Helgarpósturinn - 30.10.1981, Blaðsíða 21

Helgarpósturinn - 30.10.1981, Blaðsíða 21
1 %\ 1. IxJ 1v 1 ^ i\ líWviW .vc »*Ji *> _Jielgarpósturinn- Föstudagur 30. október 1981 Roy Scheider leikur Bob Fosse af miklum þrótti. Hér er hann i einu af mörgum frumlegum dansatriOum All That Jazz. Dansað kringum nafiann Stjörnubíó: All That Jazz. Bandarisk. Árgerð 1980. Hand- rit: Robert Arthur, Bob Fosse. Leikstjóri: Bob Fosse. Aðal- hiutverk: Roy Scheider, Ann Reinking, Jessica Lange, Ben Vereen. Bob Fosse er óneitanlega sér- stæður póstur I bandariskri kvikmyndagerð. Hann er dreginn inn i hreyfingar og takt myndarinnar. Fosse er sannar- lega mikill hæfileikamaður. En kannski er hann einmitt of upptekinn af sjálfum sér sem hæfileikamanni. Kvikmyndin All That Jazz, sem Stjörnubió sýnir nú, er sem sagt sjálfævi- sögulegt egótripp. Þar segir frá miðaldra dans- og kvikmynda- Kvikmyndir eftir Arna Þórarinsson dansari og dansstjóri að upp- runa, fór siðan aö leikstýra á Broadway og þaðan yfir i kvik- myndirnar. Hann stjórnaði dansatriöum i nokkrum myndum, en sú fyrsta sem hann leikstýrði var Sweet Charity og þótti ekki lukkast vel. Siðan hefur hann stjórnað þremur myndum, Cabaret, Lenny og All That Jazz og i þeim er eins og hann hafi stokkiö alskapaður sem leikstjóri inn i kvikmynda- formiö. Þessar myndir eiga það ekki aðeins sameiginlegt að hafa efnislegar rætur i skemmtiiðnaði af ýmsu tagi (þar sem Fosse hefur lifað og hrærst allt sitt lif), heldur sýna þær sérlega yfirvegaða notkun á myndmáli, þar sem tökuvélinni er einatt beitt sem væri hún dansari. Þannig er áhorfandi leikstjóra I bliðu og striðu, lifi og starfi, ástum hans og ótta við dauðann, uppfærslum og uppá- ferðum, baráttu við sjálfan sig og aðra, — allt I hraðskreiðri en býsna ruglingslegri gandreið mynda og tóna. Þetta er ansi grunnfærin lifs- og listspeki, hrein og klár naflaskoöun sem Roy Scheider i aðalhlutverkinu lyftir að vlsu stundum uppá annað og almennara plan. En lengi framan af tekst hæfileika- manninum Bob Fosse að gera úr sjálfsrýni sama manns svo rýþmiskan kvikmyndadans að áhorfandi gleymir stað og stund. All That Jazz er djarflegt verk og skemmtilegt ef maður lætur pælingar höfundar um sjálfan sig, lif og dauða liggja milli hluta. —AÞ Sigurður A. Magnússon: Möskvar morgundagsins. Uppvaxtarsaga. — Mál og menning, Rvík 1981. — 359 bls. — Oddi prentaöi, Kápu- mynd: Hilmar Þ. Helgason. Með býsna miklum spenningi hefur maður beðiö þessa fram- halds af stórvirki SAM Undir hins vegar verða meira ævi- sögubragð af uppvaxtarsög- unni. Fjöldi persóna kemur við hana, sumar nauðsynlegar, aðrar minna nauösynlegar og næstum að segja getið einasta vegna þess að þær voru þarna. Þar með liggur samanburður fjarska nærri við bækur eins og ym Bókmenntir Á ..iÉÉr-i» eftir Heimi Pálsson kalstjörnu sem Ut kom fyrir tveim árum og hefur skv. upp- lýsingum forlags þegar komið i fimm útgáfum. Með þeirri bók haslaöi Sigurður sér völl sem einn allrafremsti prósahöf- undur okkar og sýndi á eftir- minnilegan hátt hvernig vefa má listrænan vef I uppistöður endurminninganna jafnvel frá allrafyrstu bemsku. Þá var sagt frá fyrstu árum Jakobs Jó- hannessonar eöa allt til dauða móöur hans. Nú er tekið til þar sem