Helgarpósturinn - 13.11.1981, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 13.11.1981, Blaðsíða 9
—helgarpústurinn Föstudagur 13. nóvember 1981 9 hafa ráö á þvi. Sem sagt allt i anda jafnréttis og lýöræöis. Ekk- ert skal fullyrt um þaö hvort hér er um aö ræöa einfeldningshátt eöa takmarkalausa ósvifni, ótrú- legt er þó aö nokkur trúi þvi aö sjónvarp til 10% þjóöarinnar geti talist „tii einkaafnota” og aö ekki sé veriö aö senda út efni til al- mennings. Og gera þeir sér ekki grein fyrir þvi aö þó nokkrir ein- staklingar séu farnir aö fást viö lögbrot sér til dægrastyttingar þá Video-vitleysan - lögbrot á lögbrot ofan Þau tiöindi hafa oröiö hvaö mest hérlendis á siöustu misser- um aö fariö er aö reka ólöglegar sjónvarpsstöövar viösvegar um land viö hliöina á rikisreknu út- varpi og sjónvarpi. Rikisútvarpiö sem hefur lögum samkvæmt einkarétt á aö reka útvarp og sjónvarp, hvort sem er meö þræöi eöa þráölaust, hefur ekki reynst fært um aö gegna sinu hlutverki vegna andleysis yfirmanna og fjárskorts sem þvi hefur veriö skapaöur af misvitrum fjármála- yfirvöldum. Fólk telur ekki leng- ur neins að vænta frá Rikisút- varpinu og hefur leitaö annarra leiöa til aö verða sér úti um dægrastyttingu. Myndböndin eöa videóiö hefur skapað möguleika á aö fullnægja þeirri þörf sem hið opinbera sjónvarp hefur gefist upp viö. Og þá er ekki aö sökum að spyrja, framtaksamir fjár- aflamenn sáu sér leik á boröi að græöa á ástandinu. Myndbanda- leigur hafa sprottið upp eins og gorkúlur á haugi og leigja út ým- isskonar myndefni á spólum án þess að hafa til þess leyfi fram- leiðenda eöa þeirra sem eiga yfir þvi allan flutningsrétt skv. lögum um höfundarétt. Siöan hafa heil hverfi i Reykjavik veriö tengd saman meö kapli sem um er sent myndefni i trássi viö fjölda laga- greina. Viö þessa útsjónasömu fjáraflamenn er i sjálfu sér ekki aö sakast, þeir eru éöli sinu trúir og munu aö sjálfsögöu halda áfram meðan enginn segir neitt viö þvi aö þeir raki saman fé meö þjófnaöi á höfundarrétti og fleiri lögbrotum. Lögbrotí nafni jafnréttisog lýöræöis! Þeir sem reka lokuðu mynd- bandakerfin telja sig gera það i þeirri góöu trú aö allt sé það lög- legt, starfsemin sé innan þess sem kallast „til einkaafnota” og þvi séu ekki brotin nein lög. Þó hefur komiö fram aö t.d. Video- son nær til um 25 þúsund manna eða ca. 10% þjóðarinnar. Þá segj- ast þeir aöeins vera aö halda áfram þvi sem fólkið var fariö aö gera sjálft þ.e. aö tengja bara nokkrar ibúöir i fjölbýlishúsum við myndsegulbandstæki. Þeir telja sig hafa þar allgöfug markmið: aö jafna aöstööu rikra sem geta keypt sér sinn eigin út- búnaö og hinna fátækari sem ekki réttlætir það ekki að stofnuð séu fyrirtæki til aö skipuleggja lög- brotin i fjárgróöaskyni? Enda teljast þau lögbrot öllu alvarlegri sem framin eru meö þaö i huga ab græða fé. Um jafnréttis- og lýð- ræðisást Videoson nenni ég ekki að ræða. Efni það sem sent er út, segjast þeir hjá Videosón fá úr „einkasöfnum” án endurgjalds. Sennilega er þetta „án endur- gjalds” vegna þess að myndkass- etturi slikum „einkasöfnum” má ekki selja eða leigja. A mynd- kassettum sem framleiddar eru með löglegum hætti og með leyfi rétthafa er þess getið að ekki megi ieigja þær né selja, taka eft- ir þeim né útvarpa til almenn- ings. Sé þessa ekki getið á kass- ettum er það trúlega vegna þess að þeir sem hafa framleitt þær og selt hafa ekki tilskiHn leyfi, — hafa stoliö efninu. Brot á höfundarrétti — þjófnaður á hugverkum Höfundarréttur er tryggöur meö lögum á Islandi auk þess