Helgarpósturinn - 13.11.1981, Blaðsíða 15

Helgarpósturinn - 13.11.1981, Blaðsíða 15
14 15 Föstudagur 13. nóvember „Ég er alin upp á Akureyri en ættuð aö austan, fra' Seyöisfiröiog af Héraöi. Ég var mikiö á Seyöisfiröi sem krakki og ungiingur hjá móöurafa minum og ömmu f Hólma og á Vestdalseyri, hja Helgu móöursystur minni. Móöurafi minn Jóhann Sigurösson var frá Firöi f Seyöisfiröi. Hann fór einu sinniá ævinni upp á Héraö og var fljótur aö hafa sig heim aftur.Seyöisfjöröur var hans veröld og hann þóttist ekki eiga erindi út fyrir hana. Honum virtist meiniila viö aö fara af bæ, ef fariö var i sunnudagskaffi lit á Vestdalseyri var hann varla; sestur , þegar hann byrjaöi: jæja kona jæja kona, ■ eigum viö ekki aö fara aö koma. Hann var fjörugur kall og óskaplega strlöinn og maöur setti auövitaö metnaö sinn i aö láta hann aldrei sjá aö manni væri strföni f neinu. Afi var verkstjóri hjá mági sinum Stefáni T. Jónssyni. Hann spuröi einhvern- tima aö morgni dags af hverju maöur væri ekki kominn I vinnu-þessi frá þarna hörm- unarhiisinu. Upp frá þvi hét húsiö aldrei annaö en Hörmung. Svona voru nú nafn- giftimar í smáplássunum oft. Fa öir minn var frá Skógargeröi í Fellum, kominn af Asmundi Helgasyni, bróöur Jóns Helgasonar sýslumanns þeirra Skaftfell- inga. Raunar út af tveimur sonum Ás- mundar, Hallgrimi á Stóra-Sandfelli sem var langafihans, og Indriöa á Borg f Skriö- dal sem var langalangaafi hans. Ég hef ekki ennþá lagst I ættfræöina einsog margir frændur minir en þaö getur runniö á mann meö aldrinum, og maöur fari aö nota ættar- þulur sem vimugjafa i ellinni”. Margrét Indriöadóttir, fréttastjóri út- varps hefur fórnaö okkur siödegisstund og viö sitjum og spjöllum viö hana á heimili hennar. „Æ ég er aö drepast úr kvefi og get varla hugsaö og tæpast talaö. Lfklega gengi þetta betur ef viö sætum hérna hvort meö sfna ritvélina og skrifuöumst á”. Samræðurnar runnu engu aö siður ljúf- lega af stað, og umræöuefnið að sjálfsögðu fréttamennska, starf® sem líf Margrétar hefur snúist um lengur en allsendis ókunn- ugan mann gæti óraö fyrir. Það er ótrúlegt að þarna hinumegin við sófaborðið sitji einnþeirra Utvarpsmanna sem hafa lengst- an starfaldur;sá elstistarfandi á fréttastof- unni. samstarfmaöur Jóns MagnUssonar, Thorolfs Smith, Hendriks Ottóssonar og þessara „gömlu góðu” á fréttastofunni. „Þetta er afskaplega manneskjulegt starf, stöðugt samband við fólk Ur öllum áttum og ættiað vera þroskandi. Og maöur skyldi halda aö það hefði átt að vera gott veganesti „fjölmiölastrákanna” á þingi”. weð hvennasíöu í Mogganum — Hvað rak þig suður? „Sumarið eftir stUdentspróf fannst mér ég vera að verða ein i heiminum. Bekkja- systkini mfn voru flest utan af landi og ætl- uðu suður um haustið. Og ég ákvað að fara lika en til þess þurfti að ná sér i vinnu. Það var hrein tilviljun að ég byrjaöi i blaða- mennskuni. Kunningi minn Guðmundur Asmundsson var I sumarafleysingum á Mogganum. Hann bauðst til þess að athuga fyrirmig um vinnu. Og lét ekki sitja við orðin tóm. Þannig var á Morgunblaðinu að þeir voru vanir að hafa einn kvenmann en það var meira en verðursagt um hin blöðin. Að visu voru þessum eina kvenmanni ætluð ákveðin verkefni sem hafa þá verið talin hæfa m.a. að þýða framhaldssöguna og sjá um eitthvaö sem hét kvennasiða. SU sem