Jokob er niu ára og honum fylgt þar til hann er genginn fyrir gafl og kominn i fullorð- inna tölu. A margar lundir er þetta býsna ólik bók hinni fyrri. Þar kemur vitanlega fyrsttilsú staðreynd að uppistaðan verður þeim mun þéttari sem lengra dregur i ævi Jakobs : hann man fleiri og fleiri stundir, fleiri og fleiri atburði. Nú veröur minni hans ekki sú sjálfgerða sia sem áður var, það vinsar ekki sjálf- krafa úr meginatriði. Þar þótti mér list Sigurðar risa hæst i fyrri bókinni og hefja hana langt yfir flestallar skáld-ævisögur sem ég hafði lesið (undantekn- ing Fjallkirkjan og e.t.v. sára- fáar aðrar). En nú þykir mér Fátækt fólk, og raunar ekkert illt um slikan samanburð eða hugsanlegan skyldleika að segja: ævisagnaritun er ágætis- aðferð til að varðveita súbjek-( tiva sögureynslu. En sem lista- verk þykir mér frásögnin gjalda. Hinir sjálfgerðu hlutir sem gáfu „Kalstjörnunni” svo sérstakan blæ verða nú að full- sögðum og þá er einmitt komin hætta á aö lopinn taki að teygj- ast Ur hófi. Nú er ekki meb þessu sagt að mér þyki Sigurður hafa rambað i flatneskjulega ævisöguritun. Til þess er hann allt of mikill smekkmaður bæði á efni og stll. Sjálf samlikingin viö Fátækt fólk ætti lika að taka af allan vafa. Ég ereinfaldlega aö reyna að gera grein fyrir breytingunni sem orðið hefur innan upp- vaxtarsögunnar frá fyrstu bók til annarrar. Að vissu marki hafa lesendur Sigurðar lfka breyst frá þvi fyrr var vegna þess undirbúnings sem fólginn er ilestri Undir kal- stjörnu. Þannig veröur fátt i Möskvum morgundagsins sem kemur manni á óvart i lýsingu þess dapurlega mannlifs sem lifað var upp Ur kreppunni i fá- tækrahverfum Reykjavikur. Meira ævisögu bragö af uppvaxtarsögunni.segir Heimir m.a. i umsögn sinni. Um þetta timaskeið hafa lika fleiri höfundar fjallað, að ekki sé talað um striösárin, þar sem frásögn Siguröar bætir litlu við margar aðrar lifsreynslusögur sem tiðkast hafa undanfarin ár. Tvennt virðistmér gefa þess- ari bók mestgildi. Annaö erlýs- ing Jóhannesar, föður Jakobs, þessa einkennilega brestótta manns sem samt nýtur sam- úðar og hlýju i frásögninni, er látinn njóta sannmælis á sér- kennilegan hátt og að einhverju leytihafinn yfir venjulega dóm- hörku -lesenda. Ekki þaö aö verið sé að berja i brestina, þeim er siður en svo leynt. En höfundi tekst samt að gæða Jó- hannes svo miklu li'fi og fer um hann svo mennskum höndum að maður getur næstum sæst við hann þrátt fyrir allt. Hitt er lýsingin á þvi hvernig Jakob sjálfur bjargast frá þvi að láta baslið og fátæktina smækka sig niður i samúðar- sneyddan vesaling eöa harö- sviraðan glæpamann. Sumt verður að visu ekki skýrt með orðum, eins og t.d. áhrif ein- staklinga (þ.á.m. kennara hans)á hann, en þráttfyrir það verður þroskasagan ljós og mér þykirSigurðurkomast mæta vel frá þvi að gera grein fyrir trúar- þörf Jakobs og tengslum hennar við móðurmissinn. Þar snertir hann á nærfærinn hátt við mflúl- vægum þætti i þroskasögu ein- staklingsins, og hann gerir það ánþess að kveða of skýrt og fast að. Þá nálgast Möskvar morgundagsins einmitt listræn- ustu kaflana i Undir kalstjörnu. Valdið gegn ástinni Leikfélag Akureyrar: Jómfrú Ragnheiður: Höfundur: Guðmundur Kamban, leikgerð Briet Héðins- dóttir