbanka Is- lands hafi oröiö til af tvennu. Annarsvegar voru utanaö- komandi aöstæöur erfiöar strax frá upphafi. Hinsvegar hefur bankanum ekki veriö stjórnaö TILBOÐ CONCORD er nýja línan frá IGNIS Tveggja huröa skápar meö djúpfrysti. Sérstakt tilboösverö á Concord 265. litra. Hæð 139 cm. Breidd 55 cm. Dýpt 60 cm. o Sérstaklega sparneytinn, með polyurethane einangrun. Því meiri afgang i sparigrisinn. ©Möguleiki á vinstri eða hægri opnun á skápnum. © Þú skiptir um lit aó vild. Q Hljóðlátur, öruggur, stílhreinn. © Breytanlegar hillustillingar (gott fernu- pláss). Verzlið við fagmenn. Viðgerðar- og varahl.þjón Smiðjuvegi 10 Kópavogi Simi: 76611 RAFIÐJAN H.F. Kirkjustræti 8 Sími: 19294 Albert Guðmundsson: „Þaö er ekki eölilegt aö Útvegsbankinn láni á stööum þar sem aörir bank- ar geyma sparifé fólksins”. Tómas Arnason: „Eölilegt aö eigandinn, sem vanrækt hefur aö fjármagna bankann, hlaupi undir bagga”. sem skyldijsem á sér þó sinar skýringar, eins og áður er drepið á. Ekki er fjarri lagi, aö þessar aðgeröir til bjargar bankanum núna hafi þaö i för meö sér aö Út- vegsbankinn lifni viö. Bæöi er aö teknir hafa veriö af honum erfið- ustu kúnnarnir, og einnig aö stefnubreyting i rekstrinum virð- ist i vændum. En er þá allur vandinn leystur? Þaö fer ekki illa á þvi aö lofa Ólafi Björnssyni, prófessor og fyrrver- andi formanni bankaráösins, aö hafa lokaorðin. Hann segir i nið- urlagi bókar sinnar um Útvegs- bankann: „Ymsar tillögur hafa komiö fram og veriö ræddar til lausnar þeim vanda, sem Útvegsbankinn hefur um langt skeiö átt viö aö etja af áöurgreindum ástæöum, svo sem sameining hans viö aöra banka. Skulu þær tillögur ekki ræddar hér. Ýmis rök má færa Amerískar og ítalskar mokkasínur í miklu úrvali. Reimaðar og óreimaðar. Póstsendum Skóbúðin Laugavegi 62 Sími 29350 fyrir þvi að slik endurskipulagn- ing bankakerfisins væri til bóta. Að minum dómi leysir þaö þó ekki það grundvallarvandamál sem hér er viö aö etja, heldur ýtir þvi aðeins á annan vettvang. Lausn vandans er aðeins fólgin i þvi að tekin veröi upp sjálfri sér samkvæm stefna i peningamál- um, sem tryggi eölilegt framboö lánsfjár og jafnvægi á lána- markaöi. Þegar stjórnmálaleg skilyröi hafa skapast fyrir sliku er ekki ástæða til aö óttast, aö Út- vegsbankinn muni ekki veröa fær um aö gegna sinu hlutverki I þágu islensks atvinnulifs.” Lækningin hefur veriö frair. kvæmd. Lesendur veröa eigi'.í- lega sjálfir aö geta sér til um hvort hún felst i þvi aö hér á iandi hafi skapast þessi „stjórnmála- legu skilyröi”, eöa hvort vandan- um hefur veriö „ýtt á annan vett- vang”, eins og ölafur oröar þaö i bók sinni um Útvegsbankann.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.