Helgarpósturinn - 30.10.1981, Blaðsíða 32

Helgarpósturinn - 30.10.1981, Blaðsíða 32
Föstudagur 30. október 1981 —helgarpósturinn. • Þótt mikið gangi á i Sjálf- stæðisflokknum viröist formaður- inn halda ró sinni. Skömmu fyrir landsfundinn hringdi blaðamaður i hann og spurði, hvaða augum hann liti það mótframboðtilemb- ættis formanns Sjálfstæðis- flokksins, sem þá var opinberlega komið fram. Geir Hallgrimsson svaraði að bragði: „A ég ekki af vera köllun minni trúr og segja, að ég liti það alvarlegum aug- um?” og hló við... Kaupfélag Arnesinga er að reisa míkið verslunarhús á Sel- fossi, einsog kom nýlega fram i fréttum i tengslum við uppsagnir verslunarmanna hjá félaginu. Sama kaupfélag rekur lika mynd- arlegt trésmiðaverkstæði á staðnum, sem selt hefur m.a. inn- réttingar i verslanir viða um land. Þess vegna finnst ýmsum Selfyssingum það skjóta skökku við að Kaupfélag Arnesinga skuli kaupa innréttingarnar i nýja verslunarhúsið frá Danmörku... M-1230 býöur uppá: Klukkutima, min., sek. Mán- uð, mánaðardaga, vikudaga. Vekjarar með nýju iagi alla daga vikunnar. Sjálfvirka daga'talsleiðréttingu um mán- aðamót. Bæði 12 óg 24 tlma kerfið. Hljóðmerki á kiukku- tima fresti með „Big Ben” tón. Dagatalsminni með af- mælislagi. Dagatalsminni með jólalagi. Niðurteljari frá 1. min. til klst. og hringir þeg- ar hún endar á núlli. Skeið- klukka með millitima. Raf- hlöðu sem endist i ca. 2 ár. Ars ábyrgð og viögeröarþjónusta. Er högghelt og vatnshelt. Verð 850 Casio-umbodid Bankastræti 8, simi 27510. • Fundurvarhaldinn ifulltrUa- ráði Framsóknarfélaganna i Reykjavik fyrr i þessari viku og var tilhögun prófkjörsmála fyrir borgarstjórnarkosningarnar þar á dagskrá. Lögð var þar fram til- laga stjórnar um tilhögun próf- íjörsins. Raunar hafði verið skip- uð sérstök nefnd tilaö gera tillögu um málið, en hún mun aldrei hafa komið saman og tillagan sem lögð var fram þvi talin hugarsmið Gests Jónssonarformanns nefnd- arinnar. Gekk tillagan út á að prófkjörið færi fram i tveimur lotum. Fyrstyrði eins konar for- val þar sem fulltrúaráðið kysi 5 menn til að taka þátt i prófkjöri sem yrði siðan haldiö I kjölfarið og allir flokksbundnir f.ramscScn- armenn mættu taka þátt I og þá öðrum gefinn kostur á að bjóða sig fram ásamt hinum fimm sem fulltrúaráðið hefði valið. Er skemmst frá þvi að segja aö þess- um tillögum var dræmlega tekið á fundinum, m.a. vegna þess að mönnum þótti þama væntanleg- um prófkjörskandidötum vera gróflega m,ismunað og virðist þvi niðurstaða framsöknarmanna ætla að verða sú að halda prófkjör sittmeð mjög svipuðum hætti og Sjálfstæðisfkikkurinn i Reykjavik hefur á sinu prófkjöri... • Konur létu mjög aösér kveða á þessum fulltrúaráðsfundi með Gerði Steinþórsdóttur I farar- broddi og gerðu þær m.a. þá kröfu að það yröi fastneglt niður að konurskipuðu jafnan annað hvert sæti á listanum. Jafnframt munu þær hafa viljað að aldurstakmörk þátttakenda I prófkjörinu yrðu hækkuð úr 16 ára I 18 ára. Hvort tveggja mæltist illa fyrir á þess- um fundi og munu konur að mestu hafa gengið bónleiðar þarna til búðar. Jafnframt vakti nokkra athygli að á þessum fundi reis úr sæti Steinunn Finnbogadóttir, sem i eina tið sat i borgarstjóm fyrir Samtökin og flutti þarna skörulega tölu,sem margir túlk- uðu sem framboðsræðu fyrir væntanlegt prófkjör. Þótti ýms- um sem Gerður væri að eignast þarna hættulegan keppinaut um oddvitasætiö meðal framsóknar- kvenna i Reykjavik... • Mannfæð á Lista- og skemmtideild Sjónvarpsins mun að öllum likindum valda þvi, að það verða utanhússmenn sem fengið hafa það verkefni að annast Aramótaskaupið. Hefur heyrst, að Hinrik