Helgarpósturinn - 13.11.1981, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 13.11.1981, Blaðsíða 8
pásturinrL. Blað um þjóðmál, listir og menningarmáI. Utgefandi: Vitaðsgjafi hf. Framkvaemdastjóri: Bjarni P. Magnússon. Ritstjórar: Arni Þórarinsson, Björn Vignir Sigurpálsson. Blaðamenn: Guðjón Arn- grimsson, Guðlaugur Berg- mundsson, Gunnar Gunnars- son og Þorgrimur Gestsson. Utlit: Kristinn G. Harðarson. Ljósmyndir: Jim Smart Auglýsingar: Inga Birna Gunnarsdóttir ' Gjaldkeri: Halldóra Jónsdótt- ir. Dreif ingarstjóri: Sigurður Steinarsson. Ritstjórn og auglýsingar eru að Síðumúla 11, Reykjavik. Simi 81866. Afgreiðsla að Hverfisgötu 8 10. Simar: 81866, 81741, og 14906. Prentun: Blaðaprent hf. Askrifatarverð á mánuði kr. 30. Lausasöluverð kr. 10,- Ekki sjó- ræningja- sjónvarp öngþveiti rlkir skyndilega i sjónvarpsmálum islendinga. Allt I einu standa menn andspænis þvi, að sprottnar eru upp fjöl- margar litlar „sjónvarps- stöövar” sem samanlagt ná til tugþúsunda manna, jafnt á Reykjavikursvæöinu og út um landiö. Þaö er ekki aöeins, aö ibúar fjöibýlishúsa hagnýti sér hina einföldu leiö, sem myndbönd bjóöa upp á, heldur hafa fram- takssamir áhugamenn um dreif- ingu myndefnis lagt kapla milli húsa, reyndar samtengt heilu blokkahverfin i Reykjavik.og ná þannig samanlagt til tuttugu eöa þrjátiu þúsund manna meö út- sendingum sinum. Ljóst er, aö þeir sem þannig dreifa myndefni, án þess aö láta koma greiðslu fyrir, eru að þver- brjóta höfundalög, lög um dreif- ingu efnis og jafnframt lög um einkarétt Rikisútvarpsins til reksturs sjónvarps og útvarps. Eins og fyrri daginn erum við islendingar seinir að taka viö okkur og aöhæfa þjóöfélag okkar breyttum tlma. Það er óum- flýjanleg staöreynd, aö tækniþró- unin hefur nú auöveldaö dreifingu sjónvarps og gert mynddreif- inguna svo auövelda, aö varla er lengur stætt á þvi aö einskorða sig viö gamlan lagabókstaf um einkarétt rikisins á dreifingu. Hér er hins vegar um þaö stór- mál aö ræöa, aö nú verður aö sveigja einkaréttarlögin og lög um höfundarétt aö þessari þróun. Þaö er ósvinna, þegar óprúttnum tækifærissinnum helst uppi aö gripa traustataki hugverk annarra og selja gegnum dreifi- kerfi sitt. Hér verður aö gripa i taumana. Sömuleiöis er þaö áriöandi að fara ofan í saumana á útvarpslögunum, og láta þeim sömu ævintýramönnum ekki haldast að þverbrjóta þau — koma sjálfum sér upp óábyrgum einkarétti á mynddreifingu I sveitarfélögum landsins eöa heilum borgarhverfum. Myndbandatæknin er spenn- andi liður i tækniþróun nútima fjölmiðlunar. Þessa þróun er sjálfsagt að hagnýta sér. En þaö er engin ástæöa til að láta þetta mál renna gegnum fingur sér og leyfa öngþveitinu að fara sinu fram. Þaö er augljóst, aö setja þarf fastmótaðar reglur. Kapalsjónvarp, myndbönd og dreifing efnis af myndböndum, eru til að mynda afar hentugir miölar fyrir landshlutasamtök, sveitarfélög og stór félagasam- tök, svo sem verkalýðshreyfing- una, samvinnufélögin, til að dreifa fræðsluefni af ýmsu tagi I bland við skemmtiefni. „Frelsinu” veröur að setja skorður, ef viö ætlum okkur aö lifa hér hvert með öðru I skipu- lögðu samfélagi. Það er að minnsta kosti vist, að sú broslega byrjunarstaða sem upp er komin i myndbanda-væðingu tslendinga, stefnir ekki til neinna heilla, ef ekkert verður að gert. Stór