Helgarpósturinn - 25.09.1981, Blaðsíða 25
helgarpásturinn
STOFNAÐI HUÓMSVEIT
með því að auglýsa íMöðunum
Stuöarinn rakst á nokkuð
óvenjulega auglýsingu i
einu siðdegisblaðanna,
fyrir u.þ.b. hálfum
mánuði. í henni stóð:
Vantar 3—4 stráka i ný-
bylg juhljómsveit. Upplýs-
ingar i sima... og innan
sviga var kvenmannsnafn.
Stuðarinn hringdi á staðinn
og var svo heppinn að hitta
akkúrat á stelpuna sem
auglýsti eftir strákunum.
Hún vildi alls ekki láta
nafn sins getið, hvað þá að
hún vildi láta taka af sér
mynd. Það kom bara ekki
til greina. ,,Eg kæri mig
ekkert um slíkt", sagði
hún. Nú en af þvi að
Stuðarinn skilur allt, þá
var náttúrlega ekkert
annað við þessu að gera en
að skella sér út i spurning-
arnar við stelpuna sem er
16 ára.
Fáar stelpur sem
vilja gera
svona lagað
— Hvernig datt þér í hug
að auglýsa í blöðunum
eftir hljómsveitargæjum?
,,Mig langaði einfaldlega
til þess að fara að spila i
hljomsveit".
— Spilar þú sjálf á hljóð-
færi?
,,Nei, ég syng bara".
— Voru margir strákar
sem svöruðu auglýsing-
unni?
,,Já þeir voru þó nokkrir
en eg hef engar tölur yfir
þa".
— Af hverju auglýstir þú
eingöngu eftir strákum?
,,Bara, það eru svo
helv... fáar stelpur sem
vilja gera svona lagað".
— Þú hefur gengið frá
því vísu?
„ Já".
— Og ertu nú búin að
stofna hljómsveit?
„Já, nokkurn veginn".
Öðruvísi
klæðnaður og
hugsunarháttur
— Ertu pönkari?
Umsjón: Jóhanna Þórhallsdóttir
,, Já".
— Af hverju segir þú að
þú sért pönkari?
„Bara, ég er kannski
öðruvísi en aðrir. Ég klæði
mig öðruvísi og huga öðru-
vísi".
— Hvernig hugsar þú?
„Hvernig ég hugsa? Það
er svo helv... langt mál að
greina frá því".
— Þú vilt kannski ekkert
tjá þig um það mál?
„Jú, jú, ég mundi vilja
tjá mig um þaðef ég nennti
því, en ég nenni því ekki",
sagði stelpan að lokum.
Stuðarinn óskar henn til
hamingju með hljómsveit-
ina. Það er óskandi að við
fáum fljótlega að heyra i
hljómsveit hennar.
Og hér sjáum viö starfsfólk Arsels. Þiö getiö þekkt forstööumanninn á vinkinu.
Boðorðið er
að vinna með unglingunum, en ekki fyrir þá
— segir Valgeir Guðjónsson, forstöðumaður Arsels
Aöur en viö kveöjum Arsel
þykir okkur rétt aö tala viö Val-
geir Guöjónsson, en hann er for-
stööumaöur þessa félagsheimilis.
Valgeir er fús til viöræöu og viö
komum okkur notalega fyrir I
herbergi starfsmannanna, og ég
hef samtaliö (eins og góöum blm.
sæmir...)
— Nú er alltaf veriö að mata
unglingana. Ætlið þið að gefa
þeim tækifæri til aö vera skap-
andi?
„Já.þaðerætlunin.Boðorðið er
aö vinna með unglingunum, en
ekki fyrir þá. Krakkarnir eru
orðin vön boöum og bönnum alls
staðar i kringum sig — kennarar,
foreldrar, lögreglan o.s.frv. Svo
er alltaf hætta á að þeir sem mest
kveður aö fái að njóta sin, en
hinir falli i skuggann. Við verðum
lika að gefa þeim gaum sem ekki
eru alltaf i fremstu viglinu”.
Aðstaða fyrir alla að blóta
félagsmálaguðinn
— Hvernig verður starfseminni
háttað?
„Eins og i hinum félagsmiö-
stöðvunum munum við byggja að
verulegu leyti i hópastarfi. Við
höfum nú þegar opiö tvö kvöld i
viku, en opnu kvöldunum-fjölgar
þegar hóparnir eru komnir á
skrið. — Annars er þessi æsku-
lýösstarfsemi bara hluti af þeirri
starfsemi sem fram fer i húsinu.
Hér er aðstaða fyrir ibúa hverfis-
ins til að blóta félagsmálaguðinn.
