Helgarpósturinn - 30.10.1981, Blaðsíða 5

Helgarpósturinn - 30.10.1981, Blaðsíða 5
5 hé/garpásturinrL. Föstudagur 30i október 1981 Landsfundur A hæfur grundvöllur fyrir |4> þvi aö stjórnarsinnar W núverandi i Sjálf- stæðisflokknum ásamt Alberti, Eggert Haukdal og t.d. Jóni Sól- ness fyrir norðan bjóði fram ann- an sjálfstæðisflokkslista i næstu kosningum — DD-lista og Gunnar væriþá áður búinn fyrir tilstilli á- hrifa sinna i rikisstjórnaraðstöðu að breyta kosningalögunum á þá lund að heimilt væri eftirleiðis að bera fram tvo lista i nafni sama flokks og atkvæði nýttust Sjálf- stæðisflokknum i heild i úthlutun uppbótarsæta. ótrúlegt ef til vill, en svona er nú einu sinni skrafað innan Sjálfstæðisflokksins þessa dagana. Hitt er ljóst að mörgum Sjálf- stæðismönnum stendur beigur af þvi, ef niðurstaða formanns- og varaformannskosninganna verð- ur sú að Geir og Ragnhildur verða kosin. ,,Ég held að flokkurinn verði ennþá meira klofinn en áð- ur,” sagði Albert Guðmundsson i samtali við Helgarpóstinn um slika niðurstöðu, og kvaðst fyrst og fremst lita á landsfundinn nú sem landsfund þeirra Geirs og Gunnars, þar sem hann ætlaði að hafa hægt um sig. En hvort hann sæi fram á flokksstofnun ef þessi yrði niðurstaðan svaraði hann: „Það hefur ekkert verið talað um það. En það er ekki gott að segja hvað framundan er.” Ragnhildurog Friörik Ragnhildur nýtur þess óneitan- lega einmitt á þessum timum kvennaframboðstals, að hún er kona. En það má heldur ekki gleymast að hún er sú kona i röð- um sjálfstæðismanna sem lang- mesta stjórnmálareynslu hefur allra kynsystra sinna. Mörgum flokksmanninum þykir hún hins vegar ivið ihaldsöm, „harðlinu- manneskja með Thatcher-yfir- bragði” og sumir segja hana jafnvel meiri Geirs-mann en Geir sjálfan. Sem sagt ekkert sáttatil- boð af hálfu forystusveitarinnar. Keppinautur hennar Friðrik Sophusson nýtur hins vegar stuðnings um 80% unghreyfingar- innar, og yngri manna i flokkn- um, svo sem Jóns Magnússonar, Þorsteins Pálssonar, Geirs Haarde og Vilhjálms Þ. Vil- hjálmssonar, sem vel að merkja var helsti stuðningsmaður Björns Bjarnasonar, Geirs-manns á Morgunblaðinu, þegar hann féll fyrir Friðriki i formannskjöri i SUS hér á árum áður. Þar að auki á Friðrik visan stuðning margra, sem telja mann eins og hann, sem ekki hefur skaddað sig á innan- flokksátökunum, liklegan til að geta friöað flokkinn með ein- hverjum hætti og haldiö honum saman, jafnframt þvi sem þeir vilja sjá einhverja yngingu á flokksforustunni. Mat fróöra manna á stööu Frið- Seltuvarðar álplötur með innbrenndum litum. Auðveldar í uppsetningu, hrinda frá sér óhreinindum og þarf aldrei að mála. Álklæðið þökin og losnið við eilíft viðhald - það er ódýrara þegar til lengdar lætur. Einnig bjóðum við ýmsar gerðir klæðninga á veggi og loft - úti sem inni. Leitið upplýsinga, við gefum verðtilboð og ráðleggingar ef óskað er. INNKAUP HE ÆGISGÖTU 7, REYKJAVÍK - SÍMI 22000 - PÓSTHÓLF 1012 SÖLUSTJÓRI: HEIMASÍMI 71400. VARANLEG LAUSN á þök, loft og v/eggi riks og Ragnhildar, miðað við að þau verði ein i kjöri, er þaö að Friðrik standi litið eitt betur að vigi — með unghreyfinguna, meira landsbyggðafylgi og helm- ing fulltrúa i Reykjavik með sér meðan Ragnhildur eigi kvenna- hreyfinguna að mestu, meirihluta Reykjaneskjördæmis og helm- inginn i Reykjavik. En mjótt verði þarna á mununum, og bæði eigi þau nú sem stendur vis: eitthvað i kringum 350 atkvæði landsfundarfulltrúa hvort. önnur mál í skuggann Onnur mál þessa landsfundar munu vafalaust falla að miklu ' leyti i skuggann fyrir formanns- kosningunum. Þó má búast viö einhverjum væringjum þegar I stjórnmálaályktunin verður bar- in saman og aö vanda veröur hart barist um miðstjórnarsætin — 9 talsins sem þarna verður kosið i. M.a. hefur þvi heyrt fleygt að ein- hverja Geirs-menn langi til að fella Björn Þórhallsson, varafor- seta ASt, út úr miðstjórninni en Björn hefur löngum verið talinn hallur undir Gunnar og hans lið. Einnig velta menn þvi fyrir sér hvort til opinbers uppgjörs komi á þessum fundi milli höfuðpersón- anna Geirs Hallgrimssonar og Gunnars Thoroddsens. Ekki er búist við þó að Geir veröi með miklar yfirlýsingar um Gunnar að fyrra bragði og haldi sér við málefnin — hina alvondu rikis- stjórn Gunnars. Gunnar hafði á hinn bóginn óskað eftir sérstökum ræðutima á þinginu sem forsætis- ráðherra,en fékk synjun. Hann mun þvi taka til máls i almennum umræðum eins og aðrir og þykir fullvist að hann muni þar ekki skafa utan af hlutunum. Það verður þvi sitthvaö annað á seyði i sölum Sigtúns við Suður- landsbrautum helgina en dillandi diskótónlistin. íbúð óskast Til leigu fyrir áramót Þrennt í heimili. Fyrirframgreiðsla og meðmæli fyrri leigusala ef óskað er. Nánari upplýsingar í simum 13043 og 14303 á skrifstofutíma. Heima- sími 78241 Liggur þín leið og þeirra saman í umferðinni? SÝNUM AÐGÁT __ilias™"_____ —— ŒfLRÐURINN ^ w Aðalstrap+i 0 — íni D o\/lr ia\/íl/ C : r-v* í ni ioooí Veistu hvaða litsjónvarpstæki^ feest með 2-3 þúsund króna uti III II gun og eftirstöóvum til7mánaÖa?

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.