skref og smá r A aDraheilagramessu þann l.nóvember siðastlið- inn var stigið stórt skref i átt til jafnréttis þegnanna hvar svo sem þeir búa á landi þessu. Tekin var upp skrefatalning á innanbæj- arsimtöl, oi henni mun sem kunnugt er vera ætlað aö fjármagna lækkun á langlinusamtölum. Ákveð- ið var að hvert skref innan- bæjarsimtala skyldi vera mun vera notuð, einkum af unglingum og blönkum námsmönnum. HUn er i þvi fólgin að ýta á hnappinn sem simtólið er lagt á eins oftog tölustafirnir i númer- inu gefa til kynna. Þetta er mjög hagkvæm aðferð ef um einföld númer með lág- um tölum (helst 1. 2. og þremur) er að ræða, en málið vandast ef háar tölur eru i númerinu, og alverst erþað ef f þvi er núll þvi þá þarf að ýta tiu sinnum, aö Akureyrarpóstur frá Reyni Antonssyni sex mi'nútur að lengd, en ekki er vitaö hvort sexið er þarna komið fyrir einskæra tilviljun eður ei. Til allrar hamingju tókst að koma þessu mikla réttlætismáli i höfn áður en alþjóðaár fatl- aðra rynni sitt skeið, og verður Pöst- og simamála- stofnunarinnar vonandi minnst svo sem veröugt er fyrir framlag hennar tíl þessa árs. Neytendasam- tökin upphófuað sjálfsögðu sitt venjulega mUður, ai svo einkennilega vill til að mjög dró úr þvi þegar upp- lýst var að það yrðu allir ibúar i þéttbýli sem yröu aö sætta sig við sexið hjá sim- anum og ekki reykvikingar einir. En vilji menn vera lausir við sexið skal hér bent á aðferð sem nokkuð vfsu er þetta þvert ofan í alla stærðfræðilega rök- semdafærslu þar sem við höfum hingað til vanist þvi að núllið merki ekkert en ekki ti'u, en svona er nú einu sinni hið opinbera það er oft á tiðum erfitt fyrir hinn almenna borgara að skilja rökleiöslu þess. Vel á minnst. Búnaður sá sem notaður er við skrefataln- inguna mun vera hingað keypturfrá Svfþjóö, gott ef ekki frá Ericsonhringnum. Vonandi reynist hann hald- betri en búnaður sá sem sænski herinn notar til kaf- bátaleitar. Annars er það vandséö hvorir eru meiri fifl i' þessu fræga kafbáts- máli: Svíar sem láta það viðgangast að rússneskur kafbátur sé aö snuðra upp i Föstudagur 13. nóvember 1981 holrjarp*^ fr;nR flæðarmáli hjá sér, og bú- inn kjarnorkuvopnum í þokkabót,eða þá RUssarnir sem voru að þvælast inn á sænsku bannsvæði, sigl- andi öllu heila klabbinu i strand. Báðir aðilar virðast hafa lent i hinni verstu klipu Ut af máli þessu og virðast ekkert vita hvemig greiða eigi Ur flækjunni. Einn er þó sá aðili sem græðir á þessu máli, en það er kúrekaforsetinn vestur f Bandarikjunum og þeir ráögjafar hans sem fengið hafa þá snilldarhugmynd að nota megi Evrópu sem hugsanlegan vigvöll ef til kjarnorkustyrjaldar kem- ur. s ú frétt barst á öldum ljósvakans i siðustu viku að stórfellt smygl á iðnaðar- vörum, til dæmis fatnaði og húsgögnum upprunnum á láglaunasvæðum Asiu, hingað til lands, undir þvi yfirskini að vörur þessar séu framleiddar i löndum Efnahagsbandalagsins, og þvi tollfrjálsar. Hér er auð-. vitað um mjög alvarlegt mál að ræða, ekki hvað sfst fyrir okkur Akureyringa sem eigum mikið undir vel- gengni f samkeppnisiðnaði svo sem framleiðshi á fatn- aði og skóm. Það hefði ver- ið iðnþingi nær að álykta um þetta mál, heldur en að setja enn einu sinni á fón- inn hina gatsiitnu gengis- fellingarplötu, sem naum- ast heyrist lengur í fyrir braki og brestum sem