Helgarpósturinn - 13.11.1981, Blaðsíða 25

Helgarpósturinn - 13.11.1981, Blaðsíða 25
Jie/garpásfurinn Föstudagur 13. nóvember 1981 -Umsjón: Jóhanna Þórhallsdóttir ■ og Sonja Jónsdóttir Fleira er hetta en höfuðfat — áfram með gúmmiið -þá höldum viö áfram meö getnaöarvarnimar. Og nú er þaö hettan, önnur gömul og góö getnaöarvörn sem hefur ekki aukaverkanir. Hún getur hins vegar veriö svolitiö erfiö fyrir þærstelpur sem erufeimnar viö likama sina. Og þaö er ekkert skrýtiö þó aö margar stelpur séu feimnar viö sinn eigin likama og aö stinga puttanum inn f hann. Er likaminn eitthvað „dónalegur” £ Margt fullorfið fólk fylgist vendilega með þvi að börn þeirra látilikamasina afskipta- lausa; það er logandi hrætt um að þau taki upp á þvi að fróa sjálfum sér. Ýmsir fullorðnir telja það „dónalegt” eða skað- legt. EN: sjálfsfróun er full- komlega eölileg, og það er bæði jafn eðlilegt að fróa sér og aö gera það ekki. Sumir gera það aldrei, aðrir stundum og enn aðrir oft og mörgum sinnum. Það er hvorki hægt að gera of litið né of mikið af þvi. Þetta eftirlit fullorðinna með börnunum veidur því oft að krakkar kynnast ekki likama sinum, sérstaklega stelpur þvi kynfæri þeirra eru dcki eins augljós og kynfæri strákanna og athygli stelpna er frekar beint frá kynfærum sinum en að þeim. Gleöifréttir fyrir Purrks-aö- dáendur: Nýja platan er komin og ber hiö frumlega nafn Ekki enn, skrifaö meö hljóöskrift og er nú vissara aö fara aö læra hana eða rifja upp þvi textarnir eru einnig ritaðir á þvisa máli, eöa svoleiöis sko! Purrkurinn bauö blaöasnápum og öörum i kápum til dýrlegs fagnaðar I tilefni dags- ins. óli ósýnilegi Þegar hlustun þlötunnar var lokið efndi trió óla ósýnilega til tónleika og var þaö vægast sagt mjög nýstárleg og tilraunarleg 'tónsköpun sem fyllti hlustir áheyrenda. Vonumst við til að fleiri fái aö berja Óla ósýnilega hlustum, þvi ekki er hann mikill fyrir mann að sjá. Purrkurinn átti þó kvöldið i krafti nýju plötunnar. Við munum bráölega rabba betur um þau mál öll sömul i viötali viö Einar örn, þ.e.a.s. ef prentarar fá kauphækkun i hvelli. Að öðrum og þriðja kosti verða lesendur aö biða þolinmóðir á meðan prentarar berjast fyrir brauði sinu. Verði spennan lesendum óbærileg, og allt fer i kalda kol, má benda á eftirfarandi slök- unaræfingar: Slökun og eðlileg öndun Leggist endilöng á gólfið, lyftið hægra fæti upp, hristið, látiö falla niður. Lyftið vinstra fæti upp, hristið, látið falla i gólfiö. Gætið þess vandlega að brjóta engin bein. Beinbrot eru þjóðarböl. Lyftiö nú hægri hönd eins hátt og auðið er, en gætið þess aö fara ekki úr liði. Þegar þess hefur verið vandlega gætt, látið þá höndina falla mjúklega á teppa- lagt gólfið. Sömu aðferð má nota við vinstri hönd. Lyftið siöan öxlum og höfði frá gólfi, hristiö og látið falla: en varlega höfuðhögg geta verið mjög skaðleg, sérstak- lega ef heilahristingur fylgir i kjölfarið. Andiö siðan djúpt, meðfram bakinu, og niðri rass, teljið upp að fimm og andiö siðan frá ykkur og teljið á meðan upp að tiu. Endurtakið þetta nokkrum sinnum. Slökun er lokiö, slappið af. Hettan á sinn stað Afram með hettuna, hún er gúmmiskál með þykkri rönd. GUmmíiö er mjUkt, teygjanlegt og sveigjanlegt og veldur þvi hvorugum aöilanum óþæg- indum. Maður byrjar á þvi að bera sæðisdrepandi krem á hringinn á hettunni og öruggast er aö setja lika krem i skálina sjálfa. Siðan stingur maöur hettunni inn i leggöngin. Maður þarf ekki aö vera hræddur um að hUn lendi ekki á réttum staö, vegna þess að til þess að fá hett- una fer maður fyrst til læknis sem mátar réttu stæröina fyrir hverja og eina stelpu og kennir henni um leið að koma hettunni fyrir. 90% örugg og ekkert stress Hettanerbetri en smokkurinn upp áþað aö gera að maöur þarf ekki aö stoppa i miðjum kliöum og eyöileggja stemmninguna þvi hettuna má setja i sig allt að sex klukkutimum fyrir sam- farir; liði lengri timifer kremið hins vegar aö missa áhrifamátt sinn. öruggast er þó að setja hana í sig rétt áöur en samfar- irnar hefjast. Ef manni finnst erfitt að tala um þetta við vin sinn, er auöveldast aö skreppa bara á klóið. Svo getur maður bara slappað af, notið samfar- anna og sofnað siðan eöa hvað sem er, þvi hettan á að vera á sinum stað, nefnilega inni manni, næstu átta tlmana. Svo þegar maöur vaknar getur maður I m estu makindum tekið úr sér hettuna, þvegið hana og pakkaö henni inn. P.S. Sömu hettuna má nota hvað eftir annað, svo fremi að ekki komi gat á hana. Þó er ágætt að láta tékka á stærðinni svona einu sinni á ári. Gleymið ekki sæðisdrepandi kreminu. Hettan með kreminu er 90% örugg. SEXTAN — eina tímarit unglinganna ÁSKRIFT VERÐUR ÞÚ MEÐ? Nýtt blað í dreifingu m.a. efnis: HANN NOTAÐI MIG í HALLÆRI.... ung stúlka segir frá óvenjulegu lífshlaupi BUBBI MORTHENS í hressilegu opinskáu viðtali, ásamt opnumynd DAUÐASYNDIRNAR SJÖ! (ert þú einn af syndurunum?) HVERNIG ER FYRIRMYNDARUNGLINGURINN? (er hann til?) HETJAN (ný íslensk smásaga eftir kornungan höfund) og svo KYNFRÆÐSLUSÍÐAN, LJÓSMYNDAÞÁTTURINN, POPPIÐ, PENNAVINIR og lengi mætti upp telja.... Vegna mikillar eftirspurnar um að fá blaðið í áskrift, hefur SEXTÁN ákveðið aö verða viö þeim óskum. Við munum bjóða þrjú næstu blöð í kynningaráskrift fvrir kr. 60.- Nýjir áskrifendur geta fyllt út þennan seðil, eða hringt í síma 28028. I o c3 °> <r NAFN: HEIMILI: - 'h ^ lz‘0>- SVEITARFÉLAG: «<IU1 =5 l- H oc c ><35 o o> uj -O S ALDUR: SÍMI: Ég óska eftir að verða áskrifandi frá og með: | | 3. tbl. 81 (sjá hér að ofan) Q 4. tbl. 81.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.