Helgarpósturinn - 13.11.1981, Blaðsíða 26

Helgarpósturinn - 13.11.1981, Blaðsíða 26
Fostudagur 13. nóvember 1981 holn^rnna+i irinn mynd : Jim Smart eftir: Guðlaug Bergmundsson „Hann verður mér æ meiri ráðgáta’7 Ný bók um Jóhannes K(arval listmálara kom út hjá lceland Review og Bókaklúbbi Al- menna Bókafélagsins á þriðjudaginn var, annars vegar á ensku og hins vegar á íslensku. Bókina prýðir mikill f jöldi mynda, bæði lit- og svart-hvítar myndir. Höfundar hennar eru Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur og Matt- hías Jóhannessen skáld. Helgarpósturinn hitti Aðalstein að máli og bað hann fyrst að segja frá bókinni. „Hún á sér langan aftdraganda. Þaö hefur veriö mikiö samstarf undanfarin ár meö þeim Matthiasi Jóhannessen og Haraldi J. Hamar i sambandi við bækur, og upphaflega kemur fram sú hugmynd aö þýöa viötöl Matthiasar viö Kjarval og birta myndir viö þau. Slöan æxlast þaö, að Haraldur biöur mig aö ritstýra þessu, og þá þróaöist þaö þannig, aö ég stytti texta Matthlasar og hreinsa úr staö- bundnar tilvisanir, sem útlendingar skilja ekki. Þá vel ég allar myndir I bókina og skrifa formála til jafnvægis við texta Matthiasar. CJtlendingar, sem læsu hann án þess að hafa nokkuð annaö, væru hugsanlega ekki alveg með á nótunum um hvernig þessi listamaður veröur til. Þar set ég Kjarval i islenskt samhengi, hvernig hann þróast sem listamaöur og persóna, og reyni jafnframt að finna honum staö alþjóölega. Svona veröur þetta til, og á ööru stigi kemur Almenna bókafélagiö inn og vill fá bókina á Islensku fyrir sinn bóka- klúbb. Þaö setur mig i svolítinn bobba. Ég hef verið önn- um kafinn viö aö velja myndir, sem mér finnst ættu að gefa útlendingum hugmynd um Kjarval. Þá kemur inn I, aö þetta veröur lika aö höfða til Islenskra lesenda, þannig, aö það hefur verið dálítil jafnvægiskúnst að finna gullna meöalveginn, þ.e.a.s. aö vera I mínum texta bæöi meö staöreyndir, sem Islendingar þekkja mætavel, og er ekki kunnugt um og i myndavalinu þurfti lika aö stila svolitiö upp á þetta. Ég þurfti aö vera meö margar af þekktustu myndum Kjarvals. Þær eru þekktar vegna þess, að þær eru margar hverjar lykilmyndir á hans ferli. En svo eru hins vegar myndir, sem Islendingar eru afskaplega hrifn- ir af og hafa e.t.v. litla merkingu fyrir útlendinga, þannig að ég varö lika að reyna aö grafa upp myndir, sem auö- velduðu útlendingum aögang aö þessum listamanni.” Alþýðlegur pistill — Hvernig tekuröu á Kjarval I þessum formála þlnum? Er þetta listræn úttekt? „Nei, þetta er hugleiöing. Þetta er ekki sú fræðilega út- tekt sem þarf, enda er sú úttekt ekki möguleg á þessu stigi, vegna þess, aö þaö vita fáir hvar myndirnar eru, þaö vantar alla dokúmentasjón, lista yfir verkin, ljósmyndir o.s.frv. Þaö hefur veriö kvartað yfir þessu lengi og þetta er eitt, sem hver og einn, sem þykist ætla aö kikja eitthvaö á gamla manninn stendur andspænis. Þaö vantar nær all- ar heimildir. Þær eru alla vega ekki á neinum einum stað og myndirnar eru margar hverjar týndar. Minn pistill er vonandi alþýölegur. Þetta er kynning ekki fræöibók.” — Kemstu aö einhverri nýrri niöurstööu um Kjarval sem persónu og listamann? „Ég