Helgarpósturinn - 13.11.1981, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 13.11.1981, Blaðsíða 2
2 Föstudagur 13. nóvember 1981 Jie/garpústurinn • Video-dreifing hefur verið við iýði um skeið í nokkrum sveitarfélögum ,Þaö er mjög mikill áhugi á aö fá video-kerfi eða kapalsjón- varp hingað. Ég þori að segja að það séu um niutiu prósent bæj- arbúa, sem séu þvi fylgjandi”, sagði SkúliPálsson á Ólafsfirði i samtali við Helgarpóstinn. Skúli hefur undanfarin tvö ár staðið fyrir video-dreifingu á ólafs- firði, sem reyndar er afar tak- mörkuð og hvergi nærri eins viðamikil og hér i þéttbýlinu. „Ég dreifi þessu i sextán ibúðir hér. Og ég vil taka fram að þetta er allt á minn kostnað”, sagði Skúli, „og biindin fæ ég frá myndbandaleigum fyrir sunn- an”. Helduröu að það sé vilji fyrir hendi meðal bæjarbúa að fá sina eigin sjónvarpsstöð? „Það er enginn vafi á þvi. Og það verður þannig i framtlöinni. Ég hef reyndar haft samband við þá hjá „Video-son” fyrir sunnan i sambandi viö áætlun sem ég er með um að dreifa þessu I allan bæinn”. Hver myndi kosta þá fram- kvæmd? „Þaö myndu viötakendur gera sjálfir, greiða ákveðið gjald fyrir hvert hús eða ibúð. En ég veit ekki hvernig það verður með það — svo eru það þessi höfundaréttarmál. En mér finnst liggja beint við að þetta verði bæjarsjónvarp hér, það hlýtur að vera eölileg þró- un. En það er rétt að taka fram, að ég vil ekki hafa neitt af nein- um. Vitanlega eiga að koma greiðslur fyrir þaö efni sem er notað. Spurningin er bara hvernig á að koma þvi viö. Lik- legast væri best að taka gjald af hverri spólu um leið og hún er seld”, sagöi Skúli Pálsson. Skúli fullyrti aö mikill áhugi væri á videokerfi eða bæjar- sjónvarpi i mörgum sveitar- félögum. Hann sagði og að aöil- ar úr einum niu kaupstöðum heföu haft samband við sig til að forvitnast um framkvæmd, hliðstæða þeirri sem hann hefur staðið fyrir. „Þetta eru sveitar- félög fyrir austan og eins hef ég talað við mann á Sauðárkróki”, sagöi Skúli. Föstudagsdagskrá Video-son — dagskrárkynning á skerminum. - „Það er ekki bara gróðinn, sem við erum að hugsa um - þetta er fyrst og fremst hugsjónastarf” — segja eigendur „Video-SON” nota það, verða siðan að sjá um viðhald á eigin kostnað og fela einhverjum að annast myndaval og að halda kerfinu i gangi á meðan myndefni er dreifti ibúöir. Þeir Njáll og Sigurður hafa hins vegar blásið þetta kerfi út með þvi að tengja saman ótal hús og jafnvel heilu hverfin. Þeir leigja tækin frá sér, sjá um alla efnisút- vegun og semja dagskrá fyrir hvern dag. Notendur bera engan kostnað af þessari starfsemi ann- an en að greiða leigu. Og sú leiga nemur fimmtiu til sjötiu krónum framtiðinni, þá er það ekki verra”. Vinsældir (og áhrif) Það var á þeim félögum að skilja, að allur almenningur á áhrifasvæði þeirra, þ.e. i Breiðholti, tæki þessari starfsemi þeirra fagnandi. „Fólk er stöðugt i sambandi við okkur”, sagði Njáll, „siminn gengur allan sólarhringinn. Fólk hefur lýst yfir geysimiklum stuðningi við okkur vegna þessa - VIDEO og fer eftir stærð kerfisins og þeirri vegalengd sem þarf að leggja kapal. Við spurðum þá Sigurð um tilganginn með þessari starf- semi? „Við gerum þetta af hugsjón”, sagði Sigurður, „ég held að við höfum ekki verið að búast við peningagróða i framtiðinni. Þetta var einfaldlega góð hugmynd, sem okkur fannst við verða að framkvæma...”, og Njáll bætti við: „...en gott og vel — ef viö þénum eitthvað á þessu i leiöinni — sem gæti orðið einhvern tima I máls. Við höfum komið okkur upp eins konar hugmyndabanka og þangað sendir fólk