eiga rót sina að rekja til ofspil- unar. Það væri raunar til- valið að samtök iðnaðarins tækju nil rögg á sig og skipulegðu áröðursher- ferö gegn þeim heildsölum' sem mata krókinn á inn- flutningi vara sem fram- leiddar eru i landinu og standa ekki að baki sam- bærilegrar innfluttrar framleiðslu. Sli'k herferð getur ekki með nokkru móti flokkast undir at- vinnuróg, fremur bæri að kalla hana baráttu gegn landráðum. Við verðum sjálfsagt enn um langan aldur mjög háð innflutn- ingsverslun á landi hér, og einfaldlega þessvegna veröa gengisfellingar hér aldrei annað en opinberar tilskipanir um einhverja tiltekna verðbólgu. En það er ofþensla i innflutnings- versluninni, og þvi ætti auövitaö helst að draga úr hénni á þeim sviðum sem við erum hlutgengir sjálfir. Og þegar islenskir heild- saiar eru farnir að hjálpa kóreönskum iðnaði með dyggri aðstoö danskra og hollenskra milliliða sem að sjálfsögðu hirða sinn skammt af gróðanum, þá er fjandinn laus. r I byrjun Alþingis þess sem nú situr lögðu tveir ágætir þingmenn fram frumvarp til laga um hér- aðsútvarp. Hér er að sjálf- sögðu um hið merkilegasta mál að ræða og vonandi að það fái jákvæöa afgreiðslu. En svo merkilegt skref sem hér er stigið í átt til byggðajafnvægis (byggða- jafnvægis sem ekki felur i sér fjöldamorð fiski- stofna), þá ber frumvarp þetta þess merki að það er samið af mönnum sem alið hafa aldur sinn innan endi- marka Elliðaánna. Þannig er menntamálaráðherra sem auðvitað situr i Reykjavik gerður að æðsta yfirmanna héraðsstöðv- anna. Mun heppilegra væri að þetta vald væri i hönd- um héraðsdómara i þvi lögsagnarum dæmi sem stöðin er staðsett i. Það getur til dæmis orkaö tvi- mælis hvort rétt sé að láta póliti'skan embættismann úrskurða um spurningar er varða hlutleysisbrot. Ekki bætir svo úr skák ef em- bættismaðurinn er á einn eða annan hátt tengdur valdaöflum á viðkomandi stað, hvort sem þau heita Kaupfélag eða útgerðar- auðvald. Þá er það hart að mega ekki útvarpa öðru efni en þvi sem kallast get- ur staðbundið i þrengstu merkingu, ekki einusirmi lettri tónlist, og mega að- eins endurvarpa Útvarpi Reykjavik, ekki einusinni Kananum þótt bölvaður sé.. Simamálið og héraðs- útvörpin eru aðeins tvö dæmi um það hversu óhönduglega tekst til þegar Reykvikingarfara að reyna að móta byggðastefnu. Þvi miður snýst hún einfald- lega upp i andhverfu sina. En af hverju að vera að tala um byggðastefnu, þvi hver veit hvenær við verð- um öll einhver daginn aö- njótandi þeirrar byggöa- stefnu sem stórveldin ástunda, að við fáum öll notið blessunar kjarnorku- bombunnar, blessunar sem við fáum þó liklega aldrei tækifæri til að lofsyngja. Segulstöðvablúsinn mun þá deyja á geislavirkum vör- um okkar. Lítið eitt um byltingar — og þankabrot frá París Orðið bylting er eitt þeirra oröa sem oft heyrast nú á dögum. Ef einhver breyting verður, hagræði eða framför, þá kallast hún bylt- ing. Þetta minnir á þá orðafátækt sem virðist mega rekja til breyt- inga i heimilis- og atvinnulifi, til hins mótaða skólakerfis og fjöl- m iðlunar sem svo er nefnd, en er þó sennilega heldur sprottið af þeirri almennu tilhneiging að fara meö ykjur — og dálæti sem menn viröast hafa á byltingunni. Það virðist liggja I orðnotkun að bylting sé til batnaðar. Orðinu gagnbylting fylgir aftur á móti illur bifur, og stjórnbylting er hlálegt, jafnvel dapurlegt fyrir- bæri. (Suður-Amerika). Oskilgreind bylting, það er að segja ýmsar væntar breytingar i félagsmálum, athafna- og menningarlifi, nýtur á hinn bóg- inn mikilla vinsælda. 