Helgarpósturinn - 13.11.1981, Blaðsíða 22
Kvik túikun
Johannes Brahms (1833—1897):
Fihlukonsert i D-dúr, op, 77.
Flytjendur: Sinfóniuhljóm-
sveitin i Chicago
Stjórnandi: Cario Maria Giulini
Einieikari: Itzhak Perlman
Útgefandi: EMI Records Ltd.
ASD 3385, (1977)
Dreifing: Fálkinn.
Fáir fiölukonsertar eru jafn
oft leiknir og túlkaBir af eins
breiBum hópi fiBlara og þessi
konsert Brahms. Þó var um aB
ræBa fremur dræmar undir-
tektir meBal áheyrenda, þegar
konsertinn var frumfluttur, 1.
janúar 1878, I Leipzig. Eins og
svo oft á&ur, varB Brahms aB
sætta sig viB dóm samtiBar-
innar, óvæginn og ósann-
gjarnan. Hin stóru symfónisku
verk hans, litu seint dagsins ljós
og mun skýringarinnar einmitt
vera aB leita i varfærni hans og
varúB. Skellurinn sem tón-
skáldiB fékk eftir 1. pianókons-
ertinn (þá var hann 26 ára
gamall), mun seint hafa liBiB
honum úr minni.
1 dag finnst mönnum þetta
nánast óskiljanlegt, þar sem
vinsældir þessara stóru kons-
ertverka Brahms, hafa aukist
jafnt og þétt og teljast nú til
gersema i repertorii hverrar
hljómsveitar og hvers einasta
einleikara. Reyndar er D-dúr
konsertinn gjarnan nefndur i
sömu andrá og FiBlukonsert
Beethovens. ÞaB stafar væntan-
lega af þvi, aB þeir eru báBir i
sama lykli og byrjunin er
sláandi lik. BáBir eru
konsertarnir blæbrigBaríkir
meB afbrigBum og áþekkir aB
mörgu leyti öBru, nema hvafi
Brahms er greinilegt barn
rómantikurinnar og er þvi
konsert hans sviftingameiri og
ryþminn óþolinmóBari. Hlýleik-
inn og breiddin einkennir
þennan konsert engu siBur en
Beethovens.
ÞaB var sennilega vinskapur
Brahms og ungverska fiBlu-
leikarans Joseph Joachims,
sem varð kveikjan aB þessu
verki. I staB þess a& semja
þriBja pfanókonsertinn, mun
Brahms hafa ákveBiB aB gliroa
viB hljóBfæri, sem hann spila&i
ekki á sjálfur. Eins og kunnugt
er, endaBi þessi vinátta me&
slitum, þegar Brahms tók upp
hanskann fyrir Amalie Weiss,
eiginkonu Joachims og þekktri
söngkonu, en hjónaband þeirra
rofnaBi. Ekki greri um heilt,
fyrr en Brahms samdi Doppel-
konsertinn fyrir Joachim.
Af öllum þeim fjölmörgu út-
gáfum sem ég hef hlustaB á og
þekki, er þessi túlkun Perlmans
og Giulinis mjög kvik og sjálf-
sprottin. Perlman sýnir sinar
bestu, en undanfariB hefur hann
sýnt meB leik sinum á ótölu-
legum fjölda platna og útgáfna,
aB hann er hverjum nýjum
vanda vaxinn. Þegar ég tel túlk-
unina kvika, á ég viB, aB
Perlman dregur fram hin si-
breytilegu ryþmisku blæbrigBi
og léttir þannig á verkinu. Hann
undirstrikar hreyfanleik verks-
sins og leggur siBur upp úr
dramatiskum tilþrifum.
