Helgarpósturinn - 25.09.1981, Blaðsíða 5
Jie/garpásfurinrL
Sjónvarp 19
og sögu sem siður eru kunnir.
Þá er aldrei að vita nema þeim
takist hvort tveggja i senn: að
skapa sjálfstæðari listaverk en
ella og glæða áhuga tslendinga
á þeim sögum sem þeir mega
siður við að gleyma.
Islenska sjónvarpið á
auðvitað bæði heiður og þökk
skilið fyrir að vilja blása rykið
af minningu Snorra Sturlu-
sonar. Vönduöheimildamynd um
skáldiöeða röð þátta um þessa
Föstudagur 25. september 1981
tima hefðu kannski gert sitt
gagn, en forráðamönnum
islenska sjónvarpsins er slik
smásmygli fjarri skapi. Þeir
hafa nú um árabil tekið ein-
hvers konar stórmyndastefnu
sem er litilli þjóð og fátækri
stofnun gersamlega ofvaxin og
allir skynsamir menn hafa fyrir
löngu séð i gegnum. A rök þurfa
þessir menn ekki að hlusta,
enda eru þeir i þeirri einstöku
aðstöðu að geta fleygt fjármun-
um þjóöarinnar i sjóinn, án þess
að nokkur kalli þá til ábyrgðar.
Þeir láta sér ekki segjast við
HVAÐ ER
sebaned?
Seba-med eru snyrti- og hreinlætisvörur með sér-
stakri efnasamsetningu, er hefur sýrugildið5,5 sem
merkir það að í þeim er alls engin venjuleg sápa.
Þær eru því súrar og alkalílausar. Því styrkja þær
og vernda náttúrulegt varnarlag heilbrigðs hör-
unds.
Seba-med efnin eru samt sérstaklega ætluð þeim
sem mega helst ekki nota venjulega sápu, enda
voru þau þróuð í nánu samráði við húðsjúkdóma-
stofnanir og sjúkrahús.
Seba-med hefur auk hreinsunar- og verndareigin-
leikanna framúrskarandi eiginleika til að koma í
veg fyrir myndun ólyktargerla. Eru þær þannig í
eðli sínu öruggur svitaeyðir.
Þar sem seba-med hreinlætisvörur eru hannaðar
fyrir viðkvæma húð, eru þær ákjósanlegar í bað-
vatn fyrir ungbörn og við hreinlæti í sambandi við
hina leyndustu líkamshluti. Seba-med vörur eru
notaðar með góðum árangri gegn exemi, bólu-
greftri, sveppamyndun og öðrum húðsjúkdómum.
Þær hafa verið prófaðar af læknavisindamönnum
og hlotið meðmæli þeirra í hvítvetna
Eftirtaldar vörur frá
Seba-med eru nú f áanlegar:
seba-med sápa í föstu formi,
90 gr.
seba-med sápulögur f yrir hár
og kropp, 150 ml.
seba-medlotion 200 ml.
seba-med krem, 60 ml.
seba-med krembaðf reyðir
150 ml.
Fæst t öllum apótekum,
helstu snyrtivöruverslun-
um og flestum stórmörk-
uðum.
Heildsölubirgðir:
Friðrik Björnsson,
Pósthólf 9133 —
129 Rvík. Sími 77311.
hverja kollsteypuna á fætur
annarri, heldur halda áfram aö
smiða æ tröllauknari áætlanir.
Eftir Lénharð fógeta og Silfur-
túnglið finnst þeim ekkert sjálf-
sagðara en flana út i mynd á
borð við þá, sem við höldum
áfram að njdta nú um helgina.
Vesæll gagnrýnandi finnur sár-
lega til þess hversu vanmáttug
hin hefðbundnu skammaryröi
tungunnar eru gagnvart svo
tröllslegri blindni og tjáir hug
sinn ekki betur með öðru en
oröum ritningarinnar um þá
sem sjáandi sjá ekki og heyr-
andi heyra ekki.
Myndin um Snorra Sturluson
lýsir einu átakamesta og for-
vitnilegasta timabili Islands-
sögunnar. Vaxi islenskri kvik-
myndagerð einhvern timann
fiskur um hrygg getur
Sturlunga vafalaust orðið henni
hreinasta gullnáma, en þá
verða kvikmyndahöfundar lika
að læra af mistökum þeirra
Þráins Bertelssonar og Jónasar
Kristjánssonar. Þau eru fólgin i
þvi að ætla sér að koma til skila
i þriggja klukkustunda langri
kvikmynd þvi helsta sem dreif á
daga Snorra og frænda hans á
árunum 1229 til 1241. Við það
ráða þeir ekki, eins og blasti við
i fyrri hluta myndarinnar og
kemur ekki siður fram i þeim
seinni. Frásögn þeirra dregur
t.d. á eftir sér lausa enda, eins
og deilur Sturlu Sighvatssonar
og Vatnsfirðinga, sem er að
sjálfsögðu bagalegt fyrir þá
sem lesa ekki Islendingasögu
áður en þeirsjá myndina. Þá er
ekki heldur gott að leiða fram
persónur án þess að kynna þær,
eins og dæmi voru til i fyrri
hlutanum. 1 seinni hlutanum er
sá háttur svo hafður á, að sagt
er frá ýmsum mikilsverðum at-
burðum í stað þess að sýna þá,
sem hlýtur að teljast neyðarúr-
ræði. Best tekst þegar þessi
frásagnaraðferð er notuö i
bland við eftirminnileg mynd-
ræn brögö, eins og i lýsingunni á
örlygsstaðabardaga. Af öllu
þessu leiðir að óbreyttur áhorf-
andi á erfitt með að fylgjast
nákvæmlega meðgangimála og
raunar læðist stundum að
manni sú hugsun, að til þess sé
tæplega ætlast af honum. Höf-
undur myndarinnar leggur sem
sé slikt kapp á að búa til
Sturlungaaldarstemmningu
(atriði i laugum, veislum og á
Þingvöllum) að frásögnin glat-
ar nokkru af hraða sinum og
stefnufestu fyrir vikiö. A hinn
bóginn má vera að myndin hef ði
orðið eitthvað fátæklegri, hefðu
þessi atriði verið stytt til muna.
