Helgarpósturinn - 13.11.1981, Side 4

Helgarpósturinn - 13.11.1981, Side 4
» rtssr** ;■» Föstudagur 13. nóvember 1981 STIKLAÐ íJÓLABÚKAFLÓÐINU ,,Ég hengdi þá" Sagt frá bók Matthíasar Johannessen um Ólaf Thors - ævi hans og störf ,,Ég hef umfram allt haft áhuga á aö bregöa upp mynd af þvi hverjum augum Ólafur Thors leit sjálfur samtimaatburöi og þá sem viö sögu koma. En ýmsir aörir hafa séö atburðina meö öörum augum. Þeim mun þykja margt á annan veg I þessu ríti en þeir heföu kosiö. Þá bæta þeir væntanlega um. Ég hef ekki siöur reynt aö lýsa þvi, hverjum augum Ólafur Thors leit sjálfan sig. Þaö getur veriö erf- itt, en sem betur fer hefur hann sagt margt um sjálfan sig bæöi i bréfum og annars staöar. ólafur tekur á sig mörg gervi, en maöurinn á bak viö þau er sjálfum sér samkvæmur.” Áþennan hátt gerir Matthlas Johannes- sen, skáld og Morgunblaðsritstjóri, grein fyrir aöferð sinni viö ritun ævisögu ólafs Thors, fyrrum formanns Sjálfstæöis- flokksins og forsætisráðherra, eins áhrifamesta og litríkasta stjórnmála- manns þessarar aldar hér á landi. Bókin er aö koma út hjá Almenna bókafélaginu þessa dagana, ftveimur bindum, alls um 900 biaösiöur. Margar myndir prýöa bókina frá ævi og ferli ólafs Thors. Á öðrum staö i bókinni lýsir Matthias einnig afstööu sinni til ritunar þessarar bókar um ólaf Thors meö eftirfarandi hætti: „Nú er virðingin fyrir stjórnmála- foringjum þvimiður með þeim hætti, sem hvarvetna sýnist blasa við: rótleysi og upplausn i algleymingi. Hvert hefur þá orðið starf þeirra leiðtoga, sem óku heilum vagni heim? verður manni á að spyrja. Vonandi má einhvern lærdóm draga af li'fi og starfi þess manns, sem hafði forystu fyrir stærsta og öflugasta stjórnmálaflokki landsins um þriggja áratuga skeið. Mér er engin launung á þvi, að rit þetta er i aðra röndina hugsaö sem áminning til þeirra, sem við taka — allra þeirra sem trúað er fyrir f jöreggi Is- lenskuþjóðarinnar.Enþá veröur hún lika að vera vel á verði og afhenda fjöreggið ekki hvrjum sem er”. Áður óprentaðar heimildir Heimildir Matthíasar fyrir riti sinu er þóliklega þaðsem á eftir að vekja mesta athygli. Þar er bæði til að dreifa heim- ildum.sem liggjaá lausu annars staðar — i öðrum ritum, blöðum og timaritum og ýmsum opinberum gögnum, einnig munnlegum heimildum sem Matthias hefur aflað hjá ýmsum sem umgengust Ólaf eða þekktu hann náið, svo og sitthvað það sem aldrei hefur áður birst opinber- lega, m.a. ýmsar trúnaðarskýrslur Ólafs sem ráðherra til rikisstjórnar,bréfaskipti við erlenda stjórnmálamenn, persónuleg bréf hans og siðast en ekki sist persónuleg minnisblöð hans um ýmsa helstu stjórn- málaatburði lands i hans tið, svo sem helstu stjórnarmyndunartilraunir i hans tiö. Um þessar heimildir sinar segir Matt- hias m.a. i' upphafi bókarinnar um Ólaf Thors: ,,... Áður óprentuð frumgögn geta þvælzt fyrir, og fer þetta ritekki varhluta af þvi. Um svo mikilvæg gögn og áður óprentuð heimildarit sem minnisblöð Ólafs Thors i átökunum um herstöðva- málið 1945—46 og