Þetta hljómar einkar vel, þvi
dramatisk tilfinning er hvort eB
er næg, þótt ekki sé veriB aB
þyngja hana. Það kemur heldur
ekki I veg fyrir aB Perlman
leggi hlýju i túlkun sina. ÞaB
þarf vart aB benda á þann
varma sem strymir úr fiðlu
hans i 1. kafla verksins og
Adagio-kaflanum. Hin þekkta
kadensa Joachims, er
meistaralega túlkuB af þessum
fatlaða manni, sem flestir
islenskir tónlistarunnendur
hafa þegar kynnst hér á landi.
Þáttur Giulinis er einnig
merkur, enda er þessi gamal-
reyndi italski stjórnandi, öllum
hnútum kunnugur I Chicago.
Enda hefur hann margoft
stjórnaB og lengi, þeirrar
borgar hljómsveit.
Ég hika þvi ekki þegar ég
dæmi þessa útgáfu EMI, I flokki
bestu útgáfna á D-dúr Konsert
Brahms.
R|
Hljómplötur - Klassik
eftir Halldór Biörn Runólfsson
Hverdagslíf og vandamá/ í Breiðholti
Armann Kr. Einarsson:
Himnariki fauk ekki um koll.
Myndireftir: Pétur Halldórsson
138 bls.
IBunn 1981.
Ármann Kr. Einarsson er
einn okkar mikilvirkasti barna-
og unglingabókahöfundur. Hef-
ur hann á sibustu rúmlega 30 ár-
um sent frá sér nærri 30 bækur
fyrir börn og unglinga. AB minu
áliti eru bækur hans æöi mis-
jafnar að gæðum en hafa heldur
farið batnandi með árunum.
Mér finnst honum takast best
upp þegar hann fjallar um börn
I raunverulegu hversdagsum-
hverfi.
I sögunni Himnariki fauk ekki
um koll segir frá Simma sem er
ellefu ára. Hann er nýfluttur i
BreiðholtiB meB foreldrum sin-
um og iítilli systur. Raðhúsið
þeirra er hálfkláraB, vantar
hurBir inni og innréttingar.
MóBir hans vinnur úti og eins er
um föbur hans i upphafi sögunn-
ar, en hann „á við áfengis-
vandamál aB stríBa”. Þetta
vandamál sýnist ekki vera af al-
varlegasta tagi en þó nógu mik-
iB til þess aB samskipti foreldr-
anna er vægast sagt stirB.
Pabbinn tekur sumarfriiB i aB
vinna I húsinu, en fer ekki að
vinna úti aftur fyrr en undir lok
sögunnar. Stafar þaB af
drykkjuskapnum sem ágerist
me&an hann er heima.
Sagan gerist frá hausti fram
aB jólum og fjallar um sam-
skipti Simma við foreldra sina,
einkum föBurinn, viBskipti hans
viB félaga og skólagöngu hans
þennan tfma.
Sagan er sögB I fyrstu
persónu, Simmi sjálfur er sögu-
maBur og er umhverfiB séB meB
hans augum og atburBir skynj-
aBir gegnum hann.
Mér finnst Simmi vera býsna
vel gerB persóna frá höfundar-
ins hendi. Hann er vel þroskaB-
ur og sér meBvitandi um
ástandiB á heimilinu. Talsmáti
hans er kannski i fullorBinsleg-
asta lagi en þaB kemur ekki
verulega aB sök. Hugrenningum
hans og tilfinningum er vel lýst,
en hann reynir eftir mætti að
bæta sambandiB á milli foreldr-
anna. SömuleiBis er Oddur, vin-
ur Simma, vel gerB persóna og
gegnum hann fáum viB innsýn i
heimilislif sem er allt annars-
konar en hjá Simma. Oddur á
fimm systkini og þar er mamm-
an heima.
Strákarnir, hugarheimur
Simma og skólavist hans er aB
minum dóm besti hlutinn I þess-
ari sögu. Hinsvegar finnst mér
baksviöið þ.e.a.s. foreldrarnir
og þeirra lif ekki nógu skýrt i
sögunni. MóBirin er reyndar
skýr persóna aB svo miklu leyti
sem hún kemur viB sögu, en faB-
irinn sem er mikilvægari per-
sóna i sögunni finnst mér ekki
skýrt afmarkaöur. Er þaB eink-
um veikleiki hans, brennivins-
drykkjan, sem höfundur á i
vandræBum með. VandamáliB
virBist stundum vera alvarlegt
og stundum ekki og lausnin á
þvi er ekki sérlega sannfærandi.