aö Island er aðili að svokölluöum Bernar-sáttmála sem á að vernda erlenda rétthafa gegn þjófnaði á höfundarrétti. Höfundarréttar- lögin eru þó meö þeim annmarka aö ekki veröur komið lögum yfir þá menn sem stela höfundarrétti nema með þvl aö sá sem stolið er frá sæki sinn rétt sjálfur i einka- máli. Sá sem stæli veraldlegum eignum annars manns t.d. bil eöa peningum jafnvel tómri mynd- kassettu yrði kærður og dæmdur sem þjófur i opinberu sakamáli ef til hans næöist. En sá sem stelur hugverki eins og kvikmynd eða leikriti og notar á ágóöaskyni er ekki sóttur til saka á sama hátt, og þaö jafnvel þó hann geri þaö fyrir opnum tjöldum og auglýsi athæfi sitt opinberlega. Þeir sem þannig er stolið frá veröa aö höföa mál sjálfir ef þeir vilja ver ja eigur sinar eins og þaö komi engum öörum viö ef frá þeim er stoliö og á þeim brotin lög. Þetta atriði i höfundarréttarlögum hlýtur aö veröa lagfært i væntan- legri endurskoöun þeirra. Auk höfundarréttarlaga eru brotin lög um útvarp og lög um fjarskipti, jafnvel barnaverndar- lög. Vel má vera aö lög úm útvarp og fjarskipti séu oröin úrelt og þarfnist endurskobunar og má VETTVANGUR Myndsegulböndin hættuieg börnum —Sænsk könnun sýndi að böm sem horfa mikið á myndir af myndseguiböndum skrópa f remur í skólanum en önnur böm f sem notfæxa «t mynd- Fullorönir toka ' myndirnar 6 laípu skrópað minnxt í einn dag á sl. háJfu áxi. Af þeim hópi s*rm minna hoxfði. f ra næi lesendum Videómálið: Er ráðherrann rænulaus? nsss?* «*t*’i r vílj* balda þvi fram að man mclra frwnboð si á (éleguai mvnduœ þar á isði tn opinberir lisUr gefa tíl kynna. xcm cg veit.segit Kcnntth. •- Sama cr að scgja um klám, ef það tr ekki tciknað. Raunvctulcgt klám o viðbjóðdcgt. — F.r ckkcrl til «m a skcrmntíicgra cn myudscgulbönd? — Jú. — En frétti raaður af cinhvcrjum með nýja utynd hleypur mafiur úl »ð sjá hana, segir Davkl, — Maður vcrður að twna tækiíærið cf pabbi heíur lcigt myttd, san hann verðut að sktla doginn eftir, segir Kenneth. Orengírnír t vailingsbyskólaxutnt borða kariofiuflt'gur og drckka gos- dtykki á meðai'. þeir horfa mynditnar. En þcar áiita að etdrí unglingar — þcir *en» eru á aldrimtm 17—lkára — haft afirat venjur. - Margir kaupa sér fullt af { reyndar telja víst aö allt þetta mál leiði til breytinga á þeim. Aftur á móti er það hart aö horfa á þaö að yfirvöld láti brjóta þessi lög meðan þaö er gert til þess að brjóta enn önnur lög og dreifa þjófstolnu efni. A.m.k. væri ekki úr vegi aö stööva lögbrotin á meö- an endurskoðun laganna fer fram. Máttvana andóf útvarpsstjóra Reyndar geröi útvarpsstjóri til- raun til aö hafast eitthvaö aö en honum hærra settir menn geröu ekkert og jafnvel hefur ekkert spurst til kæru hans vegna þess aö myndin um Snorra var sýnd i lokuðum kerfum áöur en hún var frumsýnd af islenska sjónvarp- inu. Upptakan mun hafa verið gerö i Danmörku enda með dönsk- um texta. Sömuleiöis mótmælti útvarpsstjóri þvi aö borgarráö heimilaöi að götur borgarinnar yröu grafnar upp til aö auövelda lögbrotin meö aukinni hagræð- ingu. Menntamálaráöherra sem er æösti yfirmaður Rikisútvarps- ins vill ekkert gera, bara biöa þar til sérstök nefnd hefur skilað áliti. Heföi ekki veriö eðlilegra aö stööva stafsemina meöan máliö er i rannsókn fremur en að láta þaö allt saman óátaliö, lögbrot á lögbrot ofan. Hvað gerir sjónvarpið? Tómlæti Rikisútvrpsins er þó meö slikum eindæmum aö meö ólikindum má telja. Fyrir þeirri stofnun, einkum þó sjónvarpinu er svo komið á 15 ára afmæli þess aö fólk er hætt aö reikna með þvi