Helgarpósturinn - 13.11.1981, Blaðsíða 11

Helgarpósturinn - 13.11.1981, Blaðsíða 11
11 —helgarpásturinn- Föstudagur 13 . nóvember 1981 Nýtt skipulag borgarinnar frá sjónarhorni listamanns — Þegar ég kom til Reykjavik- ur árið 1976 fékk ég „kúltúr- sjokk”. Eftir það fór ég að velta fyrir mér skipulagsmálum, hvernig er staðið að þeim i Reykjavik, og hvernig ég vildi leysa þau. Það má segja, að þessi sýning sé afleiðing þessa „kúltur- sjokks”. Þannig hljóðar i sem fæstum orðum skýring Þórðar Ben Sveinssonar myndlistarmanns á sýningu þeirri sem hann heldur að Kjarvaisstöðum um þessar mundir. Þórður hefur verið bú- settur i Diisseldorf i Vest- ur-Þýskalandi undanfarin ellefu ár og stundað þar kennslu I myndiist. Á þessari sýningu kryf- ur hann skipulagsmál Reykjavik- ur, frá sjónarhorni myndlistar- manns — og manneskju. — Hér hef ég, á tveimur skipu- lagsuppdráttum, dregið upp mynd af Reykjavik eins og hún mun lita út, annars vegar eftir að 20 þúsund ibúar hafa bæst við og hinsvegar 60 þúsund ibúar, miöað við að þróunin verði eins og menn hugsa hana nú, segir Þórður Ben, þegar hann gengur meö Helgar- póstinum um sýningarsalinn aö Kjarvalsstöðum. Og á þessum uppdráttum teygir borgin sig að sjálfsögðu i austur, og það tals- vert austur fyrir Rauðavatn. — En hér geri ég ráð fyrir hundrað þúsund manna stækkun, annars vegar á flugvallarsvæöinu og hinsvegar á Alftanesi, og byggöirnar tengjast saman meö mikilli breiðgötu.úr Nauthólsvik- inni og beint yfir á Alftanes, segir Þórður. Hugmyndin er sú, að uppbygg- ingin verði i hring, útfrá miðborg- inni og þannig löguð, að hún teng- ist saman með akbrautum og þvi sem Þórður kallar ylstræti, hituö upp með jarðvarma og yfirbyggð með hvolfþökum úr gleri. Yl- strætin yrðu siðan tengd ak- brautakerfinu með rafknúnum stólum. Húsin hans Þórðar eru tveggja til fimm hæða og þannig byggð, að garöur fylgir hverri ibúð, ann- aö hvort með þvl móti, aö bygg- ingarnar eru tröppulaga, eða þá, að garðurinn er efst, undir hvolf- þaki úr gleri. — Mér finnst ekkert nema sjálf- sagt, að við notfærum okkur nátt- úruauöæfi okkar, heita vatniö, fallorkuna og birtuna, meira en gert hefur verið hingað til — ég vil raunar kalla það náttúruyndi. Það hlýtur að vera til bóta fyrir fólk að geta notið birtunnar niu mánuði á ári. Hvort sem er borö- að morgunmat I morgunsólinni, notið miðdegissólarinnar eða borðað kvöldmat i kvöldsólinni, segir listamaðurinn. Þórður gekk út frá hugmyndum manna um, að borgir eigi að vera manneskjulegar heildir, fólk lifi ekki bara á þvi aö hafa, heldur lika á þvi að vera. i staö þess að byggja borgina upp með svefn- hverfum, og miðað við það, að fólk þurfi að eyða miklum tima og fjármunum til aö ferðast milli þeirra og vinnustaða vill hann haga skipulaginu þannig, að leiðir fólks skerist sem oftast og það þurfi sem minnst að ferðast til að fellsnesi, segir Þóröur. Sjálfur byggingarstillinn er lika nýstárlegur. — Þaö er erfitt að útskýra þennan byggingarstil, þetta er eiginlega afturhvarf frá Bauhaus stilnum, fúnksjónalismanum, þar sem allt átti að vera einfalt og þjóna sinum tilgangi — „minna er meira”, eins og þaö er kallað. Þetta er heldur ekki samkvæmt Islenska hugsunarhættinum, „meira er betra”. Það er heldur ekki hægt að segja, að þetta sé afturhvarf til eldri tima, þótt ég sé mjög hrifinn af ýmsum eldri byggingarstilum, t.d. enskri húsagerðarlist á siðustu öld. Aðal atriðið er þaö, aö ég byggi ekki eingöngu á rétthyrningnum, heldur öllum þremur grunnform- unum, rétthyrningi, þrihyrningi og hring. Og ég legg áherslu á, að birtan sé vel nýtt. Ekki með þvi að hafa griðar stóra glugga, held- ur fleiri og minni og glugga með mismunandi lögun. En þetta eru aöeins framhliöar og fyrstu at- huganir minar og ber.' aö skoðast sem slikar, segir Þórður Ben. Sýningin að Kjarvalsstöðum er þannig sett upp, aö best er að skoða hana réttsælis. Þá fara gestir fyrst i gegnum texta þar sem ónisku” teikningum eru þrjú listaverk, þar sem annarsvegar er fjallað um islenska birtu, en hinsvegar er „draumur I griskri rúst”. —Ég hugsaði mér fyrst, eftir aö ég fékk „kúltúrsjokkið”, aö skrifa um þetta mál I blöðin. En ég komst að þeirri niðurstöðu, aö það vekti ekki eins mikla athygli og ég vona að þessi sýuing geri. Þetta hefur vakið athygli meðal arkitekta i Þýskalandi og nokkrir islenskir arkitektar hafa séð sýn- inguna. Ég hef ennþá ekki heyrt frá þeim, en ég reikna með aö fá talsverða gagnrýni, segir Þórður Ben Sveinsson. j»q komast úrog i vinnu. Skipulagið á semsé að stuðla að auknum manneskjulegum samskiptum fólks. Þar gegna ylstrætin mikilvægu hlutverki. Mismunandi breiöar göngugötur undir glerþökum, þar sem ýmis gróður er ræktaður, alltaf hlýjar og þurrar. Og undir göngugötunum gerir hann ráð fyrir kjöllurum þar sem allar leiðslur liggja — rafmagn, simi, skólp og hiti. Hugmyndir Þórðar Ben um byggingarstil og byggingarmáta, auk þess sem fyrr er getið um hvolfþökin og garöana, eru ekki siður nýstárlegar. Hann gerir ráö fyrir þvi, að engir kjallarar verði á húsunum, en þau verði byggð á súlnasökklum. Hann gerir ráð fyrir þvi, að auk glers og stál- grinda verði notuð steinsteypa, en utan á henni islensk náttúruleg efni i stað plastmálningar. — Ég geri ráð fyrir þvi, að mörg húsanna verði alveg hvit. En það má lika nota rauöamöl, hraun, grágrýti eða islenska tig- ulsteina úr Dölunum eða af Snæ- þróun skipulags Reykjavikur er rakin og siðan færð fram gagn- rýni á hana. Þá koma skipulags- uppdrættirnir, en siðan texti um islenska húsagerðarlist , gagnrýni á hana og þá tillögur Þórðar um úrbætur, meö listilega vel útfærðum teikningum. Til viðbótar þessum „arkitekt- Þórður Ben útskýrir nýstárlegar tillögur sinar að skipulagi Reykjavikur.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.