Helgarpósturinn - 25.09.1981, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 25.09.1981, Blaðsíða 9
-helgarpósturinn. Föstudagur 25. september 1981 19. H i w 11 11 aj 1 11 krvrt • 11 b d u Ul Arið 1973 var um margt merkt ár. Lik- legast hefur enginn, sem þá var kominn til vits og ára, gleymt Vestmannaeyja- gosinu, sem gerði um 5000 manns heim- ilislausa á svipstundu og lagði stóran hluta kaupstaðarins i rúst. Vestmannaey- ingar hafa áreiðanlega heldur ekki gleymt þvi, aö það sama ár eignuðust þeir atvinnumann i knattspyrnu. Og ekki bara Vestmannaeyingar* landsmenn allir, sem einhvern áhuga hafa á þessari iþrótt, hafa æ siöan fylgst náið meö velgengni Ásgeirs Sigurvinsson- ar i evrópskri knattspyrnu. Asgeir var fyrsti islenski knattspyrnu- maðurinn sem gerði garðinn frægan i at- vinnumennskunni um langt árabil. En hann var ekki lengi eini islenski atvinnu- maðurinn. Eftir að hann braut isinn héldu ungir islenskir knattspyrnumenn utan hver á fætur öðrum til að spreyta sig i at- vinnumennskunni. Litla Island tók að gjósa atvinnumönnum i knattspyrnu út um viðan völl. Asgeir Sigurvinsson var aðeins 18 ára vorið 1972, þegar Petite, framkvæmda- stjóri belgiska liðsins Standard Liége, veitti honum athygli þegar hann lék með islenska unglingalandsliðinu i úrslitaleik i Evrópukeppninni á Italiu. Fram að þeim tima var hann aðeins einn af „eyjapeyj- unum” i IBV og „Týrari”, —og þó. Marg- ir höfðu þá þegar komið auga á efni i góð- an knattspyrnumann i honum, eitthvað meira en gengur og gerist. — Ég var fyrsti þjálfarinn hans eftir að hann kom upp úr þriðja flokki, og þá hafði ég lengi fylgst meö honum. Þaö var snemma ljóst, aöhann var einn af efnileg- ustu strákunum, sem voru að koma upp á þessum árum, og það voru bundnar við hann góðar vonir, segir Viktor Helgason i Vestmannaeyjum, þegar hann er beðinn að rifja upp kynni sin af Ásgeiri meðan hann var heima i Eyjum. — Hann sýndi það strax á fyrsta sumri, að hann var góöur leikmaður, segir Viktor ennfremur. Einn af gömlum mótherjum hans segir að sér sé það mjög minnisstætt^að þegar lið hans lék viö Vestmannaeyinga var As- geir alltaf allt i öllu. — Hann var besti sóknarmaðurinn og besti varnarmaðurinn, vitaskytta og fyr- irliði. Og það sýnir hvað hann var snemma góður, að þegar hann var i öðr- um flokki lék hann oft með þriðja flokki, strákum sem voru tveimur, þremur árum eldri en hann — og var bestur. Það var snemma ljóst, að Asgeir var of góður fyrir islenska knattspyrnu, segir þessi gamli mótherji hans. En að sögn gamalla félaga Asgeirs, mótherja jafnt sem samherja, var hann löngum sérlundaöur og vildi fara sinar eigin leiðir. Það kann að hafa stafaö af þvi, að hann var feiminn sem unglingur, og það kom ekki sist fram i viðskiptum hans við veikara kynið. Eftir að hann varð frægur var hann þó umsetinn ungum stúlkum, en hann lét sér fátt um finnast, jafnvel þótt sumar stúlknanna geröu sér jafnvel ferðir til Belgiu til aö finna hann. Það er kannski ekki aö undra þótt As- geir yrði snemma góður. Hann var varla farinn að standa framúr hnefa, þegar hann fór að sparka bolta. — Hann var á þriðja ári, þegar hann eignaðist fyrsta boltann, og eftir það var fótboltinn númer eitt hjá honum. En það hvarflaði aldrei að mér, að þetta ætti eftir að liggja fyrir honum, segir móðir hans, Valborg Andrésdóttir, sem dvelur á heim- ili sonar sins i Munchen. Og fyrirmyndin var fyrir hendi; bróðir hans.