Helgarpósturinn - 30.10.1981, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 30.10.1981, Blaðsíða 14
14 Lifur a la Torfi Túl. Jóhanna Þórhallsdóttir Helgarretturinn er aö þessu sinni innanbúöar. Þaö er hún Jóhanna „Stuöari” Þórhalls- dóttir sem leggur hann til. t þennan gómsæta rétt þarf eftir- farandi ef miöaö er viö fjóra: 500-700 gr. lifur. 2 laukar olía hálf dós sveppir piþar og salt Skeriö lifrina niöur i litla bita og steikiö þá f oliunni. Saltiö og pipriö eftir smekk. Helliö siöan sveppunum yfir og látiö krauma i nokkrar minUtur. Einnig má hella rjóma eöa hvitvini yfir herlegheitin ef menn eiga þá annaö hvort. Þessi réttur er siöan borinn fram meö hrisgrjónum, sem soöin eru meö einu lárviöarlaufi og grænmetissalati. Þá er gott að drekka með þessu gott vi'n, hvort sem þaö er rautt eöa hvítt. :is.tu-dag,^30 október 1981 he/garpásturinn. Flest virðist benda til þess Helgarpósturinn birti í síöustu viku itarlega grein um gamla Fjalaköttinn, þar sem m.a. voru kynntar hugmyndir Erlends Sveinssonará Kvikmyndasafninu um varöveislu og framtiöarnýt- ingu þessa elsta kvikmyndahúss landsins og jafnvel þess elsta i heimi. í framhaldi af grein þess- ari var Helgarpóstinum bent á þaö aö liklega væru gömlu stólarnir úr Kettinum nú niöur- komnir i bióinu i Stykkishólmi. Þegar fariö var aö grennslast fyrirum þetta kom I ljós, aö stól- ar þessirvoru faignir frá Hafnar- fjaröarbiói og liklega á árinu 1944, eni árslok 1943 flutti það bió i nýtt húsnæði. Eigandi Hafnar- fjaröarbiós mun hafa keypt stól- ana af Bfó-Pedersen liklega um það leytisem Gamla bió flutti Ur Fjalakettinum i Ingólfsstrætið áriö 1927. Þó svo ekki væri hægt aö fá það staöfest meö fullri vissu I svo stuttri könnun sem þessari viröist flest benda til þess, aö þarna séu stólar Ur þessu gamla kvikmyndahúsi. Það ætti þvi' aö auövelda það aö koma hUsinu i sitt upprunalega form, ef sú Þetta er hin ötula bióstjórn, sem hefur rekiö bióiö fyrir Ungmennafé- lagiö Snæfell siöan ihaust. Frá vinstri: Þorsteinn Jónsson eftirlitsmaö- ur, Jón Steinar Kristinsson bíóstjóri, Elvar Steinarsson meöstjórnandi, Lárus Ástmar Hannesson aöstoöarframkvæmdastjóri og Jóhann Hin- riksson svokallaöur gjaldkeri. Fyrir aftan þá stendur gamla biókempan Gústaf Agnarsson, en hann er heiöursgestur bíósins og á ávallt frátekiö sæti á svölum. Spurningin er: Sitja þeir á gömlu Fjalakattarstólunum? (Mynd: Ólafur H. Torfason) ákvöröun verður tekin af hálfu húsastólum, og vonandi verður yfirvalda. A meöan sitja Hólmar- fariö vel meö þá, eins og þeir eiga ar á landsins elstu kvikmynda- skiliö. Eru stólar úr gamla Fjala kettinum i Stykkishólmi? Ga/drakar/ar leika fyrir dansi Diskótek interRent car rental Bílaleiga Akuréyrar Akureyri I HyCiGVAÖHAljT 14 S.2171S ?iS15 Reykjdvik SKElfAN ‘J S.3I61S P64I5 Mesta úrvalló. besta þjónustan. VI6 útvegum yöur alslátt a bilaleigubilum er'endlí. BorAa- pantanir Súni 86220 85660 Veitingahúsið í GLÆSIBÆ Manhattanmenn eru hinir hressustu meö viötökurnar, sem staöurinn hefur fengiö. „MJÖG ÁNÆGÐIR MEÐ ÚTKOMUNA” — segir Baldvin Heimrsson i Manhattan Nýjasti skemmtistaöur höfuö- borgarsvæöisins, Manhattan, opnaöi fyrir um þaö bil mánúöi siöan og hafa auglýsingar