Helgarpósturinn - 25.09.1981, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 25.09.1981, Blaðsíða 14
W __________________________________________________Föstudagur 25. september 1981 frp/rpAjl/W/ ,Hnn halrf^rpn^j, trinn Föstudagur 25. september 1981 Haukur Ingibergsson er áreiöanlega einn af yngrifyrrverandi skólastjórum landsins, aðeins 34 ára gamall. Nú fyrsta september hætti hann sem skólastjóri Samvinnu- skólans á Bifröst, og tók sama dag við nýju starfi. Eða réttara sagt við þremur verk- efnum á forstjóraskrifstofu Sambandsins. „Ég er I fyrsta lagi að vinna meö nefnd sem skipuð var á aðalfundi Sambandsins í vor til að gera drög að nýrri stefnuskrá fyrir Samvinnuhreyfinguna. Aö undan- förnu hafa farið fram hópumræður I Kaup- félögunum um allt land um þessa stefnu- skrá og niðurstöður þeirra umræðna hafa verið skráöar. Það er mikiö lesefni, og hlut- verk nefndarinnar er að vinna úr þvf og að leggja fram drög að nýrri stefnuskrá. Annaö verkefni mitt tengist þvi aö Sam- vinnuhreyfingin er hundrað ára á næsta ári. Elsta Kaupfélagið, Kaupféiag Þing- eyinga,var stofnað 1882 og það telst vera upphaf samvinnuhreyfingarinnar. Það er náttúrlega reynt að minnast siikra afmæia, og í vor varsett á laggirnar samstarfsnefnd til að sjá um undirbúninginn. I henni er ég ásamt fleirum, og ég sé auk þess um alla handavinnuna I tengslum við þetta. Þirðja verkefnið sem ég er að sýsla viö er að kanna þarfir Samvinnuhreyfingarinnar i sambandi við Videóbyltinguna, sem nú genguryfir þjóðina. Þaðer margtsem þarf að skoða i þvi sambandi. Hvernig á sam- vinnuhreyfingin að nota þetta fyrirbæri. Hvaða þarfir höfum við fyrir þetta? Hvern- ig eigum við að nota vídeó við starfsmanna- þjálfun? Forsaga þess að ég er i þvi að athuga þessi mál hófst árið 1978 á 60 ára afmæli Samvinnuskólans. Þá gáfu Kaupfélögin skólanum litið videóstúdió, sem við jnotuðum mikið. t skólanum er lögð mikil jáhersla á fundarsköp, ræðumennsku, fram- komuog annað sliktog við notuðum videó tækin mikið íþvi starfL Fólk gat horft á sig með augum annarra. Við vorum einnig með sérstök sjónvarpsnámskeið, þar sem nemendur voru spuröir spurninga og þeir spurðu aðra og svo framvegis. Þetta var fyrir þremur árum og þótti heldur f jarstæðukennt af mörgum. Mörgum fannst lftið tii þess koma að sitja og glápa á sjónvarp. Það væri léleg menntun. En ég er ekki i vafa um að þetta var góð gj öf og hún kom sér vel. Ég veit nú að ef Samvinnuhreyfingin kemur sér upp góðum slikum tækjum, þá er I raun ekkert þvi til fyrirstöðu að hún til dæmis búi tii sin- ar auglýsingar sjálf.” Sveitasæia Haukur hefurnú aðsetur til bráðabirgða i Ihúsi Dráttarvéla viö Suðurlandsbraut. Þar heimsóttum við hann á glænýja skrifstofu sem ilmaði af furunni i húsgögnunum. Hann var spurður hvort Framsóknar- mennskan væri honum I blóð borin. „Bæði og. Faðir minn er sjálfstæðis- maður og móöirmin er Framsóknarmaður. Ég er fæddur og uppalinn i Þingeyjar- sýslum, sem alla tið hefur verið sterkt vigi ^ramsðícnarflokksins.