1 tali si'nu um byltíngu sést mönnum svo venjulega yfir þann aðdraganda sem greina mætti. Bylting skal þaö heita, „algjör bylting”, hvar sem leita má orsakanna og hvort sem aðdragandinn er langur eða skammur. Þessi málsnotkun ýfir þá stöku menn til andsvara. Þeir segja að orðið sé markleysa og bylting hafi aldrei átt sér stað. Byltingar eiga sér staö, jafnvel stöðug bylting; Þaö er að segja umrót sem varir lengi, marga áratugi. Hitt er erfiöara að greina, hvort bylting verður til bóta, hvort hún nær tilgangi sinum. Dæmi um þetta er kyn- ferðisbyltingin svokallaöa. Til- gangurhennar var aðllkindum sá að gera menn frjálsa. Þessi bylt- ing hófst i Evrópu fyrir manns- aldri eöa svo, og timi er til kominn að gera ,sér grein fyrir hverjuhún hefur áorkað. i listum og löggjöf má finna margt sem er þessari byltingarhugs jón að þakka, eða kenna. Hinu er ósvarað, hvort menn eru i reynd frjálsari fyrir bragöiö. Allar breytingar á þessu sviöi eru til þess að forvitnast um manninn, og mér er næst að halda að vesturlandabúar hafi þar litið breyst, innifyrir. Greinilegasta breytingin er fólginlþviaömennþora að sjá og heyra. — Astæðan fyrir þvi, hve margir rithöfundar og listamenn notakynferöismálsem uppistöðu, getur verið margþætt. Höfundi kann aö gremjast hve litlu er áorkað. Þetta á til dæmis við rit- höfunda sem trúa á byltinguna, löiigu eftir að bækur voru skrifaðar sem mestu hafa valdið um þau mál. — Annaðerþómiklu Dklegra. Rithöfundar og lista- menn berast með straumi margir hverjir, rétt eins og annað fólk. Við tökum eitt skref „fram”, á morgun göngum við líklega feti „framar”. Ekki má standa istað. Sá sem það gerir er ihaldsmaður. Ekki halda gegn straumi. Þá er það afturhaldsmaður.Enginn má taka sig útúr. Ef þú gerir það, ertu sérvitringur, einfari. Venju- legur maður lifir og rennur sitt skeiö i einu plani, man ekki tD og megnar ekki að lyfta sér og fá nokkra yfirsýn. (Hvað þá ef vi'ddirnar skyldunú vera fieiri ai þrjár?). Skáldrit eins og hér um ræöir virtust siðferðileg og listræn nauðsyn fyrir mörgum árum, en virðast nú mestanpart stagl. Sið- asti áfangi byltingarinnar er „peep show”. Það væri aö bera i bakkafullan lækinn ef ég færi að skrifa um efnahagsbyltingar, þvi landar minir vita meir og rita um efna- hagsmál og stjórnsýslu en nokkur önnur þjóö. En myndbyltingin, væri það vegur? I haust var ég svo heppinn að dveljast nokkra daga i Paris, skoða þá listamiöstöö sem kennd er við Pompidou og rifja upp gömul kynni við meistara þessarar aldar. — Og hvilik bylt- ing! Bylting sem hófst fyrir aldamótin siöustu og stendur enn — erhenni kannski lokið? — Bylt- ing sem hófst meö lærdómi og til- raunum, var framvinda, uns bylt- ingarmaðurinn mikli kom á sjónarsviðið. Myndir eftir Cézanne voru ekki á sýningu i nútimalistasafninu i Pompidou á þessu hausti en andi hins gamla fyllir þar krók og kima. Oldin hefur tekið undir við Cézanne. Abstraktlistin var svarið; hin geómetríska varð I raun og veru endanlegt svar, stórisannleikur. Hvers vegna leiö geómetriska abstraktlistin undirlok, það er aö segja