Helgarpósturinn - 30.10.1981, Síða 24

Helgarpósturinn - 30.10.1981, Síða 24
% f o $ r -■< íí- v' jw «% i j Föstudagur 30. október 1981 A F DJA SSPL O TUMA RKA ÐNUM - 8 Einfarirm og áhrifavaidurinn Þaö verður varla fundinn annar eins einfari i djasssög- unni og Dianistinn og tónskáldiö Thelonious Monk, nema ef vera skyldi koilegi hans Jelly Roll Morton. Þeir voru sérstæðustu hugsuöir sinna ára, Jelly Roll um heimsstyrjöldina fyrri, en Monk þá siðari. Samt sem áður höfðu þeir ekki ýkja mikil áhrif á hina sögulegu þróun, til þess voru þeir of sérstæðir og báðir bjuggu f návigi við einleiks- meistara er byltu öllum við- teknum djasshugmyndum: Louis Armstrong og Charlie Parker. Þegar flett er djassplötum Fálkans má finna fáeinar skifur með Monk. Allar frá magnað- asta timabili hans, er hann var helstur listamanna Riverside. The Unique TheloniousMonk og Thelonious Monk With John Col- trane eru gefnar út eins og frumdtgáfurnar af Victor i Jap- an, en tvöfalda albiimiö The- lonious Monk at The Five Spot, er endurútgáfa á tveimur Riversideski'fum: Thelonious in Action og Misterioso. Þar er Johnny Griffin á tenórinn, Ahmed Abdul Malik á bassann og Roy Haynes á trommur. Mikill kraftur er i köppunum i Monkklassikerum eins og Nutty, In Walked Bud og Misterioso. I Fálkanum má einnig fá þá sögufrægu skifu: Miles Davis And The Modern Jazz Giants, þar sem Davis er i félagsskap Monks, Milt Jacksons, Percy Heath, og Kenny Clarke. Hvaö viljiði hafa það betra! Þessi skifa hefur orðið uppspretta mikilla vangaveltna, sér i' lagi inngrip Davis I þögninni i Monk sólónum i' The Man I Love. Einn merkasti kvartett Thel- onious Monks var 1957 kvartett- inn með John Coltrane. Þvi mið- ur eru ekki til hljóðrituð nema þrenn verk með honum og þau má finna á fyrmefndri skifu: Tlielonious Monk With John Col- trane (Jazzland JLP 46) Bassa- leikarinn varWilbure Ware og trommarinn Shadow Wilson og verkin þrirMonk ópusar: Ruby, My Dear, Trinkle, Trinkle, og Nutty. Þarna er Coltrane tekinn að þróa tónabreiöur sinar og i rrinkleerganghraðinn sterkur. En Coltrane gat lika blásið ballöðurnar og það gerir hann svikalaust er hann fer höndum um eina þá fegurstu i gjörvöll- um djassbókmenntum: Ruby My Dear. Að sjálfsögðu duga þessi þrjú lög ekki á heila breiðskifu svo aukatökur frá tveimur öðrum sessjónum fljóta hér með. Ekki svo að skilja aðekki sé fengur i þeim þótt maður eigi orginal- ana. Off Minor og Epistrophy eru frá Monk Music sessjónin- um (Riverside RLP 242). Það var óhemju skemmtilegur sessjón og ekki sist merkilegur fyrirþað að þeir blésu þar sam- an John Coltrane og Coleman Thelonious Monk — einn mesti einfari djasssögunnar. Hawkins, sem nefndur hefúr verið faðir djasssaxafónsins, en einsog Sonny Rollins sagði þeg- ar hann hljóðritaöi breiðskifu sina með Hawkins. Þaö skiptir ekki máli hvaða stilkynslóð tveir djassmeistarar tilheyra, þeir ná alltaf saman. Loks er einn pianósóló á plöt- unni: Functional. Þetta er blús og enn einu sinni heyrir maður skyldleika Monks og Ellingtons i pianóleiknum og þótt annar væri fæddur i Washington D.C. og hinn i Rocky Mounth, North Carolina, var Harlempianóiö i blóðinu og djarfari hljóma- meistarar ekki á reiki i Nýju Jórvik. John Coltrane átti eftir að hafa meiri áhrif á aðra tenórista en flestir kollegar