Helgarpósturinn - 25.09.1981, Blaðsíða 26

Helgarpósturinn - 25.09.1981, Blaðsíða 26
26 Föstudagur 25. september 1981 Holrjr^rjlfícrf,i irinn theatre,$mihhjng OTOGRAPHY ORTHERH EUROPEAN DATELINE MATCHING SYS «HBER NO 237184 m.nm >, ' . vvv-v NIN8LE00N L0N00N : HEIGHT 5FT ÍIINS AGE 28 HOWIES REAÐIHG,HUS IHTERESTS THEATRE, C1 occuPATioM sEnfrrAp Leitað lífsförunautar 1 mörgum erlendum blööum má sjá auglýsingar frá hjónabandsmiðlunum og eru þær viða allt að þvi eins umfangs- mikiar og fasteigna- eða atvinnuaugiýs- ingarnar I Mogganum á sunnudögum. Þessa stundina hefur vist enginn atvinnu af þvi að koma á hjónaböndum á tslandi en á Englandi er þetta blómleg atvinnu- grein. Hjónabandsmiðlanir skipta hundruðum og starfshættir þeirra eru eins mismunandi og stofurnar eru margar. 1 augum margra er hjónabandsmiðl- unin alger þrautalending og það er þvl mikið vandræða-og feimnismál að leita á náðir miðlaranna. En þeir eru orðnir margir sem hafa fundið lífsförunaut i spjaldskránni og þvi á þessi þjónusta fullan rétt á sér. Meöal ensku hjónbandsmiðlaranna er misjafn sauöur i mörgu fé og nýlega fóru stjórnvöld fram á að þeir stofni meö sér samtök sem setji með sér starfsreglur og siðareglur, ella veröi þeir að lúta strangri löggjöf og sækja um starfsleyfi. Þessi fyrirmæli eru fram komin vegna þess aö margir telja sig ekki hafa fengiö þá þjónustu sem þeir hafa greitt dýrum dómum. Kvörtunarefnin voru helst þessi: Menn greiddu gjöld sin, þetta 140 og allt aö 5000 krónum en fengu ekki gefið upp eitt einasta nafn. Iðulega voru gefin upp nöfn fólks sem ýmist fannst ekki eða taldi sig ekki vera lengur á skrá miðlunar- innar. Þá var fólki stefnt saman á næsta handahófskenndan hátt svo þaö hentaði engan veginn hvert ööru. Loks voru menn óánægðir með það að fá ekki greitt til baka þegar engin fékkst þjónustan. Dateline heitir ein þessara hjónabands- miðlana. Hún er ein margra, þar sem við- skiptavinirnir eru paraðir með hjálp tölvu, og þetta er sú miðlunarstofan sem auglýsir hvað mest. Þeir hjá Dateline halda þvi'kotrosknir fram að opinbert að- hald og eftirlit verði þeim til góðs þvi aö þá linni gagnrýni á starfsemi þeirra. Dateline var stofnað árið 1966 og starfar að bandariskri fyrirmynd, gefur út sér- stakt timarit, efnir til hópferða fyrir ein- hleypinga og rekur sérstaka skemmti- staði. Auk stofnandans starfa þar 16 manns. Meira að segja siminn er tölvu- væddur þannig að viðskiptavinurinn les óskir sinar beint inn á tölvu. Þeir sem óska að komast á skrá hjá Dateline þurfa aö Utfylla sex siðna spur- ingalista, prentaöan i litum með forsiðu- mynd af lukkulegu pari að sötra kampa- vin. Listinn skiptist i nokkra kafla. I fyrsta kafla greinir umsækjandi frá sjálfum sér, kynferði, hæð, þyngd, atvinnu, þjóöerni, trúarbrögðum o.s.frv. og lýsir óskum sinum um það hvernig félaga hann (hún) óskar sér. Annar kafli veitir persónulýs- ingu. Þar á að svara spurningu eins og þessari: Éger talinnþrasgjarn, og krossa við svörin: Já, nei, veit ekki. Að siðustu á aö leysa myndþraut sem er fólgin i þvi að raða hringjum, h'num og punktum þannig að úr þvi verði ákveönar myndir. Með þessu móti má útiloka brjál- æðinga að sögn. Þegar Bstinn hefur verið útfylltur