Tónlist: Jón Þórarinsson Lýsing: David Walters, stjórn lýsingar Viðar Garðarsson Leikmynd og búningar: Sigur- jón Jóhannsson Leikstjóri: Briet Héðinsdóttir. Eins og kunnugt er féll Guð- mundur Kamban fyrir byssu- kúlum danskra föðurlandsvina i maimánuði 1945, þegar Dan- mörk var hýfrelsuð. Grunur lék á þvi að hann hefði haft meira en litlá samúö með málstað nas- boðnu ást Ragnheiðar biskups- dóttur og Daða Halldórssonar sem raunarer imiklu uppáhaldi hjá biskupi. Biskup snýst samt gegn samdrætti þeirra Daða og Ragnheiðar af fyllstu hörku. Að þeirrar tiðar höfðingjasið ætlar hann dóttur sinni göfugra gjaf- orð, i' og með til þess að treysta eigin völd og aðstöðu. Biskupi er þvi nokkur vor- kunnþar sem hann er i rauninni barn sins tima og i honum býr margt gottþó svo að við verðum að fordæma einstrengingshátt hans og þröngsýni, enda hlýtur hann á vissan háttsina refsingu. Honum tekst að sönnu að beygja vilja Ragnheiðar, en ekki Leiklist eftir Reyni Antonsson ista, og ollu þvi tiltekin blaða- skrif hans svo og skáldsagan „Vitt sé ég land og fagurt”. Sennilegt er þó að helst til m ikið hafi verið gert úr þessum nas- istatilhneigingum Kambans. Sagnabálkurinn Skálholt bendireindregið tilþess að hann hafi verið að ýmsu leyti ósam- mála grundvallarheimspeki- kenningum nasista um nauösyn sterks valds. Að mati Kambans leiöir fátt til jafnmikillar bölv- unar og algert vald, jafnvel i höndum hins hæfasta manns eins og Brynjólfs biskups, og hvaö verður þá úr hinu algera valdi i hendi austurrisks lið- þjálfabjálfa? Gegn þessu ofur- valdi foreldra og kirkju sem sameinast i persónu biskups teflir Kaman fram hinni for- brjóta, og i dauða sinum hrósar Ragnheiður á vissan hátt sigri þar sem faðir hennar fær ekki notið þess að hafa brotið vilja hennar á bak aftur. SagteraðKamban hafisamið verk sitt til þess að hreinsa Ragnheiði af áburðinum um meinsæri. Þettaerað vissu leyti rétt en fleira hefur hér einnig komið til. Það skiptir ekki höf- uðmáli hvort Ragnheiður hafði sofið hjá Daða fyrir eiðstökuna eða hvort hún gerir það nóttina á eftir. Hvort sem rétt er þá storkar hún föður sinum, kirkj- unni og þess tima velsæmi. EnRagnheiður eins og Kamb- an lýsir henni er góð sál sem gerir uppreisn gegn þeirri kúg- un sem hún er beitt bæði sem kona og manneskja. Henni svið- ur sárt óréttlæti tiðarandans. HUn kemur fram sem fulltrúi hins góöa og fagra gagnvart harðneskju valdsins, valdsins sem I rauninni er dæmt til að torti'mast eins og við sjáum ber- lega ef við lesum allan sagna- bálkinn Skálholt. / Leikgerö Brietár Heðinsdótt- ur byggir á tveim leikgerðum Kambans sjálfs svo og tveim fyrstu hlutum sagnabálksins Skálholts. Þess sér allmjög stað að það er kona sem unnið hefur þessa leikgerð. Mikil áhersla er lögð á að draga fram mynd af einskonar kvenréttindabaráttu 17. aldar með skirskotun til nú- tlmans sem meðal anngrs birt- ist i haganlegri og mjög svo stil- færðri leikmynd Sigurjóns Jó- hannssonar. Karlaveldið er þarna sýnt i allri sinni nekt, en jafnframt i öllum sinum hjákátleika, eins og til dæmis i eiðtökuatriöinu sem verður raunverulega drep- fyndið i öllum sinum alvarleika. Allar þrjár höfuðkvenpersón- ur leiksins eru á einn eða annan hátt i striði við hið