Sagan er vel skrifuB og frá-
sagnarhæfileiki Armanns Kr.
nýtur sin vel. Sagan er full af lif-
andi atburBum sem eru eBlilegir
i lifi ellefu ára stráka. Stillinn er
vandaBur, látlaus, en hæfilega
fjörlegur.
AB öllu samanlögBu má taka
undir meB þvi sem segir á bak-
sIBu bókarinnar, a& hér hafi Ar-
mann bætt skemmtilegri sögu I
safn barna- og unglingabóka
sinna.
G.Ast.
Raunir skiptinemans í Ameríku
Gisli ÞórGunnarsson:
KærleiksblómiB.
Skáldsaga (189 bls.)
Almenna bókafélagiB 1981.
Ekki veit ég hvaB þeir eru
orðnir margir unglingarnir is-
lensku sem fariB hafa sem
skiptinemartilAmeriku.en trú-
legt þykir mér aB þeir skipti
nokkrum hundruBum. ÞaB er
áreiBanlegt aB sú reynsla sem
þessi hópur hefur orBiB fyrir er
margvisleg og margbrotin, mis-
erfiB, en trúlega oftast lær-
dómsrik. ÞaB er reyndar undar-
legt hvefáfróðir íslendingar eru
um Bandarikin, a.m.k. miBaB
viB þá a&dáun sem margir vírB-
asthafa á þeim.TilaB mynda er
þaB plagsiBur margra aB tala
um Bandarikin og fólkiB sem
þar býr eins og um sé aB ræBa
eittland og einaþjóB.En þaB er
álika gáf ulegt eins og aB tala um
Evrópu frá Nordkap til Istam-
bul sem eitt land og Evrópubúa
frá Killarney til Odessa sem
eina þjóB.
Söguhetja okkar i þessaribók,
Hrólfur, fer sem skiptinemi til
Fresno ISuður-Kaliforniu. Hann
vistast hjá efnuBu millistéttar-
fólki, meþódistum, sem hann á
góB samskipti viB. ViB kynn-
umst með Hrólfi nokkrum
skiptinemum sem eru á þessum
slóðum og lenda þau i misjafnri
reynslu. Ennfremur kynnumst
viB nokkrum ameriskum
krökkum á svipuBum aldri og
Hrólfur, kringum 18 ára. Um-
hverfið virBist vera einkenn-
andi fyrir ameriska efri milli-
stétt, menntaBfólk og vel efnað
án þess aB lifa i neinum munaBi.
Þetta fólk er sanntrúaB og mæt-
ir I sína kirkju á hverjum
sunnudegi og ungmennin eru
flest I einhverskonar starfi fyrir
kirkjuna.
Framvinda sögunnar byggir á
tvennu. 1 fyrsta lagi þvl hvemig
Hrólfur kynnist smám saman
fleiri þáttum lifsins i Fresno og
tengist vandamálunum sem
kunningjar hans eiga við aB
striBa. I öðru lagi er þaB tilfinn-
ingalif hans sjálfs og þá sér-
staklega sambönd hans við
stúlkuna Mariu. Hann verBur
ástfanginn af henni en úr þvi
verBur aldrei neitt neitt og veld-
ur þa& honum margvlslegri sál-
arkvöl.
Lýsingarnar á umhverfinu og
andrúmsloftinu eru aB mörgu
leyti trúverBugar. Þetta smá-
borgaralega millistéttarum-
hverfi er dregið skýrum línum
og lesandinn er settur vel inn i
allar aBstæBur.