Ég hefeflaust mótast af anda umhverfisins. En þó vil ég ekki viöurkenna að ég hafi orðið framsóknar- maður umhugsunar-og áreynslulaust. Ég einfaldlega aðhyliist þá lýðræðislegu jafnaðaruppbyggingu sem Framsóknar- flokkurinn vinnur að.Eflaustmá segja að i þvi sé ekki ýkja mikill munur á Fram- sóknarflokknum og Alþýðuflokknum. En ég hef metið mikils mannlegu þættina i þjóð- félagsuppbyggingunni, og t.d. byggða- stefnan skiptir þar máli. Ég vil að þjóð- félagiö leggi sitt af mörkum til að byggð megi haldast þar sem fólk vill á annað borö búa. Það er oft sagt að það sé ákaflega óhagstætt að strita viö að halda uppi byggð á öllum þeim stöðum sem nú eru i byggð. En öllum þykir vænt um sina heimabyggð. Það er mannlegi þátturinn. Efnahagslegu gæðin eru ekki allt, og eiga ekki að vera allsráðandi. Ég á til dæmis heima norður i Þingeyjar- sýslu i sálinni. Ég er alinn upp á bæ afa mins, og tel mikla gæfu að vera alinn upp I sveit Það er styrkur fyrir mig. Margar kvikmyndir og bækur eru til um sveita- fólkið sem flytur til borgarinnar og hrein- lega umturnast. Þetta er ákaflega ýkt. Mér íikar síður en svo illa I Reykjavik. En sveitamaður er ég fyrst og fremst.” Greill iram — Þú varst hlaupari yfir meðallagi á þinum yngri árum, ekki satt? „Ég var mikið i iþróttum þegar ég var svona 15 til 21—22 ára. Þau ár var mikið iþróttalif I Þingeyjarsýslunni -viö vorum með nokkuð harðsnúið liö og náðum einu sinni að verða i öðru sæti i deildarkeppni Frjálsiþróttasambands tslands, og við fengum slatta af stigum á íslandsmótum. Þetta var á árunum 64 til 68—69 og var mjög skemmtilegt. Hópurinn var góður og samhentur. t frjálsum iþróttum verður maður að treysta á sjálfan sig einan, og það verður til þess að keppnisskapið eflist. Sem afturkemur oft til góða siðar ilifinu. En ég sé eftir þvi, svona eftir á, að hafa aldrei verið ifótbolta. Ég var aldrei isliku hópliði, þar sem reyndi á aö vinna saman.” — Og mdifram hlaupunum spilaðirðu i bitlahljómsveitum ? „Þegar ég var í Menntaskólanum á Akureyri var bitlaæðið i algleymingi. Þeir voru að koma upp um það leyti sem ég var I landsprófi, og ég átti þarna gitar og magnara. Ég spilaði alla veturna i mennta- skólanum. Það var mikið að gerast. Maður fór að greiða fram og hætti að nota brilljan- tin. Ég varð mér útum jakka með hring- sniðnu hálsmáli, alveg eins og bitlarnir voru i. I gegnum þetta allt var með mér Egili Eðvarðsson. Við vorum saman i alls- konar hljómsveitum og pældum i plötum og stefnum. Sleini spil Einu sinni var meira að segja gerð kvik- mynd um eina hljómsveitina. Það var Eðvarð, pabbi Egils, sem kvikmyndaði. Við höfum eflaust verið undir áhrifum frá Hard Days Night og Help, en þessi mynd varð nú aldrei sérlega lík þeim. Þetta var sex minútna löng mynd, tekin á setustofu menntaskólans. Hiin var þögul, en við skráðum nákvæmlega niður timann i þvi augnamiði aðspila inná segulband seinna, þannig að mynd og hljóð passaði. Það varð nú aldrei neittaf þvi. Þessi mynd sýnir þvi fjóra unga tónlistarmenn spila bitlatónlist af miklum krafti — en ekkert heyrist. Þegar ég varkominn suður Iháskóla átti ég um tvennt að velja til að haf ai mig og á. Annað hvort að spila með hljómsveit árið um kring og lesa árið um kring. Eða að lesa eingöngu á veturna og fá mér vel borgaða vinnu á sumrin. En á þessum árum við- reisnarstjórnarinnar var ekkert óskaplega bjart með atvinnu og ekkert um uppgrip. Þarna um haustið bauðst mér hinsvegar að fara i hljómsveit Þorsteins Guðmunds- sonar, og íhenni spilaði ég sjö ár samfleytt. Hætti þegar skólinn var búinn. En með þvi að spila og með námslánum hafði ég alltaf nóg til að lifa af. HljómsveitSteina spil var þriggja manna hljómsveit sem jpilaði