óskir um myndir og annað i tengslum við þetta. Húsmæður senda jafnvel kökuuppskriftir — það er ljóst, að það er fullkomlega kominn grundvöllur fyrir hverfissjónvarp og aukin samskipti fólks gegnum þannig stöö. Við erum jafnvel farnir aö fikta smávegis við dag- skrárgerö, þvi að einhliða útsend- ing útlendra biómynda verður leiðigjörn, of þung til lengdar. Við getum vel hugsað okkur að hér verði gerðir barnaþættir og við- talsþættir og fleira þ.h. Okkur hefur m.a. komið til hugar að fá rithöfunda hingað til að kynna bækur. Þetta er enn á frumstigi”. .ogfræöingur bandariskra kvikmyndaframleiöenda: „Málsókn fyrir áramót' ’ „Ég reikna með að það gerist eitthvað í þessu máli fyrir ára- mót”, sagði Gunnar Guðmunds- son héraðsdómslögmaður i samtaii við Heigarpóstinn, en Gunnar er fulltrúi „Motion Pictures Export Association of America”, sem á hagsmuna að gæta varðandi dreifingu á kvik- myndaefni. Þaö má þvi reikna með, að þessir bandarlsku aðilar höfði hér mál á hendur video-mönn- um á grundvelli Islenskra höf- undalaga. Gunnar Guðmunds- son sagði, að lögbrot video-manna væru þrenns kon- ar: „Það er I fyrsta lagi ólögleg fjölföldun á efni, I öðru lagi ólögleg birting efnis og I þriðja lagi ólögleg dreifing”. Nú eru þessi video-fyrirtæki með tvennu móti — annars veg- ar viötæk myndbandaleiga og hinsvegar lokað húskerfi — verður höföað mál á alla aðila sem þannig dreifa efni? „Bæöi fyrirbærin eru ólögleg. Það er svo ljóst”, sagði Gunnar, „að höfundalögin eru vanbúin að mæta þeirri skálmöld sem rlkir I þessum efnum. Til að geta komiö lögum yfir menn, þarf aö breyta þeim lögum sem nú gilda. Tilgangurinn hlýtur að vera að stemma stigu við þess- ari stjórnlausu dreifingu. Það er vitanlega þess vegna, sem skip- uð hefur verið nefnd til að yfir- fara þessi lög og koma með til- lögur til úrbóta”. Siguður G. ólafsson og Njáll Harðarson (S og N I Video-son). Þeir félagar standa þarna með „veldi” sitt eða umdæmi I baksýn — „sjónvarpsstjórar á rás tvö” I Reykjavik . Ætli það séu ekki kringum tvö- hundruðþúsund krónur, sem þessi video-starfsemi hefur kostað okk- ur. Það er enginn hagnaöur orðinn af þessu. Við fórnum tima og fjármunum fyrir þetta”, sögðu þeir Njall Haröarson og Sigurður G. ólafsson, eigendur „Video-son”, þessa myndbanda- fyrirtækis sem breiðst hefur i fimm þúsund ibúðir i Breiðholtinu og viðar á höfuðborgarsvæðinu. Blaöamaður hitti þá félaga og ræddi við þá þróun þessa fyr- irtækis og tilgang starfsemi þess. „Þetta byrjaði með þvl, að við vorum sífellt að aðstoða fólk, sem var búið að koma sér upp þessum vídeó-kerfum I hús sín. Við höfðum reyndar séð um vídeðið i þessu húsi sem við búum báðir I hér I Krummahólunum I ein tvö ár. Nú — viö erum báðir með fyr- irtæki, sem tengjast þessari starfsemi (Njáll er með útleigu á kvikmyndavélum og þ.h. og Sig- sso^ urður er útvarpsvirki og rekur lítið verkstæði) og þaö komu stöðugt upp bilanir I kerfum hér á Reykjavikursvæðinu og svo var fólk að þrýsta á okkur að leigja þessi kerfi bara út”. Þeir Sigurður og Njáll létu svo undan „þrýstingnum”, og I febrúar s.l. hófu þeir útleigu á vídeo'-kerfum. Munurinn á þeirra starfsemi og einka-vídeóí fyrir einstaka fjölbýlishús er sá, að sé videóið bundið einu húsi eða svo, er það venjulega I eigu húsfélags ellegareinstaklings.lbúarnir sem „bæjarsjónvarp7 í framtiöinni? DAGSKRA CAOTI %%*******************'*********** EFTIR RUU= THE INGLORIUS BASTAROS *** < STRYDSMYNO > l_EIKARAR: IAN BANNEN BO SUENSON %%%********* 1=01 ************

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.