fiskveiðistriðið við Breta 1952—’53 er ekki unnt aö fjalla nema þau séu öll tiltæk, og þvi verður ekki framhjá þeimgengiði ritisem þessu, þótt æskilegra hefði verið að geta visað til þeirra eins og almæltra tiðinda. En þvi er ekki aö heilsa. Blöð þessi varpa ljósi á Ólaf Thors og vinnubrögð hans á örlaga- rikum timum. Hcigsmunir rikisins kröfð- ust þess, að plöggum þessum eða efni þeirra væri ekki hampað i hita dægurbar áttunnar, og af þeim sökum varð Ólafur að þola róg, dylgjur og misskilning, þegar harðast var tekizt á um mál þessi. Hann - fór jafnvel ekki á mis við landráðabrigzl, eins og verða vill I stjómmálabaráttu á Islandi”. Skalnúdrepið á nokkra alkunna atburði i islenskri stjórnmálasögu, þar sem Ólafur Thors kemur við sögu og hann getur um i bréfum eða á minnisblöðum. Ætla má að margt af þvi sem þarna kemur fram, muni þykja töluveröum tiðindum sæta. Kveldúlfsmálið SjaldankomstÓlafurThors i slika orra- hrið sem I Kveldúlfsmálinu svonefnda, þegar hiðfræga fyrirtæki þeirra Thorsar- anna átti i erfiðleikum i kreppunni og til stóö að taka fyrirtækið tií gjaldþrota- skipta, þrátt fyrir aö aöstandendur þess teldu sig geta sýnt fram á aö fyrirtækið ætti vel fyrir skuldum. Þetta varð mikiö pólitiskt hitamál og haldinn var frægur fundur I barnaskólaportinu um Kveldúlfs- málið þar sem Ólafur var sannarlega i essinu sinu. Matthias vitnar i bréf Ólafs til dóttur sinnar um þennanfund: ,,... Þú lest i Mogga um barnaskólafundinn. Hann var viðburður. Þeir héldu, að þeir hefðu mig i snöru! Ég hengdi þá. Ég hef engan slikan sigur unnið. Ég tók af þeim fundinn, og fólkið ætlaði aö éta mig á eftir, — lika á fundinum. Daginn eftir gat ég ekki gengiö um götunafyrir hamingjuóskum og oflofi. Þann dag hefði ég getað tekið einræði I Reykjavik...” Og Matthias vitnar siðan til orða Einars Olgeirssonar i minningar- grein um ólaf Thors, þar sem Einar segir: ,,En vigfimastan man ég hann á fundi i Barnaskólaportinu 1936, er hann mætti einn öllum aðalleiðtogum Alþýðu- flokksins. Hann var þá meistari i þeim skilmingaleik ræðuhalda, er þar var háöur.” Þjóðstjórnin Þeir Jónas frá Hriflu og Ólafur Thors háðu marga rimmuna, og einkum var Jónas oft óvæginn i skrifum um ólaf. Matthias sýnir fram á að báðir mennirnir hafi þá komið mjög við sögu myndunar þjóðstjórnarinnar. Frumkvæðið hafi veriö Jónasar, þótt hann yrði útundan aö lokum, en að Ólafur hafi i fyrstu litt kunn- að að meta vinahót Jónasar. í bréfi i janúar 1938 er þó komiö annað hljóð I strokkinn hjá Ólafi. Þar segir ólafur að mikið sé nú talaö um samdrátt þeirra Jónasarog Alþýðublaðið skammi hann nú engu minna en sig. „Sannleikurinn er sá, að við höfum all- mikið rætt saman, og þykir mér það allt mikið betra, þvi enda þóttengu verði um spáö, hvort nokkru sinni veröi samstarf með flokkum okkar, þá er það mikið menningaratriði, ef hægt er að breyta tóninum i'opinberum umræöum (leturbr. M.J.), en þar getur J.J. mikluráöið og ég nokkru. Auk þess getur vel farið svo, að á honum og mér velti það öllum