Helgarpósturinn - 25.09.1981, Blaðsíða 22
22
Föstudagur 25. september 1981 Holrjr^rf^iriirinn
Ólöf og dr. Erik — skemmtilega samansett efni viö nærfærinn undirleik, segir Arni Björnsson m.a. um
ljóöatónleika Tónlistarfélagsins um siöustu helgi.
Fögur var sú kveðandi að heyra
Tónlistarfélagiö fór heldur en
ekki fallega af staö á þessu
starfsári meö ljóöatónleikunum
á laugardaginn var. Þar söng
Ólöf Kolbrún Haröardóttir
skemmtilega samansett efni viö
nærfærinn undirleik Eriks
Werba. Fyrri hlutinn nefndist
Konur f kvæöum Goethes, og
voru sungin 9 kvennaljóö hans
viö 10 lög eftir Mozart, Beet-
hoven, Schubert, Schumann og
Hugo Wolf. Siöari hlutinn
kallaöist Ungmeyjaljóö.og voru
enn sungin 9 ljóö eftir ýmsa við
lög eftir Sibelius, Brahms og
Richard Strauss.
011 eru lög þessi og ljóö
reyndar samin af karlmönnum,
en flest lögö konum 1 munn.
Sumar draga vissulega i efa eöa
afneita jafnvel meö öllu, að
karlmaður geti túlkaö hug konu.
Lady Chatterley er karlmaöur,
segir Erica Jong. Aörar undr-
ast, hvernig skáld einsog t.a.m.
Brecht eða Kiljan geta jafnvel
sett sig inn 1 leynileg vandamál
meystelpna. Ekki er á voru
færi, aö skera úr þessu, en fögur
var öll sú kveðandi aö heyra.
Hin prentaöa efnisskrá var
einnig til fyrirmyndar, en hún
heföi mátt berast fyrr 1 hendur.
Auk gagnorðrar kynningar á
efni og flytjendum voru öll
ljóðin prentuö þar og þýöingar
meö, ýmist gamlar eftir þjóö-
skáld og góöskáld eöa i óbundnu
góöu máli eftir Þorstein Gylfa-
son. Hann átti reyndar llka
skondinn texta viö aukalag eftir
Schubert. Það er álitamál,
hvort 1 þessu skyni á ab taka
gamla bundna þýöingu fram
yfir nákvæma óbundna ís-
lensku. Oft er nefnilega einhver
vandræöagangur á bundnu þýö-
ingunum, m.a. vegna stuölanna
þriskiptu greinar eöa smámis-
skilnings.
Ólöf Kolbún var ekki nema I
slnu meðallagi 1 fyrstu tveim
lögunum, en söng sig glæsilega
upp. Þaö er naumast hægt aö
nefna eitt ljóö ööru fremur.
Kannski fannst manni bara þau
lögin fallegast sungin, sem
maður þekkti best, einsog Gréta
viö rokkinn eftir Schubert, Sá
einn er þekkir þrá eftir Beet-
hoven og Kvöldlokka eftir
Strauss. En þaö segir lika sina
sögu. Giska gaman var aö heyra
muninn á siöari söng Klöru úr
Egmont (Freudvoll und leid-
voll) I tónsetningu bæöi Beet-
hovens og Schuberts. Skaps-
munir hvors um sig leyndu sér
ekki. Þetta leiddi liklega til
þess, aö undir siöasta aukalag-
inu, Óönum til tónlistarinnar
eftir Schubert varð manni óvart
hugsað til óöar Egils Skalla-
grímssonar til skáldskaparins i
lokum Sonatorreks. Hefur hvor
til sins ágætis nokkuð.
Erik Werba er ekki neinn af-
dankaöur karl, sem dreginn
hefur veriö upp og gerður að
stóru númeri hér útá íslandi,
einsog einhver kynni að freist-
ast til aö halda. Þaö þarf engan
sérfræðing til að skynja það
strax á þessum hógláta manni,
aö hann er meira en ósvikinn.
Enda mun þetta eitt merkasta
nafn i heiminum i dag á sviöi
ljóðasöngs, bæði sem kennari,
undirleikari og fræöimaður, og
hefur m.a. lengi haft sinn sess i
vönduðustu músikleksikonum,
þótt hann sé ekki nema 63 ára.
Doktorsritgerö samdi hann
um hlutverk söngvarans
(Aoidis) I Hellas frá dögum
Hómers til Pindarosar. Og þá
var ekki ýkja langt hopp yfir i
ljóöasöng nútimans. Hann er
lika svo skyniborinn aö viður-
kenna, aö margir söngtextar
séu óttalegt bull, sem tónlistin
hafi gert ódauðlegt, einsog hann
sagði i blaðaviötali um daginn.