fyrir staöinn vakiö töluveröa athygli. Helgarpósturinn haföi samband viö Baldvin Heimisson, annan eiganda staöarins og spuröi hann hvernig reksturinn heföi gengiö fram aö þessu. „Hann hefur gengið mjög vel, þaö er alltaf góð aðsókn”, sagði hann, en Manhattan er aðeins op- inn um helgar, eða frá fimmtu- degi til sunnudagskvölds. Baldvin sagði að gestir staöar- ins kæmu alls staðar að af svæð- inu og heföi þetta verið frekar blandaður hópur. Þó virtist eldri kanturinn vera með yfirhöndina, þ.e. fólk frá tuttugu og fimm ára aldri. Aöspurður um hvað folki væri boöiö upp á, sagði hann, að fram til þessahafieingöngu verið boöiö upp á tiskusýningar á sunnudög- um, en meiningin væri að koma með eitthvað skemmtiprógramm á fimmtudögum, en ekki taldi hann timabært að skýra frá þvi hvenær það byrjaði. — Þannig að það virðist vera grundvöllur fyrir nýtt diskótek hér? „Já, það virðist vera það, en annars hefur þetta bara verið i mánuö, þannig, aö það er kannski ekki alveg að marka, en við erum mjög ánægöir með útkomuna”, sagöi Baldvin. Þess má svo geta svona i lokin. að áöur en menn fara að dansa á Manhattan, er hægt að fara þang- að til að borða, þvi matur er framreiddur þar frá kl. 19 á föstu- dögum og laugardögum. Dubliners munu þruma byltingarsöngva og aöra skemmtan yfir gesti Háskólabiós um helgina. Dubliners á íslandi: Byltingar- söngvar frá írlandi trski þjóölagaflokkurinn The . Dubliners er nú staddur hér á landi til hljómleikahalds. Aö þessu sinni veröa hljómleikarnir aöeins tveir, I kvöld, föstudag og annaö kvöld, i Háskólabiói. Sveitin var stofnuö skömmu eftir 1960 og hét upphafalega The Ronnie Drew Group, en Luke Kelly stakk siöar upp á núver- andi nafni, er hann las samnefnda bók James Joyce. Eftir aö Dubliners komu fram á Edinborgarhátíðinni árið 1963 fengu þeir boð um og komu oft fram I breska sjónvarpsþættinum „Hootonanny” og á svipuðum tima sendu þeir frá sér sina fyrstu breiðsklfu. Dubliners náðu skjótt miklum vinsældum á Bretlandi og hafa lengi veriö i röð fremstu þjóð- lagaflokka þar um slóöir. Einnig hafa þeir notið vinsælda út um alla Evrópu, eins og tónleikaferð- ir þeirra bera vitni um. Tónlist Dubliners flokkast und- ir þaö, sem trar kalla „street ballads” en þaöerumargar aðrar sveitir, sem flytja slika tónlist. Upphaflega var hún aftur á móti flutt af einum söngvara við gitar eða fiðluundirleik, en Dubliners voru með þeim fyrstu, sem stofn- uðu hóp til aö flytja þess konar tónlist. Textar þeirra eru oft á tið- um nokkuö pólitiskir og bylting- arkenndir. Að sögn eru Dubliners skemmtilegir á sviði. Þeir ræða við áhorfendur, en þó hæfilega þannig að það kemur ekki niður á tónlistarflutningnum, og tónlist sina flytja þeir fremur hógvær- lega, þ.e. að þeir fremja ekki of mikinn hávaða. Þá eru þeir yfir- leitt góðir hljóðfæraleikarar, þá kannski sérstaklega banjóleikar- inn. Einnig eru flautu- og fiðlu- leikararnir góðir menn á sinu sviði. Þaö er þvi ekki að efa að stemmningin verður góð i Há- skólabiói i kvöld og annað kvöld. Dubliners koma hingað á veg- um Þorsteins Viggóssonar, sem sá um komu Platters og á hann þakkir skildar fyrir framlagið.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.