hafði verið i þessu,Ragnheiður Arnadóttir, var að hætta og ég fékk starfið. Auðvitað var ég alger græningi, kom beintaf skólabekk vissi ekkert um dagblöð né blaöamennsku. Og hafði aldrei á ævinni komiö til Reykjavikur. Það var allt i lagi að þýöa framhaldssög- una, sem einhver annar, ég held kona ívars Guðmundssonar fréttastjóra, sá um að velja en kvennasiðan var annar hand- leggur, þar var ég alveg Uti að aka. Þarna áttu að vera ti'skumyndir, svona létt tisku- hjal og mataruppskriftir og svoleiðis en um það vissi ég ekki meira en um sérgreinar hagfræðinnar þegar komiö er Ut fyrir debit og kredit. Ég vissi yfirleitt ekkert hvað ég var að gera þarna fyrst, var einsog álfur Ut Ur hól. Þegar Valtýr Stefánsson ritstjóri baö mig i fyrsta sinn að fara i „viðtal” vissi ég ekki hvað hann meinti. Ég hafði verið sett i kompu til Jens Benediktssonar og hvislaði þessari spumingu að honum, hvað „viðtal” væri. Hann var mér afskaplega góöur,kenndi mér blaðamennsku og ljóö af örlæti sins hjarta”. — En þér hefur likað starfið þrátt fyrir allt? „Já, mér þótti það fljótlega afar spenn- andi og æ skemmtilegra eftir þvi sem ég áttaði mig betur. Þess vegna er ég i þvi ennþá. Þegar ég hafði verið þrjU ár á Mogganum fór ég til Bandarikjanna og settist þar i blaöamennskudeild Minnesotaháskóla, School of Journalism. Ég er sannfærð um aö ég hafði meira gagn af þeirri skólagöngu vegna þess að ég haföi starfaö við blaöa- mennsku um sinn, en fór ekki beint Ur menntaskóla þangað. Ég trúi þvi aö það sé hollt blaðamönnum að fara i sérskóla til viðbótar góðri almennri menntun, undir- stöðuna md nefnilega ekki vanta. Frétta- mennska, eða blaðamennska ef þU vilt, er sérgrein, sérstakt fag. Fólk er aö sérhæfa sig i öllum andskotanum, sérhæfingin verður meiriog meiri, manni finnst stund- um að hUn nálgist hið absúrda, má mikið vera ef það endar ekki I enn einu vanda- málinu sem menn geta þá sérmenntað sig i að leysa, með löggiltu starfsheiti og sér- greinatungutaki. Ennþá er enginn blaða- mannaskóli til á Islandi né blaðamennsku- deild viö Háskólann en að þvi hlýtur að koma. En ég er nú samt svo forneskjuleg i hugsun að ég hef þá trd að eyjarskeggjar einsog við Islendingar eigum aö sækjast eftir þvl að ferðast mikiö til annarra landa og læra það sem við getum af reynslu ann- arra þjóða, og þá i fréttamennsku eins og öðru. Við eigum að halda áfram að sigla einsog forfeður okkar. Vitanlega dugir sérndm i blaðamennsku skammt ef grundvöllinn skortir, blaða- menn verða aðhafa góða almenna menntun og þekkingu á þjóðfélaginu og hræringum þess sem þeim er ætlað að skyggna og endurspegla i starfi sinu”. „Leil á mig sem iréliamann” — Frá Bandarikjunum liggur leiðin á fréttastofuna eöa hvað? Nei, ekki strax. Ég var áfram á Mogg- anum i hálft annað ár minnir mig og leysti af á Timanum i nokkra mánuði áður en ég komst til útvarpsins. Ég leit á mig sem fréttamann, fréttamennska var mitt starf. A þessum árum kom fyrir að frétta- mennska og vinna á flokksmálgagni stang- aðist illilega á. Blööin voru þá i enn rikara mæli en nú fyrst og fremst flokksmálgögn, siöan dagblöð. Ég hafði þá trd að frétta- mennska væri stunduð hjá Utvarpinu. Þess- vegna sótti ég um starf þar. Ég hef aldrei veriö i stjórnmálaflokki og er fyrirmunað að skoða mál eða menn út frá flokkspóli- tisku