lengur, nennir varla aö gagnrýna það,enda hefur stööug gagnrýni undanfarin ár ekki haft nein sjá- anleg áhrif! Hlálegt er að á sama tlma og kvikmyndagerö stendur i miklum blóma hjá einkaaöilum hefur dregiö jafnt og þétt úr kvik- mynda- og leikritaframleiöslu sjónvarpsins. Einkum er þaö hallærislegt aö viö gerö þessara kvikmynda eru mjög áberandi fyrrverandi starfsmenn sjón- varpsins sem ekki undu þvi að fá ekki að nýta menntun sina og hæfileika til kvikmyndageröar i sjónvarpinu. Þannig hefur sjón- varpiö flæmt frá sér ýmsa hæfi- leikamenn sem nú bera uppi is- lenska kvikmyndagerð. Og ekk- ert lát virðist á fólksflóttanum, meö stuttu millibili berast fréttir af flóttamönnum sem telja að þeir hafi betri möguleika á aö njóta sin i starfi. utan islenska sjónvarpsins. Borgarráðstyður lögbrotin! Einn furöulegasti þáttur máls- ins er svo þaö aö borgarráö Reykjavikur samþykkti aö leggja blessun sina yfir lögbrotin og greiða götu hinna framtakssömu fjáraflamanna sem tekið höföu að sér aö skipuleggja og fram- kvæma lögbrotin I nafni jafnréttis og lýöræöisástar. Lögbrjótarnir sóttu sem sé um leyfi til aö grafa upp götur og gangstéttir fyrir kapallagnir svo þeir gætu dreift þýfi sinu á hagkvæmari hátt. Reyndar leikur grunur á aö fram- kvæmdir hafi verið hafnar áöur en um leyfiö var sótt og þeim hafi veriö haldiö áfram allt þar til borgarstjóri lagöi viö þeim blátt bann. Borgarráö samþykkti meö fjórum atkvæðum gegn einu aö styöja lögbrotin en vegna þess aö ekki náöist full samstaða tók samþykktin ekki gildi og varö máliö aö fara fyrir borgarstjórn. Ekki fengust úrslit á fundi borg- arstjórnar og er ekki vitað hvern- ig málið fer þegar þetta er ritaö.' Hitt er ljóst, hvort sem samþykkt meirihluta borgarráös fær staö- festingu eöa ekki aö söm er þeirra gjöröin. Fjórum af fimm borgar- ráösmönnum þótti sjálfsagt aö heimila aö götur borgarinnar yrðu grafnar i sundur til aö auö- velda aö lög landsins væru brotin. Skyldi maður geta fengið sam- þykkt borgarráðs fyrir þvi að grafa sig niöur úr Hafnarstrætinu og undir Seölabankann til aö komast i peningageymslur hans? X Hér hefur aöeins veriö drepiö á fáa þætti videó-vitleysunnar en þetta mál hefur marga fleiri þætti sem ástæöa væri til aö fjalla um af þeim sem þekkingu hafa til. Má þar til dæmis nefna lýöræðis- þáttinn eöa hvernig fólk i fjölbýl- ishúsum hefur veriö neytt til aö tengjast videókerfunum meö meirihlutavaldi ibúanna. Þá má nefna mötunina og uppeldisleg áhrif þessarar starfsemi. Og siö- ast en ekki sist eru vafalaust verulegar fjárupphæöir I spilinu sem m.a. rikissjóöur fer á mis viö, fé sem hægt væri aö nota t.d. til aö efla starfsemi sjónvarps og gera því kleift aö standa undir nafni sinu og rækja þaö hlutverk sem þvi er ætlaö. Má þaö i rauninni furðulegt heita hve litill gaumur hefur veriðgefinn þessu máli og aö ekki skuli hafa verið meira um þaö fjallaö opinberlega. Siguröur Karlsson okkur linur til aö fara eftir. Þaö kemur t.d. ekki til mála að viö sýnum klámmyndir”. Viö lauslega athugun á dagskrá Video-son-sjónvarpsins, er ljóst, að fyrirtækiö sendir eingöngu út enskt eöa ameriskt efni og þær myndir eru ekki textaöar. Væntanlega koma þessi vinnu- brögö þannig aöeins þeim til góöa sem skilja ensku. Viö spuröum þá Sigurö og Njál hvort allir sem kost heföu á, heföu tekiö viö þeirra kerfi? „Þaö eru fimm þúsund ibúöir, sem viö náum til. Ætli þaö séu ekki svona sjötiu prósent af þeim, sem nýtast.” Hver verður þá velta fyr- irtækisins? „Þetta er innheimt meö giró- seölum og þaö eru náttúrlega alltaf