Helgarpósturinn - 04.12.1981, Blaðsíða 27

Helgarpósturinn - 04.12.1981, Blaðsíða 27
27 Blendnar tilfinningar ho/ljr^rpn^fl irínn Fösiuda^ 4. desember 1981 Stjómmálamaöurinn Hjörleifur Gutt- ormsson hefur orð á sér fyrir að vera af- skaplega varkár og hægfara. Hann passar sig á að segja litið annað en hann getur ör- ugglega staðið við, og tekurekki ákvarðan- ir fyrr en eftir langan undirbúning. Póli- tiskir samherjar telja þetta að sjálfsögðu kost á manninum og segja Hjörleif kær- komna tilbreytingu frá hinum hefðbundna islenska stjórnmálamanni, sem tali of mik- ið og geri of litið. Andstæðingar Hjörleifs i stjórnmálum, segja hann hinsvegar engan stjórnmálamann og það komi best fram á þvi að hann sé ófær um að taka erfiðar ákvarðanir. Hann velti vandamálunum óþolandi lengi á undan sér. b ^^að var þvi ekki laust við að nokkurs spennings gætti á blaðamannafundinum sem Hjörleifur boðaði til fyrir viku siðan. Þar átti nefnilega að tilkynna ákvörðun rik- isstjórnarinnar um röð virkjunarfram- kvæmda á næsta áratug eða svo. Nú undan- farna mánuði, og jafnvel undanfarin ár, hefur verið beðið eftir slikri ákvörðun með Hjörleifur Guttormsson: Ákvörðunin um Blöndu er erfið nokkurri óþreyju, en Hjörleifur jafnan vilj- að láta athuga hlutina betur. En á föstudaginn var kom semsagt ákvörðunin: Blanda er nr. 1, Fljótsdals- virkjun nr. 2, og Sultartangi nr. 3. Með tilliti til þess sem á undan hefur gengið kom þessi röð ekki á óvart, þvi útreikningar Orku- stofnunar og Landsvirkjunar höfðu sýnt að frá þjóðhagslegu sjónarmiði var Blöndu- virkjun langsamlega vænlegastikosturinn. En ef betur er að gáð, kemur i ljós að kannski eru hlutirnir ekki ennþá komnir al- veg á hreint. í annarri grein samþykktar rikisstjómarinnar sem kynnt var á blaða- mannafundinum segir orðrétt: „Blöndu- virkjun, samkvæmt virkjunartilhögun 1, verði næsta meiriháttar vatnsaflsvirkjun á eftirHrauneyjarfossvirkjun, enda takist að ná um það samkomulagi við heimamenn.” Það er siðari hluti þessarar greinar sem gerirþað að verkum að enn er eitt litið ,,ef” að þvælast fyrir. Það er nefnilega ekki vist að þetta samkomulag við heimamenn ná- ist. Á fundi samninganefnda rikisins og heimamanna nú fyrr i vikunni fengu norð- anmenn f hendur bréf frá iðnaðarráðherra þar sem þeim er gefinn kostur á að sam- þykkja virkjunartilhögun eitt, á grundvelli sem áður hefur verið rætt um milli nefnd- anna. Heimamenn eiga að skila svari fyrir 16. þessa mánaðar. ^^rðið „heimamenn” hefur komið upp ansi oft i allri umræðunni um Blöndu, og því kannski ástæða til að skýra hvað það þýðir. Það vantar nefnilega talsvert uppá að þar sé átt við alla ibúa sýslanna tveggja, Húna- vatnssýslu og Skagafjarðarsýslu, sem mál- ið snertir mest. Með heimamMinum er að- einsáttvið þá aðila, sem eiga það land sem mun fara undir vatn ef af virkjun verður. Þetta land eiga sex hreppar — þrír í Skagafj arðarsýslu og þrir i Húnavatns- sýslu. Hrepparnireiga þetta land i samein- Reagan og AUen hlið við hlið I Hvita húsinu að kveðja forseta Venesúela daginn sem peningabréfsmáiið komst i hámæli. Siðasta lota hafin i einvigi Haigs og Allens Dómsmálaráðuneyti Bandarikjanna hefur kunngert, að lokið sé rannsókn á þúsund dollara peningabréfi, sem