Helgarpósturinn - 13.11.1981, Blaðsíða 17

Helgarpósturinn - 13.11.1981, Blaðsíða 17
.Föstudagur 13. nóvember 1981 Kvikmyndahátíö og Listahátíð 1 982 Eric Rohmer og Boris Kristof sýna listir sínar Kvikmyndhátið Listahátiðar verður haldin dagana 30. janúar til 7. febrúar á næsta ári, og er dagskrá hennar farin að taka á sig nokkuð fastmótaðan svip, en alls verða sýndar rúmlega tuttugu myndir, eins og á hátlð- inni i fyrra. Að sögn örnólfs Árnasonar framkvæmdastjóra hátiðarinnar hefur aldrei verið eins mikið um myndir, sem sameina þá tvo kosti að vera I háum gæðaflokki og höfða tilbreiðs áhorfendahóps, og á næsta ári. Kemur það til vegna þess, að forstöðumenn hátiðar- innar hafa sótt erlendar kvik- myndahátiðir, þar sem þeir hafa myndað tengsl við framleiöendur og fleiri, sem hafa meö kvik- myndir að gera. örnólfur sagði, að eitt helsta nýmælið, sem fyrirséö yröi á hátíð næsta árs, væri það, aö nokkrar myndir yrðu sýndar með islenskum texta til þess að koma til móts viö þá biógesti, sem ekki hafa erlend tungumál á valdi sinu, en hingað til hefur hátiðin ekki haft bolmagn til þess að framkvæma slikt. Þær myndir, sem sýndar verða með islenskum texta,eru Járn- maðurinn eftir pólska leikstjór- annWajda, Deprisa, deprisaeftir Spánverjann Saura, og Der Boot ist voll eftir Svisslendinginn Marcus Imhoof. Af öðrum myndum má nefna Tempest frá Bretlandi. Hún er gerð eftir samnefndu leikriti Shakespeares og er Ieikstjóri hennar Derek Jarman. Frá Frakklandi koma myndirnar La femme de I’aviateur eftir Rohmer, Un mauvais fils eftir Sautet, ásamt þriðju myndinni, sem ekki er Ijóst enn hver veröur. Finnskar myndir eru nokkrar, Tulip Aa, aaeftir Pirjo Honkasalo og Pekka Lehto, en þessi mynd var sú eina frá Norðurlöndunum á Cannes i vor, og Puntila eftir þekktasta leikhúsleikstjóra Finna, Rolf Langbacka. Frá Kan- ada kemur Les bons-débarras eftir Machevich. Þýskar myndir verða Nick’s Movie eftir Wim Wenders og Maloueftir Jeannine Meerapfel. Angi Vera heitir mynd frá Ung- verjalandi eftir Pal Gabor, en sú mynd hefur hlotið mikla aðsókn i Danmörku og Ameriku. örnólfur sagði, að enn væri ekki ákveðið hvort islenskar myndir yrðu meö og þá hvernig, og mun það ekki skýrast fyrr en nær dregur hátiöinni. En það er ekki bara kvik- myndahátið, sem verður á næsta ári, þvi Listahátiöin sjálf veröur haldin i vor. Þar veröur margt góðra gesta, erlendra sem inn- lendra,og skal fyrstan telja hinn heimsfræga bassasöngvara Boris Kristof, sem syngur siðasta dag hátlðarinnar I Laugardalshöll við undirleik Sinfóniunnar. Af inn- lendum viðburðum ber hæst frumflutning á Edduóratoriu Jóns Leifs, sem Sinfónian og Pólýfónkórinn munu flytja. Þá má nefna frumflutning á nýrri óperu, sem verður framlag Þjóð- leikhússins. Kvikmyndasýningar á íslandi 75 ára: Afmælishátíðin heldur áfram „Þetta er i fyrsta sinn, sem sýndar eru myndir á vegum Kvikmyndasafns islands, og hef- ur tekist að safna saman öllum leiknu þöglu kvikmyndunum, sem á einhvern hátt eru tengdar islandi. Þetta eru myndirnar Fjalla-Eyvindur, Borgarættin, Hadda Padda, Det Sovende Hus, The Prodigal Son og Pecheurs d’lslande, eða Fiskimennirnir við island”, sagði Erlendur Sveins- son, forstöðumaður Kvikmynda- safns islands i samtah við Helg- arpóstinn. En siðari hluta afmæl- ishátiðarinnar I tilefni 75 ára af- mælis kvikmyndasýninga á is- landi fer fram I Nýja Bfói dagana 14.