á að greiða 800 krónur og sfðan velur tölvan • sex persónur sem eiga að henta manni. Vilji roskinn maður komast I kynni við skólastúlku velur tölvan handa honum skólastúlku sem vill kynnast rosknum manni. Sé ekki unnt að uppfylla óskir umsækj- anda er hann strax látinn vita af þvi. Ef fyrstu sex nöfnin henta ekki velur tölvan sex ný og þannig er haldið áfram þar til annaðhvort tölvan eöa umsækjandinn gefst upp. Hjónabandsmiðlun Idu Reynolds er með allt öörum hætti. Hún fullyrðir að allir fari ánægðir frá sér, alveg eins og Karl prins og lafði Di (rétt eins og hún hafi komið þeim saman). A skrifborði Idu eru tveir spjaldskrár- kassar og þegar kona kemur i viðtal til hennar segir hún eitthvað á þessa leið: „Hérerég með42ja ára Bandarikjamann með finar tekjur. Hefurðu áhuga?” Algengt er að fólk greiöi 700 krónur við skráningu og skuldbindi sig til að greiða þá upphæð tifalda ef þjónustan ber þann árangur að ósköpin endi með hjónabandi. Það kvað vera m jög algengt að fólk, sem kynnist fyrir meðalgöngu hjónabands- miðlunar, giftist ekki heldur sé i óvigðri sambúð. Sumar miðlanir gera kröfur til við- skiptavina sinna. Þar á meðal er Forstjóramiðlunin. Þátttökugjaldið er i fyrsta lagi fjallhátt og þar með útilokast margir. Gerðar eru kröfur um menntun, atvinnu og siðfágun. Þeir sem komast á þannan ffna lista geta valið „niður fyrir sig” en þeir sem neðareru geta ekki valið „upp fyrir sig”. Kynvillingar eiga sina miðlun og þar er ekki verið að gera stifar kröfur. Menn þurfa aðeins að senda ljósmynd af sér og hún er siöan látin ganga hringinn þar til einhver slær til. Þessi þjónusta kostar 225 kr. en 70. kr. aukalega ef menn vilja ekki gefa upp nafn sitt heldur láta senda skila- boð. Greinilegt er að margir hafa trú á þessari þjónustu og einhver hlýtur árangurinn aö vera. En ógerningur er að komast að þvi hve margir láta skrá sig hjá hjónabandsmiðlurum og hve margir þátttakenda giftast aö lokum. Þeir hjá Dateline þykjast eiga þykkar möppur með þakkarbréfum frá fólki sem kynnst hefur fyrir tilstilli tölvunnar, og oft fá þeir senda væna geira úr brúðarkökum. Dateline telur að um 15000 hjónabönd frá árinu 1966 séu fyrirtækinu að þakka. Við siðustu tölvuútskrift voru 43,722 á skrá hjá fyrirtækinu. 52% karlar og 48% konur. Karlmenn undir 25 ára aldri eru fleiri en konur en við 40 ára markið eru konur orðnar miklu fleiri. Heather Jenner rekur hjónabands- miðlun í London auk 13 útibúa utan höfuð- borgarinnar. Hún fullyrðir að hjónabönd vegna milligöngu hennar séu að jafnaði eitt á dag. Katherine Allen leggur áherslu á að hún reki hjónabandsmiðlun, ekki kynningar- þjónustu. Á spjaldskrá hennar eru að jafnaði um 700 manns, þar af fimm hundruð sem hafast eitthvað að (250 karlar að eitast við 250 konur eða öfugt). Hún hefur af þvi nokkrar áhyggjur hve fáirskjólstæðingar hennar giftast, eða um sjö af hundraði, en þeir hafa lika skuld- bundið sig til að borga henni 700 krónur ef til hjónabands kemur. Skyldi ekki vera grundvöllur fyrir svona þjónustu á Islandi? Er það ekki liður i örtölvubyltingunni að tölva velji mönnum lífsförunaut? Tölvan gæti þá gert upp söluskatt til rikisins jafnóðum.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.