Richard V. Allen, öryggisráðunautur Reagans for- seta skildi eftir i reiðileysi i peningaskáp, þegar hann flutti sig á milli skrifstofa. Ráðuneytið hefur komist að þeirri niður- stööu að Allen hafi engin lagaákvæöi brotið, þegarhann tók við peningum af japönskum blaðakonum, sem hann hafði útvegað viðtal fyrir japanskthúsmæðrablað við frú Nancy Reagan daginn sem maöur hennar tók við forsetaembætti i fyrravetur. Eín ekki er Allen þar með laus allra mála. Hann vék úr embætti nokkru eftir að rannsóknin á eftirlegupeningunum i skápnum hans hófst, og við það situr, þótt dómsmálastjórnin telji þetta atvik full- rannsakað. Enn svifur framtið hans i öðru þýðingarmesta starfi á vettvangi alþjóða- mála fyrir Bandarikjastjórn i lausu lofti, og veðmálin i Washington hneigjast á þann veg aö Allen muni ekki eiga afturkvæmt i fyrra sæti i forsetaskrifstofunni. Astæðan er aö rannsóknin á þúsund dollara þóknuninni fyrir milligöngu um við- tal við frú Reagan hefur leitt i ljós ýmis önnur atriði i breytni Allens eftir að hann gerðist öryggismálaráðgjafi forsetans, sem þannig eru vaxin að dómsmálaráðuneytið telur sér skylt að rannsaka þau niður i kjöl- inn. Fleira gerðist skrýtið i Hvita húsinu á embættistökudag Reagans i janúarbyrjun en að öryggisráðgjafi hans tók við seðla- bunka af Japönum. Rétt eftir að forsetinn var kominn undir þak frá eiðtökunni undir beru lofti og var enn kjólklæddur að taka úr sér hrollinn, vatt sér að honum Alexander Haig utanrikisráðherra, dró upp úr vas- anum á sinum kjólfötum skjal og óskaöi eftir undirskrift forseta á það tafarlaust. Hefði Reagan undirritað pappirinn sem Haig hafði undirbúið, var hann þar með búinn að ganga frá skipan öryggis- og utan- rikismála i stjórn sinni á þann veg, að Haig og hans menn hefðu undirtök i öllum ráðum og nefndum, þar sem sjónarmið mis- munandi ráðuneyta eru samræmd. En Reagan lét ekki undan eftirrekstri Haigs, heldur tók sér tima til að ráðgast við sina menn, og þegar frá málum var gengiö hlaut Allen lykilstöður, sem Haig hafði sóst eftir fyrir sig og sina skjólstæöinga. ingu og mynduðu á sinum tima með sér fé- !ag um eignina. Samkvæmt upplýsingum Tryggva Sigur- bjarnarsonar, formanns rikisnefndarinnar iviðræðum við hreppana, lýturmálið þann- ig út frá lagalegu sjónarmiði að rikið þarf aðeins að semja við þessa eigendur. Vegna upprekstrarfélagsi ns sem hrepparnir mynduðu um landið koma þeir þó i raun fram sem einn eigandi. 1 þvi liggur vand- inn. t lögum fra 1271 (Jónsbók) sem enn eru i gildi i litið breyttri mynd, segir nefnilega að eigi að ráðstafa sameiginlegu landi, eins og þessu, á einhvern óvenjulegan hátt, þá þurfi til þess samþykki allra eigendanna. Og virkjun telst vissulega óvenjuleg. að er ekkert leyndarmál, að ekki eru allir hrepparnir á einu máli i afstöðu sinni til Blönduvirkjunar. 