Helgarpósturinn - 13.11.1981, Blaðsíða 3

Helgarpósturinn - 13.11.1981, Blaðsíða 3
Jl&lrjFjrpriatl /r-/r>r>Föstuda9ur 13. nóvember 1981 Þiö ætliö ykkur kannski aö fjármagna starfsemina meö auglýsingum? „Viö höfum setiö einn fund meö SIA (Samband isl. auglýsinga- stofa) og þeir óskuöu eftir aö viö birtum auglýsingar, en viö gátum ekki hugsaö okkur aö þaö væri gert á þeim tima sem þeir óskuöu eftir — þ.e. á kvöldin. Fólk er orðiö vant þvi aö hafa kvöldiö i friði fyrir auglýsingum”. Þiö segist vera komnir meö kerfið i fimm þúsund fbúöir hér i Breiöholti — eigiö þiö eftir að blása enn meira út? „Já. Það eru hér fjölbýlishús sem biöa — ibúarnir t.d. i bæjar- húsunum i Yrsufelli og þar. Fólkið þarna hefur ekki fengið þetta kapalsjónvarp og þar er allt á suöupunkti. Við höfum ekkert gert i þessu núna i tvo mánuði. Við hættum aö grafa 24. október, vegna þess að borgin gat ekki ákveðið, hvort fólk ætti aö njóta jafnréttis — ibúarnir ættu aö fá aö njóta okkar þjónustu, án tillits til hvar þeir búa”. En áöur höfðuö þiö grafiö gegn- um nokkrar götu? „Já, en viö höföum leyfi til þess. Við töluöum við borgar- verkfræðing. Þaö var talaö um aö viö heföum samband viö Rafveit- una til aö þessar lagnir okkar færu inn á teikningar, en viö slepptum þvi, enda var það ekkert skilyröi. Þetta er örmjó rauf, sem viö þurftum aö grafa i hverja götu. Kostnaður vegna þess var ekki nema 1100 krónur. Og við borgum þaö aö sjálfsögöu. Nú — þaö má taka það fram, aö viö höfum boðið borginni aðgang aö þessu kerfi okkar. Þeir eru velkomnirtil samstarfs, ef þeir vilja t.d. koma á framfæri til- kynningum eða sliku. Þaö liggja annars allar upplýsingar um þetta kerfi á lausu af okkar hendi. Og opinberir aðilar mega fara yf- ir okkar reikninga ef þeim sýnist. Við viljum ekkert fela. Viö viljum starfa opiö”. Þörfin Þiö talið um þetta sem hug- sjónastarf — er þörfin fyrir hverfissjónvarp svona óskaplega brýn? „Það er þörf fyrir sjónvarpsefni. Og þaö er þörf fyrir aö hafa eitt- hvert val”, sagði Njáll Haröarson, „og þaö er ljóst, að fólk hér tekur þessari starfsemi meö þökkum. Þaö kemur stund- um fyrir aö eitthvaö bilar i miðri útsendingu og þá rjúka allir upp til handa og fóta og vilja fá lagaö. Fólk hringir i okkur um nætur — reyndar mest um helgar. Viö vitum aö það er fylgst meö dag- skrám okkar. Fólk kemur með óskir um sýningarefni”. Og blaðamaöur getur svo sem vottaö, aö þeir félagar hafa nóg að gera viö aö svara i simann — ,,....nei,” heyrist Sigurður segja i simtól,’.’ .,viö gerum ekkert fyrr en borgaryfirvöld gefa leyf- iö. Hvaö þiö getið gert? Þiö getiö til dæmis fjölmenntá palla, þegar umræöur veröa i borgarstjórn. Skamma kommadjöflana og framsóknarliðiö? Ætli þaö ekki....” „Viö létum gera smádagskrár- þátt eftir aö blaöaskrif byrjuöu um þetta mál hér”, sagði Sig- urður. „Það var maöur hér, vinur okkar, sem hefur mikinn áhuga á En á meðan hefjiö þiö mál- sókn? Já. Þaö er llka ljóst, aö laga- breytingarnar koma ekki til al- veg á næstunni”. Nú vitum viö aö I Bretlandi t.d. eru hundruö smáfyrirtækja sem stela efni t.d. úr sjónvarps- stöövum — eru þinir umbjóö- endur ekki i varnarstööu þar? „Jú, þeir eru meö mikla starf- semi i Bretlandi til aö koma i veg fyrir lögbrot af þessu tagi. Þróunin er bara svo ör, aö þeir hafa ekki undan”. Gunnar sagði og aö i mörgum löndum væru