S.s. iþróttaaðstaða, fundaað-
staða, aðstaða fyrir skáta og
þróttmikil fræösla, danskennsla,
tónlistarkennsla, tómstundastarf
á vegum æskulýösráös og náms-
flokkarnir veröa hér með full-
oröinsfræðslu. Svo er hér kaffi-
stofan ein sú vistlegastá”.
Húsnæðið ætti ekki að vera
þrándur í götu......
— Þið eruð að reyna að fá alla
aldurshópa i húsiö?
„Já, en það er erfitt að finna
dæmi þess að þaö hafi tekist. En
ef það er ekki hægt hér, þá er ég
hræddur um að það þurfi eitthvaö
að breyta sjónvarpsdagskránni.
Fjölskyldan hittist núorðið bara
viö matarboröið og til aö horfa á
sjónvarpið. Ef það væri hægt að
fá fjölskylduna saman hingað, þá
væri það af hinu góöa. Það er
voöaleg veiki þegar börn skamm-
ast sin fyrir foreldra sina. En
þetta er auðvitaö aðeins ein af
þessum snjöllu hugmyndum.
Bara það aö fá þá sem vaxnir eru
uppúr giftingarfötunum til að notc
húsið, væri á við meðalstóra
virkjun á Austurlandi”;
— Og hvernig ætlið þið að fá
eldra fólk hingað? -
„Það er best að segja ekki
neitt. Ég er ekki meö nein undra-
lyf og býst ekki við að geta mátað
með snjöllum leik. En húsnæðið á
a.m.k. ekki að geta orðið þvi
þrándur i götu aö hér geti blómg-
ast þróttmikið starf”.
— Þú ert ekkert oröinn leiður á
unglingunurh?
„Ekki enn”, segir Valgeir og
bætir við brosandi; „þetta eru
svoddan öðlingar”. En nú er
kominn timi til að kveðja Arsel.
Ég stekk inn i bilinn og ek sem
byssubrennd i Vesturbæinn.
iPOSTUR OG SIMIi
Halló Stuðari!
Mig langar til aö biöja þig aö
gefa mér adressu aö einhverjum
pennavinaklúbbi ( U.S.A. eöa á
Astraliu.
Hvað er synthesizer? A plöt-
:unni Plágan meö Bubba
Iviorthens stendur Synthesizer
Tómas Tómasson. Getiö þið á
Stuðaranum ekki haft viötal við
BARA-flokkinn á Akureyri:
(Simleiðis eöa einhvern veg-
inn). Það væri alveg frábært þvi
Bara-flokkurinn er frábær
hljómsveit.
Þá er ekki meira i fréttum.
Good by
x21
eöa Veiga I
★ ★
Sæl vertu nú Veiga min I!
Þakka þér fyrir bréfið. Ég er
enginn sérfræðingur i adressum
iU.S.A. og Ástraliu, endlthef ég
ekkert þvælst um á þeim slóð-
um. En hvað gerir maður ekki
fyrir ykkur? Auðvitað reddaði
égeinniadressu i U.S.A. sem ég
vona þá að þú notfærir þér. En
hún hljóðar svona:
World Pentall
1690 Como Ave.
St. Paul
Mm. 55108
U.S.A.
Hvað er synthesizer spyrð þú.
Synthesizer er hljómborð með
fjölda takka. Með þvi að stilla
takkana á mismunandi hátt er
hægt að ná ótrúlega mörgum
hljóðum úr hljóðfærinu. Allt frá
þvi hljóöiö sem myndast er
saumnál dettur uppi eldgos og
sprengingarhljóö. Synthesizer
er t.a.m. mikið notaður i bió-
myndum. Þegar að dyr opnast
heyrist iskur sem búið er til i
synthesizer o.s.frv. Menn hafa
verið aö velta fyrir sér islensku
orði yfir hljóðfærið og hafa nöfn
eins og hljóðgerfill heyrst, en
ekki verið mikið notað sökum
stirðleika orðsins og svuntu-
þeytirsem mér finnst nú algjört
bla bla. Svo er þetta með Bara-
flokkinn sem er nú aldeilis
skemmtileg hljómsveit. Málið
er einfaldlega það að við erum
nýbúin að birta siðuviðtal við
hljómsveitina svo ekki þykir
rétt að birta annað á næstu dög-
um a.m.k.
S"
_jazzBaLL©ccskóLi búpu
iJ , Classical Technique — Jazz — Modern — rn
(D Pas de Deux — Show business — Point.
—-j Innritun hafin . < r\
1 Kennsla fer fram í Suðurveri, Stigahlíð 45, (efri
w sal). Framhaldsflokkar. Byrjendaflokkar -
f\J Upplýsingar og innritun kl. 10
til 17 daglega.
Ath.: SÍMINN ER 31899. c
njpg !X»l8qq©TiDazzDr