ólafur Sigurvinsson, er fimm árum eldri og var snemma á kafi i fótboltanum. En það er langur vegur frá þvi að vera góður knattspyrnumaöur i Vestmanna- eyjum til þess að vera þekktur atvinnu- knattspyrnumaður i Evrópu. — A þeim árum sem ég var aö byrja i knattspyrnunni fyrir alvöru,vissi ég varla hvað atvinnumaður var. Þá var enginn Islendingur i atvinnumennsku. En þegar ég varð aðeins eldri fór ég að hugsa um þessa hluti og haföi þaö bakvið eyrað aö komast i þetta, segir Asgeir Sigurvinsson sjálfur. Þaö er að sjálfsögðu ekki nóg að langa i atvinnumennsku I knattspyrnu — eöa annarri iþróttagrein. Hvað er það sem gerir suma hæfa til þess, aöra ekki — hvað gerir knattspyrnumann að atvinnu- manni? — Ef maður ætlar sér á toppinn, þurfa menn náttúrlega aö hafa hæfileika. En þetta er gifurleg vinna. Vinna og aftur vinna. Það eru til margir mjög góðir hæfi- leikamenn i islenskum fótbolta, sem þó ná ekki langt i atvinnumennskunni. Það kostar gifurlegt álag aö ná langt, og menn þurfa að haga lifi sinu algjörlega I sam- ræmi viö þær reglur, sem eru settar. Þar að auki þurfa menn aö hafa einhver áhugamál til hliðar við knattspyrnuna, annars lenda menn á geðveikrahæli að lokum. En þaö að ég hef náð þetta langt er fyrst og fremst heppni i byrjun. Ég hafði trú á sjálfum mér og fékk að spreyta mig hjá Standard, segir Asgeir sjálfur. Velgengni Asgeirs i atvinnumennskunni er liklega helst hægt að likja við feril Al- berts Guðmundssonar. Hvað segir hann um þennan eftirmann sinn, ef svo má að oröi komast? — Þegar ég tók viö KSl var það mér of- arlega I huga að finna einhvern, sem gæti haldiö áfram atvinnumennsku á sama hátt og ég. Ég koma auga á Asgeir, sá að hann var efnilegur og auk þess reglusam- ur og áhugasamur, segir Albert. — Þegar unglingalandsliðið fór til Itaiiu bað ég vin minn Petite, framkvæmda- stjóra Standard, að skoða hann. Ásgeir stóð sig vel, best allra sem tóku þátt i mótinu, að mati þjálfara belgiska liösins. Hann var þvi tekinn i liðið, og hefur skilað öllu þvi sem af honum var krafist. Siðan gerðist það, að Asgeir skipti um lið, en mitt ráð til hans var að halda sig i belgiska liöinu, þar sem hann hafði skap- að sér stórt nafn og var eftirlæti áhorfend- anna, og min von var, að hann yrði þar lengur, segir Albert Guðmundsson. Annar kunnur islenskur knattspyrnu- maður, sem hefur lagt skóna á hilluna, Ellert Sfchram, hefur þetta að segja um Asgeir: — Þaö var náttúrlega öllum ljóst snemma, að hann hafði feykilega hæfi- leika sem knattspyrnumaður. Það er ekki óalgengt að sjá stráka meö mikla hæfi- leika. Spurningin er bara hvernig þeim tekst aö nýta karakterinn og beita sig sjálfsaga og vera einbeittir, eins og As- geir hefur verið. Hann hefur agað sig meö þvi að leggja mikið á sig við æfingar og ástunda reglusemi, segir Ellert Schram. — Asgeir er frábær knattspyrnumaöur, útsjónarsamur og tekniskur. Hann er lik- amlega sterkur, allar sendingar hans eru hnitmiðaðar, og hann er með afbrigðum skotfastur. Hann hefur flestallt sem prýða má góöan knattspyrnumann og gefur ekki eftir þeim erlendu knattspyrnumönnum, sem ég hef séö, er mat Helga Danielsson- ar,fyrrum landsliðsmanns og núverandi formanns landsliösnefndar KSl. Guöni Kjartansson þjálfari landsliðsins mætti Asgeiri fyrst sem mótherja I Vest- mannaeyjum. — Ég sá strax, að hann yrði