yf irþyrmandi karlveldi, jafnvel hin „vilja- lausa” biskupsfrú, og allar sigra þær á einn eða annan.1. hátt þóttsá sigur sé dýrkeyptur. Þessi áhersla á kvennréttinda- baráttuna rýrir nokkuð gildi annars ágætrar sýningar. Ragnheiður gerir að sönnu uppreisn sina sem kona, en hún gerir það engu að siður sem mannleg vera. En þessi upp- reisn,svo göfug sem hún er,er fyrirfram dæmd til að mistak- ast.Ragnheiðurgetur ekki tekið stjórn örlaganna I eigin hendur. Það getur raunar Brynjólfur biskup faðir hennar ekki heldur þrátt fyrir allt sitt vald. Þetta verður að teljast þungamiðja verksins. Það er ung og nýUtskrifuö leikkona Guöbjörg Thoroddsen Ragnhciöur og Brynjólfur biskup — ástin gegn valdinu. Guðbjörg Thoroddsen og Marinó Þorsteinsson i hlutverk- um sinum. sem fer meö hið erfiða hlutverk Ragnheiðar og er þetta frum- raun hennar á sviði „alvöruleik- húss”. Er skemmst frá þvi að segja að hún stendur sig með hinni mestu prýði. HUn skapar persónu sem vinnur ósjálfrátt hug og hjörtu leikhúsgesta, en sakleysi hennar framan af leiknum er ef til vill helst tU yf- irdrifið, það er ósennilegt að Ragnheiður hafi verið svona saklaus og einföld, ekki sist þeg- ar það kemur fram aö hún hefur umgengist vinnufólk staðarins og lært svo ókvenlegar listir sem tréskurð. Hún er fullmikið sýnd sem fórnarlamb. Hjá hinni heillandi persónu Ragnheiðar veröur Daði Hall- dórsson elskhugi hennar fremur litlaus, en hann leikur Hákon Leifsson. Þeirri spurningu fæst ekki svarað hvort hann var að- eins venjulegur kvennaflagari eða hvort ást hans til Ragnheið- ar var i rauninni einlæg, jafn einlæg og ást hennar. 1 þessu sambandi má geta þess að nokkur skaði er að þvi að sleppt skuli vera samfundar- atriði þeirra i Bræðratungu þar sem Daði sánnar ást sina með þviað laggja sig i lifshættu til að ná fundum Ragnheiðar. Biskup leikur Marinó Þorsteinsson og tekst honum mætavel að draga fram sannferðuga mynd af hin- um margslungna persónuleika sem Brynjólfur Sveinsson hefur óneitanlega veriö. Þó virðist hann nokkuð skorta þann dramatiska kraft sem hlutverk- iö býöur uppá. Sunna Borg er frábær að vanda i hlutverki Helgu matrónu I Bræðratungu, hinnar skapföstu en raungóðu konu sem hvergi hvikar þegar um baráttuna fyrir réttlæti er um að ræða. önnur hlutverk eru smærri og komast leikaramir yf- irleittvel frá þeim, þó ber sér- staklega aö geta Gests E. Jóns- sonar sem er frábær i hlutverki tækifærissinnans Siguröar dóm- kirkjuprests, en einnig honum er vorkunn. Hann rennir ekki > grun i þaö hvaða afleiðingar viðleitni hanstilað bjarga eigin skinni hafa. Jón Þórarinsson er höfundur tónlistar við sýning- una og eykur hún á áhrifamátt hennar i' látleysi sinu. Þvi hefur veriðhaldiö fram að Guðmundur Kamban sé úreltur höfundur, þær spurningar sem hann veki höfði ekki til samtim- ans. En sú spurning vaknar hvort ekki eigi sér enn staö harmleikir á borð við ástar- sögu þeirra Ragnheiðar og Daða. Eru ekki enn til alltof margir menn sem ekki skirrast við að beita valdi sinu til þess að traðka á tilfinningum annarra. Og spurningin um mátt einstak- lingsins gagnvart örlögunum á eflaust eftir að verða deiluefni heimspekinga um langan aldur enn.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.