Helgarpósturinn - 06.11.1981, Page 30

Helgarpósturinn - 06.11.1981, Page 30
30 FöstudagUr 6. nóvémber 1981 he/garpásturinn Metsölubókin Það tók tólf ár að gera kvikmynd eftir metsöiubókinni „Ástkona franska liðsfor- ingjans” eftir John Fowles. Lesendur gætu ályktað aö það hafi verið vegna þess að svo erfitt er að koma söguþræðinum til skiia á hvita tjaldinu. Höfundur hefur þann hátt á að hann tekur fyrir frásögn frá siðustu öld og endursegir hana með miskunnarleysi nútimans. Fowles kryfur kynóra þessarar gömlu sögu og hampar þeim. t kvikmynd er ekki hægt að hiaupa á miiii söguþráðarins og hugleiðinga höf- undar likt og f skáldsögu og þvf gætu menn hugsað sem svo að þeir i Hoilywood hefðu hafnað þessari skáldsögu. En þeir eru sjaldan svo hugulsamir, furstarnir i kvikmyndaborginni. Sagan fjallar um vonlaust ástarsamband konu að nafni Söru og nafnlauss liðsforingja. Það hefði mátt gera eftir sögunni amer- iska kvikmyndaþvæiu sem héti „Astir Söru Woodruff” eða eitthvað i þá áttina og það var einmitt þetta sem Kaninn hafði hug á að gera. En brennt barn forðast eid- inn. Aður höföu verið kvikmyndaðar tvær af sögum Fowles, „The Collector” og „The Magus”, og báðum veriö misþyrmt á hinn hroðalegasta hátt. John Fowles og útgef- andi hans, Tom Maschler, voru harð- ákveðnir i þvi að sagan endurtæki sig ekki. Fowlessegir: „Þegar „The Collector” var kvikmyndaður var ætlunin að gera ódýra, breska mynd og hún heföi getað orðiö aldeilis frábær. En William Wyler komst i söguna meðan hann var að undir- búa töku á „Tónaflóði” og þannig varð hún að Hollywoodskrimsli. Val leikara misheppnaðist gersamlega. Terence Stamp og Samantha Eggar, sem léku aðalhlutverkin, töluðust ekki við. Það varð frægt, jafnvel i Hoolywood, aö kostn- aður varð meira en 50 milljónir kr. Hvernig getur kostað 50 milljónir að gera mynd með aðeins tveimur leikurum?” Þetta var slæmt en ekki tók betra við. Fox keypti kvikmyndaréttinn aö annarri bók Fowles, „The Magus”, I lok sjöunda áratugarins. Um þetta leyti þótti fram- leiösla fyrirtækisins á heldur lágu plani. Þá var ungað út myndum á borð við „Che” og „Myra Breckinridge”. Þegar loks var hægt að sýna „Magus” eftir erfiða fæðingu var eins og vantaði aöra hverja filmuspólu. „Það getur veriö að „The Collector” hafi ekki verið góö mynd”, segir Fowles, „en „The Magus” var alger hörmung. Ég get ekki skilið að nokkrum manni hafi lik- aö myndin. Það var misráðiö að láta Michael Caine leika f henni og það var verið að umskrifa atriðin kvöldiö áður en átti að kvikmynda þau. Endirinn varð auðvirðilegt samsull, blandaö á staðnum. Ég varð gersamlega miður min.” Þessi reynsla varð til þess að Fowles ákvað að reyna að hafa einhver áhrif á það hvernig farið yrði með þriöju skáld- sögu hans, „Astkonu franska liösforingj- ans”, þegar sú saga yröi kvikmynduö. En Fowles hefði litlu áorkað einn. Góðvinur hans, útgefandinn Tom Maschler, hvatti hann með ráöum og dáð. „,,The Magus” er ekki einungis vond kvikmynd”, segir Maschler, „hún er ein hver versta mynd allra tfma. Þvi benti ég John á aö þegar „Ástkonan” yröi frum- sýnd skyldi hann fá að ráða tveimur mikilvægustu atriðunum varðandi kvik- myndunina, þ.e. hver leikstýröi og hver semdi handritið. John féllst á þetta en taldi sig ekki nógu haröan til að standa i sliku samningamakki og bað mig að hafa afskipti af málinu. Ég benti honum á að meö þessu móti myndi hann missa af tekjum þvi