Helgarpósturinn - 30.10.1981, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 30.10.1981, Blaðsíða 6
•Fös+údagur 30í'ok'tófeer 198Í "unnrL- eftir: Jóhönnu Þórhallsdóttur Sveinbjörn I. Baldvinsson hefur sent frá sér nýja ljóoa- bók, Ljóohanda hinum og þessum. Aour hafa komio út eft- ir hann bókin t skugga mannsins og ljóöaplatan Stjörnur I skóniiin. Ég hitti Sveinbjörn að máli og rabbafti vib hann um stund. — Hvers vegna ljóö? „Ég held þaB sé frekast af þvi maBur hefur þörf fyrir aB tjá sig, þörf fyrir að koma hugsunum slnum á framfæri. Þaö hefur enginn neitt upp Ur þvi aö skrifa niBur I skúffu. Aö skrifa er tjáning sem mér finnst ekki eigi aö loka inni." — Afgreiðir þú þin vandamál með þvi að skrifa um þau ljóB? „Ég hef aldrei hugsað það þannig. Ég hugsa aö þetta sé bein afleiðing af minum gjörðum. Þegar ég lit yfir þetta kver," segir Sveinbjörn og handleikur LjóB handa hinum og þessum varfærnislega, „get ég lesið það sem dagbók. Þarna er að finna minnisvarða um min helstu tilfinninga- legu stórátök. En i framhaldi af þessu skúffutali er hug- myndin með nafninu, Ljóö handa hinum og þessum, Htið í anda þeirrar heföar að ljóð eigi að vera innhverf og hátið- leg. Elisabet Þorgeirsdóttir sagði einhverju sinni við mig að hún vildi klæða ljóðið úr sparifötunum." Vonandi ekki menntamannabók — Um hvað yrkirðu? „Yrkisefnið i þessari bók er töluvert frábrugðið yrkis- efni bókarinnar, í skugga mannsins. Hun var innhverfari og sterklega þrúguö af stóru spámönnum módernismans. Mikiö alvarlegri öll. Sva kom Stjörnur I skónum sem stendur nær þessari i stil þótt það sé afmarkaðra verk i sjálfu sér. Ja yrkisefniö?" — Skáldið hugsar: „það er svona eitt og annað." — Astin? „Það er ekki hægt að komast hjá þvi að eyða púðri á það fyrirbrigði. Svo eru einhvers konar spekúlasjónir um ýmis atriði einsog eðliog tilgang lifsins. Smotteri. Ég reyni að skrifa þannig að fólk skilji hvert ég er að fara. Mér leiðast bókmenntir sem eru þannig að enginn skilur hvert höf- undur er að fara. Eitthvert litterert viravirki. Þessi bók er tileinkuð Jonna, Kalla, Guggu og þeim öll- um úti lifinu. Ég vona a.m.k. að þetta sé ekki mennta- mannabók." Reyndi aö vera töf fari „Ég held aB maður sé aö skrifa af þvl maður er ekki góður að tala. Það sem ég er að gera er að sitja á eintali við Islensku þjóðina. Maður situr og skrifar fyrir fólk sem maður þekkir ekkert. Þetta er einhver knýjandi þörf fyrir aB tjá sig." Ljóð handa Hfinu. IV. Alltaf er þvl haldið aB þér aB þú sért aBalgæinn Þér er sagt hver þú sért hvernig þú sért og þú tekur þessum upplýsingum með þökkum. Samt furBar þú þig á þvl aB þú ert stundum sagBur góBur stundum frekur . stundum pirraBur stundum glaBur en þó ertu alltaf sá sami Umkomulaus ferBalangur i ókunnu landi sem óvart hefur fariB úr_ á vitlausum staB. „Ég skrifa bara þessi tíu prósent" Rætt við Sveinbjörn I. Baldvinsson skáld — Þú ert lika gitaristi, eru einhverjar aBrar hvatir sem liggja þar að baki? „Ég held að þessi tjáningarform séu nátengd. Mér finnst þaB hafa tekist hjá okkur sem stóBum aB Stjörnur i skónum, aB sameina texta og tónlist. En þaB er erfitt án þess aB annað verði minni máttar. Ég get ekki hugsað mér aö syngja einhverja vitleysu. Svo er það nú alveg ný della, — djassinn og spuninn. Það er bara vellandi tjáningar- þörf. Ég held ég hafi uppgötvað tjáningarþörfina nokkuö snemma. Ég fór ungur aö lita óskaplega með japönskum litum. Svo lá leiðin I gaggó og um leið reyndi maöur að verða töffari, en slðan uppgötvaði ég aB ég var ekki týpan i þaB. Ég fór þá aB yrkja i staBinn." Skrifa bara þessi 10% — Hvernig fara menn aB þvi „aB fara aB" yrkja? ,,A6 skrifa er i sjálfu sér ekkert erfitt. En það getur verið erfitt inn á milli. Yfirleitt á ég Htið af ljóðabrotum og uppköstum sem ekki hafa oröiö ljóö. Sumir henda 90%, af þvi sem þeir skrifa. Ég skrifa bara þessi 10%. Annars hef ég upp á síökastið verið að hugsa meira um önnur form en ljóðformið." — Finnst þér ljóðformiö orðið úrelt? „Nei, þaö er það ekki. En ég held áð maður nái ekki i GulluogJóaog þaulgegnum þetta form. Svoég.." Svein- björn hikar „...