1 vissum hreppum er andstaðan gegn þessum virkjunarkosti 1 mjög veruleg, og hjá einstaka áhrifamikl- um bændum slik, að þeir munu af prinsipp- ástæðum, aldrei samþykkja hann. Hjá öðr- um er andstaðan ekki eins djúptæk, og enn aðrir hafaalla tið verið fylgjandi virkjun- inni. Það er þvi nokkuð ljóst að takmarkaðar likur eru áþviað allir hrepparnir samþykki það sem Hjörleifur hefur boðið þeim. Það verður sjálfsagtsamþykkt, en ekki með öll- um greiddum atkvæðum, og eins og áður sagði hefur hver hreppur neitunarvald. Þannig fær Hjörleifur liklega neitun, eða þá að félagsskapur hreppanna verður leystur upp af þeim sjálfum, sameigninni skipt og svo semur hver fyrir sig. Ekki ein- faldast málið við það. Þá er liklegt að sam- komulag næðist við flesta hreppana, en land hinna yrði að taka með eignarnámi, ef samþykkt rikisstjórnarinnar á að ná fram að ganga. Það vantar semsagt nokkuð uppá að end- anleg ákvörðun bggifyrir. Hjörleifur hefur ekki viljað tjá sig um þann möguleika að nota eignarnámsheimildina — hann segir eins og hans var von og visa að það verði kannað af rikisst jórmnni ef til komi. YFIRSÝN t Ekki er ný bóla að öryggisráðgjafi Bandarikjaforseta og utanrikisráðherrann i stjórn hans eldi grátt silfur. Hámark valdastreitunnar milli þessara embætta var þegar Kissinger notaði ráðunautsstarf- ið til að grafa markvisst undan Rogers i utanrikisráðherraembættinu og sölsa það undir sig. En bæði þá, og eins i stjórn Cart- ers, þar sem Vance utanrikisráðherra laut i lægra haldi og varð aö segja af sér, fór valdastreitan fram á bak við tjöldin. „1 stjórn Reagans hafa illindin milli Allens og Haigs verið opinber frá upphafi og magnast jafnt og þétt. Er þess skemmst að mimast.aö Haig lýsti yfir fyrir mánuði að háöur væri úr hópi embættismanna i Hvita húsimi skæruhernaður gegn sér. Til- efnið var að dálkahöfundurinn Jack Anderson hugðist skýra frá þvi að hann hefði örugga vitneskju um að nafn Hagis stæði efst á vonbrigðalista forsetans. t það skipti kallaði Reagan þá Allen og Haig á sinn fund og lýsti siðan yfir að i stjórnarfjölskyldu sinni rikti sátt og bróð- erni, og nú er það Allen sem segir frétta- mönnum, að enginn vafi leiki á að óvinir sinir i áhrifastöðum i stjórninni séu að reyna að flæma sig úr embætti. M ■ vlörgum kom á óvart að Reagan skyldi gera Allen öryggismálaráðgjafa sinn, eftir það sem á undan er gengið i kosningabaráttunni. Þá varö Allen að draga sig i hlé um tima úr formennsku i hópnum sem falið var að gefa forsetaefni ráð i utanrikismálum og undirbúa utan- rikisstefnu stjórnar sem hann kynni að mynda. Ástæðan var að Allen var sakaður um aö ganga lengra en leyfilegt væri i er- indrekstri fyrir japanska vöruútflytjendur. Sakirnar sem nú eru á hann bornar, og dómsmálaráöuneytið vill skoða niður i kjöl- inn, eru af svipuöu tagi. Allt fram til þess Allen var skipaður öryggisráðgjafi Reagans, átti hann i Washington fyrirtæki sem annaðist ráðgjöf, milligöngu og erindarekstur gagnvart bandariskum stjórnvöldum og þingi. Helstu viðskipta- vinir hans voru japönsk stjórnfyrirtæki, sem þykir þörf á að eiga hauk i horni i höfuöborg Bandarikjanna. Eins og lög gera ráð fyrir þurfti Allen að losa sig við fyrirtækiö, þegar hann gerðist hægri hönd Reagans i öryggis- og alþjóða- málum. Nú þykir ýmislegt benda tií, að Ekki eru miklar Iikur á þvi að sagan af Laxárdeilunni endurtaki sig. Andstaðan er hvergi nærri þvi eins almenn og þá, og lik- legt er að ef andstæðingarnir gripu til ein- hverra aðgerða þá faigju þeir þorra ibúa héraðsins á móti sér. Og ef samstöðuna vantar, er varla hægt að reikna með árangri. Enda sagðist Pétur Sigurðsson á Skeggsstöðum, einn samninganefndar- manna hreppanna telja að ef til eignar- náms kæmi, þá mundu menn sætta sig við það. Það ermargtsem bendir til þess að Hjör- leifur Guttormsson komi til með að eiga i erfiðleikum með að taka ákvörðun um eignarnám. 