þessi mynddreif- ingarmál að komast i fastari skoröur en veriö hefur, t.d. I Danmörku, en þar eru það ákveönir aöilar sem geta oröiö sér úti um endurleigurétt á efni. Þeir semja þá um þann rétt viö handhafa höfundaréttar. Þeir samningar lúta tilteknum regl- um, svo sem reglum um siö- gæöi, dreifingu og fleira. aö gera þætti og þ.h., sem geröi þennan þátt. 1 þessum þætti voru staöreyndirnar lagöar á boröiö. Staöreyndirnar um villandi blaöaskrif. Við vorum rægöir i Timanum og þau skrif höfum viö kært til Saksóknara. Og viö sýnd- um þau bréf sem viö höfum skrifaö borgaryfirvöldum sem og þau bréf, sem borgin hefur sent okkur. Þar kemur skýlaust fram, aö viö höfum ekki brotið nein lög. Eftir þetta höfum viö oröið varir viö mikinn stuöning”. Ykkur finnst augljóst aö fólk vill hafa kapalsjónvarp og ráöa efnisvali þess sjálft? „Þaö er algerlega á hreinu”, sagði Njáll, „aö fólk vill gefa þetta frjálst. Þetta er nákvæm- lega eins og með Viötækjaverslun rikisins á sinum tima. Hún varö einfaldlega úrelt og lög um inn- flutning viötækja voru lögö niöur. Þannig hlýtur þetta að veröa meö sjónvarpiö. Nú er þessi „Video-nefnd” tekin til starfa. En það er kannski dæmigert fyrir þessa stjórnmálamenn, aö i þeirri nefnd er enginn sem þekkir þetta af eigin raun, veit um hvaö þetta fjallar.” Efnisval Hvar fáiö þiö spólurnar sem þiö sýnið — og eftir hverju fariö þiö við efnisvaliö? „Viö fáum efni hér og þar. Þetta er mikiö úr einkasöfnum”. Þiö hafiö sýnt efni, sem greini- lega er stoliö úr sjónvarps- stöövum? „Viö höfum aldrei sýnt efni úr islenska sjónvarpinu. 1 byrjun var sýnt efni úr erlendum sjónvarps- stöövum.en þaö hefur ekki verið gert lengi og veröur ekki gert”. Eftir hverju farið þiö viö efnis- valiö — nú er ljóst, aö efniö er ein- vöröungu erlent, mest erlendar kvikmyndir, sem sýndar eru — leggiö þiö eitthvert gæðamat á þær eöa siöferöismat? „Viö þekkjum mann sem er i Njáll viö video-tæki i Ibúö sinni Kvikmyndaeftirlitinu”, sagöi Siguröur, „og hann hefur gefiö LANCOME Snyrtivörur í sérflokki \%sirþú aó Arnarflug hefur flutt Blþúsund farþega íyrstu 9mánuði þessa árs? Amarflug er þróttmikið flugfélag, sem hefur náð víðtækri reynslu í flugþjón- ustu á innlendum og erlend- um vettvangi. Innanlandsflug Amarflug heldur uppi reglubundinni þjónustu við fjölmarga staði víða um land sem ekki eru í alfara- leið og er áætlunarflug okkar því mikilvæg sam- göngubót fyrir íbúa þeirra. Fjöldi farþega á áætlunar- leiðum fyrstu 9 mán. þessa árs er yfir 16.000. Auk þess hefur Amarflug flutt yfir 9000 manns í leigu- flugi og f jölmarga einstakl- inga í sjúkraflugi innan- lands. Leiguílug Amarflug flýgur enn aðeins leiguflug milli landa. Auk sólarlandaferða, Evrópu- og Kanadaflugs fyrir ísl enska aðila hefur Arnar- flug getið sér gott orð með flugrekstri í 16 löndum. Samtals eru farþegar í milli- landaflugi orðnir 106 þús- und á þessu ári. Starfsfólk Allir starfsmenn Arnar- flugs eru hluthafar, sem hafa það að markmiði að fyrirtækið sé vel rekið og öll þjónusta eins góð og hún getur best verið. 131 þúsund farþegar á 9 mánuðum er staðreynd. ,,Við getum gert betur” segja starfsmenn Arnar- flugs. Gott orð og samhentur starfshópur gefur Arnar- flugi byr undir báða vængi í komandi framtíð. ARNARFLUG Lágmúla 7,sími29511

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.