Helgarpósturinn - 04.12.1981, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 04.12.1981, Blaðsíða 4
Föstudagur 4. desember 1981 he/garpósturinn Menn verða að vera viðsýnir og stórir Nýtt siödcgisblaö hóf göngu sina I Reykjavik fyrir viku. Reyndar finnst mönnum, aö nýja blaöiö sé ekki alveg glænýtt, þvi þaö er soöiö saman úr Visi gamla, eista dagbiaði landsins,og þvi yngsta, Dag- blaöinu, sem Sveinn R. Eyjólfsson stofnaöi ásamt JónasiKristjánssyni og mörgum öörum, smærrihlut- höfum. Þegar nú Dagblaöiö og Visir hafa gengiö i eina sæng saman, þótti viö hæfi aö yfirheyra Svein R. Eyjólfsson, sem kailaöur er arkitekt samruna siödegisbiaöanna. NAFN: Sveinn R. Eyjólfsson. STAÐA: Stjórnarformaður og útgáfustjóri Dagblaðsins og Visis. FÆDDUR: 4. mai 1938. HEIMILI:Kvisthagi 12, Reykjavik.HEIMILISHACIR: Eiginkona Auður Eydal, fimm börn. BIFREIÐ: Wagoneer árg. 1979. ÁHUGAMÁL: Söfnun gamalla bóka, blaða og timarita. 99------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------ Sveinn —hvernig fórstu aö þvi að koma þvi þannig fyrir aö DB gleypti Visi? „Dagblaðið hefur alls ekki gleypt Visi. Milli útgáfuaöila þessara tveggja blaða náðist samkomulag um samvinnu, þar sem gert er ráð fyrir að nota það besta úr báðum blöðunum til aö skapa nýtt og betra blað. Megin markmiðið er að flytja fólki enn fleiri fréttir og meiri fróðleik, en áður var unnt að gera. Með auk- inni þjónustu við lesendur koma svo aukin viðskipti öllum til hags- bóta”. Endurspeglar DB-deilan átök I Sjálfstæðisflokknum — var þaö af pólitiskum ástæöum, sem þú kaust að fara frá Visi fyrir 7 árum og stofna DB? „Það sem þú kýst að kalla DB- deilu, en nefnd var Visis-deila á sinum tima, átti rót sina að rekja til margra þátta. Má þar nefna mismunandi lifsskoðanir, per- sónulega afstöðu vegna vináttu og einnig hafði pólitik þar einhver áhrif, a.m.k. á framgang mála eftir að deilan var hafin. Ég fór hinsvegar ekki af Visi af póli- tiskum ástæðum, heldur persónu- legum”. Þiö bjugguö til hugtakið „Óháöir og frjálsir” — en er þaö nokkuö aö marka — eruö þiö ekki á kafi i baktjaldamakki innan Sjálfstæðisflokksins? „Ðagblaðið var óháð og frjálst. Og ég vil lika benda á, aö þvi hefur lengi verið lýst yfir af hálfu Visis, að það blað væri frjálst og óháð. Af þvi leiðir að allir að- standendur Dagblaðsins og Visis eru sammála um að það skuli vera „óháö og frjálst” blað. Við erum ekki á kafi i baktjalda- makki innan Sjálfstæðisflokks- ins”. Nú segiö þiö aö ágreiningurinn frá þvi fyrir sjö árum hafi vcriö litilmótlegur. Viö sem stöndum fyrir utan sjáum ekki alveg hvaö hefur breyst — hvaö hefur breyst? „Ég kannast ekki við að við höfum sagt aö ágreiningurinn frá þvi fyrir sjö árum hafi verið litil- mótlegur. Hins vegar hafa allar forsendur breyst við það að Dag- blaðið hefur gert hugtakiö Jrjáls og óháð blaðamennska” að stað- reynd hér á landi. Það urðu þátta- skil i sögu blaðamennsku á Is- landi viö stofnun DB. Velgengni blaðsins varð til þess að önnur blöð þróuðust nauðug viljug i sömu átt, i mismunandi mæli þó. Og ágreiningurinn, sem ég lýsti hér að ofan i örfáum orðum,hefur nú verið jafnaður. Menn hafa borið gæfu til að setjast niður, ræða málin hleypidómalaust, kryfja þau til mergjar og komast aðsameiginlegri lausn, sem gerir