Helgarpósturinn - 30.10.1981, Blaðsíða 28

Helgarpósturinn - 30.10.1981, Blaðsíða 28
28 Föstudagur 30. október 1981 helgarpÓsturÍnn Sólveig HjaUadóttir 19 ára. „Ast er kærleikur, sterkt trúnaðarsamband.Ég tel ást ven það sterkasta, mesta og nánasta samband sem getur myndast miili tveggja aðila bæði andlega og likamlega. Og svo getur ástar- samband myndast lika á milli foreldra og barna. Kynlífið skiptir miklu máli. Maður þarf ekki siður að tjá sig um þau mál. Og kynlifið erekkieins og sagt er i Sönnum sögum. Ég tel m ig vera ástfangna. Ég er búin að vera tvö ár á föstu. Það er góð tiifinning að finna einhvern sem verndar sig, að hafa einhvern til að hjúfra sig upp að i kuldanum”. Bryndís Kristinsdóttir og Guðrún Gestsdóttir, báðar 17 ára. ,,Ast er einhver tilfinning,getur jafnvel farið úti eigingirni ef þú vilt hafa aðilann útaf fyrir þig. Við höfum aldrei oröið ástfangn- ar, alla vega ekki alvarlega. — Kannski fengið léttan hjartslátt, enþað er ekki ást. — Ast áað vera kærleikur, sterkt traust og gagn- kvæm virðing”. Hvað er ást? Hún heitir Irma Mjöll Gunnars- dóttir, 15 ára,og hann heitir Jón Gislason.Hi ára. Þau eru saman. Okkur Stuðkonum lék forvitni á að vita hvaö þau hefðu um sam- band sitt að segja. „Viö byrjuöum að vera saman að Laugum um verslunarmanna- helgina; ég var að skemmta mér, Irma var að sýna fimleika”, sagöi Jón,og Irma heldur áfram; „Ég gisti I gömlu heimavistinni en Jón var I tjaldi. Þetta voru hálf furðuleg kynni, ég fór út til að fá mér friskt loft og hitti hann þar sem hann stóð berfættur og komst ekki úr sporunum, svo ég varð að bera hann á hestbaki inn. Svo vorum við samferða i rútunni til Akureyrar, þar sem Jón bjó.” Jón: „Irma tók siöan flugvélina til Reykjavikur.” — Þið hafið haft samband eftir þetta þó aö fjöllin skildu ykkur að? Bréf frá Spáni Irma: „Ég fór til Spánar og var þar i þrjár vikur og skrifaöi hon- um bréf. Svo kom ég heim og Jón kom tveimur dögum seinna til Reykjavikur.” Jón: „Ég kom til að heimsækja Irmu og systkini min i leiöinni.” Ástin söm við sig — Haldiði aö fólk sé einhver veginn öðruvisi ástfangiö i dag en fyrr á timum? „Veit ekki... Ætli það sé ekki svipað og áður.” — Hver reyndi við hvern? Irma: „Það var vist Jón.” — Varstu þá hrifinn af henni Jón? Jón: „Auövitað viðurkenndi ég það. Það þýðir ekki aö vera að reyna við stelpu og viöurkenna ekki að maður sé hrifinn af henni.” — Eru það alltaf strákarnir sem reyna við stelpurnar? Jón: „Vinur minn og vinkona hennar eru saman og við erum oft meö þeim”. Steinunn SveinsdótUr 16 ára og Guðrún Rakel Viðarsdóttir 17 ána. ,,Það er spennandi að vera ást- fangin,sérstaklega i fyrsta skipti þegar maður er ekki vanur að umgangast hitt kyniö. Þá var maður svoldið feimin en svo sjó- ast maður. Ast? Nú, bara að þykjavæntum einhvern,falla vel við hann. Astin er nauðsynleg i kynlifinu, manni verður aö þykja vænt um lika”. Karl Sigurbjörnsson 16 ára. „Já, ég hef verið ástfanginn, það er ágætis tilfinning, fremur þægileg. Ast? ja, hvað skal segja. Ég er nú bara ekki klár á þvi, ég held það sé misjafnt. Ég held að ást og kynlif eigi eitthvað skylt við hvort annað, já ég held að það tvennt fari oftast saman”. Gunnar Jóhannsson 17 ára ,,Ég er alltaf ástfanginn, það er fint að vera alltaf