Enda getur oft veriö tillitssemi
af tónskáldum aö kássast ekki
upp á jússur ljoöskáldanna, sem
óvist er nema spillist viö. Þaö er
t.d. hryggilegt, þegar allskonar
popparar uppgötva, aö menn á
borö við Snorra Hjartarson,
Stein Steinarr, ólaf Jóhann, séu
bara „andskoti góðir” og vilja
endilega klessa einhverri lag-
nefnu vib þau ljóö þeirra, sem
helst ætti aö fara meö I hljóöi.
Það eru vist mörg ljóðskáld i
bráöri hættu nú um stundir.
Minna máli skiptir um leirinn,
enda hafa góö tónskáld einatt
veriö fundvis á hann.
Þótt orður og titlar notist oft
sem uppfylling i eyður verðleik-
anna, einsog dæmin sanna, þá
er Erik Werba áreiðanlega vel
að þvi kominn að vera riddari af
Dannebrog og heiöurskrossberi
i Austurriki fyrir visindi og listir
með sæmdarorður frá
Mozart-félögum i Vin, Salzburg
og Paris m.a.s. Japan. Enda
hefur hann verið forseti
Mozart-félagsins i Vinarborg
frá 1946 og prófessor viö Tón-
listarháskólann þar frá 1949.
Þaö er frægur vitnisburður um
islenska nemendur hans i Vin,
að þessi maöur skuli leggja leið
sina þrásinnis hingaö noröur til
aö halda námskeiö fyrir is-
lenska söngvara.
Gæðapopp
i.
Agætur vinur minn fer ekki
ofanaf þvi þessa dagana að
rokkkvinnurséu búnar aö skella
rokkkörlum á bakiö: ,,Sjáðu
Joan Armatrading.sjáðu Rickie
Lee Jones, sjáður Pretenders,
og siöasta plata Janis Ian var
helviti góö. Ég meinaða....”
Mikiö til i þvi.
Walk Under Ladders er
áttúnda platan á glæsilegum
ferli Joan Armatrading. Hún
yfir Cliff Richard og Bitlunum,
hlustaði hún á Free og Van
Morrison. Lykillinn að hinum
sérstæöa og sterka persónuleika
hennar er að finna i æsku
hennar. Hún var oftast ein,
haföi sinar eigin skoðanir og fór
sinar eigin leiöir. Hún hefur til
dæmis aldrei „lært” á gitar. I
staðinn uppgötvaöi hún gitarinn
fyrir sjálfa sig með því að slá
saman nótum þangaö til hún
fékk úthljóm sem féll henni vel i
geð. 1 einverunni þróaðihún lika
Poþp
Jm eftir Pál Pálsson
fæddist árið 1950 á eynni St.
Kitts I Vestur-Indium og fhitti til
Birmingham á Englandi sjö ára
gömul. Pabbi hennar, strætis-
vagnabilstjóriog trésmiður, var
m jög andsnúinn áhuga hennar á
tónlist, þrátt fyrir að vera tón-
listarmaður sjálfur og geymdi
alltaf gftarinn sinn uppá skáp,
þarsem dóttirin náði ekki til
hans, þegar hann fór i vinnuna.
Hann ætlaðist til aö hún yröi
lögfræðingur, en þegar hún var
14ára sá hún Marianne Faithful
Isjónarpinu ogákvaðað fara að
semja sín eigin lög.
I byrjun haföi hún li'tinn
áhuga á poppto'nlist. A meðan
vinir hennar gengu af göflunum
meö sérsöngstil, sem á sér enga
hliðstæðu. Og sá siður aö skoöa
mannlifiö úr fjarlægö setur
sterkan svip á ljóðageröina.
Fyrsta platan hennar, What-
ever’s For Us, kom Ut 1974 og
siðan hefur henni stööugt vaxið
fiskur um hrygg, meö hverri
plötu hefur aðdáendahópurinn
stækkað og lýsingarorð tdn-
listarspekúlanta veröa æ
hátiðlegri.
Walk Under Ladders heyrist
mér vera enn eitt skrefið
uppávið, 10 pottþétt lög, af
hverjum þrjú — I’m Lucky,
When I Get It Right og I Can’t
Le To Myself — standa uppúr
amk. svona til aö byrja meö.
Aöstoöarmenn Armatrading á
þessari plötu eru heldur öngvir
aukvisar, Gary Sanford, Tony
Levin, Jerry Marotta, Ray
Cooper, Sly Dunbar og Robbie
Shakespeare svo nokkrir séu
nefndir.
Piratesheitir önnur sólóplata
RickieLee Jones. Hin fyrri sem
bar einfaldlega nafn söngkon-
unnar, kom út 1979 og var ein
vinsælasta og jafnframt besta
plata þess árs. Um hana skrif-
aði ég þá I þessum dálki: „Oft
hafa popptónlistarmain hafið
feril sinn meö, glæsibrag, en
sjaldan hef ég heyrt eins góða
„fyrstu plötu” sem þessa plötu
Rickie Lee Jones. Kemur þar
margt til: óaöfinnanlegur
hljóöfæraleikur, góöur hljómur
(sound) og hljdöblöndun, en
fyrst og siöast lög og ljóö
RickieLee Jones og túlkun
hennar á þeim. Söngstíll hennar
hefur veriö likt viö kokteil
blönduðum úr „Tom Waits I
konuliki,hvItri Billie Holiday og
seinnitimaLaura Nyro”. Það er
nokkuð til I þessu, en þegar allt
kemur til alls er ekki hægt aö
segja annaö en hún hafi sinn
eigin persónulega stil.”