okkur mögulegt að taka upp fyrra samstarf. Til að geta gert slika hluti verða menn að sýna mikla viðsýni og vera stórir og mættu margir i þessu þjóðfélagi taka okkur til fyrirmyndar i þessu efni”. Hvers vegna var DB stofnaö? „DB var stofnað á sinum tima vegna ágreinings þeirra er að út- gáfu Visis stóðu á sinum tima, en sú saga er örugglega öllum les- endum þessa blaðs orðin kunn sbr. það er sagt er hér að ofan”. Sameiningin núna —er hún upphafið aö allsherjar samein- ingu i þjóöfélaginu, sameiningu skipafélaga og flugfélaga og siðast sátta Gunnars og Geirs? „Ég á ekki von á þvi, að við, sem að hinu nýja blaði „Dag- blaðið & Visir” stöndum, séum svo leiðandi aðilar i þjóðfélaginu, aö öll þjóöin verði gripin ein- hverju sameiningaræði með okkur að leiðarljósi. Hinsvegar vona ég að menn gripi til samein- ingar, þar sem hún er til bóta. Varðandi þá Gunnarog Geir er ég þess fullviss að allir samflokks- menn þeirra eiga sér þá ósk heit- asta að sjá þá sættast, Sjálf- stæðisflokknum og þjóðinni allri til heilla”. Eru bara peningaspursmál aö baki sameiningarinnar? „Við trúum þvi, að sameiningin geti gert okkur mögulegt aö gefa út stærra og vandaðra blað og þá um leið að veröa lesendum okkar og tryggum vinum að gagni”. Er þaö rétt aö þreifingar um sameiningu hafi hafist fyrir þremur árum, þegar Þorsteinn Pálsson fór frá VIsi? „Nei, þaö er ekki rétt að slikar þreifingar hafi hafist fyrir þremur árum”. Finnst þér sjálfsagt aö starfs- fólk og önnur fyrirtæki veröi aö gjalda fyrir ævintýramennsku og áhugamál ykkar félaganna aö baki nýja blaöinu? „Hér á ekki við að tala um ævintýramennsku. Hafi hún ein- hvern tima verið á ferðinni var það fyrir rúmlega sex árum, þegar við Jónas stofnuðum Dag- blaðið. Sú ævintýramennska fór nú það vel, að úr urðu atvinnu- tækifæri fyrir á annað hundrað manns umfram það er áður hafði verið þegar Visir var einn. Af- komu á annaö hundrað fjöl- skyldna var siðan stefnt i voða á heldur ómanneskjulegan hátt, með þvi að henda okkur úr við- skiptum i Blaðaprenti með aðeins þriggja vikna fyrirvara, og engin lausn i sjónmáli. Þá kom prent- smiðja Mbl. til sögunnar og bjargaði málinu og er ekki þörf á að rekja þá sögu lengra. Nú, þegar blöðin svo sameinast,hefur aðeins þurft að segja upp nokkr- um blaðamönnum, og harma ég að sjálfsögöu að það skuli þurfa. Útburðarbörnum beggja blað- anna ætlum við að reyna að halda öllum. Og i meginatriðum veröur svo haldiö starfsfólki beggja blaðanna i öðrum deildum, enda verður þar fyrst um sinn að veru- legu leyti um að ræða rekstur á þremur fyrirtækjum i stað tveggja áöur. Hagræðingin af sameiningunni kemur þar þvi seinna til, og smám saman, þannig aö við reiknum frekar með þvi að fækkun i þeim deild- um gerist með þeim hætti, að ekki verði ráðið fólk i stað þess er hættir af öðrum orsökum. Með þessi atriði i huga er ofangreind spurning vægast sagt ó- sanngjörn”. Þið Jónas Kristjánsson hafiö staðið saman frá þvi þú komst úr oiiubransanum og gerðist fram- kvæmdastjóri Vfsis, sem þá var á hvinandi kúpunni, fyrir fjórtán eöa fimmtán árum. — Eruö þiö Jónas óaðskiljanlegir perluvinir? „Við Jónas Kristjánsson höfum verið góðir vinir frá þvi á stúd- entsárum, eða i yfir tuttugu ár> og nánir samstarfsmenn i bráð- um f jórtán ár. Margt hefur