sveitaballatónlist, og hafði aldrei tónlistarlegan metnað, en þeim mun meiri metnað að skemmta fólki. Þetta var hinsvegar oft skemmtilegt og ég ferðaðist mikið i gegnum spilamennskuna, bæði innanlands og erlendis. Við vorum' fengnir til að spila I Noregi, Danmörku, Sviþjóð og á Spáni á þessum árum. innfæddur. Hann bókstaflega rataði um allt. Ég hef aldreiskilið hvernig hann fór að þessu. Eftir þetta hef ég hinsvegar trúaö skilyrðislaust öllum þeim sögum sem ég hef heyrt um ökuhæfileika ómars. Hjötsúpa — Fylgdi spilamennskunni ekki mikið fylleri og sukk? „Nei,ekki hvað mig varðaði að minnsta kosti. Ég er og hef alltaf verið mikill hófs- maður á áfaigi. Ég fann ekki fyrst á mér fyrr en ég var kominn vel yfir tvitugt og neyti áfengis svo sparlega að ég jaðra við að vera algjör bindindismaður. Þó verð ég að játa að einu sinni spilaði ég ölvaður. Það var þegar salurinn á neðstu hæðinni i Klúbbnum var vigður. Hátiðin byrjaði á koktál um klukkan fimm,þar sem ýmsum var boðið. Við byrjuðum á þvi að spila nokkur lög, en tókum svo þátt I kokteil- partíinu. Ég hafði aldrei áður verið i neinu sliku, og hafði reyndar aldrei drukkið annað en borðvin. En ég hugsaöi m eð mér að allt i lagi væri að fá sér eitt staup. Ég gerði það og þótti það ansi gott. Svo ég fékk mér annað. Og það þriðja. Svo fékk ég mér snittur og fjórða glasið og jafnvel það fimmta. Þegar þessu var að ljúka um sjö leytið um kvöldið ætlaði ég að standa upp en komst þá að þvi að ég var orðinn þéttings drukkinn. Mér bregður heldur betur i brún, þvi ég átti að spila klukkan niu og hafði alltaf verið mjög harður á þvi að gera það ódrukkinn. Hef alltaf sagt að annað væri gróf móðgun við dansgesti og samstarfsmenn. Ég fór þvi upp á klósett, fór úr aö ofan og reyndi að kæla mig niður með köldu vatni. Einhver hafði einhverntima sagt að það væri svo gott að fara i kaltbað til að láta renna af sér. Þetta hafði litiláhrif. Þá mundi ég eftir að hafa heyrt aö gott væri að borða mikið. Ég fór þvi inn ieldhús og þar var kjötsúpa á boröum. Þetta var ofsalega feit súpa og kjötbitarnir ennþá feitari. Ég hef alltaf skorið alla fitu af þvi kjöti sem ég hef borðað, en þarna fannst mér fitan hið mesta lostæti. Ég hakkaði i mig spikið, hvern bitann á eftir öörum. Þetta hafði náttúrlega litil áhrif og ég var ennþá töluvert drukkinn þegar við byrjuðum að spila. En það fór nú af þegar leið á kvöldið. Hinsvegar mundi ég eftir feita kjötinu næst þegar ég borðaði kjötsúpu og hugsaöi gott til glóðarinnar. Valdi feitustu bitana á fatinu. En mikið ofs&lega þóttu mér þeir vondir! Enginn kennari? — Hvernig var svo fyrir ungan mann að taka við skólastjórastöðu i Samvinnuskól- anum? „Sumt var erfitt og annað var létt. Ég fór uppeftir 27 ára, algjörlega reynslulaus og elstu nemendurnir voru eldri en ég. Ég man eftir þvi aðfyrsta veturinn var ég með skól- anum i skoðunarferð, og þá kom til min einn af forsvarsmönnum fyrirtækisins sem við erum að skoða og segir: „Er virkilega enginn kennari með ykkur?” Annars er Samvinnuskólinn gamalgróin stofnun, og ég kom að honum á timamót- • um. Miklar breytingar voru að eiga sér stað á starfsfólki og timarnir voru ákaflega mikið að breytast i skólamálum á þessum árum. Fyrstu árin fóru eðlilega i það að kynnast starfi skólans, en siðan var farið i að útfæra hugmyndir. „Hver timi hefur sinn móral, eða