sem hreyfing margra lista- manna? Var þaö vegna þess að friðurinn hélst i' álfunni, svcma að nafninu til, og valdajafnvægiö komst á milli stórveldanna — boðorðið sem i henni felst var komiðtilskila, eða vegna hins, að svigrúm þessarar liststefnu reyndist minna en á horfðist? — Einkennilegt var að reika um þessa sali og verða þess áskynja að gamlir uppáhaldsmálarar, Picasso, Braque, Herbin, sjálfur Klee og myndskáldiö Chagall hurfu i skuggann fyrir Matisse sem dró að sér athyglina meir en nokkru sinni fyrr, og ennþá ein- kennilegra að rifja upp kunnings- skap við Kandinsky.— Frammi fyrirmyndum Kandinskys— mig minnir að ég segði við sjálfan mig: Þetta er ávisun á framtið- ina. Málverk Kandinskys og málm- smiðar Pevsners, eitthvað áþekk skilaboð þeirra mynda; hinn mikli rússneski byltingararfur á baksviði hugans, og myndir sem geymast i skúmaskotum og kjallaraholum austur þar, hvernig skyldu þær vera? — Malewitsch og súprematisminn hans — þarna var dálitið sýnis- horn, ekki stórt aö visu. Er Maie- witsch afturgenginn — i perspekt- Ivi?! Þetta dattmér i hug þegar ég kom á sýningu I öðru húsi, Grand Palais, og sá þar myndir eftir ungan franskan málara, Allemand. Þessar myndir voru „absolute” eins og Malewitsch væri lifandi kominn að eiga þar heima i fjarviddinni. Var ekki þetta i qálfu sér dálitil bylting? Ég minntist þess aðADemand var meðal fjórtán ungra manna sem héldu samsýningu i Kaup- mannahöfn 1977 og kölluðu hana New-Abstraktion. Þar var lika Vilhjálmur Bergsson. Hugmyndir þeirra voru i mörgu likar, þeir eru visindalega þenkjandi eins og lesa mátti i' sýningarskrá, ekki minnst Frakkarnir þrir sem þarna sýndu, og láta sig miklu varða þær gáttir sem vísindin hafa opnað, svo á jöröu sem á himnum. Um Vilhjálm má hins vegar segja: hann stendur mann- inum nær. — Ég tel alls ekki úr vegi að ræða um nýja myndlistar- í hugsýn á ferð I ókunnum heimi. Málverk eftir Michel Guéranger, ungan Frakka, þátttakanda I sýn- ingunni New-Abstraktion. stefnu i þessu sambandi og tel mig ekki ljóstra upp leyndarmáli þótt ég segi þá skoðun mina að þessi stefna hafi borist hingaö til lands, þaö er að segja hin einvisa stefna Frakkanna, og þess sjái staði, á persónulegan hátt, i nokkrum siðustu og glæsilegustu málverkum Bjargar Þorsteins- dóttur. — Þau málverk eru i öðrum dúr en myndir Bjargar á siðustu haustsýningu FIM. Aðrar myndir ungra manna á sýningunni i Grand Palais — al- þjóðleg galleri-sýning — voru fáar þess háttar aö unnt sé að kenna þær við byltingu, heldur þá stöðnun eða smáhjakk sem kemur i kjölfar byltingar, eins og dæmin sanna. Þá er fangráö að seinka klukkunni — kannski um hundraö ár, svo nýjabragð þyki að verkunum. Þarna var realismi i algleymingi. En þarna var lika stöku mynd sem gat bent til þess aö eitthvað væri að breytast i heimi realista, miklu frakkari myndir en ég hef áður séð — likt og þeir væru að stiga i áttína til surrealisma. Bót mun þaö, hugsaði ég. Þessir menn standa nú likiega vel að vigi — tækni þeirra er i sannleika sagt ótrúleg. Þessir sýningarstaöir Parisar- borgar eru byltingarsaga. Viö sjáum aö visu þessa einu tegund — myndlist — en skoðandanum er frjálstaö setja allt i viöara sam- hengi. Listin er aldrei ein á ferð. Baldur Óskarsson

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.