Helgarpósturinn - 30.10.1981, Blaðsíða 13

Helgarpósturinn - 30.10.1981, Blaðsíða 13
13 —helgarpásturinrL. Föstudagur 30. október 1981 GIsli Rúnar Jónsson hlær hátt og snjallt aö þeim Siguröi Sigurjónssyni og Randveri Þorlákssyni... „Þetta er minn gómur,T „Ég ætla að biðja ykkur að sitja fyrir á einni mynd, og setjið nú upp I ykkur ykkar bestu góma.” Viðstaddir rjúka upp til handa og fóta, og liggur við stórsiysum, er þeir hlaupa að borðasamstæð- unni við enda sviðsins, þar sem gómarnir iiggja pent pakkaðir I litlar öskjur. A maður að þora að segja það? Hamagangur i öskjunni! Og fyrr en varir er þarna fullt af slefandi skögul- tönnum. „Þetta er minn gómur”, hrópar Gisli Rúnar til einhvers, en það nær ekki lengra. B'ólkið sest nú á stólana á sviðinuog fer að segja frá draum- um sinum, en þar sem menn tala hver um annan þveran, er ekki hægt að ná þræði. Það er þvi ekki um annað að ræða en að hlæja. Ekki má þó skilja það sem svo, að það sé þvingaður hlátur, heldur er þetta bráðfyndið. Við erum stödd á leikæfingu á litla sviði Þjóðleikhússins og það, sem verið er að æfa,eru atriði úr væntanlegum Kjallarakvöldum. Það er ekki laust við, að leikarar eigi stundum erfitt með að halda niðri i sér hlátrinum og kannski engin furða, þvi bæði er textinn þess eðlis og svo hlær leik- stjórinn, Gisli Rúnar Jónsson, manna hæst og mest. Eftir æfinguna var rætt við Gisla Rúnar og hann var beðinn að segja frá þessum skemmtipró- grömmum. „Þetta eru þrjú prógrömm, sem við skrifuðum I sumar, ég, Edda Björgvinsdóttir og Randver Þorláksson, en við æfum bara tvö til að byrja með. Ef þetta gengur vel, verður það þriðja sett inn i”, sagði hann. Hvort prógram um sig er - þriggja stundarfjórðunga langt og það eru sjöleikarar, sem flytja þau, en leikurunum er aftur skipt i tvö gengi. I fyrra genginu eru Edda Björgvinsdóttir, Gisli Rúnar Jónsson, Sigurður Sigur- jónsson, Randver Þorláksson og Sigriður Þorvaldsdóttir. I siðara genginu er leikaraskipan hin sama, nema hvað Helga Bach- mann og Þórhallur Sigurðsson koma i staðinn fyrir Sigriði og Randver. Er þetta gert vegna sýninga á stóra sviðinu. Eins og áður segir, er Gisli Rúnar leik- stjórinn, en hann hefur jafnframt þvi samið dansa og búið til góma upp i leikarana. 1 hvoru programmi eru fjórtán sketsur, eins og það er kallað. Glsli Rúnar var spurður hvað þau tækju fyrir. „Við köllum þetta kabarett til þess að kalla það ekki reviu þvi að revlan er samkvæmt forskrift spéspegill samtiðarinnarog tekur sér einhverjar lifandi fyrir- myndir.Við reynum að taka þetta i viðara samhengi, við tökum fyrir sitúasjónir, sem eru lausari i tima og rúmi. Ef við tökum fyrir húsnæðisvandamál og tann- læknaokur er það eins og það er alltaf, en ekki með beinum fyrir- myndum”, sagði hann. Gisli Rúnar sagði, að þau not- færðu sér þær kringumstæður, sem væru i Þjóðleikhúskjall- aranum. Það væri veitinga- staður, og þau brygðu sér i hlut- verk þjóna, kokka.dyravarða og Einn umræðuþátturinn, sem þau taka fyrir, heitir Brjálæðis- kastljós, en þar-ræða sérfræð- ingar á geðræna sviðinu saman, I þetta sinn kvalalostasálgreinir og ofsóknarbrjálæðissérfræðingur. Allir leikarar og höfundar þátt- anna hafa átt lif sitt undir banka- stjórum undanfarin ár, og fá þeir tvo stóra sketsa. Opnunar* og lokaatriðin eru kóreógrafisk, en að öðru leyti er ekki tónlist eða dans i prógramm- inu, nema hvað Sigurður Þórarinsson leikur á pianó og orgel milli atriða og tengir þau saman með stuttum stefjum. Höfundar Kjallarakvöldanna eru þeir sömu og skrifuðu hina geysivinsælu útvarpsþætti Úllen- dúllendoff. Gisli Rúnar var þvi spurður hvort búast mætti við einhverju svipuðu. „Ég myndi ætla, að húmor- neistinn væri svolitið af þeirri fjölskyldu, nema hvað þetta er sjónrænt. Það breytir töluverðu og gefur okkur rýmri möguleika. Við nýtum salinn mikið og dreif- um leikurum um hann, þannig, að menn verða ekki fastir á dans- gólfinu. Og það stendur til, að hraðinn i þessu verði mikill.” — Er þetta skemmtilegt? Þá hlær GIsli Rúnar, en fram að þessu hafði hann verið nokkuð svo alvörugefinn. „Já, það er stefnan. Þú sást hvað við hiógum mikið á æfing- unni, en við erum búin að æfa þetta tólf sinnum.” Grétar Hjaltason tæknimaður kemur nú aðvifandi og fer að blanda sér i málið,segir að þetta eigi eftir að koma fólki mjög á óvart vegna þess hve það sé gott. Ekki er útlit fyrir annað en að það standist Og ef allt annað stenst, verður prógram númer eitt frumsýnt föstudaginn 6. nóvember og prógram tvö kvöldið eftir. Það verður siðan rækilega auglýst i blöðum hvaða prógram er sýnt hverju sinni, svo menn lendi ekki i að sjá það sama aftur, þótt ekki geti það nú spillt. Eins .... sem hér fara á kostum sem bankastjórinn og vesalingurinn, sem kemur til að slá vixil. gesta. Þá væri þetta leikhús og væru leiksýningar aðeins teknar fyrir, svo og sjónvarpið, sem væri alltaf freistandi. Ekki beinlinis þekktir sjónvarpskarakterar, heldur kringumstæðurnar; viðtal, fréttir, Iþróttir o.fl. og áður eru þessi Kjallarakvöld aðeins fyrir matargesti, og er vissara að panta sér borð i tima, þar sem sætafjöldi er tak- markaður. Góða skemmtun. • • í 1 * / 1 . K- _ h. Lp|i ^ í Hr* sý ~ imi - ****- ’■ Hópurinn sýnir hér sina bestu góma. Randver Þorláksson Edda Björgvinsdóttir Þórhallur Sigurðsson Sigriður Þorvaldsdóttir Helga Bachmann Sigurður Sigurjónsson

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.