Hver var Snorri Sturluson,
hafa menn löngum spurt og
svörin orðið á ýmsa vegu. Það
verður tæplega sagt að mynd
Þráins Bertelssonar varpi ljósi
nýs skilnings á þennan mann
eða segi neitt sem menn vissu
ekki áður um stöðu hans i
islenskri menningu. Þeir Sig-
urður Hallrnarsson festa eink-
,um hendur á stjórnmálamann-
inum Snorra, hinum slægvitra
höfðingja,og koma þeirri hlið að
mörgu leyti vel til skila. Sig-
urður er stólpaleikari, eins og
sýslungar hans vita best, og efa-
mál að frægari leikari hefði
reynst hér betri. A hinn bóginn
skynja ég hvorki átök né þróun
innra með þessum manni, sem
virðist vera jafn pirraður og
leiður á öllu saman við upphaf
myndarinnar og endi. Það er
erfitt að imynda sér að þessi
rólyndi og kaldrifjaði pólitikus
flæki sér i' eitthvað sem hann
ráði ekki við, hvað þá að hann
hafi unnið einstæð menningar-
afrek. Andstæður aldarinnar, sá
sprengikraftur sem i senn tor-
timdiótölulegum mannslifum og
skapaði heimsbókmenntir,birt-
ist ekki i myndinni á þenn hátt
sem maður hafði vonað.
Þö tekst í sumum styttri atr-
iðum að blása lifi i ógn aldar-
farsins.Gottdæmier aöförin að
Þorsteini bónda i upphafi seirmi
hlutans, þar sem Helgi Skúlason
lýsir ákaflega vel tilfinningum
almúgans gagnvart ofstopa
höfðingjastéttarinnar.
Leikarar sýna annars engin
sérstök tilþrif i þessari mynd;
það er helst að ástæða sé til að
nefna Gisla Halldórsson og Egil
Ólafsson (ekki sist i Apavatns-
för). Hvað ráðið hefur leikenda-
vali f sum hlutverkanna (Kol-
bein unga, Sturlu Þórðarson,
Hallveigarsyni) er mér hulin
ráðgáta og eins virtist mér
persónuleikstjórnin ekki ævin-
lega nógu markviss (t.d. i atriði
Snorra og barna hans á Þing-
völlum.) Oft er erfitt að sjá hvor
hefur fremur brugðist, leikari
eða leikstjóri, þegar sá fyrr-
nefndi romsar upp texta sinn
tilfinningalaust og nánast i
lestrartóni, en þó geri ég ráð
fyrir að flestir gagnrýnendur
hafi tilhneigingu til að skrifa
a.m.k. helming skuldarinnar á
reikning leikstjórans.
Undirrótin aö flestum ann-
mörkum myndarinnar um
Snorra Sturluson er að minni
hyggju sú, að höfundur hennar
hefur ætlað sér um of. Hefði
ekki verið ginið yfir hálfri
Islendingasögu og menn i
staðinn einbeitt sér aðeinhverj-
um afmörkuðum þáttum hennar,
t.d. aðdragandanum að vigi
Snorra, hefði leikstjóri e.t.v.
sigltfteyi sinu heilu ihöfn. Þrátt
fyrir þá lífsneista, sem á stöku
stað má greina i myndinni,
stendur hún nú sem einn af
minnisvörðunum yfir heimsku-
lega kvikmyndastefnu sjón-
varpssins.
— JVJ.
SJÁUMST
MED ENDURSKINI
u
UMFERÐAR
RÁÐ
FURUHÚSGÖGN i miklu úrvali
,. v,
Einsmannsrúm
Hjónarúm
Húsgagnavinnustofa
Braga Eggertssonar
Smiðshöfða 13 — Sími 8-51-80
Amsterdamflugið okkar er þinn lykill að Evrópu.
Reykjavík- Amsterdam-Reykjavík áœtlunarflug aðeins kr. 2.352.-
Frá Amsterdam liggja ótal flugleiöir um alla
Evrópu og til annarra heimsálfa. Þér getiö nú
flogiö á Isair — Iscargo flugfarseölum um allan
heim meö hollenska flugfélaginu KLM einum af
fjórum stærstu í Evrópu.
Leitiö upplýsinga. Þaö borgar
Amsterdam.
ISCARCO
Austurstrœti 3. Símar 12125—10542.