Helgarpósturinn - 13.11.1981, Blaðsíða 6
6
Mahler
er ekki
syrpumatur
— rætt við Pál
Þorsteinsson
syrpustjóra
Föstudagur 13. nóvember 1981
helgarpósturinn._
Páll Þorsteinsson er einn hinna yngri útvarpsmanna á
landinu. Fyrst heyröu útvarpshlustendur i Páli i Morgun-
pósti Páls Heiöars en siöan hefur hann veriö umsjónar-
maður þriöjudags- og laugardagssyrpu meö Þorgeiri Ast-
valdssyni. Blm. bankaöi uppá hjá Páli einn góöan veöur-
dag I ibúöhans á Rauöalæknum og var boöiö til stofu. Páll
bauö uppá te.
Páli byrjaöi snemma aö blása I lúöur og leiöin lá i Tón-
listarskólann i Reykjavik þar sem hann læröi fyrst á horn I
þrjú ár en tók siöan tónmenntakennaradeildina og lauk
þaöan prófi voriö 1980. Á meöan á náminu stóö vann hann
á sumrin itónlistardeild útvarpsins og kynntist þar fyrst
innviöum þeirrar stofnunar.
Kennarastarfiö býður upp á óþrjótandi mögu-
leika
— Ég spuröi Pál hvernig honum heföi likaö i Tónlistar-
skólanum.
„Bæöi vel og illa. Þaö er mjög illa búiö aö þessari stofn-
un fjárhagslega. Svo er félagsstarfiö algjörlega á núll-
punkti, enda meginhluti nemendanna í öörum skólum
samhliöa tónlistarnáminu. Það er ekki gert ráö fyrir ööru
en fólk komi, spili sinar æfingar og fari siöan heim. Ég
held aö þetta hafi þó lagast aö einhverju leyti. En skólinn
er jú I spennitreyju vegna plássleysis. Og svo er reyndar
lika hjá útvarpinu.”
— Var litiö á kennaradeildina sem annars flokks deild
þar sem hún framleiddi ekki virtúósa i hljóðfæraleik?
,,Ég varð frekar var við það sjónarmið hjá nemendum en
kennurum. Kennaranámiö var ekki tekiö alvarlega. Það
litla sem ég hef kynnst tónmenntakennslu, finnst mér hún
mjög skapandi og lifandi. Svo býöur hún upp á óþrjótandi
möguleika. Nú á dögum er hægt aö láta börnin gera annað
en sitja stif viö borö og syngja „Ef væri ég söngvari”, upp
úr söngbókum. En kennarastarfið er jafnframt mikiö
ábyrgðarstarf þvi allir hafa eitthvert músikalitet. Spurn-
ingin er hvernig fariö er meö þaö i byrjun.”
Útvarp Hella,
góðan dag
— Þú hefur ekkert hugsaö þér aö fara út i kennsluna?
„Ég hef þaö alltaf i bakhöndinni, en það sem ég er að
gera núna freistar min meira. Þaö er ekki þar meö sagt aö
ég ætli aö sitja hjá útvarpinu næstu 50 árin! Maöur á eftir
að prófa svo óendanlega margt. Annars er margt
skemmtilegt aö gerast i sambandi viö útvarp. Spursmáliö
er ekki hvort, heldur hvenær nýtt útvarp kemur upp. Það
er annars alveg makalaust aö það skuli ekki vera komin
ný útvarpsstöð fyrir lifandi löngu, ekki þar meö sagt að sú
stöð eigi aö útvarpa sautján tima á sólarhring. Ég er á
móti þvi að rikisútvarpið hafi einkarétt á öllum útvarps-
rekstri En samt er hæpiö að tala um frjálst útvarp. Hug-
takiö frjálst útvarp er misnotað hugtak. Ég er hlynntur
„frjálsu” útvarpi. En það veröur aö vera standard á út-
varpsstöö sem mótast t.d. á þvi sem rikisútvarpiö gerir,
en eins og málin standa I dag er þaö engan veginn nógu vel
i stakk búiö til aö vera sú fyrirmynd eöa viðmiöun sem það
ætti aö vera. Ég er heldur ekkert spenntur fyriraö hver
sem er reki sina útvarpsstöö. Mig vantar t.d. ekkert nema
viðtal: Jóhanna Þórhallsdóttir
einn litinn sendi hérna inn i stofu til að reka útvarpsstöö.