get nú ekki sagt þaö. Ég verö aö segja eins og er, aö ég þekkti hann aldrei persónulega, en ég sá hann mikiö á götum Reykjavlkur eins og aörir krakkar. Og þvl meir, sem ég hef lesiö af hans bréfum og talaö viö fólk, sem þekkti hann, veröur hann mér æ meiri ráögáta. Ég er langt frá þvi aö skilja hans persónu, en það er hægt aö lýsa þvi hvernig myndlistarmaöur hann er I evrópskri mynd- listarsögu. Hann tilheyrir expressjónistum, og sérstakri grein þeirrar hreyfingar, sem maöur mundi bara kalla rómantlskur landslagsexpressjónisti. Ég set hann I sam- hengi meö fólki eins og Nolde, Jack Yates frá Irlandi, og fleirum slikum, sem fá útrás I gegnum rómantlska úr- vinnslu á landslagi, og þar fyrir utan er hann mjög sér- stakur I táknrænum útleggingum á landslagi. Hann er vis meö aö lesa út úr þvi fólk, andlit og álfa, sem tengja hann islenskri þjóötrú.” — Er hann stór málari á evrópskan mælikvarða? „Þaö mundi ég segja, en þetta er dálitiö erfitt spursmál, þvi hans kúnst verður svo mikiö tíl I návigi við Islenskt landslag. Þess vegna er hún svolitiö lokuö útlendingum. Fólk verður aö vita hvaöan hann er upprunninn, en hins vegar eru I þessari meöhöndlun á landslagi hlutir, sem höföa skýlaust til útlendinga. Ef maöur skoöar þessa expressjónisku landslagsmál- verkahefö á þessari öld, þá er hann stórt nafn. En hann Spjallað við Aðalstein Ingólfsson um Kjarval og fleira hefur slnar veiku hliöar. Þaö veröur aö viöurkenna, aö hann á t.d. erfitt meö aö setja saman sannfærandi myndir af fólki, eins og Munch gerir. Þaö er heldur ekki hans áhugamál aö túlka sálarllf fólks. En hann bætir þessa vankanta upp með þessari stórkostlegu túlkun á landslag- inu.” Klúður hjá ríkinu — Þýöir útgafa þessarar bókar á ensku þaö, að hann sé litt þekktur utan Islands? „Þab er vissulega staöreynd. Ég er hér með lista yfir söfn erlendis, þar sem verk hans eru til. Þaö eru til' nokk- ur I Statens Museum og Folketinget I Kaupmannahöfn, I Nasjonal Galleriet I Osló eru liklega tvær, og svo er ein i Museum of Modern Art I New York. Það er kannski ekki vitað, aö Museum of Modern Art falaöist á slnum tima eft- ir Fjallamjólk, sem Ragnar i Smára átti. En Ragnar sagöi þá, aö þaö kæmi ekki til greina, að hún færi úr landi. Fyrir utan Danmörku, er Kjarval I raun og veru mjög litið þekktur, og þetta er tilraun til aö glæöa áhuga fyrir honum einhvers staðar annars staöar, en á Islandi.” — Hvernig finnst þér þá, aö Islendingar hafi sinnt Kjar- val i gegnum árin? „Þaö er náttúrlega hægt aö telja til alls konar sorgar- sögur ef menn vilja. Annars vegar er þessi hamslausa og ógagnrýna aödáun. Fólk hefur rifiö út myndir hans og keypt allt sem það hefur fundiö og látiö ramma inn, sama hvers eðlis það hefur veriö. Hins vegar hefur þetta klúðr- ast ansi mikið hjá rlkinu. Þaö var reist þetta hús úti á Sel- tjarnarnesi, án þess að athuga hvort Kjarval vildi nokkuö búa i svona húsi. Peningum hefur veriö fleygt út hugsun- arlaust, og byrjaö hefur verið á öfugum enda á sumu því, sem hefur verið gert fyrir list hans.” — Hvaö er brýnasta verkið til þess, aö fók geti i framtiö- inni haft yfirsýn yfir hann sem listamann? „Þáð er tvímælalaust