tiöar- anda. Skólar þurfa að vera i takt við tím- ann. Annars lenda þeir i andstöðu við nem- endur, og það gengur ekki. Annars er heimavistarskóli allt annað en skólar þar sem nemendur fara heim að loknum tim- um. Heimavistarskólinn er heimili manna og vinnustaður og þar er tómstundunum eytt. Á Bifröst er félagsmálakennari sem sér um að allir klúbbar starfi og svo fram- vegis. Ég skil eiginlega ekki að aðrir skólar hafi ekki tekið það upp. Sá maður sér um að allir hafinóg aðstarfa og aö engum leiðist. Atvinnulaust fólk er óánægt, og það er frumskilyrði á heimavist að hlaðiö sé á tima fólksins”. — Nú ert þú hættur eftir sjö ára starf. Þýðir það að nú eigi að snúa sér meira að stjórnmálunum? „Nei, ég stefni ekki neitt i pólitik. Ég var einn þeirra sem talinn var koma til greina i sæti Halldórs E. i Vesturlandskjördæmi, en iþað fór ekki þannig. Ég er i nokkrum á- hrifastöðum fyrir flokkinn og vinn yfirleitt það sem ég er beðinn um. En ég trana mér | ekki fram ”. — Er ekki vafasamt fyrir upprennandi stjórnmálamann að vera að stússa i popp- bransanum, eins og þú ert ennþá? i „Jú, örugglega. E n þetta Upþlyftingamál hefur veriö mjög skemmtilegt viðfangsefni. Upplyfting er upphaflega skólahijómsveit úr Sam vinnuskólanum. Svo þegar hún hafði verið að leika saman um nokkurt skeið, þá fóru menn að hafa orð á þvi að gaman væri að gefa út plötu. Það var gert, platan hét Kveðjustund, og tvö lög af henni urðu geysilega vinsæl. Það kom svo eiginlega af sjálfu sér að farið var Uti að gera aðra plötu i sumar,og eitt lagið af henni hefur einnig orðið mjög vinsælt — Endurfundir. Upplyfting er svona sex til sjö manna hópur sem hefur unnið saman að þessum plötum sér til skemmtunar. Svo er alltaf ákaflega spennandi að spá i hvað verður vinsælt og hvað selst. Það er oft talað dálitið niðrandi um popp, og það ekki talið mjög merkilegt. En ég held að það sé stærri þáttur i þjóðmenning- unni en margir gera sér grein fyrir. Það eiga t.d. flestir græjur. Poppið snertir marga. Þessi tónlist, nýbylgja, pönk, rokk og fleira sem ég kalla popp einu nafni mótar skoðanir og móral ungs fólks miklu meira jen nokkurn tima Islendingasögurnar gera. Þannig að menn ættu að gefa þvi meiri gaum en hingað til. Bubbi Morthens hefur til dæmis haft merkjanleg áhrif á Islenskt menningarlif si'ðasta ár”. Fárðnieg einKunnagjöl — Nú eru skólamál i deiglunni. Hvað finnst þér sem „fyrrverandi” skólamanni um þau? „Skólakerfið hefur á margan hátt flast út. Það er alltaf verið að gera meira og meira fyrir þá lökustu,og ég hef á tilfinn- ingunni að það sé á kostnaö þeirra bestu. Það er sjálfsagt að hjálpa öllum, en það má ekki láta þá betri hanga aðgerðarlausa á meðan þeim lakari er sinnt. Margir þekkja að greindir krakkar, sem koma læsir i skólann og hafa mikið lærdómsþol, hafa ekkert fyrir námi fyrstu skólaárin. Fyrstu skólaárin er timabil sem að minum dómi er ekki nógu vel nýtt,þvi þá einmitt taka krakkarnir ótrúlega ört á móti. Það er ekki fyrr en þau eru orðin 10 til 11 ára að eitthvað fer að reyna á þau. Mér finnst lika einkunnagjöfin fáránleg. Venjulegt fólk skilur hvorki upp né niður i henni, nema hún sé sérstaklega útskýrð. 