sterkur | eftir Þorgrim Gestsson knattspyrnumaður, og eftir aö ég tók viö landsliðinu sá ég, að hann er langbesti knattspyrnumaðurinn sem við eigum, segir hann. Á Islandi þekkja fæstir til atvinnu- manna i iþróttum, nema helst af sjón- varpsskjánum, og sem betur fer er stjörnudýrkun á sliku fólki ekki á háu stigi hjá okkur. En hvernig lýsa þeir þessum,ennþá að minnsta kosti, frægasta atvinnumanni okkar, sem best til þekkja? Einn þeirra sem hafa fylgstmeöhonum i gegnum árin er Sigtryggur Sigtryggsson fréttastjóri á Morgunblaðinu. — Ég byrjaði að skrifa um iþróttir árið 1970 og hef þvi eölilega fylgst náið með knattspyrnuferli Ásgeirs. Þaö var aug- ljóst i yngri aldursflokknum aö hann myndi ná langt i iþróttinni,og þegar hann byrjaði að spila með IBV og landsliðinu 1972, þá 17 ára, var enginn spurning I huga minum að hann yröi okkar næsti atvinnu- knattspyrnumaður, og ég er montinn af þvi enn i dag að hafa „skúbbaö” i málinu, eins og við blaðamennirnir segjum, þ.e. að hafa skrifað fyrstu fréttina um Ásgeir og Standard. Þrátt fyrir frægðina er Asgeir jafn litil- látur og blátt áfram og hann var fyrir 8 árum þegar atvinnuferill hans hófst. Og þótt dvölin i útlöndum sé orðin löng.er Is- land efst I huga hans, það heyrir maður þegar maður ræðir viö Asgeir. Hann fór til Belgiu aðeins 18 ára,beint inn i hinn harða heim atvinnumennskunnar, og kunni þá ekki stakt orð i frönsku. Engu aö siður komst hann strax I aðalliö Standard og hélt stöðunni siðan. Þetta sýnir vel viljastyrk og 'einbeitni Asgeirs. Hann sagði við mig i viðtali fyrir tveimur árum aö atvinnuknattspyrna væri nútima þrælahald,- 11 mánuði ársins yrðu menn að neita sér um flest það sem nútima- menn flokkuðu undir lifsins lystisemdir. Hann var þá að þreytast á þessu lffi og ætlaöi til Bandarikjanna vorið 1980, þegar samningur hans rynni út, en þar eru miklu lengri fri en i Evrópu. Aðeins eitt gæti breytt þessu-. að stóra tækifæriö byð- ist. Og það bauðst i vor; hið heimsþekkta félag Bayern Miinchen bauð honum samning,og þá kom stóra tækifærið sem hann gat ekki hafnað. 1 dag er Asgeir kominn á toppinn og hann á það svo sann- arlega skilið. — Maður veltir þvi stundum fyrir sér, hvað bjargfuglinn sé að hugsa þegar hann svifur viö brúnir i vestangolunni timum saman.og maður velti þvi sama fyrir sér þegar Asgeir,ungur drengur,lék sér einskipa timum saman með fótbolt- ann, teygði hann til allra átta. Betur en gengur og gerist gat Asgeir agaö sjálfan sig til þess sem hann stefndi aö. Hann er afburöa vel gefinn og drengur góður, vinur vina sinna og laus við allt stærilæti og sýndarmennsku, segir Árni Johnsen blaðamaður og dyggur Vestmanna- eyingur. Marteinn Geirsson fyrirliði landsliðsins er góður kunningi hans og hefur m.a. heimsótt hann á heimili hans I Belgiu. — Ég hef ekkert nema gott um hann að segja. Viöhöfum veriðmiklir mátar siöan viö fórum að fara saman i landsliðsferöir. Asgeir hefur ekkert breyst eftir að hann varð frægur, nema hvað fótboltann snert- ir; hann er betri knattspyrnumaður en áö- ur, en frægðin hefur ekki stigið honum til höfuðs, segir Marteinn Geirsson. Guðni Kjartansson þjálfari bætir þvi við, að þrátt fyrir langa burtveru og velgengni á erlendri grund sé hann alltaf fyrst og fremst Islendingur innst inni — kannski þó mest Vestmannaeyingur. Helgi Danielsson lýsir Asgeiri þannig, að hann sé „afskaplega