hans. Undir- ritaður telur það besta sem hann gerði um dagana hafa ver- ið er hann hafði kvartettinn með Elvin Jones, McCoy Tyner Reggie Workman og Jimmy Garrison, þar sem verk eins og A Love Supreme bera hátt. Þessi kvartett var oft hljóðrit- aður á Village Vanguard og i Fálkanum má fá eitt herlegt tvöfaltalbúm The Other Vilage Vanguard Tapes, með kvartettnum auk gesta á borð við Eric Dolphy, og þarna má finna snilldarverkin;Chasin’ the Train, India, Spiritual og Greensleeves og svo ónefnt verk.. Það var mikii blóötaka fyrir djassheiminn er Coltrane lést fyrir aldur fram 1967.. Sið- asta hljómplata John Coltranes var Expression (Impulse AS 9120) þó til séu verk frá tveimur seinni sessjónum: sex frá 29. mars og tvö frá 17. mai. Ex- pression var svanasöngur meistarans og sýnir hún að áfram hélt hann á þróunar- brautinni til hins siðasta. Smásögur frá máiaári Revesommer og andre nor- diske noveller. J.W. Cappelens Forlag, Osló 1981 Dreifingar- aðili á tslandi: Námsgagna- stofnun. Þeir eru eflaust einhverjir sem geyma i hugarfylgsnum sinum minninguna um Norræna málaárið 1980. Þessum viðburði var aldrei hátt hossað á Islandi og þvi eðlilegt að hann gleymist fljótt. Þaö var þó ýmislegt gert á málaárinu, m.a. efndu nor- rænu móðurmálskennarafélög- in til samkeppni um bestu nor- rænu smásögurnar handa ung- lingum á aidrinum 12—16 ára. Keppninni var þannig hagað aö fyrst voru valdar bestu sög- urnar i hverju landi fyrir sig, siöan voru vinninpssögurnar dæmdar af norrærmi dómnefnd sem gerði út um endanlega röð þeirra. Alls bárust rúmlega 400 smásögur i keppnina sem er fyrirtaksárangur 1. verðlaun Waut finnska skáldkonan Mar- jatta EllilS fyrir söguna Kettu- káse (Refsumar) og niu aðrar sögur hhitu viðurkenningu, tvær frá Danmörku, Noregi og Svi- þjóð og ein færeysk, islensk og á sænsku frá Finnlandi. Þessar sögur voru sföan gefnar út með styrk frá norræna menningar- sjóðnum. útgáfan er hin vand- aðasta, sögurnar eru allar prentaðar á frummálinu en jafnframt er birt þýöingáis- lensku, færeysku og finnsku sögunum. Orðskýringar fylgja hverri sögu og höfundarnir eru allir kynntir li'tillega. A þessu fyrirkomulagi má sjá aö bókin er fyrst og fremst ætluð til notk- unariskólum, enda var yfirlýst markmið samkeppninnar að efla kennslu i nágrannamálum og á þann hátt að brjóta niður bókmenntaleg landamæri i Norðrinu. Otgáfa bókarinnar hlýt- ur jafnframt að vera fagn- aðarefni öllum þeim sem láta sig norræna samvinnu á menn- ingarsviöinu einhverju skipta. Það er ekki ætlun mín að rýna hér hverja sögu fyrir sig. Þær eru allar mjög frambærilegar og sumar hreint frábærar. Flestir höfundarnir eru litt eða ekki þekktir á tslandi, sum ir eru reyndar að stiga sin fyrstu spor á rithöfundarferlinum með þessum sögum. A þessu er þó ein undantekning, það er Dan- inn Hans Hansen (Sjáðu sæta aflann minn). Saga hans heitir Her er for grimt og fjallar eins og fleiri verkhans um unglinga- ástir, hreinar og sannar tilfinn- ingar sem þrffast þrátt fyrir fjandsemi og ljótleika um- hverfisins. Verðlaunasagan Refsumarlýsir á hugljúfan hátt sambandi sem myndast milli drengs og refs sem gerir sumariö ógleymanlegt. Ungur og efnilegur rithöfundur frá Helsingfors, Kjell Lindblad, á söguna Till Petskii. Ég hef grun um að sú saga hitti fleiri ung- linga