sjónarmiði. Þeim sem lifa og hrærast I þeim viöhorfum þykir stundum ganga giæpi næst að taka afstöðu eftir málefnum, taka afstöðu til málefna og manna eftir til- tækum rökum, i stað þess að vera með flokkspólitisk gleraugu á nefinu og skoða alla tilveruna gegnum þau”. — Þaö hefur ekki vakið eins mikla at- hygli þegar þú varst ráðin til útvarpsins og ráðningar fréttamanna nú? „Nei, ég minnist þess ekki að neinn tæki eftir því. Já það er skritið hvemig farið er aö skrifa um fréttamenn einsog þetta væru filmstjörnur eða nautabanar. Kannski er þetta bara enn ein afleiðingin af dálka- hungri blaðanna einsog daglegar mynda- siður og opnur af beru fólki, aöallega kven- fólki enn sem komið er og skrif um hjá- svæfuvandræði frægra manna, allt þetta sjálfrennandi efni sem er notað til þess að fylla dálkana svo að blöðin eru alltaf að þynna i' þynnra og þynnra þynnkuna allra hinna. í ráðningarbréfi minu stdð eitthvað á þá leið aö ég væri ráðin „til þess að gera fréttaauka og annað það sem yður kann aö verða falið”. Það gat náttúrlega þýtt allt milli himins og jarðar. Þá var ekki eins rækileg verkaskipting og nú. Fréttamenn unnu jöfnum höndum við erlendar og inn- lendarfréttir og lásu fréttir, nema hádegis- og aðalkvöldfréttir. Að lesa fréttirnar var hluti af starfinu”. Míhróiónslosi — A þessum tima var allt sent beint. Var ekki erfitti'fyrstuaövenjasigvið þaö? ,,Að venja sig við,það var ekkert undan- færi, annað var ekki til. Siðan kom stál- þráðurinn frægi en það var ekki hægt að klippa hann svo að sendingamar voru einsog þærbeinu, engu varð breytt. En það var hægt að hreyfa sig með stálþráðinn, þaö var hægt að fara út og taka upp efni. Fyrst eftir að segulböndin komu var þvi haldið fram á æðri stöðum þáverandi tæknistjórnar aö ekki væri hægt að klippa þau. En svo byrjaöi einhver að klippa, ég veit ekki hver, það var kannski Gestur Þor- gri'msson? Stefán Jónsson var allra frétta- manna ötulastur aö tileinka sér nýju vinnu- brögðin við klippingar og makalaust hvað hann var þrautseigur að liggja yfir þeim. Og áragurinn eftir því i viðtölum hans. Reyndar var ég bUin aö fá eldskirnina áöur en eg fór að vinna hjá dtvarpinu. Ég flutti ferðaþátt eða talaöi um daginn og veginn, ég man ekki hvort, og var hin hressasta þegar ég kom I LandsimahUsið þar sem Utvarpiö var þá og hafði ekki vit á þvi'að kviða fyrir. Mér var boðið sæti við borö, á þvl var tæki sem var sagt aö væri hljóðnemi og siöan var mér sagt að byrja bara þegar ljósið kviknaði á lampanum, og var svo skilin eftir alein bak við gardinur. Þá fékk ég þetta margumrædda mlkrófón- lost, Þaö þyrmir yfir mann, maður kóf- svitnar, hjartað hamast hálsinn herpist saman osfrv. Það er einkennilegt að þetta getur komið fyrirvaralaustyfir hina reynd- ustu útvarpsmenn”. — Kom ekki eitthvað spaugilegt fyrir á þessum timum beinna sendinga — að minnsta kosti spaugilegt nU, þegar svona langt er um liðið? „Sitthvað veröur eflaust hlægilegt þegar nógu langt er um liðiö.Eftir á að hyggja er skrit® hvað sumir útvarpsmenn báru litla virðingu fyrir opnum hljóðnema. Ég var einu sinni send ofan af fréttastofu á Klapparstígnum niður i LandsimahUs til þessað taka f imm minútna viðtal við Helga Hjörvar, um eina af mörgum Snorrahá- tiðum tslendinga að mig minnir. Þulurinn var bUinn að kynna viðtaliö