þægilegur, mjög prúður og hlédrægur”, og móöir hans seg- ir að sér finnist hann alltaf vera „eins og hver annar drengur”. En hvaö segir Asgeir Sigurvinsson sjálfur? Hvernig lýsir hann sér? — Ég verð að segja, að ég er mjög metnaðargjarn. Ég er rólegur en töluvert skapstór inn á milli. Það er nauðsynlegt að hafa skap — skaplausir menn ná ekki langt á þessari braut. Það er erfitt fyrir mig aö segja, hvort ég hafi breyst. Maður veröur aö taka þvi að vera orðinn þekktur knattspyrnumaður. Það er mikið í kring- um þetta, en það kemst upp I vana, þótt þaö geti stundum verið þreytandi að geta ekki verið útaf fyrir sig, hvorki úti né hér heima. Þetta var erfitt i byrjun, maður vissi ekki hvernig átti aö haga sér, þegar ekki var hægt að fara út án þess aö fólk vildi tala við mann — og alltaf um fót- bolta. En ég er ekkert upp á það kominn að tala aldrei um annað en fótbolta, segir Asgeir. Það að gerast atvinnumaður átján ára gamall þýöir, aö ekki er um meiri skóla- menntun að tala, að minnsta kosti ekki i , bili. Hvað ætlar Asgeir Sigurvinsson að gera, þegar ferill hans er á enda? — Ég hef dálitiö hugsað um það en ekki komist að neinni niðurstööu. Enda er dálitið langur fyrirvari að ákveða |það núna, það er best að athuga það þegar þar að kemur. Og varðandi fjármálin get ég bara sagt að það eru góð laun i knattspyrnunni, ann- ars mundi maður ekki gefa alla menntun upp á bátinn fyrir það stutta timabil sem hægt er að stunda þessa atvinnugrein. En ég er enginn fjármálamaður, þó ég reyni að athuga minn gang þegar peningar eru fyrir hendi og hugsa mig um, hvað hægt sé að gera við þá. Fyrir tveimur árum fór Asgeir að búa með Astu Guðmundsdóttur I Belgiu, en Ólafur bróðir hans er giftur systur henn- ar. — Þaö er þægilegt og gott að umgangast hann, og hann er mátulega ákveöinn. Þetta er ákaflega strangt þarna úti, og öllu strangara i Þýskalandi en Belgiu, svo viö erum talsvert bundin. Þegar hann er heima tekur hann stundum til hendinni, en hann er ekkert sérstaklega fyrir heim- ilisstörf, segir unnusta hans, en hún er stödd hér á landi um þessar mundir. Og framtiðin? Eins og fyrr segir skipti Asgeir um lið i sumar. Hann settist þá á varamannabekk Bayern, — Ég vissi fyrirfram að það yrði mjög erfitt að komast i liðið. En ég fór I félagið með það i huga að reyna að fá þar fast sæti. Það hefur ekki tekist ennþá, og það er bara að taka þvi. Ég biö eftir minu tækifæri. Þaö var alltaf draumur minn aö spila með besta félagsliði heimsins, þann- ig aö þetta er meira metnaður en spurn- ing um peninga, segir hann. Asgeir Sigurvinsson íek landsleik meö islenska landsliðinu i fyrsta sinn i tvö ár á miðvikudaginn. Jafnteflið vakti mikla at- hygli. Asgeir sýndi að sönnu engin stjörnutilþrif i þeim leik. Það er enda andstætt skapgerð hans að gera slikt, ein- göngu til að vekja á sér athygli. Hann gerir sér grein fyrir þvi, að hann er hluti af liði, segir Guðni Kjartansson landsiiðsþjálfari. E.n ef þvi er aö skipta er Asgeir þó leikmaður, sem getur unnið leik, ef þvi er að skipta. Mestu máli skiptir þó kannski, að at- vinnuknattspyrnumenn eru landkynning á tslandi — til hins betra eða verra. Ekki sist eftir leik sem þennan hvila augu knattspyrnuáhugamanna heimsins á at- vinnumönnunum okkar, ekki slst „Sigur- vinsson”, sem er þeirra þekktastur. myndir Jim Smart

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.