en mig beint i hjartastað. Hún segir frá drengjum sem forma poppgrúppu og eru komnir svo langt aö geta gleymt sér i Keep on running þegar sorgin lýstur þá, Petski deyr eftir fyrsta alvarlega fylliriið. Sænski höfundurinn Bertil Gej- rot nær að lýsa hugmyndaflugi unglingsins einkar spaugilega i sögunni Ek Hlewagastir, rúnar- istan gamla fangar, einn nem- andann fullkomlega. Fulltrúi Islands i úrvalinu er sagan Morgundögg eftir hinr. velþekkta barna- og unglinga rithöfund Guöjón Sveinsson. Við getum vel við unað þvi saga Guðjóns var sú er næst kom verðlaunasögunni og raunar finnst mér hún hvergi gefa henni eftir. í Morgundögg lýsir Guðjón lifinu eins og það blasir við sveitapilti sem á hverjum morgni er vakinn fyrir allar aldirog sendurtilbeitinga niður i sjávarplássið. Ruddalegur karlamórallinn I skúrunum og vinnuþrælkunin eru að buga drenginn, enda eins fjarrilöng- unum hans og mögulegt er. 1 sögulok hleypur hann frá sjón- um i átt til fjallanna, frá raun- veruleikanum til draumanna. Lýsingin á drengnum og hugs- unum hans er unnin af nærfærni og skilningi, sagan I alla staöi heilsteypt og trúverðug. Það er skoðun mfn aö þessar sögur flestar séu einkar heppi- legt lestrarefni i skólum sem kenna Norðurlandamál og I raun býsna virðingarvert fram- tak þar sem norrænt lesefni af þessu tagi hefur ekki verið á boöstólnum áður. Hinsvegar hefur Námsgagnastofnun sinnt kynningu og dreifingu bókar- innar slælega. 1 raun má segja að frammistaða Islendinga á norræna málaárinu hafi öll verið hin hraksmánarlegasta. Sem dæmi má nefna að norrænu útvarpsstöðvarnar unnu upp sönglaga- og visnaprógramm sem gefið var út á bók undir Guðjón Sveinsson — saga hans, Morgundögg kom næst verð- launasögunni og gefur henni hvergieftir, segir Sigurður m.a. i umsögn sinni, þar sem hann segir ennfremur frammistöðu tslendinga á norræna málaár- inu hafa verið hraksmánarlega. heitinu Nordsanger (fæst i Norræna húsinu). Þar er að finna texta á þeim niu tungu- málum sem brúkuð eru i Norðr- inu og Utgáfan er einkar smekk- leg. Ekkert hefur bólað á þessu efni i gufuradióinu blessaöa og væri þó ekki vanþörf á að auka fjölbreytnina i tíkilistarflutningi þess. SS. & Bókmenntir JGc eftir Sigurd Svavarsson Föstudagur og sunnudagur Einsog allir vita er þýöingar- litið að birta leiðréttingu, hafi eitthvað brenglast I blaöagrein. Það skilst yfirleitt ekki. Ég vil þvi einungis taka fram, að sið- asti pistill minn i Helgarpóstin- um kom á afturfótunum. Og nóg um það. Þó skal áréttað, að Arni Kristjánsson er aö veröa hálf- áttræöur, en , ekki hálfsjötugur. Háskólatónleikar Tónleikanefnd Háskólans hef- ur nU tekið uppá þvi að efna til hádegistónleika i Norræna hUs- inu á föstudögum, sem ekki skulu standa öllu lengur en hálf- tima i hvert sinn. Tónleikahald i Reykjavik hefur aukist svo á allrasiðustu árum, aö þessi tæpu þUsund manns, sem sækir þá og er liklega eitthvert lukku- legasta fólk i heimi, hefur oft varla viö um helgar. 