ÞaB er aftur á móti i persónu-
sköpuninni sem höfundi bregst
bogalistin. ÞaB skiptir að sjálf-
sögöu mestu aB Hrólfur sé trú-
verBug persóna. En ég efa stór-
lega að hægtsé aðfinna fslensk-
an ungling eins og hann. Ef
hann væri 14—15 ára gæti hann
frekar staðist en varla sem 18
ára ungmenni. ÞóaB reyntsé aB
skýra persónu hans sálfræBi-
lega meB foreldramissi á 12. ári
og uppeldi úr þvi hjá undarleg-
um afabræBrum i afskekktri
sveit þá gengur dæmiB ekki upp.
18 ára drengur hlýtur að hafa
meiri reynslu af samskiptum
viB annaB fólk en Hrólfur á aB
hafa. Einnig er óljóst hvaB hann
hefur aBhafst frá 12 til 18 ára
aldurs. Þegar forsendurnar fyr-
ir persónuleika Hrólfs eru ekki
traustari en raun ber vitni er
ekki von aB þaB sem ofaná er
byggt standist sérlega vel. En
látum nú vera þó aB sálf ræBilegt
raunsæi sé gloppótt, slfkt hefur
hent margan góBan rithöfund.
Hitt er öllu verra aB þær
vangaveltur og hugrenningar
sem vakna hjá honum viB
reynsluna sem hann gengur i
gegnum ná ekki aB vera virkar I
framvindu sögunnar. Þessar
vangaveltur eru mestanpart
Höfundur Kærleiksblómsins er
meö góBan efniviö i höndunum
sem honum tekst þvi miöur ekki
aö gera sér nógu góöan mat úr,
segir Gunniaugur m.a. I umsögn
sinni.
trúarlegs e&lis og eru sem slikar
einlægar og trúverBugar en þær
verBa eins og utangátta. Ef til
vill er þaB meBfram vegna þess
aB þær stinga stlllega töluvert i
stúf viB söguna að öBru leyti.
Þær eru upphafnar og hátiBleg-
ar en annars er sagan sögB á
einföldu og hispurslausu máli,
sérstaklega eru mörg samtöl
vel gerB.
Amerisku unglingarnir sem
koma viB sögu eru á svipuðum
aldri og Hrólfur. Þó aB þau séu
börn kristilegra smáborgara og
hugmyndaheimur þeirra snúist
aB verulegu leyti um trúmál,
sem getur útaf fyrir sig vel staB-
ist, þá finnst mér þau einum of
saklaus. Þau reykja ekki
(hvorki tóbak né pot) þau
drekka ekki og þau gera ekki
hitt. Jú, þaB er reyndar einn
sem er hálfgerBur skúrkur sem
reykir m arljúana. Þá má margt
hafa breyst til hins betra i
Ameriku siBan ég kom þar siB-
ast ef þetta er allt satt og rétt.
Þrátt fyrir þessar takmark-
anir á trúverBugleika aB mfnum
dómi, þá eru sumar þessara
persóna skýrt afmarkaBar og
verBa á köflum bærilega lifandi
i hugskoti lesanda.
Það sem lesandi getur helst
fengiB út úr þessari bók er fróB-
leg lýsing á aBlögunarerfiBleik-
um skiptinema I fjarlægu landi.
ÞaB erreynsla sem gaman er aB
lQ'nnast. HefBi höfundur haldið
sig meira á þeirri linu og gert
minna úr sálarfræði og trúar-
vangaveltum hefði bókin trú-
lega getað orBiB snöggtum betri,
þvihöfundurer með gó&an efni-
vi& sem honum tekst þvf miBur
ekki að gera sér nógu góBan mat
úr.
Hitt er svo önnur saga aB sé
þessi bók borin saman viB ýmis
önnur byrjendaverk frá síBustu
árum þá stendur hún alls ekki
svo illa aB vigi. ÞaB er svo
spurning hvort þaB sé einhver
mælikvarBi. G.Ast.