kvikmyndafyrirtækin greiða ekki meira en fjórar milljónir kr. ef höf- undurinn vill hafa áhrif á gerð myndar- innar. En hann þarfnaðist ekki pening- anna og þvi létum við setja inn i samning- inn aö kvikmyndin yröi ekki gerð fyrr en við hefðum samþykkt leikstjóra og höfund handrits og meira að segja handritið sjálft.” Slik harka af hálfu höfundar var óþekkt i Hollywood. Venjan er að þeim sé afhent ávisunin og.gefiö gott að borða og siðan eru þeir beðnir vel að lifa. Furstarnir urðu svo gáttaðir að það tók ár að skrifa samninginn. „Við bárum I viurnar við alla þá leik- stjóra, sem viö treystum, Dick Lester, Lindsay Anderson, Fred Zinnemann og marga fleiri. Við höfnuðum mörgum sem kvikmyndafyrirtækið tilefndi. Dennis Potter og David Rudkon skrifuðu handrit en okkur þóttu þau ekki nógu góð. John fékk greiddar minnst tvær milljónir vegna þess dráttar sem varð.” Tiu ár liðu áöur en Fowles og Maschler fengu þá tvo menn sem þeir höfðu alltaf haft augastaö á, Karel Reisz leikstjóra og Harold Pinter rithöfund. 1 kaupbæti fengu þeir Meryl Streep i aðalhlutverkið. Pinter samdi frábært handrit en þrem- ur mánuðum áöur en kvikmyndataka skyldi hefjast urðu þeir vinirnir næstum fyrir þriðja áfallinu. Warner-kvikmynda- verið, sem áttiréttinn aömyndinni.fékk þá grillu að þetta væri „listræn” kvikmynd og hætti við allt saman. Það er allalgengt i Hollywood að hætt sé viö myndir þótt undirbúningur þeirra sé kominn vel á veg. Warner bauð til sölu kvikmyndarétt á „Astkonunni” gegn þvi að fá endurgreiddan útlagðan kostað. Oft- ast nær fæst enginn kaupandi þegar svona nokkuð er boðið til kaups en þeir hjá Un- ited Artists brugðu skjótt viö. Kvikmynd- un hófst tólf árum eftir að Fowles seldi kvikmyndaréttinn fyrst. Margir telja að þetta verði ein besta mynd ársins. Meryl Streep nær svo góð- um breskum hreimi að enginn bandarisk- ur leikari þykir hafa gert betur siðan Marlon Brando lék I „Uppreisnin á Bounty”, og einnig á hún að túlka sögu- hetju Fowles forkunnarvel. Tom Maschler er einn framleiöenda myndarinnar og hann auglýsir hana af miklum dugnaði. Þó að búið sé að kvik- mynda söguna er ætlunin að selja bókina svo um munar. Unnt er aö fá hana i bandi eða pappirskiljuformi og þótt liöin séu tólf ár siðan hún kom fyrst út hefur timaritið Cosmopolitan keypt rétt til aö birta hana sem framhaldssögu. Ef myndin skilar hagnaði á Maschler að fá ákveðna prósentu af honum, sem svar- ar helmingnum af þvi sem Alec Guinness fékk fyrir að leika i „Stjörnustriöi”, en það nægöi til að gera Sir Alec rikan. Þegar þetta er skrifað er engin bók væntanleg frá John Fowles. Aðeins ein sagna hans, „Daniel Martin” hefur ekki verið kvikmynduð. Maschler telur enn erfiðara að kvikmynda hana en „Astkon- una” þvl hún er 704 siöur, gerist á ýmsum timum og frásagnarmátinn er marg- breytilegur. „Oft þegar ég skrifa”, segir Fowles, „finn ég að suma kaflana er ógerlegt að kvikmynda. Það er fáránlegt að halda þvi fram að hægt sé að gera kvikmynd eftir öllum skáldsöeum.” Maschler tekur I sama streng: „Þó aö kvikmyndun „Astkonunnar” hafi heppn- ast vel er ekki þar með sagt aö „Daniel Martin” geti oröið góður I kvikmyndar- búningi. En þeir eru svo brjálaðir I Holly- wood. Eftir allt þetta umtal á ég allt eins von á þvi að einhver snillingurinn I hópi framleiðenda hringi og segi: „Heyröu, hvernig er þaö með hann Daniel Martin?”

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.