Þaö væri nær aö setja útvarpsstöö á Akureyri eöa Hellu.
Þaö sem er aö gerast á Hellu kemur þér sem býrð i
Reykjavik ekki endilega við, en væri nú gaman fyrir
Hellubúa aö hafa sitt útvarp. Og hugsaöu þér hvaö það
væri yndislegt fyrir þá aö vakna á morgnana viö að
Útvarp Hella byöi góöan dag. En máliö er að peningana
vantar. — Þaö er ansi sniöug útvarpsstöö i Hoilandi. Fólk
er bara áskrifandi aö útvarpsstöðinni, alveg eins og
maður gerist áskrifandi að timaritum. Hér á landi
blómstrar blaöaútgáfa, þú getur gengiö að öllu efni sem
þig vantar en svo er bara ein útvarpsstöö.” Páll hristir
hausinn.
Sitthvað Jón
og séra Jón
— Hverju finnst þér helst vera ábótavant i útvarpsdag-
skránni?
„Eins og útvarpið er i dag meö einni rás, þá er ljóst að
þaö þarf aö sinna öllum. Vissulega er val útvarpsins fjöl-
breytt, en ef viö heföum aöra rás væri þetta ekki eins mik-
ill grautur. Þaö eru t.a.m. til löng tónverk og löng leikrit
sem fólki gefst aldrei kostur á aö heyra. Þegar útvarp
hófst hér um 1930 þótti þaö menningarlegt undur. Fólk
safnaðist saman i kringum þaö og hlustaöi. Nú er útvarpiö
hinsvegaroröiöjafnhliöa menningar- og afþreyingartæki.
Þaö rikir þröngsýni gagnvart afþreyingu. En þaö er nú
sitthvaö góö afþreying og vond” segir Páll ákveöinn.
Fólk kann sér
ekki læti
— Hvernig finnst þér videóið? Hefurðu séö það?
„Ég hef ekki séö þaö, en videó og sjónvarp er afþreying
sem neglir þig gjörsamlega niður. Otvarpiö beislar þig
ekki eins mikiö. Sjónvarpiö er einstefnu miöl. Þú situr
negldur og horfir. Þaö gefur neytandanum litiö svigrúm.
Ég vil ekki að útvarpiö þróist á sama hátt og videóið. Aö
hver sem er geti sett upp útvarpsstöö. Þvi þar er náttur-
lega gróöasjónarmiöið eitt sem ræöur. Videóbyltingin,
eins og hún hefur verið köllu
, lýsir svo mikilli græögi. Fólk er búiö aö fyrirgera sjálf-
stæðinu. Annars er videó mjög flókiö mál. Ég er alls ekki á
móti videói. En ég held aö þaö megi nota það á annan hátt.
Þaö er t.d. til fullt af góöum myndum sem ég vildi sjá
þegar mér sjálfum hentar. Þetta breytist vonandi þegar
nýjabrumiö fer af.” Og nú brosir Páll bjartsýnn. „Það er
alveg stórkostlegt þegar fólk sér eitthvaö nýtt. Þaö er eins
og þaö ráöi sér ekki fyrir fögnuöi. Þetta er alveg merki-
legt. — Fólk gerist áskrifendur af videói en um leiö er
talaö um sparnaö hjá rikisútvarpi og sjónvarpi.”
— Og eitthvaö hefur maöur heyrt af slæmri aðstööu i út-
varpinu....
„Þaöer satt. Viöerum meö gömul úrgangstæki. Sterióið
var stórt stökk aftan úr fortiðinni. En samt er aöeins eitt
stúdió sem hægt er aö taka upp i sterió. Þaö stendur þó til
bóta þvi þaö bætast tvö viö — ef allt gengur aö óskum —
eftir áramót. Þaö er oft fyndiö þegar erlendir gestir koma i
heimsókn niöur I útvarp, aö fylgjast meö svipnum þegar
þeir lita inn I klefana. Tækin eru safngripir. Það eru ekki
einu sinni framleiddir varahlutir i sum þeirra lengur.”