1 fyrsta lagi vegna þess að hann er sjálfur náttúrufræðingur og mikill náttúruverndarmaður og er ekki ósárt um landið sem fer undir vatn ef virkjunartil- högun 1 verður ofaná. t öðru lagi er hann þingmaður Austurlands og kjósendur hans þar vilja Fljótsdalsvirkjun fyrst. Og i þriðja lagi kallar Blönduvirkjun á stóriðju i einhverri mynd, og stóriðjur hafa aldrei verið uppáhaldsverkefni Hjörleifs. Akvörð- un um slikt yrði afar erfið. Við þetta bætist svo að ef Fljótsdalsvirkj- un verður á undan Blönduvirkjun i röðinni, þá mun hún breyta svo miklu i sambandi við orkuframleiðsluna að ekki verður þörf á þeirri stóru stiflu sem Virkjunartilhögun 1 við Blöndu gerir ráð fyrir. Og þar með mundi deilan um Blönduvirkjun vera fyrir bi, þvi þá færimikluminna land undir vatn. r A móti hefur hinsvegar verið bent á að sómasins vega getiráðherra varla látið fáa bændur standa ivegifyrir þeim virkjunar- kostisem hann hefur sjálfur sagt að væri hagkvæmastur. Enn er þvi beðið eftir endanlegri ákvörð- un. þessa lagaskyldu hafi hann ekki leyst af hendi eins skilmerkilega og þörf krefur til að bæja frá hættu á hagsmunaárekstrum i nýja starfinu. r I fyrsta lagi er sá sem tók við hlut Allens i ráðgjafarfyrirtækinu Potomac International Corp. góðkunningi hans, Hannaford að nafni, einnig ötull i eftir- rekstrarstarfsemi fyrir þá sem fýsir að beita þrýstingi i Washington. Hannaford hefur til að mynda með höndum erind- rekstur i höfuðborg Bandarikjanna fyrir stjórnirnar á Tævan og i Guatemala. Komið hefur i ljós að Hannaford hefur ekki aðeins verið tiður gestur i skrifstofu Allens eftir að hann varð öryggismálaráðgjafi, héldur hefur hann verið að greiða andvirði hlutsins i Potomac International Corp. smátt og smátt með afborgunum og á nokkuð ógreitt enn. Hér er þvi ekki um að ræða viöskipti með greiðslu út i hönd eða bankamilligöngu, sem eðlilegast þykir þegar nýbakaðir embættismenn eru að skilja sem rækilegast milli sin og fyrir- tækja sem þeim ber að losa sig við. Dómsmálaráöuneytið telur sig þurfa aö skoða skipti Hannaíords ogAllens niöur i kjölinn, og þá ekki siður kanna skipti hans við japanska aðila eftir að hann varð emb- ættismaður i forsetaskrifstofunni. Þar eiga i hlut öllu meiri bógar en húsmæöratima- ritiö Shufunotomo i Tokyo. Komið hefur á daginn að fulltrúar tveggja af stærstu bila- verksmiðjum Japans i Bandarikjunum, Datsun og Toyota, hafa heimsótt AUen i skrifstofuhúsnæði forsetaembættisins. Að sjálfsögðu eiga þessi fyrirtæki óhemju- mikilla hagsmuna að gæta i Bandarikj- unum, og siðan Reagan kom til valda hafa viðskipti Japans og Bandarikjanna veriö mjög til umfjöllunar, bæði i ráðuneytum og hjá forsetaembættinu. ^Vllen á þvi ýmsu ósvarað, áður en hann getur talist hafa gert hreint fyrir sinum dyrum, og jafnvel þótt ekki þyki um saknæma breytni að ræða af hans hálfu, er vandséð að Reagan geti umborið öllu lengur fornvin sem veldur stjórn hans slikri rekistefnu og álitshnekki.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.