öðrum fremur, hvort þjóðin reynist fær um að taka á móti fullu frelsi... Ég erekki lengur unglingur, heldur maður á besta þroska- skeiöi, sem verður að finna — og finnur til ábyrgðar. Sú tilfinning er sterk. Hin — kalinn til þeirra, sem mér hafa reynzt erfiðir, eða jafnvel vondir — sú tilfinning er veik, svo veik, hún er dauð um leið og sökudólgurinn snýr að mér sólarhliðinni — og þetta er einmitt min bezta eign.” Og Matthias bætir við: „IngibjM-g Thors segir, að svo rammt hafi kveðið að simhringingum Jónasar Jónssonar til Ólafs Thors um þessar mundir, aðhann hafi hringt hvern einasta dag um margra mánaða skeið, eða allt frá þvi Alþýðuflokkurinn dró ráðherra sinn út úr vinstri stjórninni og þangað til Þjóð- stjórnin var mynduð.” Innanflokksátök út af Nýsköp- un Matthias birtir i riti sinu stórmerkt bréf Ólafs til Thors bróöur sins, þar sem myndun nýsköpunarstjórnarinnar er rakin Ut I æsar og kemur vel fram, aö oftar hefur veriö teflt I Islenskum stjórn- málum en núádögumog það djarft. En ef til vill er þó fróðlegast að sjá hvað Ólafur segir um fimm-menningana i þingflokki sjálfstæðismanna, sem neituðu aö styöja nýsköpunarstjórnina, svo mjög sem vitnað hefur verið til afstöðu þeirra I umræöum um núverandi ástand I Sjálf- stæðisflokknum. Þar segir ólafur m.a.: „Or þvi að ég minnist á 5-menningana, erréttað segja frá þvi,aö sá eini, sem er I alvöru (á móti), er Jón á Reynistað. Við erum jafngóöir rínir, en hann getur ekki sætt sig við félagsskap við kommana, og auk þess var Jón i fararbroddi á Búnaðar- þinginu fyrir sættum i landbúnaðar- málunum en búnaðarþingsmenn gerðu sér almennt vonir um, að þær myndu leiða til samstarfs milli sjálfstæðismanna og framsóknarmanna, og mun Jón hafa glættþær vonir.kannske með minu sam- þykki, enda var þá almennt talið, að það væri eini möguleikinn. Pétur Otti er einn- ig vantrúaður á kommana, en þó sagði hannviðmig: „Þú áttað gera þetta úr þvi að þú trúir á þaö, — þingið er i veöi, þú bjargar þvi þá, að minnsta kosti.” Steini Dala er sjálfum sér lfkur. Hann er 100% með þessu,en villspila átthvað á karlana fyrirvestan og telur laumuspiliö þá betra. Gisli Sveinsson er meö foringjagrillur f nýjum flokki, og veröi flokkurinn eins og foringinn, verður hann varla langlifur. En Óiafur Thors — „meistarinn I skilmingaleik ræöuhalda” vist er um það, að Jón^Pétur og Þorst. ganga ekki undirþá forystu. Fyrir Ingólfl vakti kjósendahræðsla. Ég held ekki, að úr þessu verði neinn klofningur, en lýsti þvi annars yfir i mfnum flokki, að um það yrði að skeika að sköpuðu, — ég teldi það enga mission (hlutverk) að eyða ævi minni í það að halda saman stærsta flokki þjóðarinnar, ef með því ynnist ekkert annað en það, aö aldrei yrði neitt gert. Þessi orðhafði ég i ræöu, sem ég flutti á flokksfundi, þar sem ég i fyrsta skipti gerði upp sakimar með nokkuð miklum þunga,enifyllstabróðerni, og held ég, að það hafi mælzt vel fyrir. Við álitum, aö ef 5-menningarnir hefðu hagað sér eins og sæmilega viti bornir menn, myndi