ástfanginn, góð tilfinning. Ég held að ást sé það að gefa án þess að vænta endur- gjalds. Ast og kynlif? Það er nauðsynlegt hvort öðru. Astin gengur ekki án kynlifs”. Ólafur Haukur ólafsson, 19 ára. „Ast? það er nú stóra spuming- in. Astin er svo mikið. Ast er gagnkvæmur skilningur. Aster... allt sem manni dettur i' hug af hinugóða. — Já, éger ástfanginn. Þá verður maður að taka tillit til einhvers af hinu kyninu. Stundum verður maður svolítið háöur þvi. Kynlifiö kemur að sjálfsögðu inni en það er ekki aðalatriðið”. Irma: „Það er misjafnt.” Hjartsláttur eykst — Hvernig er að vera ástfang- inn? Bæði: „Fyrst fær maður glfur- legan hjartslátt þegar maður hittist, svo fei maöur að þekkj- ast betur og hættir aö vera feim- inn. Maður verður opnari við hvort annað eftir þvi sem vin- áttan eykst”. — Hvernig er þá með gömlu vinina? Jón: „Ég á nú ekki svo marga vini hér i Reykjavik.” Irma: „Ég er ekki eins mikiö meö krökkunum i Garðabæ, þar , sem ég bý.og áður.” Fáir skemmtistaöir — Hvert fariö þið að skemmta ykkur? Bæði: „Það eru ekki margir staöir sem hægt er að fara á, það er helst að fara á bió. I sumar fór- um við i bæinn og i sund.” Irma heldur áfram: „Svo hittumst við oftast heima hjá Jóni.” — Hvaðfinnst foreldrum ykkar um sambandiö? Jón: „Ég hef meira frjálsræði, þar sem ég er frá Akureyri en bý i Reykjavik.” Irma: „Mamma er ágæt, en pabbi var svolitiö strangur fyrst, en hefur gefist upp við að skipta sér af þessu núna.” — Elskist þiö? Irma: „Æðisleg spurning! Do! — Ætliö þið aö vera saman áfram: Bæði: „Við erum ekki orðin þreytt hvort á ööruennþá.” Yfir- heyrslunni er lgjtið. Do. KYNLIF OG KÆRLEIKUR Hvaö er ást? Eflaust hafa allir spurt sig þessarar spurn- ingar, en ekki er nú víst að allir hafi fundið svar, sem þeir eru ánægöir með. Hjartað í skónum Er til einhver ást viö fyrstu sýn, er það ást, þegar hjartað dettur niður i skó ef maður hittir einhverja spennandi manneskju? Er ástin eitthvað sem dugar eina nótt eða er hún eilift ástand? Spyr sá sem ekki veit. Þó viö séum allar af vilja gerðar þá veitist okkur nú ekki auövelt að svara þessari upphaflegu spurningu okkar. Það er búiQ aö þjösnast svo mik- ið á þessu orði að eiginlega þykir okkur betra að hugsa hvort okkur Hki vel við fólk, liöi vel með þvi, getum talað við það um einhver sameiginleg áhuga- mál og gert eitthvaö saman. Og auðvitað elskar maður vini sina. Ást í kassa Sumir halda að ástin sé kassi utanum tvo einstaklinga og eng- ir aörir komist fyrir innan i hon- um. Auðvitað eru allar skoðanir jafnréttháar, en fólki þykir lika oft jafnvænt um margt fólk en á ólikan hátt. Vegna þess að við ætlum að fjalla dulitið um getnaöarvarnir viljum við endilega hvetja fólk til aö gleyma ekki kærleikanum, þegar kynlifið er annars vegar — láta sér þykja svolitið vænt hvoru um annað. Þó aö skyndi- sambönd geti verið góö til sins brúks annað slagiö, eru vist flestir sammála um að kynlifið sé best, þegar kærleikurinn fær að fljóta meö. Svo er það náttúr- lega þetta með töffaraskapinn — sumir eru hræddir um að vera væmnir er þeir sýna tilfinningar sinar á þessum siöustu og svölustu timum — en: rómantikin er nú alltaf ágæt á meðan hún tekur gönuhlaup og heljarstökk! ekki t

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.