Helgarpósturinn - 30.10.1981, Blaðsíða 19

Helgarpósturinn - 30.10.1981, Blaðsíða 19
hpilrjFirpn^tl irinn Föstudagur 3Ó. október 1981 „Enn að einhverju leyti hippi" — segir Leifur Hauksson bóndi á Ströndum „Ég held, aö menn leggi ekki sömu merkingu i þaö niína. Hja flestum þeim yngri er þetta frekar neikvætt. Nú oröiö hafa menn verið hippar, ef þeir hafa gengiö meö sitt hár eöa hárband, en ég held, að á þeim tíma hafi þetta meira ver- ið hugsunarhátturinn”, sagöi Leifur Hauksson, þegar hann var spuröur hvort menn legðu sömu merkingu i oröiö hippi nú og áöur. Hann sagöi, aö þeir,sem fólk flokkaði sem hippa, heföu hugsaö og hegöað sér öðru visienjafnaldrarþeirra.og ekki lagt upp Ur þvi' aö koma sér upp efnalegum gæöum. Þeir drógu mjög dám af svipuð- um fyrirbærum erlendis, en hér var þetta ákaflega littmeövitað lifsform, en braut, sem margir fundu sig i og fylgdu. ,,Það er mjög gaman aö sjá hvernig lit- ið er á þetta I dag. Þeim yngri finnst þaö fyrst og fremst asnalegt.” — Hvaö geröu menn sér til dundurs á þessum hippaárum? ,,Ég held, aö þaö hafi farið mjög mikiö eftir þvihvaö menn voru aö gera fyrir ut- an þaö aö vera hippar. Þeir, sem voru i skóla, eins og ég, þurftu að sinna sinu námi,og þeir sem voru i vinnu þurftu aö vinnj. Fyrir utan þann tima lágu menn saman i herbergjum og hlustuöu á tónlist. Þaö varminna um þaðhér en erlendis, aö það væru stórir hdpar fólks, sem geröu ekki neitt nema mæla göturnar.” — Hafðir þú einhverja heimspeki til að lifa eftir á þessum tima? „Ekki beint heimspeki, en hins vegar eru afskaplega margir mótaðir af viö- horfum,sem eru runnin upp i austri, og á þessum tima kom upp áhugi fyrir jóga- fræðum. Menn fleyttu rjómann af þessu til að lifa eftir og slettu fram frösum. Þetta var engin fastmótuð heimspeki, en margt af þvi, sem menn tindu til,hefur komiö þeim til góöa, hvaö varöar viöhorf tilnáungans,eins og að sleppa <81u ofbeldi og aö vera ljúfur, eins og sagt er.” Leifur stundar nú búskap úti i sveit, á- samt ööru fólki, og hafa þau garöyrkju sem aöalatvinnu, en eru lika með kindur og hænur, hunda og ketti, og sagöi hann, að þaö lif væri i' beinu framhaldi af lifs- skoðunum hippatimabilsins, en þá var mikiö prédikaö um afturhvarf til nátt- úrunnar, þó menn geröu yfirleitt litiö ann- aö en aö sitja heima 1 stofu. — Hvaö stóö þetta hippatimabil þitt lengi? ,,Þeir eru nú fáir eftír, held ég, sem hægter aö flokka undirhippa. Þaðer lika 19 Leifur Hauksson hefur ar 1972 og 1980. mest af þeim þremenningum,en þessar myndir eru tekn- erfittaö svara þessu.þegar maöur er ekki með afmarkaða skilgreiningu á hugtak- inu. Ef maður miöar viö hugsunarháttinn eingöngu, þá er ég enn aö einhverju leyti hippi, þó aö ytra formiö hafi breyst. Ég hef að mörgu leyti svipuö viöhorf.” — Var þetta skemmtilegur timi? „Alveg stórkostlegur, og ég heföi ekki fyrirnokkum mun viljað missa afhonum. Ég held, að allir sem gengu i gegnum þ' *a hafi lært mjög mikiö, en þetta var .litt fyrir marga, þvi þaökomu upp hlut- ir.sem geröu þetta fólk óvinsælt 1 augum annarra”, sagði Leifur Hauksson. „Hafa haft áhrif í frjálslyndisátt” — segir Andrea Jónsdóttir um hippana „Þetta var ákveöinn lífsstíll, og ég held,. aö hann sé mjög