Helgarpósturinn - 30.10.1981, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 30.10.1981, Blaðsíða 8
» heigan pósturinn— Blað um þjóðmál, listir og menningarmál. útgefandi: Vitaðsgjafi hf. Framkvæmdastjóri: Bjarni P. AAagnússon. Ritstjórar: Arni Þórarinsson, Björn Vignir Sigurpálsson. Blaðamenn: Guðjón Arn- grimsson, Guðlaugur Berg- mundsson, Gunnar Gunnars- Sfcn og Þorgrímur Gestsson. Otlit: Kristinn G. Harðarson. Ljósmyndir: Jim Smart Auglýsingar: Inga Birna Gunnarsdóttir Gjaldkeri: Halldóra Jónsdótt- ir. Dreif ingarstjóri: Sigurður Steinarsson. Ritstjórn og auglýsingar eru að Siðumúla 11, Reykjavik. Simi 81866. Afgreiðsla að Hverfisgötu 8 - 10. Simar: 81866, 81741, og 14906. Prentun: Btaðaprent hf. Askriftarverð á mánuði kr. 24,- Lausasöluverð kr. 8.- Sjötiu og fimm ár i bió Þann annan nóvember næst komandi, verða sjötlu og fimm ár liöin frá þvi kvikmyndasýningar hófust á islandi. Svo vill til, að á morgun, laug- ardag, verður frumsýnd kvik- myndin „Útlaginn” eftir Agúst Guðmundsson. „Útlaginn” er stærsta og dýrasta mynd sem ís- lendingar hafa gert, byggð á Gislasögu Súrssonar og gera menn sér vonir um að þessi nýja mynd verði verðugt tlmamóta- verk i sögu kvikmyndageröar á islandi. Kvikmyndagerð er ný listgrein hér á landi, og stendur enn á brauðfótum, m.a. sökum hægagangs og jafnvel áhugaleys- is hins opinbera, eins og kemur fram i viötali Heigarpóstsins við AgústGuðmundsson idag. Nú eru hinsvegar i undirbúningi ný lög um kvikmyndasjóð. Kvikmynda- gerðarmenn,sem og áhugamenn um þessa iistgrein, gera sér nú vaxandi vonir um að i framtiöinni verði unnt að standa hér að þrótt- mikilli kvikmyndaframleiðslu, jafnt leikinna verka sem heim- ildamynda. Til þess aö sæmilega takist til og að kvikmyndum verði sköpuö nokkur aöstaöa hér á landi, þarf hið fyrsta að koma á fót islenskri kvikmyndastofnun. Helgarpósturinn hefur bent á, að við Aðalstræti I Reykjavlk er fyrir hendi húsnæði, sem fuli á- stæða er tii að reyna að hagnýta sem skjól fyrir Kvikmyndasafn isiands, sem og kvikmyndastofn- un. Þetta hús er Fjaiakötturinn, sem lengi liefur legið undir skemmdum, og reyndar er með- ferð þess öllum aðstandendum þess og opinberum aðilum til lítils sóma. Opinberir aðilar bera þvi gjarna við, þegar Fjalaköttinn ber á góma, að kaupverö þessa sögufræga húss, sem svo mjög tengist islenskri kvikmyndasögu, sé hátt og miklar fjárhæðir muni kosta aö koma þvi i nothæft á- stand. Helgarpósturinn telur hinsveg- ar, að hugmyndir manna um kostnað við uppbyggingu Fjala- kattarins séu ekki á rökum reist- ar og að viðgerð hússins muni ekki kosta svo óhóflega mikiö. Þar má benda á uppbyggingu Torfusamtakanna á Bernhöfts- torfunni. Það var þann 2. nóvember 1906, sem kvikmyndasýningar hófust i gamia Fjalakettinum. Húsiö hafði áður veriö stökkpallur fyrir islenska áhugaleiklist, þannig að Ijóst er, að sögulegt minjagildi hússins er ótvirætt. Við lifum nú mikla nýbyggingatima hér á ts- landi, en við höfum það framyfir margar nágrannaþjóðir okkar, að við getum tekið mið af þeim i uppbyggingarstarfi, sem I útlönd- um er lengra komið. Yfirvöld margra fornra borga i nágranna- iöndunum gengu viða harkalega fram viðniðurrif gamalla húsa og hafa nú gert sér grein fyrir, aö oft hefur veriö of langt gengið i skipulagningunni. Að fortiö skal hyggja, er framtið skal byggja. Verndum Fjalaköttinn og endur- reisum. Rennum gömlum stoðum ekki siður en nýjum undir ein- hverja mikiivægustu listgrein nú- timans. Nei takk! 0 — það er svo margt aö gerast i heiminum niina. Allt breytist svo hratt að maður verður að endur- skoða heimsmynd sína á fjögurra til sjö ti'ma fresti hverjum degi