á dag- ana drifið á svo löngum tima og vinir og samstarfsmenn erum við enn. Oaðskiljanlegir höfum við hinsvegar aldrei verið”. Eruð þiö pólitiskir tví- burar —fóruö þiö frá Visi vegna pólitiskrar samstööu, eöa vegna þess aö þiö eruö óaöskiljanlegir perluvinir? „Viðhættum báöirá Visi vegna persónulegrar samstöðu. Ég held að það sé holl og góð lifsspeki að yfirgefa ekki vini sina á örlaga- stundum, jafnvel þótt mikil per- sónuleg óþægindi geti blasað við”. Hvernig skilgreinirðu sjálfan þig pólitiskt? „Ég er sjálfstæðismaður og hef verið i þeim flokki frá unga aldri”. Þykistu hafa vit á blaöa- mennsku? „Ég geri það, og sú tilfinning fer vaxandi eftir þvi sem starfs- reynsla min á vettvangi blaðaút- gáfu verður meiri. Ég vil t.d. halda þvi fram að þessi spurning sé ekki góð blaðamennska”. Okkur er sagt aö þú hafir hótaö aö reka Jónas i haust. Ertu i þeirri aöstööu aö geta gert þaö? „Ég hef aldrei hótað að reka Jónas Kristjánsson úr starfi rit- stjóra. Ég hvorki er nú, né hef veriðji þeirri aðstöðúað geta gert slikt og hef aldrei haft áhuga á þvi. Slik aðgerð hefði aðeins verið á færi stjórnar útgáfufélags Dag- blaðsins, en i þeirri stjórn eiga sæti þrir menn auk min og Jón- asar”. Áttuö þiö Jónas ekki stóran þátt i þvi aö koma Blaðaprenti h.f. á fót? „Við Jónas áttum vissulega stóran þátt i þvi að það fyrirtæki var sett á laggirnar. Til aö svo mætti verða eyddum við miklum tima og lögðum á okkur ómælda fyrirhöfn um þriggja ára skeiö, launalaust utan hvað við fengum auðvitað okkar föstu laun hjá þvi fyrirtæki, Visi, er við unnum hjá. Þeir fóru þvi létt frá hönnunar- kostnaöi Blaðaprents h.f. aðil- arnir sem siðan hirtu fyrirtækið þ.e.a.s. vinstri pressan. Ég held að það sé ekki á neinn hallað, þótt ég haldi þvi fram að við Jónas höfum verið einskonar feður Blaðaprents h.f.” Er það rétt aö þú hafir hagnast persónulega af umboössölu tæknihluta til Blaöaprents hf? „Nei, það er ekki rétt. Eins og ég sagði áðan fékk ég aldrei krónu fyrir störf min við uppsetn- ingu Blaðaprents h.f. 011 innkaup véla fyrir félagið voru gerð með góðri aðstoð forsvarsmanna Norsk Arbeiderpresse a/s, sem er samstarfsfyrirtæki þeirra blaða er norskir jafnaðarmenn gefa út. Ég heyrði þessa sögu um um- boðslaunin fyrir mörgum árum og var hún upprunnin h já aðilum, sem ekki tóku þátt i uppsetningu Blaðaprents h.f. á sinum tima, en höfðu áhuga á að kasta rýrð á það góða verk er þarna hafði verið unnið að af heilindum á milli ólikra abila. Ég tel umboðslaun alls ekki af hinu illa, þar sem þau eiga við og fyrir þeim hefur á ein- hvern hátt verið unnið, en ég visa þessari Gróusögu til uppruna sins. Hún á ekki við nein rök að styðjast.” Hvernig liöur þér núna þegar þú átt þátt i aö knésetja Blaöa- prent h.f.? „Ég þykist vita að þú eigir við að afleiðingin af samruna Dag- blaðsins og Visis geti orsakað hrun Blaðaprents og vilt fá að vita viðhorf mitt til þess máls. Þótt ég sé alls ekki á nokkurn hátt málsaðili að þessu Blaðaprents- máli skal ég fúslega láta i ljós skoðun mina á þvi. Blaðaprent h.f. er alls ekki i þeim vanda, sem þeir hafa lýst og mætt með upp- sögnum vegna samvinnu siðdeg- isblaðanna. Skal ég nú skýra þetta nánar. Sjáðu til, fyrir all- mörgum árum tóku forráðamenn Blaöaprents sig til og breyttu samþykktum