en ekkert bólaði á Helga, hann var enn að drolla á næstu hæö fyrirofan.Ogþegar ég hljóp fram og æpti á hann aöþað væri bdiöaö kynna okkur flýtti hann séralls ekki, gekk hægt og virðulega niður stigann og bað migaö láta ekki svona, skammaði mig fyrir að æpa svona aö sér. Hann kom sem sagt ekkert aö hljóðnem- anum fyrr en honum sjálfum þóknaðist. Ég man að ég komst að með eina spurningu, siðan talaði Helgi i nærri tuttugu minUtur. Hensi átti til að standa uppi í miðjum fréttalestri og labba fram ef hann haföi gleymt einhverju, það hvarflaði aldrei að honum að loka hljóðnemanum svo aö það var hægt að fylgja fótataki hans eftir á göngunum. Svo gekk nú á ýmsu þegar farið var að klippa böndin. Einu sinni klippti samvisku- samur tæknimaður allar kúnstpásurnar burt Ur ljóðalestri Þorsteins ö. ÞU getur imyndað þér hvernig það var að heyra þennan finasta ljóöalesara okkar bruna einsog hraðbát yfir öldur ljósvakans. Hvort sem þau viti áttu að verða til varnaðar, gerðist þveröfugt það gleymdist að klippa ljóöalesturinn hjá öðrum ffnum lesara Lárusi Pálssyni. Þegar hann mislas inn á bandið og endurtókþvfíiagðihann: miöi, þá átti tæknimaöur að merkja við með miða. Þetta var allt sent Ut, orðið miði varð einsog leiðarstef, fyrir utan allar endur- tekningarnar. Á Hólahátiö fyrir mörgum árum var Andrés Björnsson að fara með ljóð I há- tiðarsalnum. 1 miðjum kliðum rauf tækni- maðurinn helgihaldið og kallaði: biddu, bfddu, bandið er búið. Mér skilst að augna- ráð Andrésar hafi ekki verið bliðlegt”. — Það er oft talað um þessi ár þegar menn einsog Jón Magnússon, Hendrik og Thorolf voru á fréttastofunni sem gull- aldartimabil. Hvernig var þessi timi? „Gullaldartimabil? Þetta hef ég nU aldrei heyrt. En þessi timi var afar skemmti- legur. Þaðvar mjög lærdómsrikt aö vinna meö þessum mönnum. Þeir voru miklu eldri en maður sjálfur. Þetta voru gáfaðir menn, fjölmenntaöir og fjölfróðir sem maður gat lært eitthvað af á hverjum einasta degi. Það var með ólikindum hváð Jón og Hensi vissu, svo minnti á alfræði- orðabækur,það stóð aldrei á svörum. Þetta voru finir húmoristar og um fram allt gaman að vera í návist þeirra. Þetta voru húmanistar og g'óðir vinir og félagar. Þegar ég byrjaði á fréttastofunni átti að fara að lifga upp á fréttirnar með frétta- aukum, og ég var mest í þeim þangað til ég baðst vægðar. Allir Utvarpsmenn verða aö vara sig á ofnotkun, að festast i einhverju fari.” „fólh var hiKlausl leiðréll” — Ef þú berö saman liðið á f réttastofunni núna, og þetta gamla Uð, hvemig kemur sá samanburður t? „I þá daga komu menn í frétta- og blaða- mennsku Ur ýmsum áttum, sumir með há- skólamenntun á dlikum sviðum.aðrir sjálf- menntaðir eða höfðu flosnað upp frá námi, þá var tæpast til sérmenntun I blaða- mennsku. Ég var til dæmis fyrsti frétta- maðurinn hjá Utvarpinu sem hafði farið í blaðamennskuskóla. Svo kom Margrét Jónsdóttir mörgum árum seinna, hún var lika i blaðamannaskóla i Bandarikjunum. Nú er miklu yngra fólk á fréttastofunni en var, og miklu fleira kvenfólk. NU fjölgar óð- um þeim fréttamönnum sem hafa stundað fjölmiðlanám, eins og það heitir núna. Lifs- reynsla fæst með aldrinum og unga fólkið hefur kannski ekki eins viðtæka þekkingu á mörgum sviðum og þeir gömlu. En unga fólkið hefur áhuga á þvi' að læra, mennta sig, öðlast