-21. nóvember. Sýningar þess- ar fara fram á vegum Nýja Biós og Kvikmyndasafns islands. Þess verður jafnframt minnst, að senn verða liðin 70 ár frá stofn- un Nýja Biós, og af þvi tilefni sýndar myndirnar Sigrún á Sunnuhvoli, sem sýnd var þegar bióið opnaði i núverandi húsa- kynnum árið 1920, og Grikkinn Sorba,ensU mynd hefurslegið öll aðsóknarmd; i hUsinu. Auk þess verða sýndar fréttamyndir frá árunum milli 1920 og 30, sem gerðar voru til sýninga i bi'óunum á þeim árum. „1 tengslum við þetta afmælis- hald”, hélt Erlendur áfram, „koma til landsins forstjórar kvikmyndasafnanna á Norður- löndunum og veröur efnt til fyrsta sameiginlega fundar kvikmynda- safnanna.” Forstjóri Nordisk Film Komp- ani, Ove Sevel, verður sérstakur gestur Kvikmyndasafnsins þessa hátiðisdaga og mun hann afhenda safninu að gjöf Kambansmynd- irnar Hadda Padda og Det Sov- ende Hus, og sagöi Erlendur, að það vildi svo skemmtilega til, að aðeins fjórir dagar aðskildu 75 ára afmæli kvikmyndasýninga á íslandi og 75 ára afmæli Nordisk Film Kompani. Að lokum sagði Erlendur, að sig langaði til að vekja athygli eldra fólks á prógramminu, og sömuleiðis skólanna. , ,Ég mundi vilja hvetja skólana til þess að sýna þessu áhuga, þvi að með þessum sýningum er hægt að fá töluverða innsýn i þætti úr kvikmyndasögu okkar. Það verð- ur einnig gefið út vandað afmæl- isrit.semgætivafalaustkomið að góðum notum i skólum”, sagði Erlendur Sveinsson, forstöðu- maður Kvikmyndasafns tslands. Þar sem þess mun sennilega langtaðbiða, að Kvikmyndasafn- ið efni aðnýjutilsýningaá mynd- um úr fórum sinum, er ástæða til að hvetja alla kvikmyndaunnend- ur til að notfæra sér þetta ein- staka tækifæri til að sjá þessar gömlu myndir. Þegar markaðurinn tók til sinna ráða Enn voru myndböndin meðal helstu fréttaefnis Rikisútvarps- ins I siðustu viku. Þaö er ma-ki- legt hvað þessu máli er sýndur miklu meiri áhugi i rlkisfjöl- miðlunum en örðum fjölmiðl- um. Reyndar telja margir að fréttastofa útvarpsins hafi átt mestan þátt I útbreiðslu mynd- bandakerfa — bæöi á Reykja- vikursvæðinu en ekki siöur út á landi með ofkeyrslu á málinu i Adams Smith um framboö og eftirspum). Spumingin um lög- mæti myndbandakerfanna virð- ist þvi oröin algert aukaatriði. Útbreiðslan er orðin svo mikil að þetta leikfang „fólksins” verður tæpast tekið af þvi. Þó ekki svo að skilja að sú staö- reynd að um 25 þús. ReykviTc- ingar hafi aðgang að mynd- bandakerfi skipti einhverju máli. Nei, þar vegur þyngst að 1^4 Fjölmiðlun eftir Pétur J. Eirlksson í- Jilll fréttatimum. Kaldhæðnislegt er það reyndar þvi fréttamenn hafa átterfitt með aðdylja and- úð sina á þessu uppátæki ein- staklinga. Um það vitnar nei- kvæðurtónn igarðfyrirtækisins Videoson, sem vart hefur farið framhjá neinum. Auðvitað er ekkert óeðlilegt þó Rikisútvarpið og starfsmenn þess gerist viðskotaillir gagn- vart myndbandamönnum, þótt vafasamt sé fyrir þá að láta illskuna skina i gegnum frétta- timann. Hér er vissulega um öflugan samkeppnisaðila að ræða, sem útvarpið hlýtur að bregðast við eins og önnur fyrir- tæki I svipaðri aöstöðu. En svo virðist sem nokkuð sé seint af stað farið. Bæði löggjafinn og Rikisútvarpið sváfu á verðinum og vökni*u ekki fyrr en mark- aðurinn haföi tekið til sinna ráða (I samræmi viö kenningar þorp og kaupstaöir á lands- byggðinni „myndbandavæðast” óðum og þingmenn munu aldrei ráðast gegn vilja kjósenda sinna þar. Nægir að benda á ummæli menntamálaráðherra og æðsta yfirmanns Rikisútvarpsins i sjónvarpi fyrir nokkrum vikum þessu tfl stuðnings. Annars er það merkUegt, póli- tiskt