skrásetning verka hans, ljós- myndun á öllu, sem hægt er aö komast yfir, og hafa sam- band viö fólk, sem veit hvernig margar þessar myndir uröu til, ná á blað þeirra frásögnum og upplýsingum um ákveöin verk, sem mundi hjálpa til viö að tímasetja þau.” „Artist books" — Ef viö snúum okkur að þér sjálfum, hvaö ertu að bauka um þessar mundir? „Ég er núna i Lundi. Þaö stendur til, aö ég skrifi ritgerð um fyrirbæri, sem heitir „artist books”. Þarna er um að ræöa bækur, sem listamenn gefa út, eins og t.d. Helgi Þorgils Friðjónsson, Magnús V. Guölaugsson, Magnús Pálsson og fleiri. Ég kanna þetta fyrirbæri alþjóölega en meö Islenskar bækur I hnotskurn. Þetta er fyrirbæri, sem verður til fyrir alvöru fyrir tutt- ugu og fimm árum eöa svo og þaö hefur hvergi verið fjall- að um þetta á yfirgripsmikinn hátt. Svona skrif ganga hægt fyrir sig fyrstu misserin en ég geri ráð fyrir að vera I Lundi næsta áriö og dunda viö þetta.” — Af hverju valdirðu Sviþjóö? Er það góöur staöur til að stunda listnám? „Ég veit þaö nú ekki alveg. En þeir gera afskaplega vel viö stúdenta. Hugsunin var sú aö hvila sig aðeins á stress- inu hérna heima og þá var annað hvort aö koma sér I vinnu einhvers staöar, helst við listasafn, eöa fara út í doktorsnám. Ég var búinn að þreifa fyrir mér I Banda- rlkjunum og var eiginlega búinn að fá boö um starf við safn I Nebraska, en þaö var ekki nógu hagstætt fjárhags- lega. Svo vildi til, aö ég fékk styrk til að fara til Svlþjóðar og ég komst I kynni viö afskaplega sympatískan prófess- or, sem hefur á sér mjög gott orð við þessa deild. Það réði eiginlega úrslitum. En þaö er svosem ekki mikiö aö gerast I listum I Svlþjóð. Þegar maöur talar við listamenn, eða fólk tengt listum vill það helst ekki um annað tala en gróskuna I Islenskri myndlist. Margir fullyröa, aö siöast- liöin tiu ár hafi Island staðiö lang fremst af Norðurlöndum I nútima myndlist. Sviar eru fremur aftarlega á merinni I myndlist. Þeir eru t.d. nýbyrjaðir aö búa til „artist books”. Þeim finnst þetta mjög nýtt og merkilegt, en það er búið aö stunda þetta á Islandi I fimmtán ár. Einnig eru þeir rétt aö byrja meö gjörninga og þeim finnast þeir alveg nýjasta nýtt.” — Standa íslendingar framarlega I gerð þessara „artist books”? „Þeirra framlag er mikilvægt og þaö hefur ótrúlega mikiö verið gert af þessum bókum hérna. Þaö má t.a.m. segja, að þetta fyrirbæri verði til hér á landi. Dieter Roth byrjar aö gera svona bækur hér á landi 1957, þannig aö landiö tengist alveg beint tilurö þessara bóka. Þessar pælingar eru mjög skammt á veg komnar hjá mér, en þetta höföar til mín, þvi ég hef alltaf verið bóka- béus, og þetta efni sameinar myndlist og bækur. Þannig séö finnst mér þetta afskaplega spennandi.” — Hættur I blaöamennskunni? „Já, I bili. Aö vísu er ég nú laustengdur Dagblaöinu og hef veriö aö senda þeim greinar, og kem til meö aö gera það áfram. Blaöamennska er afskaplega góður skóli og þaö er erfitt að losna viö hana úr blóðinu, þegar maöur er 1 einu sinni lentur I henni. En ég get ómögulega sagt fyrir um framtíöaráform. Þaö getur svo mikiö breyst á einu ári.”

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.