Þetta stendur enn þann dag i
dag. Pirates er verðugur eftir-
rennari fyrstu plötunnar jafn-
vel enn betri tónlistarlega séö,
en óneitanlega vantar á hana
lag I likingu viö Cuck E.’s In
Love, til þess að komast i 1. sæti
á vinsældalistunum. Þrátt fyrir
þaö er Pirates ein vinsælasta
platan f Bandarfkjunum um
þessar mundir.
II.
Það eru aðeins þrjár hljóm-
sveitir sem hafa haldiö dampi
frá því takturinn og treginn
(r&b) rann saman viö vaggið og
veltuna(r’n’r) i'upphafi sjöunda
áratugarins, með þeim af-
leiðingum sem allir þekkja, —
Rolling Stones, Kinks og Who. Á
þeim bráðum tuttugu árum sem
siðan hafa liöið hafa þessar
hljdmsveitir að visu nokkrum
sinnum dottið niðri óttalega
lágkúru, sérstaklega Stones og
Who, en þær standa allar með
pálmann i höndunum í dag.
Tattoo You nýjasta plata
Rolling Stones, og fyrsta meiri-
háttar platan sem pressuð er
hér á landi, fór I fáum stökkum
uppi 1. sætið iUSA, en verður að
lúffa, 1 bili amk., fyrir Kjöthleifi
vini vorum i Bretlandi.
Tattoo You ætti ekki að koma
neinum Stonesaðdáanda á
óvart, — nema ef væri hve
óendanlega mörg tilbrigði
Jagger og Richard virðast geta
vafiö um sama rokkstefið. Hve
margar útgáfur af Starf Me Up,
skyldu þeir i' rauninni vera bún-
ir aö bera á borð fyrir mann?
En þeir eru alltaf sömu ósvifnu
pönkaramir, hafa aldrei komist
af gelgjuskeiðinu. Sem betur
fer.
Ég veit i raunirmi ekki hvað
ég á aö segja meira um Tatto
You. Jú, Jagger virðist vera
farinn að beita meira hinni um-
deildu falsettu sinni, sem er
mjög áberandi i ballöðunum á
hlið 2 (já, þetta stendur á plötu-
miðanum), jarmar meiraað-
segja á einum staö ekki ósvipað
Barry Gibb (oj bara segja ef-
laust margir). Nema hvað:
Tattoo You er pottþétt Stones-
plata.
jrRock bands vill come, and
rock bands will go, but rock’n’-
roll will go on forever.”
Þetta segir Raymond Douglas
Davies oft, þegar Kinkshljóm-
leikar eru á enda. Og allir vona
auðvitað aö Kinks haldi áfram
að vera á staönum til eilifðar-
nóns. Kinkskoma manni alltaf á
óvart, þvi þó að þeir séu fyrir
löngu orðnir ek. stofnun I rokk-
heiminum, er tónlist Ray
Davies langtfrá þvi að vera eins
stöðluð og td. tónlist Jaggers og
Richards.Lagasmiðar hans eru
langtum f jölbreyttariog það eru
ár og dagar siðan hann hefur
látB fara frá sér ómerkilegan
texta, en það hafa hinir oft-
sinnisgert sig seka um, ekkisist
i seinni tið.
Give the People What The
Want er 30. plata Kinks, —
þ.e.a.s. „opinberlega”, þeir
hafa nefnilega orðiö illilega fyr-
ir barðinu á óprúttnum bissn-
essköllum i gegnum árin, og
tala samsafnsplatna og
búttleggja er sjálfsagt legió. —
Og einsog næstum allar plötur
þeirra hafa verið „hin besta til
þessa”, er þessi hin besta til
þessa. Ray Davies hefur oft
veriðnefndur guðfaðir pönksins
— enda ekki fáar pönkhljöm-
sveitir sem hfa slegið í gegn
með lögum eftir hann sbr. Jam
og Pretenders ( og hér sannar
hann eina ferðina enn, að þaö
komast fáir með tæmarþarsem
hann er með hælana þegar
rokkið er annarsvegar, t.d. I
titillag inu og On the Docks.
Rólegar sentimental ballöður a
la Davies eru einnig til staðar,
td. Yo-Yo. — Og gömlu dagarnir
birtast okkur ljóslifandi i Better
Things. Kinks hafa aldrei verið
betri (eða ætti ég kannski að
segja: eru alltaf jafn góöir).
Svo ég bregði fyrir mig
orðfæri Leiðarvísis helgar-
Póstsins:
Allir saman nú: Niður með
(s)minnkiö, upp meö kinkiö
(bara ekkikolli)....