atriði til að velta vöngum yfir hvernig markaðurinn þ.e. fólkið tekur til sinna ráða þegar eftirspum er ekki fullnægt. Ráðamenn hafa undanfarin ár haldið niðri afnotagjöldum út- varps og sjónvarps, I orði kveðnu til að vernda neytendur en I raun til verndar sjálfúm sér gegn hækkun vlsitölu. Fólkið virðist hins vegar reiðubúið að greiða þessa hækkun til að fá betri þjónustu. Þar sem ráða- menn koma i veg fyrir að Rikis- útvarpið fái þessa peninga sem fólkið vill borga, getur það ekki uppfyllt allar þær kröfur sem til þess eru gerðar. Aörir aðilar hljóta þvi að þurfa að uppfylla þessar kröfur — og það stendur sannarlega ekki á einkaaðilum að gera það. Og nú heitir Morgunpósturinn Morgunvaka — breytt og skul- um við segja bætt. Um það ætla ég aö gera fyrirvara, þvi mér þykir nokkuð vanta á friskleika og hraða, sem einkenndu Morg- unpóst þeirra Páls og Sigmars fyrsta árið. Annars virðist mér Onundur Björnsson vera aö ná gófri útvarpstækni og er efni i afbragðsgóðan spyrjanda. en þó er eins og brodchnn vanti i þátt þeirra Páls, og hann þyrfti að koma þvi ekki veitir af þvi að friska upp morgunútvarpið. Burtséð frá Morgunvökunni og fréttum er fátt úr morgunút- varpi að hafa til skemmtunar og gagns —og nú er komin ný plata með Mezzoforte. Sjónvarpið vakti vissulega vonir okkar, sem þyrstir i spenning þegar tilkynnt var um nýja sakamálaseriu „Hart á móti hörðu”. Loksins. En þvili'k vonbrigði. Hér reyndist vera á ferðinni forheimskandi væmnis- vella, ekki einu sinni spennandi, sem ég getekki imyndað mérað nokkur yfir 10 ára aldri hafi gaman af. Ég trúi þvi ekki að Lista-ogskemmtideild getiekki betur. Er hún ekki búin að láta okkur biöa nógu lengi eftir góð- um þriller? — PJE. Að vera souverain HalldórLaxness: Við heygarðs- hornið. Helgafell 1981, 229 bls. Á ofanveröri síðustu öld og langt fram á þessa var það mikil tlska i bókmenntafræNim að halda til haga öllum smá- munum mikilsháttar rit- höfunda, safna þeim saman likt og hagalögðum og gefa út. Þannig eru til útgáfur með minnisgreinum skálda eins og Ibsens eða annarra ámóta og eru ævisöguriturum fyrr og nú sifeHd uppspretta. Jafnan gráta meain þá allt það sem „aldirnar leiföu skörðu” og fór I súginn vegar kemur lika fram annað atriði I sambandi við Snorra og ég get ekki stillt mig um að vikja aö þvi lika. Það var sagt um norska góð- skáldið Vinje að hann hefði haft meirimætur á skáldskap sinum en annarra og þvi gjarna vitnað i eigin kvæði þegar hann fhitti ræður. Ibsen henti þetta á lofti og stældi i Pétri Gaut, sem si- fellt vitnar i eiginorö. En þar sem Vinje sagði „Eg sa ein gong...” eöa eitthvað þvilikt hefur Pétur venjulega gleymt hver átti upphafið. Aðurnefnd Ræða um Snorra endar meö glæsibrag eins og vm H & MHP'' Bókmenntir eftir Heimi Pálsson T^BI \. 'f ’ M Mvm áður en þess var gáð aö setja þaö á bók. — Fyrir þá sem aöhyllast slika bókmenntasögu- tisku ellegar una sér löngum stundum við sem allra nostur- samlegastar myndir af rit- höfundum og mikilmennum er mikill fengur að þvi að Halldór Laxness skuli vera svo iðinn við að draga saman í ritgerðasöfn margháttaða smámuni sem úr penna hans hafa hrotiö og spara þannig mörgum manni mikla vinnu og leit. Þaö er þesskonar efni sem fundið veröur á hinni nýju bók og hefur fengið heitið Við heygaröshornið (liklega er það þess vegna sem svo margir halda að hún sé framhald af t túninu heima). Það er varla að maöur viti hvernig fara á að þvi að skrifa ritfregn, hvað þá ritdóm um