Helgarpósturinn - 25.09.1981, Blaðsíða 13
13
holrj^rpn<ífl irinn Föstudagur 25. september 1981
Aðflutti silungurinn i Hólmsá:
Lagðist fyrir og neitaði að bíta á
Siðla sumars var gengist fyrir
þvi að sleppa töluverðum fjölda
silunga i Hólmsá, rétt fyrir ofan
Reykjavik, til að gefa ibúum höf-
uðborgarsvæðisins kost á þvi að
stunda silungsveiði og útivist i
fallegu umhverfi. Töluverð ásókn
var i veiðina þarna, en litið hefur
farið fyrir fréttum af aflabrögð-
um. Helgarpósturinn haföi þvi
samband við Ólaf Sæmundsen,
stjórnarmann veiðifélags Elliða-
vatns, sem annast veiöileyfin i
ána, og spurði hann hvernig veið-
in hefði gengið.
„Það var dálitil veiöi fyrst á
eftir, en siðan var bara eins og
hann vildi leggjast og tæki ekki
á”, sagði Ólafur.
Hann sagði, aö fiskurinn heföi
einnig veiðst eitthvað niðri i Ell-
iðavatni, og hefði jafnvel gengiö
alla leiö niður i Elliðaár.
Aðspurður um það hvers vegna
fiskurinn veiddist ekki, sagði
Ólafur, að þegar fiskurinn væri
fluttur svona milli staöa, þyrfti
hann alltaf smá tima til aö jafna
sig, og þetta hefði verið gert rétt
áður en veiðitimabilinu lauk á
svæðinu. Fiskurinn hafi þvi ekki
skilaö sér sem skyldi.
— Heldurðu að hann eigi eftir
að skila sér betur næsta sumar?
„Það getur vel verið. Ef hann
hrygnir, þá kemur hans hrygn-
ingarfiskur til með aö skila sér
betur, þó þessi fiskur hafi ekki
skilaö sér vel núna.”
Ekki sagðist ólafur hafa hug-
mynd um hve mikiö af þessum
fiski hefði veiðst. Veiðifélagið
hefði ekki fengið neinar tölur um
það. Um Elliðavatnið sagöi
Ólafur, að þar virtist veiðin hafa
verið nokkuð þokkaleg, þó ekki
hefði hann neinar tölur þar að lút-
Vísnavinir komnir aftur á kreik:
Afmælishátíð í nóvember
Visnavinir hófu starfsár sitt
með visnakvöldi I Þjóöleikhús-
kjallaranum siðastliðið mánu-
dagskvöld. Þetta er fimmta
starfsár félagsins, en þriðja árið,
sem visnakvöldin eru haldin i nú-
verandi formi. Helgarpósturinn
hafði samband við Hjaita Jón
Sveinsson og spurði hann nánar út
i starfsemina i vetur.
„Við verðum i Þjóöleikhús-
kjallaranum, en ekki á Hótel
Borg.i vetur, alla vega til að byrja
með, þar sem okkur þykir húsið
öllu skemmtilegra en hin gamla
góða Borg”, sagöi hann.
Hjalti Jón sagði, að visna-
kvöldin yrðu að minnsta kosti
mánaðarlega, en vegna fimm ára
afmælis félagsins i nóvember yrði
væntanlega eitthvað gert til
hátiðabrigöa. Þá mætti búast viö
erlendum gestum, en það væri
ekki alveg komið á hreint hverjir
það yrðu, alla vega kæmi
sænska visnasöngkonan Hanne
Jul, en hún var aðalsprautan i
stofnun félagsins á sinum tima.
Einnig verður reynt að fá erlenda
söngvara seinna i vetur.
— Verður eitthvaö sérstakt á
dagskrá félagsins i vetur?
„Við byggjum þetta fyrst og
fremst á visnakvöldunum. Siðan
hefur alltaf einhver hópur farið i
skóla, og reyndar út um allt land,
eftir þvi sem til fellur.
