Helgarpósturinn - 04.12.1981, Blaðsíða 3

Helgarpósturinn - 04.12.1981, Blaðsíða 3
3 h^/gr=irpn^fl irínn ^ösiudagúr 4. desembér 1981 aö bættri menntun brunavarða. Hún for i sumar i kynnisferö til hinna Noröurlandanna og komst þá aö raun um hve aftarlega á merinni tslendingar eru i þessum efnum. Aö sögn Þóris veröa menn ekki fullgildir almennir slökkviliös- menn i nágrannalöndum okkar fyrr en eftir þriggja til fjögurra ára starf. Þann tima hafa þeir allan timann stundaö bréfaskóla- nám og sótt tiitekin grunnnám- skeið. Siðan veröa þeir að sækja tvö námskeiö enn til að veröa yf- irmenn, og er þessari skólagöngu dreift á niu til tiu ár. ,,Hér eru menn ráönir til slökkviliösins og eru þar meö orðnir slökkviliösmenn. Ég man eftir þvi, aö mönnum fannst skrit- iö hér einu sinni, þegar farið var aö tala um sérstakan skóla fyrir lögregluna. Nú dettur engum i hug, að það dugi lögreglumönn- um i starfi aö vera bara stórir og sterkir. Slökkviliösmenn eru eins og annað fólk og enginn getur krafist þess af þeim aö þeir hlaupi . inn i eldhaf óvitandi um hvað biö- ur þeirra”, segir Þórir Hilmars- son brunamálastjóri. Nefndin sem fyrr var getið, og fulltrúi Landssambands slökkvi- liösmanna á einnig sæti i, komst iika að raun um, aö slökkviliöin á hinum Noröurlöndunum eru mun betur búinýmsum hjálpartækjum en slökkviliöiö hér. Sænskir slökkviliösmenn hafa t.a.m. nákvæm kort yfir byggingar og ýmislegt annaö, eins og bruna- hana I næsta nágrenni. Kort úr simaskránni „Þaö eru ekki einu sinni góö kort af Reykjavik i bilunum, þótt viö höfum lengi fariö fram á aö fá þau. Viö veröum aö láta okkur nægja kortin úr sfmaskránni”, segir heilmildarmaöur Helg- arpóstsins. Enda þótt flestir rati nokkuð hiklaust um borgina getur þurft að gripa til korts, t.d, þegar farið er inn I nýbyggö hverfi, og einnig til aö finna stystu leiö. Þá þykir mönnum, aö hagræði væri aö þvi aö hafa i slökkviliös- bilunum uppdrátt sem sýndi staö- setningu brunahana, sem varö- stjóri gæti glöggvaö sig á á leiö- inni á brunastaö. Um aðrar upp- lýsingar getur lika veriö að ræða, svo sem hvaða eldfim efni eru á hverjum staö, ef um verksmiöjur eða lagerhúsnæði er að ræða, og sænskir brunaverðir hafa t.d. talsveröa þekkingu á eiturefnum og vita fyrirfram nokkurnveginn hvaöa slökkviefni og hvaöa aö- feröir eiga viö i hverju tilfelli. „Varöstjóri hefur varla tima til að lesa i bók á leiö á brunastaö”, segir Rúnar Bjarnason og bendir á, aö allar slikar upplýsingar fá- ist gegnum talstöð hjá þeim sem er viö simann á slökkvistööinni. En á þaö er bent, aö sá maöur hafi jafnan svo mikið aö gera, m.a. viö aö taka við óskum um sjúkrabiia, aö hann hafi ekki allt- af tima til ab gefa slikar upplýs- ingar. Rúnar Bjarnason bendir jafn- framt á, aö þetta upplýsinga- streymi megi bæta meö þvi aö taka upp tölvunotkun og útstööv- ar i bllunum, en þaö sé ákaflega dýrt. Óskýrábyrgð á brunahönum En þaö þýöir litiö aö hafa nákvæm kort yfir nærliggjandi brunahana, ef þeir eru ónothæfir þegar til á aö taka, eins og kom fyrir viö umræddan húsbruna hjá Agli Vilhjálmssyni h/f. Þvi til viöbótar kom i ljós, aö úr bruna- hananum við lögreglustööina kom aöeins krapi til að byrja meö, en hanarnir eiga að vera þannig útbúnir að vatniö á alls ekki aö geta frosiö i stútunum. Þegar grafist er fyrir um þaö hver á að bera ábyrgð á þvi, aö brunáhanar borgarinnar séu not- hæfir,viröist margt vera á huldu. Hjá Slökkviliöinu er þvi haldiö fram, aö Vatnsveitan eigi algjör- lega aö sjá um þá, enda er vatniö tekiö af veitukerfi borgarinnar. Hins vegar segja slökkviliösmenn að þaö væri eðlilegra, ef slökkvi- ____________________________ myndir Jim Smart GILS GUÐM VALDI E Skuggsjá íslensks mannlífs fyrri tíðar MÁNASILFUR III, sýnishom úr islenskum sjáJfsævisögum og minningarþáttum, tekið saman af Gils Guðmundssyni. MÁNASILFUR er orðið eitt vinsælasta rit- safn sem út kemur hér um þessar mundir. í það velur Gils Guðmundsson sýnishom úr íslensk- um sjálfsævisögum og minningaþáttum. Hann er jafnan fundvís á skemmtilegt efni og hefur dregið fram margt hugtækt sem grafið er í gömlum ritum og fáir þekkja. MÁNASILFUR geymir ýmsar perlur íslenskrar frásagnarlistar aðfornu og nýju. Af rithöfundum, menntamönnum, embættismönnum og alþýðufólki Efni þriðja bindis er ekki síður fjölbreyti- legt en hinna tveggja sem áður eru komin. Höf- undar eru 31. Hinir elstufæddir á seinni hluta sextándu aldar, annar Jón Ólafsson Indíafari sem samdi fyrstu íslensku sjálfsævisöguna. Yngsti höfundurinn í bókinni er fæddur árið 1933. í MÁNASILFRI stígafram karlar og kon- ur úr ýmsum stéttum, reyndir rithöfundar, menntamenn, embættismenn og forkólfar, en einnig alþýðufólk sem engu síður kann að segja frá. Og frásagnarefnin eru margs konar. Hér segir frá bemskudögum í sveit á öld- inni sem leið — og listsigrum á erlendu leik- sviði; frá örlagastundum í þjóðarsögu, fundi í stjómarráðinu á alvarlegum tímamótum, — og hér er líka sagt frá samvistum við eftirlætis- reiðhestinn. Hér getum við lesið um námsdvöl i belgísku klaustri fyrir meira en hundrað árum, — og svo um það hvemig litill drengur á Homströndum lærði að lesa i byrjun þessarar aldar. MÁNASILFUR er skuggsjá íslensks mannlífs fyrri tíðar, lifandi myndasýning sem verða mun ungum sem öldnum til fróðleiks og skemmtunar og vex að gildi er stundir líða. Bræðraborgarstíg 16 Sími 12923-19156 MÁNASILFUR m

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.