þekkingu og er þess vegna alltaf að bæta sig, vaxa. Ef ég á að fara að gera einhvern saman- burð má nefna aö áður lögðu allir sem einn höfuðáherslu á aö fara vel með móðurmál- ið. Frekar en láta málvillu heyrast i viðtali klippti maðurburtbæði spurningu og svar, næðist ekki I viðkomandi til þess að laga það. Maður gerði hiklaust hlé á upptöku til þess að leiðrétta fólk eftir þörfum og ég man ekki eftir að neinn viðmælandi hafi vanþakkað þaö. Nú virðist mér ungt fólk almennt kæru- , lausara um málfar sitt. Þá er ég meðal annars að hugsa um blaðamenn yfirleitt. Fréttamenn eru ekki verri en aðrir og sum- ir miklu betri.” MóðursflKisKasl r póliiísKum rilsljóra” — Er hin umtalaða þýðingarvilla i frétt um friðarhreyfinguna i Vestur-Þýskalandi nýverið dæmi um það? halnarnniczfi irinn Föstudagur 13. nóvember 1981 irmn ‘‘æT ' í - • - . ■ ^ jé M ^0 „Oró rogherans eru eins og sœigæH” „Hvaða þýðingarvilla? Þetta villutal var ekkert nema móðursýkiskast i pólitiskum ritstjóra sem er eitthvað illa farinn af þrá- látri en ófullnægðri þingsetufikn. Það hefur veriðsýnt fram á að þetta var ágæt þýðing. Auðvitað geta fréttamönnum orðið á mis- tök og pennaglöp. Ég gæti nefnt þér mörg dæmi um fáránleg pennaglöp bæði hjá mér og öðrum. Eins og til dæmis um daginn þegar Kina og Sovétrikin vixluðust i ann- arri frétt og hinn sárt leikni ritstjóri fékk annað kast. Fréttamenn eru yfirleitt vandvirkir og sómakærir, leggja sig alla fram að fréttir séu réttar og heimildir pottþéttar. Einsog þú getur imyndað þér er mikil á- sókn áfréttastofuna.aðkoma hinu og þessu á framfæri, það bókstaflega rignir yfir okk- ur ,,frétta”-tilkynningum alla daga. En þvf má aldrei gleyma að fréttastofan er þjón- ustustrfnun. Hér er bara ein Utvarpsstöð, enn sem komið er, útvarp allra lands- manna. Fréttastofan gegnir ennþá lika hlutverki þorpsblaðs eða hreppatiðinda, segir tiðindi sem virðast alveg stað- bundin”. — Asóknsegiröu, hvað með ásókn stjórn- málamanna? „Auövitað vildi margur stjórnmálamað- urinn hafa fréttastofuna i hendi sér. Auðvit- aö hljóta iðulega aö stangast á sjónarmið fréttamanns og stjórnmálamanns. Frétta- maður temur sér eftir mætti að sjá yfir sviðið, að vera kjarnsær, vera gagnorður og varast málæði. Fréttamenn leita eftir fréttum. Stjómmálamaður vill koma sinum málstað á framfæri, sinum skoðunum og sins f lokks, og ekki sakar að hnekkja á póli- tiskum andstæöingum i' leiðinni. Frétta- maðurinn litast viðar um og hefur það markmið að koma andstæðum sjónarmið- um sem tdjast fréttnæm á framfæri, sýna þau öfl sem takast á og lita jafnframt á heildina. Ég hef oft tekið eftir þvi að ein- sýnirstjórnmálamenn eiga manna erfiðast með aö sættasig við skoðanafrelsi og mál- frelsi, — eða i stuttu máli sagt að una lýð- ræðinu íreynd sem þeir þó geipa mest um. Nú á siðari árum hafa samskipti frétta- , manna og stjórnmálamanna stöðugt færst í I eðlilegra horf og ég vona að það haldi á- ] fram að draga úr þessari gagnkvæmu tor- jtryggni og spennu. Nú eru þingfréttir til I' dæmis sagðar fyrir hlustendur en ekki þingmenn, með þærer farið einsog hverjar aðrar fréttir. Þingmenn hafa væntanlega hasast upp á þvi aö sitja undir fréttalestri með skeiðklukku og tdja sekúndurnar sem þeir fá og svo andstæöingarnir. Ykkur finnst kannski ekki merkilegt þessum yngri mönnum