seigur í fólki, þö aö þaö sé orðið læknar eöa lögfræöingar”, sagöi Andrea Jónsdóttir, þegar hún var spurö að því, hvaö þaö hafi veriö aö vera hippi. Andrea sagði, að hippar heföu verið friðsemdarfólk. Afstaða þeirra heföi verið viss pólitfk, og þá til vinstri, þó allir hipp- ar vildu kannski ekki skrifa undir það. En var hippatimabiliö skemmtilegur tim i? „Já hann var það”, sagöi Andrea. „Ann ars er ég ekki meö neina nostalgiu gagn- vart þvi, né ööru. Þetta er partur af minu lifi og ég er mjög ánægö yfirað hafa farið 1 gegnum þetta. Þetta var mjög góöur skóli upp á seinni tima, um það að taka öllum boðskap varlega. Þetta gerði mann sjálfstæðan, og gerði manni kleift að sjá, að ekki er allt sem synist, og að fötin skapa ekki manninn.” Andrea lauk stddentsprófi frá M.R. árið 1969 og fór þá aö vinna. 1970 fór hún til London og var þar i hálft ár. „Ég var vinnandi og einn af þessum fri- stundahippum, en minir vinir voru hippar á sósi'alnum,” sagði hún. Hún sagöi, aö það hefði veriö nokkur munur á þvi aö vera hippi á íslandi og i London, þar sem allt heföi veriö afslapp- aöra. Þá heföi afstaöan til þess, sem hipp- arnir eru frægastir fyrir, hassins, veriö önnur i London. „Mér finnst alltaf hafa veriö leiöinda- stælar i kringum þetta hér, eins og fólk sé_ áandafundium leiðog pipan er tekin upp. Það, sem fólki dettur i hug i sambandi við hippa, er dóp, en þó held ég, að 'þeií hafi haft mikiláhrifá hin ýmsu þjóöteiog i frjálslyndisátL” — Lifðir þú eftir einhverri ákveðinni heimspeki, og áttirþú þér einhverjar fyr- irmyndir að henni? „Ætli það hafi bara ekki veriö stolin Jesúheimspeki, en þá er ég ekki aö tala um guöstrú, heldur um það, að gera ekki öörum.það sem þú vilt ekki að aörir geri þér. Ég hef aldrei haft þörf fyrir trúar- brögö.pólitisk né annarskonar.” — Hvaö stóö þetta timabil lengi? „Ég var aldrei sammála þvi', að hippi væri sá, sem lægi i leti og gerði ekki neitt. Ef maöur vinnur ekki sjálfur, er maður ekki frjáls. Maöur lendir þá alltaf á öðr- um, og ekki endilega sósfalnum. Ég vann alltaf, þó aö ég tæki mér löng sumarfri. Ég get alveg eins sagt, að ég sé gaipall hippi. Maður tekur t.d. eins litinn þátt i Myndin til vinstri sýnir Andreu i London áriö 1970, en sú til hægri sýnir hana eins oc hún er I dag. verslunaræöinu og maður getur.” — Hvað ertu að gera núna? „Ég hef gert hitt og betta á Þjóöviljan- um og held þvi áfram, en núna er ég ný byrjuð i útlitsteikningu þar”, sagöi An drea Jónsdóttir. l|>Geturðu hann hafi varla vitað hvenær hann svaf hjá hverri. Þaö vantaöi nú ekki, að ég væri vöruö viö. Allir sögðu, að ég væri snarbrjáluð. Mamma hleypti honum ekki inn fyrir dyr heima. En ég var alveg viss um að ég gæti bjargað honum. Ég ætlaöi aö sýna heim- inum að ég létiekki.traöka á mér eins og hverri annarri druslu. Æ, ef hann heföi ekki drukkið svona mikiö, þá værum við áreiðanlega saman enn.” „Þér hefur semsagt ekki tekist að breyta honum?” „Jú, að einu leyti. Siöan við kynntumst hefur hann ekki verið meö annarri stelpu en mér. En allt hitt, drykkjan og dellan, það hefur ekkert lagast... Eins og margar ungar konur trúöi Dúdda þvi ekki fyrr en i fulla hnefana aö ást hennár gæti ekki læknaö eiginmann- inn af