Svo verður norrænt visnamót
hér á landi i júni næsta sumar,
sem við komum til með að undir-
búa og erum að þvi þessa
dagana.”
— Hvað verður gert þar?
„Við verðum með
Reykholt i
Borgarfirði á leigu frá
föstudegi til sunnudags-
kvölds. Þar verða
bæði fundir og
konsertar ýmiss
konar, en við eigum von á
á annað hundrað manns
frá Norðurlöndunum.
Eftir þessa helgi
verðum við siðan
með tónleika i
Reykjavik, liklega i
Þjóðleik húsinu,i lok júni.
Siðan verða einhverjir
hópar, bæði islenskra og
erlendra tónlistar-
manna, sem fara út
um land.”
— Er einhver
plötuútgáfa i
uppsiglingu hjá
ykkur?
„Nei, ekkert
ákveöiö. Það var
bara meira gert til skemmtunar i
vor, en það stendur jafnvel til, að
einhverjir taki að sér að æfa
islensk þjóðlög, dusti af þeim ryk-
ið.”
— Hvernig hefur starfsemin
gengið?
„Mjög vel. Aðsóknin að visna-
kvöldunum hefur yfirleitt aldrei
farið undir hundrað manns, og
upp i fjögur hundruö, þegar mest
er.
Við höfum haft þann sið unda"
farið, að eitt ljóðskáld les
upp á hverju kvöldi,
aðeins til mótvægis
við tónlistina. Þaö
hafa alltaf
verið 3—4 skipulögö atriöi á
kvöldi, en siðan mega allir koma
og láta i sér heyra, ef þeir kæra
sig um.”
Hjalti Jón sagöi, að félagsmenn
i Visnavinum væru um 120, en
flestir gerðu ekki annað en að
mæta á visnakvöldin og borga ár-
gjaldið. Virkir félaga væru ekki
nema um fimmtán manns, en til
stæði að láta hinn almenna
félagsmann sjá
um undirbúning
visnakvöldanna.
— GB.
Leikiö og sungið á fyrsta visnakvöldi vetrarins.
andi, þvi veiöimenn heföu veriö
nokkrir trassar viö að skila veiði-
skýrslum.
Ólafur sagði, aö veiðitimabiliö
stæöi yfir frá 1. mai fram i miðjan
september. Mesta veiðin væri i
mai og júni, en heldur drægi úr
henni yfir há sumariö. Þá heföu
þeir aðeins verið að prufa að
grisja vatniö, þvi talað heföi verið
um að of mikill fiskur væri i vatn-
inu, og of smár. Það heföi sýnt
sig, að mikill fiskur væri i vatn-
inu, en frekar smár.
„Maður veit náttúrlega ekkert
hvað kemur út úr þessu; hvort
það verður betra á eftir”, sagöi
Ólafur, en þó væri möguleiki á aö
fiskurinn sem veiddist siöar yrði
eitthvað stærri.
Það hefur reynst erfitt að veiöa silunginn, sem sleppt var i sumar I
Hólmsá.
DANSSKÓLl
Sigur&ar
Hákonarsonar
BÖRN — UNGLINGAR — FULLORÐNIR
kenndir allir almennir dansar, svo sem:
Barnadansar — Samkvæmisdansar — Discodansar —
Gömlu dansarnir — Rock — l'jútt — Dömubeat, o.fl.
Brons-Silfur oj» Gullkerfi DSÍ
ATH: BARNAKI NNSI.A KINNKí Á I.AIIGARDÖGUIVI.
KENNSLUSTAÐIR:
Reykjavík: Félagsheimili Víkinj»a v/ Hæöargarö.
Þróttheimar v/Sæviöarsund.
Kópav«j»ur: Félagsheimili Kóp. v/Fannhorg 2.
Innritun og allar nánari upplýsingar
daglega kl. 10.00—19.00 í síma 41557
«g 74651
DANSKENNARASAMBAND ÍSLANDS DSÍ