Bjarnason hafi þegar viðrað þá hugmynd við Egil Eðvarðsson fyrrum dag- skrárgerðarmann hjá Sjón- varpinu og Gisla RUnar Jónsson leikara og þrautreyndan grinþáttahöfund. Málin munu skýrast einhvern tima næstu daga.... • Skemmtistöðunum fjölgar jafnt og þétt, ekki siður en mat- sölustöðunum. Og nú virðist lykillinn að velgengni skemmti- staðar vera að hann heiti heims- borgarlegum bandariskum nöfn- um sem kitla stjömugirndina hjá okkur. Fyrst var það Hollywood, og nú siöast Manhattan. Næst kemur svo nýtt diskótek ólafs Laufdal Hollywoodkóngs, sem staðsett er i kvikmyndahúss- byggingu Arna Samúeíssonar i Breiðholti. Og hvað skyldi þessi fysti samkomustaður Breið- hyltinga eiga að heita? Jú, auð- vitað Broadway. Og til að hafa stil yfir heildinni höfum við heyrt að bióið eigi svo að nefnast Dallas... • Umræöurnar um kvenna- framboð i Reykjavik eru ekki dottnar upp fyrir, þvi heyrst hef- urað stefnt sé að opnum borgara- fundi um málið þann 14. nóvember. A þeim fundi verður kannaður áhugi fólks og lögö verða fyrir fundinn stefnumálin, sem sett verða á oddinn, eins og dag vistunarmál, skólamál, neyðarathvarf fyrirkonuro.fi. Þá veröa lögð fram drög að stefnu- skrá. Það munu vera Helgurnar þrjár, Sigurjónsdóttir, ólafsdóttir og Kress, ásamt fleiri konum, sem ætla aö efna til þessa fundar... • Fyrir nokkrum vikum birti Helgarpósturinn itarlega grein, þar sem færð voru rök fyrir þvi að flugfélagið Cargolux væri flækt i vafasama hergagnaflutninga, m.a. i Libýu. Forsvarsmenn félagsins neituðu þessu og ýmsir aðrir tóku málið óstinnt upp. 1 fréttapisli Heiga Péturssonar frá Washington i útvarpinu i fyrra- dag, þar sem vitnað var i frá- sagnir bandariskra flugmanna i blaðinu Miami Herald,kom hins vegar fram ótviræð staðfesting á upplýsingum Helgarpóstsins. Ýmislegt bendir til að ekki séu öll kurl komin tilgrafar varðandi að- ild islenskra flutningafyrirtækja að hergagnaflutningum... • Enekki koma allar staðfest- ingar að utan. Þór Magnússon þjóöminjavörður birtir þessa dagana i blöðum miklar breið- siður þar sem hann staðfestir þær upplýsingar um vandamál Þjóð- minjasafns Islands, sem fram komui umfjöllun Helgarpóstsins fyrir skömmu, um leið og hann fordæmir skrif blaösins. Þar kemur fram sá grundvallarmis- skilningur að grein Helgarpósts- inssébirt af illum og neikvæðum hug i garðsafnsins. Þar er þvert á móti tekin afstaða með stjórn safnsins í viðureign viö skilnings- litið fjárveitinga- og löggjafar- vald, eins og glögglega kemur fram i' forystugrein i sama tölu- blaði. Og vel að merkja, — gagn- rýnisraddimar i grein Helgar- póstsins eru safnamanna sjálfra. Er þarna þvi ekki rétt eina ferð- ina enn verið að skamma Albaniu fyrir það sem Kinverjar hafa gert... • Mikil ólga hefur verið i mennta- og fjölbrautaskólum að undanförnu, vegna reglugerðar- breytinga menntamálaráðu- neytis, auk þess sem kennarar ktanda i stappi við fjármálaráð- uneyti um launagreiðslur. Nemendur Menntaskólans við Hamrahlfð gerðu sem kunnugt er verkfall og settu skólann i hálf- gildings umsátursástand fyrir siðustu helgi, en nú mun skóla- starfið komið i samt lag. Sú saga er sögð að kennarar hafi i sinum hóp verið að ræða aðgerðir nemenda meðan á þeim stóð. Þá sagði einn úr kennaraliðinu: ,,Af hverju eru þau að þessu hér i skólanum? Af hverju fara krakkamir bara ekki niður i ráðuneyti og taka það?” — Og þetta var sko ekki einn úr rót- tæklingaklikunni i MH, heldur gamall alþingismaður Sjálf- stæðisflokksins Sigurlaug Bjarnadóttir frá Vigur... HÚSGAGNA- Sí3umúla4 Sími 31900 SíSumúla 30 Sími 86822 SYNING UM HELGINA

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.