Helgarpósturinn - 25.09.1981, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 25.09.1981, Blaðsíða 4
3ZZB&XÍ Föstudagur 25. september 1981 Björgvin Kristbergsson meö fósturmóöur sinni, Helgu Veturliöadóttur. Fjölskylduheimili - heimili, ekki stofnun: Mér finnst «?est að vera hérna’' l»ar til fyrir tiu árum þótti sjálfsagt, aö börnum og ung- iingum, sem einhverra hluta vegna gátu ekki veriö á heimiium foreldra sinna, væri komiö fyrir á stofnunum. Munaöarleysingjahæli eru þekkt fyrirbrigöi af þeim toga I útlöndum. A isiandi þekkjum viö stofnanir eins og Sil- ungapoll og Jaöar. i Krýsuvík var reistur skóli og vistheimili fyrir ,,vand- ræðabörn” fyrir allmörgum árum, eins og frægt varö. Þaö hús stendur nú autt og tómt, og engum tekst aö finna þvl hlutverk. Þaö fær þvi aö vera minnismerki um úrelta aö- ferö viö aö aöstoöa þau ólánsömu börn og unglinga, sem eiga ekki I neitt hús aö venda. i staö þess aö setja börnin á stofnanir hefur stefnan ver- iö sú undanfarinn áratug aö finna þeim góö heimili þar sem þau geta alist upp viö eins likar aöstæöur og gengur og gerist meö önnur börn og mögulegt er. Svonefnd vist- heimili á vegum Reykja víkurborgar eru aö sönnu til enn- þá. En þau hafa dregiö verulega saman seglin, og reynt er aö koma börnunum annaðhvort fyrir hjá fósturforeldrum eöa svonefndum fjölskylduheimilum, sem borgin rekur. Reykjavikurborg rekur fjögur slik heimili, viösvegar um borgina. 011 eru þau rekin meö þá grundvallarhugsun aö leiöarljósi, aö þau minni ekki á stofnanir, heldur venju- leg heimili. Þar hafa börnin hvert sitt herbergi, stunda skóla eins og önnur börn eöa sækja vinnu, þau sem hafa Guörún Guömundsdóttir hefur unniö I eldhúsinu hjá Helgu I sjö ár. — ,,Ef mér Hkaöi það ekki heföi ég ekki verið hérna svo lengi”. aldur til. Eini munurinn er sá , aö i staö foreldra er þaö forstööukona og aöstoöarkona hennar, launaöar af borg- inni, sem sjá um húshaldiö — og uppeldiö. Heimilisandi — Aöalatriöiöer, aö hér er reynt aö likja eftir venjulegu heimili. Hér gilda engar sérstakar reglur abrar en á heim- ilum yfirleitt, þaö þarf aö rikja reglulegur heimilisandi til aö börnunum liöi vel, segir Helga Veturliöadóttir for- stööukona eins þessara heimila. Þaö er aö Akurgeröi 20, og hún hefur fjögur uppeldisbörn á heimilinu. Þau eru raunar varla börn lengur, þab yngsta er 18 ára, þab elsta 26 ára. Helga hefur veitt þessu heimili forstööu siöan 1971. En afskipti hennar af heimilislausum börnum hófust talsvert fyrr. — Viö fórum aö taka krakka, hjónin, árið 1959, þegar viö bjuggum vestur á Baröaströnd — Þórustööum i Gufudals- sveit. Magnús heitinn Sigurösson skólastjóri i Hliðaskóla baö okkur fyrir fyrsta piltinn, sem er látinn núna. Meðan viö vorum fyrir vestan tókum við svo annað barn, en áriö 1965 fluttum viö til Reykjavikur og vorum meö allt upp i fjögur fósturbörn á okkar eigin heimili, i Nökkvavoginum. Þegar maöurinn minn veiktist varö sú breyting, aö borgin keypti þetta hús i Akurgerðinu, og eftir það hefur Félagsmálastofnun rekiö þaö sem fjölskylduheimili, segir