heyrir maöur nýjar og nýjar fréttir um nýjar vigvélar sem Reagan ætlar að láta framleiða: Nifteindasprengjur, kjar- orkusprengjur i alls kyns Austf jaröapóstur frá Dagnýju Kristjánsdótfur — svei mér þá. Stundum hugsar maður með forundran til þess tima, sem er ekki svo langt undan, ef úti það er farið — þegar fólk fékk fréttir nokkrum sinnum á ári ef komu gestir á bæinn eða ef einhver fór til kirkju. Stundum voru fréttirnar bara um heilsufar sauð- kinda i næst sveit og það hvernig heyin entust. Þá kom hernaðarbrölt stór- veldanna aiþýðufólki á Islandi ekki mikið við. Bændum og búandaliði var hjartanlega sama þó ein- hverjirprelátar i útlöndum væru að herja hver á annan. lEn sá timi er liðinn svo að um munar. A umbúnaði, fastar og færan- legar, og hvert dýrindið hefur nafn sem eru bók- stafir og tölustafir og talna- og bókstafarunurnar renna uppúr herfróðum mönnum eins og þulurnar runnu uppúr henni ömmu minni, sáiugu. Ég verö að segja það alveg eins og er að ég hef átt svolítið bágt með að tengja mig við þessi her- fræði —en það er að lagast. Eftir þvi' sem drápstækin verða þróaðri og hryllilegri hafa fleiri sérfræðingar neitað að taka þátt i þvi sem er að gerast og margir þeirra hafa snúið sér að þvi að upplýsa almenning um þann voða sem kominn er upp. Upplýsingarnar eru sem sagt farnar að berast Föstudagur 30. október 1981 h^/gsrpÓ^tl irílin^ okkur og við getum alls ekki skellt skollaeyrunum viö þeim. Hvað er til dæmis kjarnorkukafbátur? Er hann „ofurlitil dugga” eins og segir i kvæðinu — eða svolitið hallærislegur járn- kláfur eins og var á mynd- unum af káfbátinum hans Nemó skipstjóra iSigildum sögum i gamla daga ? Hvað veit maður svo sem? Það liggur ekki beinlinis i augum uppi að kjarnorku- kafbátur sé mirg þúsund tonna flykki, stærra en okkar stærstu fiskiskip, og að hver kafbátur beri fimm hundruð kjarnorku- sprengjur og aö hver sprengja sé fjórfalt magnaðrien sú sem kastað var á Hirosima forðum tið. Svona kjarnorkukaf- bátar eru að lóna i sjónum i kringum tsland og eru i sambandi við herstöðvar- nar sinar á eyjunni okkar. Os hvað eru Awacs flugvélarnar sem Nató hefur vfst hér og i hverju felst hin nýja kjarnorku- áætlun Bandarikjanna i Evrópu og hvað á „faðir nifteindasprengjunnar” við þegar hann segir að „hún hentiveltilnotkunar i Evrópu”? Það er verið að svaraþessu dag frá degi og myndin verður ægilegri og ægilegri. Það er þvi ekkert að furða þó að venjulegt fólk, borgarar i Evrópu, taki sig upp og mótmæli i þeirri öfl- ugustu fjöldahreyfingu sem enn hefur sést —■ Friðarhreyfingunni. Þar marsera hlið við hlið kirkj- unnar menn og kommúnistar, friðarsinnar og fólk með ólikustu sjónarmið sem á það eitt sameiginlegt að vilja reka kjarnorkuvopnin af höndum sér, vilja ekki láta hernaðarbandalögin steikja sig lifandi i „tak- mörkuðu kjarnorkustriði” og neita að ljá máls á þessum hættulega og háskalega leik sem stóru strákarnir i heiminum eru að leika. essi straumur er að ná hingað til fslands og við verðum að bera þessa stefnu hátt— og þeim mun hærra sem staða okkar er svo veik. Þegar talað er um kj arno rku vopn a laus Norðurlönd er ísland oftast undanskilið af þvi aö við höfum hér Nató-herstöðvar sem flækja málið fyrir hinum þjóðunum. Okkur fslendinga langar hins vegar litið til að vera skot- mark i kjarnorkustriði og þvi verðum við að ganga inn i samfylkinguna með Skandinaviu og Danmörku. Þeir sem vilja endilega halda fast i' herstöðvarnar og aðildina að Nató hljóta að geta tekið undir kröfur um að hér verði ekki geymd kjarnorkuvopn, fyrr né siðar: hér verði dcki höfð aðstaða til að hýsa kjarnorkuvopn og að við athugum vel hvernig við