að við skyldum fá að senda frétta- mann á Landsfund Sjálfstæðisflokksins um daginn né að stjómmálaflokkarnir skuli yfirleitt vera að opna aðalþing sin og fundi fyrir fréttamönnum. En mér þykir þetta mikið framfaraspor þviað if jölda ára gerði fréttastcían varla annað iþessum efnum en þylja stjómmálaályktanir i belg og biöu, dnu sinni á ári fyrir hvern flokk.” „Hann belur víð að- ferð Helga Hóseassðnar” — ÞU segir að samskipti stjórnmála- manna og fréttamanna hafi stöðugt farið batnandi. Ennþá er samt talað um hlut- drægni fréttamanna og fréttastofan kölluð „kommahreiöur”. „Jæja er það já. Svona nafngiftir hafa alltaf t®kast, við erum ýmist kölluö auð- valds-eða kommaleppar,dindlumstýmist i austur eða vestur I hugarheimi öfgamanna i pólitikinni sem i einsýni sinni þola ekki stjómarfar Islendinga, lýðræðiö. Það er alltaf einhver rógur i gangi frá svona fólki og bitrir pólitikusar reyna að bæta sér upp gengisleysi meö þvi að ráöast á fréttamenn ivon um athygli, hvað sem þaö kostar. Ég kann nú betur við þá aðferð sem Helgi Hós- easson hefur notað til þess að vekja á sér athygli, aö skvetta málningu en þó heldur skyri, þvi þaö er auðveldara að þvo þaö burt heldur enn fyrrnefndan rógburð og þetta iDyröasukk. Hvernig á heiöarlegt fólk að taka á rógburði og uppvakningum hans? Það er ójafn leikur, rógberinn sem einskis svifst á auðvelt með að koma afurðum sin- um á framfærienda segir I heilagri ritningu aö orö rógberans séu dnsog sælgæti. Hitt er annað mál að rógberinn ræður kannski ekki alltaf við sina uppvakninga fremur en þeir sem þóttust vera að galdra á gröfunum og gátu svo ekki hamið sinn draug.” — Svo við snúum okkur frá pólitikinni Margrét, það er mál manna að fréttirnar hafi verið ákaflega leiöinlega fram settar og daufar árum saman. Fyrir fáeinum ár- um varö skyndilega breyting á, þaö varð talsverð nýsköpun i vinnubrögöum. Hvað olli þessari breytingu? „Síleiid enóursKoóun” „Breytingarnar hafa komið smám sam- an á allmörgum árum. Fréttastofan hefur hægt og rólega vikkað starfsvið sitt og öðl- ast meira frelsi. Sé breyting gerð til bóta verður ekki aftur snúið. Þetta þýðir að nU eru meiri kröfur gerðar til fréttastofunnar en áöur. Og metnaður fréttamanna hvers um sig meiri en áöur.að gera vel, að standa sig. Ætli fréttastofan hafi ekki bara fylgst með timanum? Það er rétt að fréttamenn koma fram meira sjálfiren áður. og fréttirnar æ oftar fluttar með innskotum, viðtölum og frá- sögnum fréttamannanna sjálfra. En ætli við höfum ennþá fundið hið endanlega form, það er sifelld endurskoðun og um- ræður hjá okkur um vinnubrögð og formið á fréttunum. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á að fréttastofan hafi fréttaritara erlendis. Það hefur gengið upp og ofan og verið hálfgerö happa- og glappaaðgerð við valið. Við höf- um yfirleitt orðið að treysta á námsmenn. Undanfarið höfum við verið mjög heppinn meö fólk, höfum fengið til starfa erlendis vana fréttamenn og blaöamenn. En svo kemur þetta fólk heim aftur að loknu námi og hvað þá? Fréttastofan er ekki beysnari en svo aö hún hefur sjálf engan fréttamann erlendis. Áður fyrr, þegar viövorum bara sex á fréttastofunni, voru fréttamenn send- ir til Kaupmannahafnar og London. Viö vorum hálft eöa eitt ár i senn, hvert okkar. Þetta var bæði lærdómsrikt fyrir