1 öðru lagi er ætlunin að auðvelda kennur- um og nemendum háskólans að sækja tónleikana. Það er stutt að fara, og enginn á að þurfa að sleppa kennslustund vegna þess arna. Fyrstu tónleikarnir voru á föstudaginn var og að sumu leyti sérstæðir. Þar var til- kvaddur Einar Markússon pianóleikari austan Ur ölfusi. Um þennan sextuga alheims- spilara hefur verið heldur hljótt á meöal fólks, nema þá helst eitthvað þjóðsagnakennt: Samkvæmt þvi þótti þetta Reykjavikurbarn hafa fengið i vöggugjöf þessi 5%, sem þarf til að veröa snillingur. Þeim 95% af vinnu, sem þarf aö auki, sinnti hann hinsvegar miður. Hann stundaði fyrst nám hér við Tónlistarskólann, en siðan hjá frægum kennurum i Los Angel- es frá 1943—46. Ummæli þeirra kváðu hafa verið á lika lund: Einar hefði mjög gott upplag, en væri hUðlatur. Um hann var m.a.s. gerð stutt kvikmynd, sem sumir minnast og var sýnd hér sem aukamynd um eða fyrir 1950. Ein sagan segir, að sjálfur Renoir hafi gert myndina fyrir Einar vin sinn. Einar dvaldist svo aö mestu erlendis næstu tuttugu ár, eink- um i Bandaríkjunum og Kanada. M.a. var hann i Holly- wood hjá MGM, og þegar gerðar voru kvikmyndir um tónsnill- inga og leikarar glenntu sig yfir nótnaborðinu, þá spilaði Einar á bakvið. Einnig stundaði hann einhverskonar kaupsýslu um tima á vegum Krupphringsins þýska. Siðasta áratug hefur hann svo kennt viö Tónlistar- skóla Arnessýslu, og það er áreiðanlega engin þjóðsaga. Þá má kallast i góðu sam- ræmi, að Einar lék þarna eink- um verk eftir litt heimsþekkt tónskáld, þ.á.m. tvo kennara sina, Samuel Ball og Moriz Rosenthal, sem reyndar hafði veriö nemandi hjá sjálfum Ferencz Liszt. Auk þess lék hann stutt verk eftir Leopold Godowski, Levitzki, Hallgrim Helgason og Friedman-Gártn- er.Tvö aukalög voru eftir Chop- in. Þaö var greinilegt, aö Einari er tamt að leika sér dálitið á nótnaborðinu og improvisera, þ.e. leyfa sér vissa útúrdúra frá þeim nótum, sem skáldin hafa skrifað. Þetta hefur enda stund- um veriö tiska. A köflum verður leikurinn skrambi hrossa- brestslegur, en einnig bregður fyrir einkar finlegri túlkun. Það var I einu orði sagt gaman að þessari uppákomu. Hún minnti á það, þegar maöur lendir með liprum píanista á einkaheimili. En þess eiga ekki allir kost. Að lokum skal þess getið, aö litið sást af háskólafólki á þess- um tónleikum, sem annars voru sæmilega sóttir. Þaö virðist til litils að dekra við þaö lið. Ann- ars sjáum viö til I dag. Þá mun Agústa Agústsdóttur syngja lög eftir Mozart við undirleik Jónasar Ingimundarsonar. Kammermúsík- klúbburinn opnaöi vetrardagskrá sina á sunnudagskvöldiö i Bústaöa- kirkju. Þar léku fjórar vænar meyjar: Laufey Sigurðardóttir og JúIIana Elin Kjartansdóttirá fiölu, Helga Þórarinsdóttir á viólu og Nora Kornbluehá selló. Þær fluttu þrjá konserta, sem samdir voru meö u.þ.b. hundrað ára millibili, K 421 eftir Mozart, Opus 51 eftir Brahms og Kaup- mannahafnarkvartett eftir Þor- kel Sigurbjörnsson frá 1978. Þetta var fallega til fundið. öll Einar Markússon — á köflum skrambi hrossabrestslegur leikur en einnig brá fyrir einkar finlegri túlkun. verkin voru ósvikin börn slns tima og Þorkell ekki tiltakan- lega ólikari Brahms en sá siðar- nefndi Mozart. Auk þess leyfir Þorkell (eöa þær) sér svolitla sviðsfyndni i ætt við Haydn, þegar spilararnir hvetja áheyr- endur til klapps I lokin: plaudite! Flutningurinn var a.m.k. svo góður og skýr, að ekki er fyrir vesaling minn aö setja útá. Og það er einsog oft áður: maöur styrkist i trú á þjóðina okkar Vigdísar við að heyra einstak- linga hennar fara svona vel með dýra dóma.

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.