getum brugðist við kjarnor kukafbá tum i sjónum i kringum okkur. Þetta er dauðans alvar- legt mál og það þýðir voða litið að tala i hefðbundnum Natósinna- eða Natóand- stæðingahugtökum um það. Ef kæmi til alvöru- kjarnorkustriðs i Evrópu þá stæði það strið aðeins i fáeina klukkutima og vafa- samt að nokkur yrði til frásagnarum þá skelfingu. Eigum viö ekki að segja: Nei takk! Dagný Um bragðlauka úr „Let the bloody devils deny it.” („Látum ófétin bera það af sér.”) Þessisetning er höfð eftir Richard M. Nixon, sem um skeið var voldugasti maður og vinnslu myndarinnar lauk. M Ivleð þessar upplýs- ingar frá ónafngreindum Hringboröið skrifa: Heimir Pálsson— Hrafn Gunnlaugsson — Jón Baldvin Hanni- balsson — Jónas Jónasson — Magnea J. AAatthlasdótfir — Slgurður A. Magnússon — Þrájim^rtelsson heimsins, það var þegar einhver aðstoðarmanna hans spurði hvort ekki væri óráðlegt að koma af stað slúðri um pólitiska and- stæðinga. Mixon skorti hvorki klókindinémetnað til að ná áhrifum og völdum, en hann virðistekki hafa áttað sig á þvi, að vandi fylgir vegsemd hverri. Hann hélt að völdum fylgdi engin á- byrgð og var hrakinn með skömm af valdastóli. Fólki kemur það kannski ekki mjög á óvart þótt ýmsum fantabrögðum sé beitt i þeirri vitskertu bar- áttu sem háð er um auð og völd, en hins vegar finnst manni taka út yfir allan þjófabálk þegar sannleiks- leitandi fréttamenn á Is- landi taka upp vinnubrögð Nixons og hans nóta. Ég sagði „sannleiksleit- andi fréttamenn” og á þvi auðvitað ekki við Svart- höfða — Hergilseyjaraf- glapann i túni isl. fjölmiðla — heldur ætla ég að taka sem dæmi blaðamann, sem merkir greinar sinar SSv. og skrifar i siðdegisblað. Siðastliðinn laugardag skrifar SSv.frétt i blað sitt, þar sem hann hefur það eftir ónafngreindum heim- ildum.að kostnaðurinn við gerð myndarinnar um Snorra Sturluson hafi „far- ið svo hrikalega fram úr á- ætlun að forráðamenn sjónvarpsins reyni nú með öllum tiltækum ráðum að fela útgjöldin undir hinum ýmsu kostnaðarliðum sjón- varpsins”. SSv. hefur það eftir „heimildarmanni” að kostnaöurinn hafi þrefald- ast frá þvi áætlun var gerð heimildarmanni fer SSv.af stað aö semja frétt um málið. Hann hefur sam- band við Hinrik Bjarnason forstöðumann Lista- og skemmtideildar Sjónvarps og spyr, hvort kostnaður við Snorra hafi farið úr böndunum. Hinrik segir honum, að kostnaður við gerð sjónvarpsefnis sé ekk- ert leyndarmál og visar blaðamanni á þann mann, sem gerst þekkir til fjár- mála Rikisútvarpsins, Hörð Vilhjálmsson fjár- málastjóra. Hörður svarar þvi til, að kostnaður hafi ekki farið úr böndunum (enda lokið við myndina undir kostnaðará- ætlun). „Við erum alls ekki óánægðir með útkomuna,” hefur SSv.eftir Herði — en bætir siðan við til að gera orð fjármálastjórans tor- tryggileg: „Heimildir... segja hins vegar kostnað- inn vera miklu meiri.” Nú hefur það komið á daginn, að SSv. blaðamað- ur hefur ekki haft erindi sem erfiði við að fletta ofan af bruðli og fjármálasukki þvi, sem heimildarmaöur- inn ókunni hefur góöfús- lega bent honum á. Fjár- málastjóri Rikisútvarpsins hefur visað þessum stað- hæfingum á bug, en blaða- maðurinn hefur eytt dýr- mætum tima i þetta og það sem fram hefur komið telst ekki fréttaefni að hans mati, sem sé að fjárhags- og framkvæmdaáætlun stórrar sjónvarpsmyndar skuli loksins hafa staöist. Fólk þarf ekki á jákvæðum fréttum að halda. Nú eru góð ráð dýr. Annaðhvort er að salta ___________________ SJÓNVARP Icclandic Statc Brondcostiiig Scrvice-Tclcvision, Laugavegur 176, 105 Ileykjavik, Iceland. Cables: ISVISION, Tclephone: 38800, International telcx: 2035 SAMANBURÐUR A HEÍLDARKOSTNAÐI VIÐ GERÐ MYNDAR UM SNORRA STURLUSON FRA KOSTNAÐARAÆTLUN GERÐRI 1 OKTÓBER 1979. Forsendur áætlunar voru : 1. Verðlag i október 1979. 