einhver vanskil. Viö höfum orðið aö loka fyrir útsendingar til sumra húsa á meðan ekki hefur verið borgaö”. Tekjur - gjöld Ef sjötiu prósent af þessum fimmþúsund borga sextiu krónur, eru þá ekki ykkar tekjur orönar 175 þúsund? „Það eru afföll af þessu. Ætli tekjurnar siöan viö byrjuöum i febrúar séu ekki kringum hundr- að og fjörtiu þúsund”. — Og þaö er rétt aö hafa i huga, að þessar tölur gilda fyrir hvern mánuö. Þiö sögöuö áöan aö ykkar starf- semi væri hugsjónastarfsemi og aö þiö heföuö kostaö til bæöi pen- íngum og tima? „Viö höfum lánað heilmikiö til þessa. I byrjun átti þetta aðeins aö vera eins konar tómstunda- iðja, en svo hefur þetta eiginlega þróast yfir i aðalstarf. Viö erum aö frá morgni til kvölds og reyndar oftast langt frameftir nóttum”. Ekki geta tveir menn unniö öll handtök I sambandi við aö sam- tengja ótal fjölbýlishús, grafa skuröi o.s.frv.? „Ætli það séu ekki uppundir tuttugu manns, sem vinna viö þetta — náttúrlega i aukavinnu. Og skurðirnir eru grafnir af fyr- irtæki sem heitir Raflagnir h.f.”. Höfundaréttur Hafiö þið nokkru sinni greitt fyrir afnot af efni? „Nei. Viö greiðum ekki fyrir neitt efni. Fólki er t.d. velkomiö að sýna þætti, sem þaö vill bjóöa okkur, en viö borgum ekkert fyrir efni”. Nú sýniö þiö mest efni, sem i upphafi var reiknaö meö að væri til einkanota. Meö þvi aö dreifa efninu, og ekki greiöa höfundum, leikurum o.s.frv., eruð þiö I raun aö stela réttmætum eigum þessa fólks — ekki satt? „Þetta er einkaklúbbur og þvi þurfum viö ekki aö greiða höfundalaun”. Sú viöbára stenst ekki. Allt Island gæti kallaö sig einkaklúbb. Þið dreifið efni til tugþúsunda manna — þaö hlýtur að eiga aö koma geiðsla fyrir. „Viö munum taka upp greiöslur til höfunda, þegar þetta veröur hverfisstöö. Annars er þetta meö einkaafnot teygjanlegt”, sagöi Njáll; „hvaö á t.d. aö gera meö skipshafnir, sem margar eru meö videokerfi um borö? Og hvaö meö heilu sveitarfélögin úti á landi. Okkur hér finnst óréttlátt, aö öll spjót skuli beinast gegn okkur. Það er ekkert sagt viö þessum kerfum, sem eru aöspretta upp út um allt land. Og meira aö segja hér i Reykjavik — hér eru fjöl- býlishús samtengd I þessi einka- kerfi og enginn jagast i höfunda- greiöslum viö þau. Hér eru t.d. tvær blokkir, önnur er með video-kerfi, sem nær til rösklega fjögurhundruö ibúöa. Hin hefur kerfi sem nær til yfir fimm- hundruö”. — „Forseti borgar- stjórnar býr nú i annarri þessara blokka”, skaut Sigurður aö og glotti, „þannig aö honum hlýtur aö vera fullvel ljóst, hvers konar öndvegis fyrirkomulag þetta einka-video er. Við hér erum með opinbert, firmaskráö fyrirtæki og þvi opinbera er frjálst aö kanna okkar pappira. En þessi einka- video — þau eru oftast i höndum eins manns sem innheimtir notk- unargjald og stingur svo i eigin vasa. Hvaö segja skattyfirvöld viö þvi?” Hver mörg einka-kerfi eru i notkun i Reykjavik? „Þau eru svona tuttugu til tuttugu og fimm”. Þiö segist hafa kostað til upp- undir tvöhundruöþúsund krónum — hvaðan er þaö fé nákvæmlega komiö? „Viö höfum selt fasteign”, sagöi Siguröur, „svo koma þessir peningar lika úr rekstrarfé kerf- isins, viö höfum tekiö lán og svo höfum við tekiö peninga úr okkar eigin fyrirtækjum”. Og ykkur finnst þetta vera þess viröi? „Þaö er engin spurning um þaö”, sagöi Njáll, „okkur finnst svo mikiö vera i húfi”. Siguröur stundi og horföi á blaöamann — „ég viöurkenni aö ég hef oft spurt sjálfan mig að þessu — er þetta alls þessa umstangs viröi? Ég veit það ekki”.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.