1 grunnskólanum færðuannað hvort A, B, C j eða D i einkunn og i framhaldsskólanum | það sama. Ensamtmerkja þessir stafir sitt Ihvað og þarna er mikill munur á. I seinna tilvikinu standa bókstafirnir fyrir ákveðnar . tölur — Aeryfir8,0 — en i þvi siðara standa I bókstafirnir fyrir prósentur. Þá fá sjö bestu prósent árgangsins A.næsti hópur B og svo framvegis, alveg óháð þvi hve einkunnin er góð samkvæmt gamla kerfinu. Ég tel að það ætti að setja lög, þar sem öll einkunna- gjöf i skólakerfinu er samræmd. Það á bara að gefa fólki einkunnir frá einum og upp I tiu . Skólarnir mega ekki vera með svona þarflausan lærdómshroka. Þeir verða að tala mál sem fólk skilur.” viölal Guöíön Arnarfmssnn mundír Jim Smarl EKKÍ i PÖHHK — Var Samvinnuskólinn frjálslyndur, með poppara i skólastjórastöðunni? Ég hef þá skoðun að Samvinnuhreyfingin eigi að hafa eins mikið gagn af Samvinnu- skólanum og kostur er. Einhverjar athug- anir hafa sýnt aö það eru ekki nema um 20% af nemendum hans sem vinna sina starfsævi hjá Samvinnuhreyfingunni. Stjórn skólans varð siðan sammála um að námskeiðahald fyrir starfsfólk Kaupfélag- anna væri nauðsynlegt, og nú eru um 1500—2000 þátttakendur i þeim. Vinnan við námskeiðinhefur verið mikil, enda krefjast þau gifurlegrar skipulagningar. Þau hafa samt skilað góðum árangri að minum dómi. Námskeið eins og þessi borga sig fyrir alla, bæði vinnuveitendur og þátttak- endur. Þau eru haldin til að auka starfslega velliðan fólksins, til að það skili betri ár- angri i starfi, og þau hafa sýnt sig i að hjálpa fólki að vinna sig upp”. — Lagðirðu þig fram við að vera einn af hópnum? „Ég ætlaði að verða harður. Ég taldi að mér gengi best að fá mitt fram með þvi að beyta fyrirskipunum og láta eins og ég vissi allt best. En siðan hef ég breytt þeirri skoðun. Stjórnun verður ekki árangursrík nema með samstarfi. Þessvegna notaði ég mikið hópvinnubrögð, ræddi vandamálin þegar þau komu upp. Það gafst miklu bet- ur. Sjálfsagt var ég óöruggur þegar ég byrjaði og það kom út i hörkunni”. Brunavargur Mér er sérstaklega minnisstæð vera okkar i Noregi. Við vorum fengnir til að leika á fullveldisf ^naði, og það voru einkum islenskir stúdentar sem stóðu að þessu. Við fengum þvi inni á stúdenta-- görðum,höfðum tilumráða fjögur herbergi og aðgang að sameiginlegu eldhúsi. Nú, þegar við komum þarna fyrst urðum við varir við að I einu herberginu var maður. Við létum sem ekkert væri, og bjuggum bara um okkur i hinum þremur herbergj- unum. Aldrei hittum við þennan mann, þvi hann einhvernveginn skaust alltaf undan þegar hann sá okkur. Þegar við komum heim annan daginn sáum við að búið var að reyna að stinga upp lásana á hurðunum að herbergjum okkar. Okkur varð ekkert vel við, en sögðum samt ekkert. A þriðja deginum sáum við að greinilega hafði verið kveiktur eldur á gólfinu framan við herbergisdyrnar, og þá stóð okkur ekki á sama lengur. En skömmu seinna var maðurinn_ horfinn og okkur var sagt að þetta hef ði verið maður sem sloppið hefði Ut af geðveikrahæli. Þar var hann vegna þess aðhann var meðkróniskt ikveikjuæði! Mérer lika minnistætt þegar við komum til Gautaborgar. Við höfðum lent i vand- ræðum á Kastrup-flugvellinum i Kaup- mannahöfn vegna verkfalla, en þegar við komum til Gautaborgar beið okkar Ömar Ragnarsson, sem átti að skemmta með okkur.Hann hafðikomið á undan okkur og hafðiorðið sér útium einhvern Bens. Hann hafði verið þarna i einn dag, en okkur til mflrillar furðu ók hann um borgina eins og

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.