okkur og gagnlegt fyrir fréttastofuna. Viö sendum heim mikiö efni og miklu betra efni og meira spennandi leyfi ég mér aö segja en það sem við gátum unnið sitjandi á rassin- um hér.Fréttastofan hefúr ekki fengið leyfi til þess að byrja á þessu aftur. Sjáðu til, fréttastofan er ekki fjárráða fremur en börn og hinir aumustu i þjóðfélaginu.” — Svo við snúm okkur að sjálfri þér aft- ur. Það rak aö þvi að þú varst ráðin frétta- stjóri, og það vakti dálitið mdri athygli en þegar þú varst ráðin á fréttastofuna i upp- hafi. „Já kannski já. Ég var ráðin haustið 1968 en Jón Magnússon andaöist I janúarbyrjun það ár. Ég hafði ekki minnsta áhuga á fréttastjórastarfinu, ég þekkti það of vel, vissi að það var erfitt, vanþakklátt og illa launað. Mitt áhugamál var aö vera fréttamaður. Ég var hinsvegar varafrétta- stjóri og vinnufélagar minir sögðu aö mér bæri að sækja um starfiö og undan þvi lét ég. Starfið var veitt Ivari Guðmundssyni. Starfsmönnum Utvarpsins þótti þá framhjá mérgengið og mótmæltu. Ég var I frii þeg- ar þetta gerðist, á Spáni. Við tvar erum gamlir kunningjar og vinnufdagar og hann sagöi mér seinna að hann hefði haldið aö hann væri að sækja um fréttastjórastarf bæði útvarps og sjónvarps, að það ætti að sameina fréttastofurnar. Málinu lauk með þvi að hann tók umsókn sina aftur.” — Þú varst lengi vel eina konan á frétta- stofunni, nú ert þú fréttastjóri og mig grun- ar að þar sem tekjur rithöfunda á tslandi eru vægast sagt ótryggar, hafir þú löngum verið aöal fyrirvinna heimilisins. Ert þú hörö i jafnréttísbaráttu kynjanna? „Hað irúir enginn Konuin!” NU hallar Margrét Indriöadóttir sér fram.tekur kaffikrúsina báðum höndumog hugsar sig um. „Ég hef alltaf haft svo mikið að gera að ég hef ekki haft tima til félagsstarfa ef þú áttvið þaö, aö vera iklúbbum eða söngkór- um. Ég hef auðvitaðhugsaö mikið um þessi mál, einkum i seinni tið. Þetta kom ein- hvernveginn af sjálfusér, kannski ég sé al- in upp viö jafnrétti, ég man ekki til þess að ætlast væri til þess að ég gerði þetta eða hitt, bara af þvi ég var stelpa. Enda hefði það nú verið óþolandi, maður kvaldist nti nóg af þvl á timabili að vera ekki strákur, þegar maður gat ekki stokkiö eins hátt eöa lét I minnipokann i slagsmálum. Ég er alin upp í strákastóði og varö að reyna að standa mig einsog þeir I ldkjum; i mennta- skóla vorum við bara þrjár stelpurnar og strákarnir milli 30 og 40, lengi framan af vann ég alltaf eingöngu með karlmönnum. Frá þvi ég man eftir mér hefur ekkert verið eðlilegra en eiga karlmenn að bræðr- um,vinum og félögum og maður hefur ekk- ert leitt hugann að þessu. Frá þvi ég fór að vinna fyrirmér hef ég haft sama vinnutima og sama kaup og vinnufélagar minir. Það var ekki gerður neinn grdnarmunur á mér og öðrum starfsmönnum. Að visu kom oft fyrir hér fyrr á árum þegar ég svaraði i simann á fréttastofunni cg beðiö var um einhvern strákanna sem var ekki við, að spurt væri um annan karlmann, og stund- um gengið á röðina og spurt um þá alla, og siðan sagt ergilega: hvurslags er þetta, er enginnvið? Og ef ég sagöi: Jú ég, ég er fréttamaöur, þá var sagt: Allt i lagi, ég hringi seinna. Finnski útvarpsstjórinn sagði mér einu sinni aö þaö þýddi nú ekki aö láta konur lesa fréttir þar i' landi, þá tryði þeim eng- inn. Svona bábiljur haf a aldrei riöið húsum