2. Kostnaður fallinn fyrir okt. 1979 er ekki innifalinn i áætlun. Samanburður á áætlun og raunkostnaði. Allar tölur á verðlagi október 1979, til samanburðar við áætlun. : RÍKISÚTVARPIÐ- Aætlun 3tl. kostn. 131.934.000 Fast.kostn. 61.877.000 Samt.kostn. 193.811.000 Raunkostnaður 137.306.620 54.368.000 191.674.620 HÆKKUN / LÆKKUN hækkun 5.372.620 lækkun 7.509.000 lækkun 2.136.38o Innifalið i tölum þessum er greiðsla til leikara, ieik- stjóra og hljómlistarmanna vegna sýninga i Danmörku og Noregi á Snorra Sturlusyni, samt. Kr. 7.775.108 á verðlagi okt. ' V). Reiknaó er hér með aó sambærileg greiósla til höfunda komi frá löndunum sjálfum. fréttina, ellegar þá að fara að ráðum Nixons og slá upp slúðrinu: „Let the bloody devils deny it.” Og árangurinn af sann- leiksleit SSv.birtist i fjór- dálka frétt i siðdegisblaði á laugardaginn var: „Eng- in leyndarmál”: (Þetta er yfirfyrirsögn. Orðið leynd- armáltekur sig vel út I fyr- irsögn, engin leyndarmál er að sjálfsögðu ekki jafn- sölulegur uppsláttur). Myndin um Snorra þre- falt dýrari en áætiað var? (Þetta er aðalfyrirsögn, fjórdálkur, og hér er það spurningarmerkið, sem kórónar snilldina. Spurn- ingarmerki er nefnilega sá stysti og besti varnagli sem hægt er að gripa til, þegar blaðamaður er kominn hættulega nálægt þvi að lenda i árekstri við meið- yrðalöggjöfina eða siða- reglunefnd Blaðamanna- félagsins. Spurningar- merkið gefur til kynna var- færnislega sannleiksleit án fullyrðinga eða stóryrða. Dæmi um lélegan varnagla væri hins vegar að taka þannig til orða: „Myndin um Snorra þrefalt dýrari en áætlað var,” segir ó- kunnur heimildarmaður. En hvers vegna að nota þrjú orð þar sem eitt spurningarmerki er betra?). Og viti menn: Með þvi að skjóta sér á bak við ó- nafngreindan heimildar- mann, og með þvi að nota spurningarmerki á réttum stað hefur blaðamanninum SSv.tekist að sjóða saman frétt, sem hann og blaðið telja sjálfsagt að birta al- menningi. Sannleiksgildi fréttar- innar virðist vera aukaat- riði i augum blaðamanns- ins. Ónafngreindur heim- ildarmaður (sem aldrei þarf að draga fram i dags- ljósið) kemur með órök- studdar fullyrðingar, sem fjármálastjóri Rikisút- varpsins visar á bug, enda eru rök heimildarmannsins eins ósýnileg og hann sjálf- ur. Þá tekur blaðamaður- inn það til bragðs að birta slúðrið — með spurningar- merki. „Let the bloody devils deny it”. Nixon kunni á þvi lagið. Fréttasmið af þessu tagi er þvimiður ekki einsdæmi i islenskum fjölmiðlum, en að sjálfsögðu eru það ekki nema örfáir i blaðamanna- stétt sem leggja sig niður við slikt. Gegn svona vinnubrögðum er almenn- ingur varnarlaus. Það eru ekki aðrir en blaðamenn- irnir sjálfir, sem geta kveðið svona ósóma niður, og vonandi að þeir reyni að gera það fyrr en siðar, eða vilja menn kannski fylla blöðin með fréttum og fyr- irsögnum á borð við þessa: Eákkert leyndar- mál”: Bragölaukar úr svini græddir I ritstjóra Kvöld- blaðsins? Að fyrirmynd SSv.mætti hafa þessa frétt eftir ónafn- greindum heimildarmanni, og siðan mætti hafa eftir ritstjóranum, að það væri ekkert leyndarmál, að hann hefði bragðlaukana I lagi, og heimilislæknir hans gæti siðan staðfest það. Vonandi tekst ekki að draga islenska blaða- mennsku niður á þetta stig, en það eru þvi miður til menn sem eru að reyna það. Dæmi um slikt er fréttin, sem fyrr var minnst á I þessu rabbi. Það þarf bragðlauka úr svini til að finna ekki ó- bragöiö af slikum fréttum. Og heila úr kálfi til að mat- reiða þær.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.