Helga Veturiiöadóttir. Hefur aMö upp tíu börn Mest hefur hún haft sex börn á heimilinu. En þau eru oröin tiu börnin sem hún hefur fóstraö, og þau hafa komiö til hennar 10 til 14 ára gömul. En sjálf hefur hún aldrei átt börn. Hvernig hefur henni fundist aö ala upp annarra manna börn — og standa i þessu yfirleitt? — Þetta er ósköp ánægjulegt starf, þaö er gaman aö fylgjast meö þvi hvernig börnin þroskast stig af stigi. Mér finnst þetta hljóti aö vera eins og að ala upp eigin börn. Þau sem eru farin aö heiman koma ööru hvoru i heim- sókn, meöal annars á jólunum. Einn pilturinn, sem nú býr hjá móöur sinni, vinnur hérna rétt hjá og skreppur stund- um til okkar i kaffi. Krakkarnir eru eins og systkini, taka tillit hvert til ann- ars og hegöa sér yfirleitt eins og börn á hverju ööru heim- ili. 011 eiga þau sér „græjur” eins og flestir unglingar nú á dögum, og þaö getur veriö liflegt hérna þegar þau eru öll að hlusta, hvert I sinu herbergi. Samt reyni ég eins og hægt er aö viðhalda fjölskyldu- böndum þeirra. Þau eiga rétt á aö hitta foreldra slna einu sinni i mánuöi, en mér finnst betra aö þau hafi samband viö þá þegar þau eöa foreldrarnir vilja. En þau lita á þetta sem heimili sitt eins og má sjá af þvl, að elsti drengurinn var spurður aö þvi eitt sinn á skemmtistaö hvers konar heimili þetta væri, þetta fjölskylduheimili. Þegar hann kom heim sagöi hann viö mig: „Eru fjölskylduheimili eitthvaö ööruvisi en önnur heimili?” helgarpásturinn. eftir Þorgrím Gestsson ráða vib þaö lif, sem eölilega greindum börnum er ætlaö. Og elstu drengirnir eru komnir meö bilpróf, og eiga eigin bíla. 011 eru þau núna komin yfir skyldunámsaldur og stunda vinnu utan heimilisins. Hann Jósef Olason, 19 ára, og hefur veriö hjá Helgu frá þvi hann var 11 ára vann hjá bænum i fjögur ár. Nú er hann kominn i bókband hjá Ríkisprentsmiðjunni Guten- berg. — Ég var viö að steypa kantsteina og gangstéttir, en núna er ég kominn i bókband. Þetta er önnur vikan min þar. Svo spila ég fótbolta. Ég æföi meö 1R, en hætti þar vegna þess aö strákarnir rifust svo mikið. Svo heiti ég Jós- ef Ólason, ekki ólafsson. Þaö eru margir sem halda þaö. En hann hefur fleiri áhugamál, hann Jósef Ólason. Hann spilar á gitar, og spilar stundum i hljómsveit, ásamt tveimur félögum sinum. Þeir hafa meðal annars spilaö fyrir krakkana i Sóiheimum. — Þetta er eiginlega ekki hljómsveit. Einn spilar á trommur, og svo er einn söngvari. Viðerum bara svona að þreifa okkar áfram, segir Jósef ólason. Og hvaö sem hann reynir aö gera litiö úr spilverkinu sinu virðist honum vera alvara með músikina, þvi hann er i gitartimum hjá Óla Gauk. — Mér finnst best aö vera hérna. Þetta er besta heimilið sem ég hef átt, segir hann og er rokinn upp i herbergiö sitt. Von bráöar er hann farinn að þenja gitarstrengina. Hljómsveitin er á segulbandi, hann bætir gítarnum við. // Fer oft á öskuhaugana" Jósef var nýkominn úr vinnunni, þegar við tókum hann tali, og var aö fá sér aukasopa I eldhúsinu hjá Elinu Guö- mundsdóttir, ásamt Björgvin Kristbergssyni, þegar