i útvarpinu hér,- fyrstu þulimir voru t.d. konur. En auðvitaö er sömu sögu að segja hér og annarsstaðar 1 þjóðfélaginu, konur eru miklu fleiri i lægstlaunuöu störfunum og á toppinum eru eintómir karlmenn, að- eins tvær konur eru deildarstjórar og aö- eins einn kvenmaður er i útvarpsráöi, ekki er nú álit stjórnmálaflokkanna á konum mdra en það. Égá afskaplega erfittmeðað skipta fólki eftir kynjum, mér er það einhvernveginn framandi. Og ég hef aldrei skilið þetta, að karlar rotti sig saman i karlafélög og klúbba og konurnar i kvennafélög. Er ekki oröið timabært að slengja þessu öllu sam- an? óréttlæti i garö kvenna er allsstaöar I þjóðfélaginu hvert sem litið er og viða meö ólikindum. Þegar ég eignast sjálf eitthvað af minum eigin tima fyrirmig sjálfa verður eitt af minum aöaláhugamálum að hugsa um af hverju þetta sé svona.” — En eru ekki engu að siður ýmis vanda- mál sem fylgja þvi að vinna úti? „Jú. Þegar maöur eignastbörn ermaður þar með búinn að ráðstafa sinum tlma nokkuð mörg ár fram i ti'mann. Ég átti þess engan kost að hætta i' mmni vinnu þó að ég eignaðist börn. Stundum talar fólk einsog konur geti bara ráðið þessu sjálfar. Ég hugsa að megnið af vanda útivinnandi mæðra tengist börnunum, að vita af þeim i öryggiá meðan. Mæöur eru með samvizku- bit að fara frá ungum börnum sinum, þær eru meö áhyggjur, þeim liður illa. Ég vann i mörg ár sex tima á dag sex daga vikunn- ar. Ég var áreiðanlega jafn mikið meö min- um sonum og mörg svonefnd heimavinn- andi konan, kannski ég hafi snúist alltof mikið i kringum þá. Jú auðvitað var þetta erfitt, en á tslandi vinnur fólk mikið þetta tvöfalda þrefalda 'vinnu. Hafa ekki islenzkar konur alltaf unn- ið mikið, til dæmis til sveita? Þessvegna verðum við svona gamlar. Ég er alin upp hjá aldamótafólki, viö þann hugsunarhátt að vinnusemi sé höfuðdyggð, við þessar fornu dyggöir. Þetta situr i manni.” Hríöja vinnan — Hjálpar þú Thor við ritstörfin-frágang á handritum? „Ég vélrita fyrir hann, það hefur verið þriðja vinnan; hugsaðu þér aö koma fólki upp á svona vitleysu.” — útvarpsráö-við höfum ekkert minnst á það? „Fréttastofan hefur litil bein samskipti við útvarpsráð. Fréttastjóri hefur aldrei setið þar fundi að staðaldri einsog dag- skrárstjóri og tönlistarstjóri. (Jtvarpsstjóri er okkar fulltrúi á fundum. Auðvitað gagn- rýnir útvarpsráð þaö sem þaö telur gagn- rýnisvert i fréttunum og við fáum sendar fundargerðir. Nýlega sá ég bókað eftir einu konunni i útvarpsráði aö fréttaflutningur okkar af dauða Sadats heföi verið „nánas- arlegur”. Það eru stjórnmálaflokkamir sem velja menn i útvarpsráð, ég hef ekki hugmynd um eftir hvaða reglum þeir fara. Hitt veit ég að ekki hafa ævinlega setið i útvarpsráði menn sem hafa áhuga á útvarpi og stund- um menn sem er beinlínis inöp við stofnun- ina. Starfsmannafélög útvarps og sjón- varps velja ekki fulltrúa i ráöið né heldur samtök hlustenda — hlustendafélag sem var vist einhverntima til. Landsmenn sem nota útvarp og sjónvarp velja semsagt eng- an fulltrúa i' ráðið, nema óbeint gegnum stjdrnmálaflokkana, þeir sem kjósa i al- þingiskosningum. Sverrir Kristjánsson sagnfræöingur sagði einhverntima við Hjört Pálsson að út- varpsráö væri vitlausasta „sovét” sem hann heföi nokkurntima verið I”.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.