slika bók. Varla fer maöur að setja hornin i' minningargreinar um látið ágætisfólk, enda sann- ast mála að sjaldnast yrði að nokkru fundiö. Þvi enn á átt- ræðisaldrinum stýrir Halldór Laxness penna sinum eða ritvél þannig að smámenni eins og undirritaður hljóta að játasmæð sina. — Ekki er heldur þvi til aö dreifa að þarna séu settar fram kenningar eða hugmyndir sem beinlinis séu til þess fallnar að .valda timamótum eða hvetja til rökræðu. Aö visu er sumt af þvi sem segir um fornsögur og fornar bókmenntír ofurlitið i þá átt. T.d. get ég naumast fiil- þakkað HL að hann skuli enn nenna aö klifa á þeim aum- ingjaskap landa hans aö sinna ekki kaþólskum helgiritum fornum (sbr. grein um Mari'u sögu). Sömuleiðis þykir mér vænt um aö hann skuli enn vekja athygli á „dönsku- slettum” I islensku máli þegar málhreinsarar sýnast halda að allt yröi leyst ef ensk tunga fengist lögð af. — Hins vegar held ég að HL hljóti lika aö vera mér sammála um að fáeinar slettur i máli séu gersamlega skaðlausar miðað við þaö sem gerast myndi ef setningagerð tungunnar héldi áfram að for- djarfast og apa útlenskt. Merkilegt fyrirbæri er það á þessari bók að þar er prentuð fremst Ræða um Snorra og siðan næraftast i bókinni endur- prentuð — á dönsku. Þetta sýnist vera gert (skv. inngangs- orðum höf. að dönsku þýð- ingunni) Döium til háðungar, þvi þeirvildu ekki prenta grein- ina þegar þeim barst. hún. Sannast að segja er ég hræddur um að dönsk þjóð kippi sér ekki mjög upp við það þótt íslenskur höfundur sé sár vegna fálætis hennar um mikinn listamann eins og Snorra. En þeim sem hefurgaman af aö glugga i þýð- ingar og velta fyrir sér marg- vislegum þýðingarvanda er náttúrlega greiði gerður með þessum samhliða textum. Hins höfundarins var von og visa: „Til er á erlendu máli orö sem heitir souverain, súveren — franskt upphaflega. Þetta orð er haft um keisara og páfa, en ekki vanalega konúnga. Maöur sem lýst er með þessu oröi hefur vald til að segja hverjum sem er fyrir verkum, einnig konúngum, en tekur ekki við skipun frá neinum. Einginn nema maöur af þessari gráðu skrifar bók einsog Ólafs sögu ens helga.” (Bls. 20) Þetta er vissulega bæði skáld- legt og gott, þótt það segi manni kannski ekki margt um Snorra. Ræðan var f lutt árið 1979 og ári siðar eiga þeir bréfaskipti Hall- dór og franski prófessorinn Régis Boyer, Þá spyr sá franski lærdómsmaður svo: „Snorri Sturluson er vafalaust einn mestur ritsnillingur vestur-evr- ópskra miðalda, þó nafn hans sé ókunnugt utan Skandinaviu. Hvemig skilgreinið þér verk hans og snilldargáfu?” Og svarið verður: „Hann hefur verið kallaöur souverain. Aðeins hefur fræðimönnum láðst að rannsaka mörkin milli skáldskapar og sagnfræði hjá honum. Menn vita aldrei gerla á hverjuhann tekur mark i sagn- fræði né hvort sagnfræðileg sjónarmið skifta hann máli.” (Bls. 102-3.) Minvegna má vel vera að það sé út af fyrir sig nóg svar handa Boyer að kalla Snorra souver- ain, en mér finnst dálitið hæpið aö vitna i Ræðu um Snorra sem almennt viötekin spakmæli: „Hann hefur veriö kallaður...”! Hinu má svo gjaman bæta við að eigi þetta franskættaða lýs- ingarorö við um Snorra má ekki siður hafa þaö um annan Is- lenskan höfumd löngu siðar. Hafi einhver okkar manna átt skiliö að kallast souverain er það Halldór Laxness. HP Halldór Laxness — hafi ein- hver okkar manna átt skilið að kallast „souverain” er þaö hann, segir Heimir m.a. I um- sögn sinni.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.