félagsins að þvi er varðaði ákvæði um afskriftir og tekjuafgang. í upprunalegu sam- þykktunum, sem við stofnendur settum félaginu, var ákvæði um, ab félagið skyldi verðleggja sina þjónustu við blööin, þannig að tækist að skila fullum afskriftum og 10% arbi. Skyldu fjármunir sem þannig mynduðust i fyrir- tækinu, notaðir til að endurnýja tækjabúnað félagsins jafnóðum og hann gengi úr sér. Með þvi móti átti að tryggja að aldrei þyrfti að koma til þess aö ráðast þyrfti i svo þungar fjárfestingar til tækjaendurnýjunar að eigend- ur fyrirtækisins, blöðin, stórlega liðufyrir þaö. Sú breyting á sam- þykktunum, sem ég nefndi áðan, hafði það hinsvegar i för með sér, að sáralitil sem engin endurnýjun á tækjakosti félagsins hefur átt sér stað um mörg undanfarin ár. Var svo komið i byrjun þessa árs, að fyrirtækið var að stöðvast vegna slitinna tækja. Menn ræddu um stórfelldar fjárfestingar og þar með miklar álögur á blöðin, sem þarna eru prentuð, þvi tekin lán verða menn að borga með vöxtum. Visismenn töldu áætlan- ir annarra eigenda fyrirtækisins um vélakaup óraunhæfar og illa að þeim staðið, en voru bornir at- kvæðum i stjórn félagsins. Þeir tilkynntu þá félögum sinum i stjórn Blaðaprents h.f. að þeir litu svo á, að hin blöðin óskuðu eftir aöslita samstarfinu, eða væru að sýna óviöunandi afskiptasemi af rekstri Visis með þvi að sam- þykkja á hann álögur, sem hlyti að þurfa samstöðu um. Eftir þetta hlaut öllum að vera ljóst að Visir færi eigin leiðir i lausn prentunarmála sinna. Visir pant- aði sér siðan eigin prentvél, eins og fram hefur komið i blaðafrétt- um,og gerði jafnframt ráðstafan- ir til kaupa á öðrum nauðsyn- legum búnaði. Ekki hreyfðu for- ráðamenn Blaðaprents h.f. hins vegar legg né lið til að búa sig undir að mæta þeim vanda er nú blasti við og öllum hlaut að vera ljós. Auk þess átti fyrirtækið Blaðaprent h.f. i miklum rekstr- arlegum vanda vegna stjórnun- aratriða er ekki verða tiunduð hér, en voru mjög til meðferðar i nýafstöðnum kjarasamningum við Félag bókagerðarmanna. Nú, löngu siðar, er siðdegisblöðin hafa samið um samstarf, gripa forráðamenn Blaðaprents h.f. til fjöldauppsagna og gera grófar tilraunir til að skella skuldinni á óviðkomandi atburð til að fela eigin ræfildóm og aðgerðarskort. Þessar fjöldauppsagnir Blaða- prents h.f. eru einungis yfirskyn til að geta komið i framkvæmd rekstrarlegum breytingum á fyr- irtækinu, sem fyrir löngu siðan voru i sjónmáli, en kjarkinn vant- aði til að horfast i augu við. Það má þó segja formanni Félags bókagerðarmanna til hróss að hann sá i gegnum blekkinguna, eins og fram kom i viðtali við hann i Morgunblaðinu fyrir nokkrum dögum.” Geta Jónas, llörður og Ellert átt von á uppsagnarbréfi frá þér einhvcrn daginn? „Um þetta gildir það sama og ég sagði áðan, þegar þú spurðir um uppsögn Jónasar. Slikt er að- einsá færi meirihluta stjórnar út- gáfufélagsins, en i þeirri stjórn sitjum við Jónasog Hörður ásamt þremur öðrum mönnum.” Langar þig til að verða blaöa- kóngur — verða Springer ts- lands? „Mér er nær að halda að út- gáfuveldi á við Springer-sam- steypuna geti tæpast fyrirfundist nema i Vestur-Þýskalandi. Ég af- þakka heiðurinn.” eftir Gunnar Gunnarsson myndir: Jim Smart

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.