Fram- sóknarflokkurinn hafa goldiö mikið afhroð, en þeir gera þaö sem þeir geta til að bjarga honum, og þá mun þjóðin spilla fyrir okkur, þó þaö sé ekki tilgangurinn. Það er leiðinlegt, að þegar eftir stórkost- leg átök í Alþýðuflokknum úrslitin fást með eins atkvæðis mun, þá getur Alþýðu- flokkurinn samthaldið saman út á við, en 5-menningarnir sýna þann vanþroska aö láta ekki nægja að vera á móti þessu, heldur eru þeir með fiflalegar yfir- lýsingar, sem eru þeim bæði til skaða og skammar. Það liggur i hlutarins eðli, að þegar þingmaður ris gegn flokki sinum, þá vinnur hvorki þingmaðurinn né flokk- urinn, heldur andstæðingurinn, sem er á móti báðum.” Ólafur Thors um Gunnar Thor. Úr þvi verið er að skoða bókina um Ólaf Thors I ljósi nútima aðstæðna i Sjálfstæð- isflokknum, er nógu fróðlegt að sjá hvern- ig orð Ólafi liggur til Gunnars Thorodd:.- sens, núverandi forsætisráðherra. í bréfi þvi sem Matthias hefur grafið upp og Ólafur lýsir fyrir Thor bróður sin- um hvernig nýsköpunarstjórnin varð til, þar sem hann ræðir um andófið gegn samstarfinu við komma innan þingflokks, nefnir hann einnig þá sem staðið hafa fastast við bak honum i þessari stjórnar- myndunarviðleitni og segir: „Þeir sem sterkast hafa komið fram i þessu, af þeim, sem enn er ógetið, eru Gunnar Thorodden og Jón á Akri, en báðir hafa komið myndarlega og dregnilega fram, og raunar hefur flokkurinn, að undan- skildum 5-menningunum, gert mér allt til ólafur, Ásgeir forseti og sr. Bjarni. Ljósm.Ól.K.M. geös.” Rétt er að minna á aö Jón á Akri er faðir Pálma núverandi landbúnaðarráö- herra. Matthias greinir einnig frá þvi að til sé á minnisblöðum lýsing Ólafs á þeim stjórnarmyndunarþreifingum sem áttu sér stað eftir fall nýsköpunarstjórnarinn- ar og sem leiddi til myndunar Stefaniu. Þar átti ólafur frumkvæöi að viðræðum milli komma og krata, en ætlaði sér sjálf- ur ekki framan af að fara I þessa stjórn vegna þess. að hann kveöst hafa verið hálflasinn og þreyttur, hafði fengið ógeð á kommum og vegna þess að illskan milli komma og krata hafi verið slik að hann treysti sér illa til að miðla málum. Og sið- an segir ólafur: „Ég vann þvi að sam- starfi gömlu flokkana undir forystu Gunn- ars Thor. B. Ben. var ófáanlegur en þessu samþvkkur. G. Thor. haföi lofað að takast þetta á hendur. Síðan hefur þaö undrað mig. Ég held að þessi lina hafi haldist fram yfir miðjan nóvember. Þá var mér orðiö ljóst, að þetta var tóm vitleysa. Kommar samþykktu það að visu. Vildu auövitað geta sagt, að þeir hefðu neitað Ó.T. og þá lika P.M. (Pétri Magnússyni), sem aldrei heföi far- ið I stjórn án min. Hins vegar var traust þeirra á að samstarfið tækist án min mjög takmarkað. Þannig sagði Br. B. (Brynj- ólfur Bjarnason) einu sinni: „Þetta er gagnslaust án þln. Þú ræður öllu i flokkn- um, og þú efnir það sem þú lofar. Gunnar veröur máttlaus.” (Til samanburðar er svo svikabrigzl Þjóöviljans). Ég svaraði: „Þegar G. Thor. er orðinn forsætisráð- herra, vega orö hans þyngra. Ég mun standa með