Það er allt I lagi aB segja sem svo aB það er bæfii I gangi hjá mér saga og leikverk. Ég hugsa meira I þeim linum I augnablikinu.". — Er öBru vísi aB fást viB þau form? „Já, það er meiri vinna. Þegar þú yrkir ljóð er auðveld- ara aB hafa yfirsýn yfir þaB og átta sig á hvernig maBur vill hafa þaB. Ef maður fer.utúr kortinu I ljóði missír maö- ur kannski eina linu en I sögu er maður kannski kominn 30 blaðsíður út I skurö áður en maður veit af." — Lifir þú af ritstörfum einum saman? „Fram til skamms tlma var þetta fjármagnaö meö ýmsum snöpum. Ég hef verið i námi og fengið námslán. Svo fæ ég aura fyrir spilamennskuna og örlitið frá Stef fyrir plötuna. Og núna vinn ég á Mogganum. Annars hef ég tekið stefnuna til útlanda aB ári og þá er betra aB eiga peninga I vasanum." Skáldin dubbuö upp i sjónvarpssal — Hvernig finnst þér útvarp og sjónvarp hafa staöið sig i ljóðaflutningi? „I utvarpi hefur veriB gangandi þáttur þar sem skáld eru sett I stúdió og látin lesa 110 -15 minútur. ÞaB er frek- ar daufleg vist viB tækin aB hlusta á þaB. í sambandi við ¦ sjónvarp, þá hef ég lengi haft áhuga á þeim miðli og finnst • hann heimskulega nýttur. Það hefur t.d. tekið uppá þvi að senda þessa utvarpsþætti út I sjónvarpi lika. Hefur þá dubbað skáldin I fin föt með pluss i bakgrunn og látið þau segja fram skáldskapinn i stil". mynd: Jim Smart Þeireigagjarna eiginkonu og ritvél — Hvaöa álit hefur þú á samtímabókmenntum á Is- landið „Eg hef nú ýmislegt um þaB aB segja. Ég hef orBiB fyrir þvlláni (eBaóláni!) aBskrifa gagnrýni I jólatörnunum frá '78. Og þaB hefur dáldiB spillt áliti minu á þjóBinni og hennar skáldum og rithöfundum. MaBur neyBist til aB lesa útdrátt úr árlegri bóklegri afurB þjóðarinnar og margt er heldur óskemmtileg lesning. 1 fyrsta lagi er þaö gömul bá- bilja að íslendingar séu sérlega mikil bókmenntaþjóð, þvl að hvergi sé gefiö lit jafnmikið af bókum á hvert manns- barn. En mest af þvi sem gefið er út á litiö skylt við bók- menntir, finnstmér. Ég hfeld það væri réttara að segja að Islendingar væru sagnaþjöð og almennt kjaftasagnaþjóð. Þaö er ekki nema brot af flóðinu sem eru Islenskar fagur- bókmenntír. Hitt er kjaftavaðall gamalla manna um eigið ágæti og islenskir sveitareyfarar. Nei það er alveg ljóst að þaB eru of margir aB skrifa. ÞaB er einsog flestir skrifi vegna þess aB þeim finnst þaB fínt og aBrir vegna þess aB þeir nenna ekki aB gera neitt annaB og eiga þá gjarna rit- vél og duglega konu sem sér fyrir þeim. Fæstir virBast hafa mikiB aB segja, hvaB þá aB þeir geri þaB skemmti- lega. Mér finnst dáldiB aB þessar nýju skáldsögur sem hafa komiö út séu eins og léttur heimilisiBnaBur, lekkert og tilfinningalaust. Vantar bara hæfileika — Heimilisiðnaöur? Ertu aö gagnrýna kvennabók- menntir? „Nei, nei, ég á ekkert frekar við konur, ég á nu frekar við karla. Margir af þessum ungu rithöfundum, sem eru nú flestir eldri en ég, hafa allt til að bera til að vera góðir rithöfundar nema hæfileika." — Váa!! „Það er satt, þeir eiga helvíti góða ritvél og konu sem annað hvort er i námi eöa vinnu og sér fyrir þeim og af- kvæminu. Þeir klæða sig eins og kreppuáraskáld og eru rithöfundalegir I framan en orðin eru algjörlega Hfvana á siöunum. Þaö er litil tilfinning i bókunum. Oft eru þetta frekar úttektir á málefnum en skáldskapur". Sameina hugsun og tilf inningu — Sérðu engan ljósan punkt Sveinbjörn? Sveinbjörn hlær. „Jú ég sætti mig fyllilega við skáld á borB viB Anton Helga og Pétur GunnarsSon. ABallega vegna þess aB þeir skrifa skemmtilega. AB minum dómi er annars aB öBrum ólöstuBum einn mikill rithöfundur á Islandi og þaB er Halldór Laxness. Honum hefur tekist að sameina hugsun og tilfinningu i verkum sinum á áhrifarfkan hátt og það er kúnstin. Við verBum aB reyna". LjóB handa konum II ftg ætlaBi aB skrifa þér bréf um augun þin brosiB þitt þig alla en ég gat þaB ekki ÞaB er ekki hægt aB skrifast á viB hjartaB I sér ÞaB slær bara.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.