drykkjusýkinni. En þegar börnin voru oröin tvö var ástandiö oröiö svo slæmt aö hún treysti sér ekki til aö búa meö honum lengur. Hann hélt áfram aö drekka og hringdi i hana ööru hvoru, og viötaiinu iýkur þannig: Si'minn hringir. Hljóðiö er eins og gelt i næturkyrrðinni. Dúdda hrekkur við. Aftur gripur hún höndunum fyrir andlitið, si"öan stekkur hún á fætur og kippir simanum úr sam- bandi. Hún horfir á mig vandræðalega. „Þetta er....sko, maöurinn minn er að drekka núna og er búinn að hringja tvisvar i dag... hann segist ekki geta hætt nemaég fari að búa meö honum aftur...en hann segir það alltaf, og svo.... kannski ef hann drykki ekkert i marga mánuði......” Barnsgrátur heyrist úr stofunni, og hún lýkur ekki setningunni. Litla dóttirin, þessisem er hálflasin, hefur hrokkið upp við hringinguna. Dúdda fer inntil hennar oghjalar viö hana bliðlega. Þær eru báöar sofnaöar. Það hljóðnar í húsinu. Eftir góða stund kemur Dúdda fram, sest viö eldhúsboröið og kveikir sér i sigarettu. „Ég vona minnsta kosti að þetta hafi ekki verið kalldjöfullinn með Gnoðavoginn,” segir hún og verður sjóveikisgræn i framan. „Varstu ekki búin að skella á hann?” „Jú, en hann veit aö ég er i algjöru hraki og vakir yfir mér eins og hýena. Hringir þegar hann er búinn aö fá sér i glas og kellingin hans sofnuö. Og ekki bara i mig. Hann er aö eltast við fleiri, veit ég.” Svo þegir hún stutta stund og hugsar, segir svo: „Hvað þessir kallar eiga alltaf glás af seölum, maður. Fyrrverandi maðurinn minn ruslar þvi'inn á fáum dögum sem ég er heilan mánuð aö þræla fyrir.” Vegna barnanna getur hún ekki unniö nemadagvinnu. „Þaðgetur enginn lifaö á henni. Þaö bjarga sér allir á eftirvinnu og vaktaálögum. Og væri ég karlmaður þá fengi ég yfirborgun.” Hún vinnur þessa stundina á lager, en er aö leita sér að afgreiðslustarfi, helst i litlu og liflegu fyrirtæki. „Mundi maðurinn þinn fyrrverandi ekki styöja þig neitttilað hlúa aö börnun- um?” „Heyrðu, vina min!” Guörún er gáttuö á fávisi minni. „Hann hugsar einfaldlega ekki i þeim stil. Hann mundikaupa handa mér allt þaö brennivin, sem ég meb nokkru móti gæti drukkið, en hann skilur ekki aö þaö kostar peninga að reka heimili. Hann einfaldlega nær þvi ekki.” (Eins og lifsreynd kona benti mér á siö- ar þá fara nær allir peningar drykkju- manns af þessu tagi i rikissjóö, þvi aldrei kaupir hann neittnema brennivin og vis- ast aö hann greiöi háa skatta, þvi frá- dráttarliðir eru fáir. En islensk yfirvöld eru aösjálli viö ungar mæöur i vandræö- um en þau á Noröurlöndum, þar sem kon- ur i þessari aðstööu fá bæöi húsaleigutyrk og fyrirgreiðslu til starfsmenntunar.) Hún sýpurá kaffibollanum. „Þaö segja allir ég verði aö ná mér i nýjan mann og gifta mig.” Eftir að hafa flissað smá aö þessu bjargráöi segir hún: „En ég get ekki hugsaö mér þaö, strax. Mig langar aö eiga eigiö heimili, búa ein. Ég er ekkert viss um, aö ég geti þaö, en mig langaraö takast á viö það. Iwissum skilningi litég á það sem prófraun fyrir sjálfa mig að gá hvort þaö heppnast.” Dúdda, fullu nafni Guörún Asgeröur. Svo ung. Svo negld r.iður. Svo dásamlega ódýr vinnukraftur. afPl DATSUN í dag bætir þinn hag

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.