honum.” Br. B.: „Já þú, en Bjarni svikur allt, sem G. Thor. lofar. Hann svikur allt sem aörir en þú lofa.” Siðar hjá Ólafi kemur fram, að kratar hafi þverneitað Gunnari og einnig að Bjarni Benediktsson hafi skipt um skoðun varðandi Gunnar vegna röksemdafærslna Valtýs Stefánssonar um að það myndi veikja flokkinn ef Ólafur væri ekki i hugs- anlegri rikisstjórn. Siðar i bókinni er rakinn ýtarlega þáttur Olafs I forsetakosningunum 1952 og hvernig skildi með þeim Ólafi og Gunnari þar. Matthias segir hins vegar frá þvi, að Gunnar Thoroddsen hafi borið áður á góma i bréfi Ólafs til Thors bróður sins og segir Matthias afstaða hans þar sé at- hyglisverð með tilliti til þess sem siðar gerðist. Segir Matthias að ekki fari milli mála að Ólafur hafi miklar mætur á Gunnari og bindi við hann miklar vonir. I bréfinu segir Ólafur: „Ég vil að Gunnar sé á þingi. Gunnar er i fremsta hóp. Hygg að hann myndi sætta sig við að fara. Hann leggur miklu meira upp úr borgarstjórn.” En Ólafur leit ekki Gunnar sömu augum eftir forsetakosningarnar. í bók sinni seg- ir Matthias frá athyglisverðu samtali inilli ólafs og Ásgeirs Asgeirssonar, for- seta, I febrúar 1954 og lýsir ólafur þvi með grátbroslegum hætti á minnisblööum. Segir hann, að þar hafi komið i samtali þeirra að hann hafi vikið talinu að for- setakosningunum, viðurkennt að hafa sárnað að hafa oröið undir og þá fyrst og fremst vegna séra Bjarna, að þvl ó- gleymdu, aö Gunnar Thoroddsen hefði með framkomu sinni veitt flokknum sár, sem enn væru ógróin. Ásgeir svaraði þvi þá til, að hann hefði haldið að sér væri ekki ofgott að hafa einn meinlausan tengdason sinn með sér. Siðan segir ólaf- ur: „Greip ég þá fram i: Auðvitað ekki, en ekki borgarstjórann i Reykjavik og allt það afl, sem við hefðum gefið honum og hann hefði beitt til hins itrasta á móti okk- ur. Ásgeir: Hann gerði ekkert i þessum efnum. ólafur: Þú hefir kannske verið á biðstofu borgarstjórakontórsins meðan á þessu stóð? Ásgeir: Þú tilkynntir mér, þegar ég kom heim til þin, að þú myndir fylgja mér, ef flokkurinn ekki stæði gegn þvi. Ólafur: Rétt, en flokkurinn stóð gegn þvi. Asgeir: Flokkurinn stóð ekki gegn þvi. Þú misskildir það bara. Ólafur: Þú hefir nú alltaf verið mikill spekingur og ekki fer þér aftur, úr þvi þú þekkir Sjálf- stæðisflokkinn betur en ég. Asgeir: Það kom I ljós. Það kom I ljós. Ólafur: Ég hafði nú 100 menn að bera mig saman við I fulltrúaráðinu. Ásgeir: Þeir voru nú á annað hundrað fulltrúarnir, sem neituðu að vinna með ykkur. Ólafur: Þú munt eiga við aðra samkundu en ég og er þá bezt að þú fáir nánari nákvæma vitneskju frá þinum mönnum. Eitthvaö átti þetta sér stað sviþaö þessu, en þó sennilega ekki eins illkvittn- islega og þessi skýrsla gefur tilefni til að álita, en Asgeir var allan timann fram undir lokin ákaflega sár og viðkvæmur og stundum reiöur, en ég aftur á móti, eins og ég sagði, meira hissa og glottandí, þar til ég sagöi honum mitt álit á húmbúginu.” _ gVS

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.