Þiggja ekki mútur
— En segöu mér Páll, hver er þinn persónulegi smekk-
ur á tónlist?
„Enn eitt klisjusvariö” Páll hlær. „Ég hef voðalega
gaman af músik. Ég hlusta á allan skrattann, það er sama
hvað músikin heitir. öll góð músik er góö eins og öll vond
músik er vond. Þaö er þaö voðalegasta sem þú heyrir. En
ef maður spilaöi bara uppáhaldsmúsikina sina er ég
hræddur um aö heyröust hljóö úr horni. Þegar syrpuþætt-
irnir eru unnir hefur maöur ekki sinn smekk að leiöarljósi.
Maöur veröur aö vega og meta. Mér finnst t.d. Mahler ein-
hver sá skemmtilegasti sem ég hlusta á. En hann er ekki
syrpumatur! Auðvitað laumar maður uppáhaldslögum að
þegar maöur heldur að enginn taki eftir þvi.”
— Er ykkur aldrei mútaö af plötuútgefendum?
„Nei, þaö eru hreinar linur. Þá þætti sem við sjáum
um,teljum viö okkur ekki þurfa hjálp viö. En viö hlerum
eftir ábendingum, þótt hvorki útgefendur né aörir ráöi
þessum þætti.”
Fyrirferðin felst
í stærðinni
— Eruö þið alltaf rólegir og yfirvegaöir I þessum beinu
útsendingum ykkar?
„Það heyrist ekki glamriö i tönnunum og nagið i
nöglunum Þetta er afskaplega taugastrekkjandi vinna.
Þú þarft aö vera vel vakandi. Þegar ég byrjaði hélt ég aö
þetta væri eins og aö ganga inn i sal meö 10000 áheyr-
endum. En þarna erum viö Þorgeir ásamt tæknimanni og
ekki nærri þvi eins hræöilegt og ég bjóst viö. Maöur má
ekki vera of rólegur i þessu starfi. Þaö veröur aö fylgja
ákveöin spenna. Ef þér finnst þetta ekki spennandi skaltu
ekki halda að öörum finnist þaö.”
— En ert þú sjálfur rólegur og yfirvegaöur náungi?
„Ætli ég verði ekki aö teljast þaö. Ég er enginn æsinga-
maöur. Fyrirferöin felst fyrst og fremst i stæröinni.”
Ein tónlistarstefna
ekki annarri æðri
— Þú hefur sumsé ekki á tilfinningunni að þú sért á
eintali við islensku þjóöina þegar þú talar i útvarp?
„Ég tek þetta ekki svo hátíðlega nei, enda eðli þáttarins
ekki þesslegt. Þetta er enginn vettvangurfyrir einhvern
stóra sannleik, heldur erum við að búa til einhvers konar
afþreyingu. Ekki afþreyingu i neikvæðri merkingu þó.
Tónlist er góð afþreying, en til þess þarf hún að vera góð.
Sumir taka tónlistina alltof alvarlega. Þaö er oft fjallað
um músik, bæði djass, klassik og popp, á svo hátiðlegan
hátt. Tónlist er svo sjálfgeröur hlutur aö henni er enginn
greiði geröur meö þvi aö tala um hana sem einhvern yfir-
náttúrulegan hlut. Þaö er furöulegt aö fólk tali um
ákveöna tegund tónlistar sem hina einu sönnu! Ég get
ekki séð að ein stefna sé annarri æðri.”
— Ein að lokum. Hefuröu aldrei á tilfinningunni aö þú
sért beinlinis vinnuhvetjandi i syrpunum, sem margir
hlusta jú á við vinnuna?
„Nei, ég held aö þaö sé langt I frá til að auka vinnu-
afköst. Ég hef einu sinni fengið kvörtun”segir Páll lævis-
lega, „útaf þvi að músikin væri of fjörug. Alla langaöi aö
dansa en engan til aö vinna.”
myndir: Jim Smart