viö komum i heimsókn. Björgvin er yngstur þeirra uppeldissystkinanna, 18 ára. — Ég vinn hálfan daginn i hreinsunardeild Reykjavlkur, hef veriö þar á annað ár og kann ágætlega viö þaö. Maöur fer til dæmis oft á öskuhaugana og svoleiðis, segir Björg- vin. Þaö eru ekki nema fjögur ár siöan hann kom til Helgu. Áöur var hann i sveit á Eldjárnsstööum i Húnavatnssýslu I nlu ár og siöan tæpt ár i Breiðuvlk. — Mér líkaöi svona upp og ofan þar, segir hann um veru sina i Breiðuvik. Sveitin var lika ágæt, stundum aö minnstakosti, en best finnst honum aö vera hérna I Akurgerðinu. Gamanaðdansa Agústa Siguröardóttir er oröin 23 ára og hefur unniö á sama staö i átta ár. — Fyrst vannég I Belgjageröinni I fimm ár, vib frágang á saumastofunni. Fyrir þremur árum keypti Karnabær Belgjagerðina, og ég hélt áfram, segir Ágústa. Hún er búin aö vera hjá Helgu 113 ár og er ekkert farin að hugsa fyrir þvi að fara frá henni. — Hvað gerir þú, þegar þú átt frí? — Mér finnst gaman aö dansa, ef þaö er nógu mikiö f jör á gólfinu. Ég hef fariþ einu sinni i Hollywood — þaö var þröngt á þingi þar. En mest fer ég i Tónabæ og Þrótt- heima, segir Agústa, og Helga bætir þvi við, að hún spili dálitið á gitar eins og Jósef en Ágústa gerir litiö úr þvi. HeimiM ekki stofnun Þaö fer ekki milli mála, þegar komiö er inn i Akurgerði 20, aö þaö er heimili, ekki stofnun. Jafnvel þótt Félags- málastofnun Reykjavikurborgar reki þaö á sinn reikning. Þaö er I engu frábrugöið öörum reykvískum heimilum — eöa islenskum heimilum yfirleitt, eins og þau ganga og gerast. Þaö er fyrst og fremst heimili Helgu Veturliða- dóttur og uppeldisbarnanna hennar. Hún Guörún Guö- mundsdóttir vinnur i eldhúsinu alla virka daga kl. 9-5 og hefur gert þaö i sjö ár. A þeim tima hugsar hún ekki bara um mat og kaffi, hún spilar viö krakkana og spjallar viö þá, eins og þau væru hennar eigin. Helga býr viö þær undarlegu aöstæður aö vera sam- bland af borgarstarfsmanni og „venjulegri” húsmóöur. Hún er húsmóöir i Akurgerðinu — en stundum tekur hún sér fri og dvelur þá i sinni eigin ibúö. Það eru hennar hlunnindi framyfir „venjulegar” húsmæöur, þótt hún hafi ekki alltaf notið þeirra. // Hef ur þróast svona" öll eru þau börnin hennar Helgu þroskaheft, á hinum heimilunum, sem eru rekin i Reykjavík, er þaö upp og of- an. Sum eru þroskaheft, önnur þurfa aö dvelja þar af öör- um ástæöum, yfirleitt vegna heimilisaöstæðna hjá for- eidrunum. — Hvers vegna þroskaheft börn, Helga? — Fyrsta barniö sem ég tók eftir aö viö komum til Reykjavikur kom úr Höfðaskólanum, og siöan hefur þaö þróast einhvernveginn svona, er hiö einfalda svar Helgu. Og sjálfsagt verður þvi varla svaraö ööruvisi. i venjulegum skóla En þau hafa staöiö sig vel, börnin hennar Helgu. Tvö þeirra fóru I hverfisskólann, Réttarholtsskóla, og luku þaöan námi. Fyrir slik börn er þaö afrek útaf fyrir sig aö Ágústa Siguröardóttir — gaman aö dansa ef þaö er nógu mikið fjör á gólfinu. myndir: Jim Smart Jósef Ólason — er ablæra á gitar hjá óla Gauk.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.